Macland og auglýsingar

Skrifað þann af Hörður Ágústsson

Sæl verið þið.

Undanfarin 3 ár höfum við birt auglýsingar frá Hugleiki Dagssyni sem okkur hafa þótt skemmtilegar og töluvert ögrandi. Það hefur verið okkar stíll og samstarf okkar með Hugleiki var vægast sagt áhugavert og skemmtilegt.

Nýverið bannaði Neytendastofa okkur að birta jólaauglýsingu sem birtist fyrst í desember 2016. Bannið tekur því gildi um 7 mánuðum eftir að hún birtist síðast. Við erum alls ekki sammála þessum úrskurði og erum að skoða næstu skref.

Hægt er að lesa úrskurð Neytendastofu hér.

Hér má sjá þær 3 auglýsingar sem mesta gagnrýni, en aðallega gleði, hafa fengið. Góða skemmtun!

Þessi grein er merkt: Blogg