Miðnæturopnun og meira af iPhone 6 og 6 plus

31. október 2014

Halló góðan daginn. Takk kærlega fyrir komuna í gær, þetta var alveg meiriháttar. Við erum ennþá að vinna úr forpöntunarlistum en vel yfir 100 símar eru komnir í hendur hamingjusamra eigenda. Í næstu viku kemur svo sending af þeim símum sem komu ekki í fyrstu umferð.

Rúmlega 200 manns komu í Maclandið góða á milli kl. 23:59 og 02:00. Andrúmsloftið var alveg frábært og viðskiptavinir Macland voru sér til gríðarlegs sóma.

Housekell kom og hélt uppi stuðinu og spilaði að sjálfsögðu sína fögru tóna eingöngu af iPad.

Upp úr kl. 23 fóru fyrstu viðskiptavinir að banka á gluggann en við gátum að sjálfsögðu ekkert gert fyrr en kl. 00:00. Svo upp úr 23:30 fór röðin að myndast. Klukkan 23:50 var komin röð um allt húsið. Klukkan 23:59 var svo komin röð niður á Klapparstíg.

Þegar við opnuðum svo kl. 23:59 átti sér stað mögnuð stund. Verslunin fylltist af glöðum og spenntum viðskiptavinum sem voru mættir að sækja síma sem þau höfðu forpantað fyrir mörgum dögum eða vikum síðan.

Við náðum að afgreiða rúmlega 100 viðskiptavini á þessum klukkutíma og vorum við á staðnum til um kl. 02:00 að afgreiða þá sem enn voru að koma í hús.

Takk fyrir okkur. Það var virkilega gaman að fá að fagna þessum skemmtilegu stundum með jafn frábæru fólki og lét sjá sig í nótt.

Hér eru nokkrar myndir í bland frá starfsmönnum Macland, Netgíró og Visir.is. Takk!

Smá panik fyrir opnun…. ekkert stress samt.

IMG_7887

Þau allra hörðustu voru mætt hálftíma fyrir opnun.

IMG_7884

Housekell kann sitthvað fyrir sér í DJ fræðum. Svo mætti hann í MJ bol. Props fyrir það.

IMG_7922

IMG_7881

IMG_8621

Fyrstur!

V5-141039816 V4-141039816 V3-141039816 V2-141039816

Fleira skemmtilegt