Macland ELSKAR Satechi

28. júlí 2020

Halló góðan daginn ertu víraður?

Nei, líklegast ekki, því að allar helstu MacBook Pro tölvur í dag koma bara með 2-4 USB-C tengjum. Það er ekki mikið af vírum sem þú getur tengt í þær. Sumir kalla það bölvun, aðrir segja blessun (blessing? blessingu? blessaður?!). En sama hvað það er, þá er alltaf hægt að gera eitthvað í málunum. Við í Maclandinu góða seljum aragrúa af tækjum og tólum sem gera MacBook upplifunina ennþá þægilegri, og langar okkur að kynna þér, kæri lesandi, fyrir heim Satechis. Satechi (eða eins og Solla segir satetzkí), er fyrirtæki sem framleiðir breytistykki fyrir USB-C tengd tæki, en ekki bara það. Satechi er brautryðjandi í snjalltækja hjálpartækjum. Við tókum saman lista yfir okkar uppáhalds Satechi millistykki sem þú VERÐUR að prófa. En bara ef þú átt eftirfarandi tölvur:

  • MacBook Pro : 2016 eða nýrri
  • MacBook Air : 2018 eða nýrri
  • iMac : 2017 eða nýrri
  • iMac Pro (allar)
  • Mac mini : 2018
  • Mac Pro : 2019

 

Við byrjum listan á einu mest selda millistykkinu frá Satechi, en þetta er lifandi legend í leiknum. Það er að sjálfsögðu satechi slim type-c multi port adapter. Já ég veit, langt nafn og allt það, það kemur mynd á eftir litla krúttið mitt, bíddu aðeins. En þetta litla millistykki mun þjóna öllum þínum grunnþörfum. Á því eru 2 USB-A tengi, 1 USB-C tengi, og 1 HDMI tengi. Það hentar sérstaklega þeim sem eru í námi eða þeim sem þurfa ekki oft að tengja USB-A við tölvuna sína.


Satechi slim type-c multi port adapter
10.990 kr.

Satechi Slim USB-C MultiPort Adapter V2
11.990 kr.

Hér erum við með sama stykki og að ofan, nema í þessu er einnig Micro SD kortalesari. Tilvalið fyrir ljósmyndara. Þetta stykki fæst einnig með ethernet tengi fyrir 14.990 kr. (við mælum með svarta, það er nett)

Satechi Multi-Port Adapter
19.990 kr.

Hér erum við komin útí the big leagues af millistykkjum, sem hentar einstaklega vel ef þú vilt vera með allt sem þú átt á skrifstofunni tengt á sama tíma, af því bara. En að öllu gríni slepptu þá er þetta sennilega besta millistykkið frá Satechi. Það býður uppá allt, og meira en það.

  • USB-C tengi (t.d. fyrir hleðslu)
  • HDMI tengi með 4K stuðning (30hz)
  • MiniDisplay Port með 4K stuðning (30hz)
  • Gigabit Ethernet tengi
  • 3 x USB tengi
  • SD og Micro SD tengi

Satechi USB-C Dual HDMI
11.990 kr.

Þetta millistykki gerir þér kleift að nota tvo HDMI tengda skjái í einu og nota þá sem sitthvoran skjáinn.


Þessi tengi henta vel fyrir þá sem þurfa allt í einu að tengjast VGA skjávarpa fyrir fund í Hinu Húsinu sem þau voru alveg búin að gleyma að gera ráð fyrir og koma í Macland 10 mínútum áður en hann byrjar að grátbyðja um hjálp. Engar áhyggjur, við græjum þetta. Þau fást fyrir 5.990 kr.

 

Satechi gerir líka mjög góðar skrifstofuvörur, sem gera vinnuna auðveldari og þægilegri. Við mælum með að fá þér t.d. fartölvustand, eða góða músamottu.

Satechi Laptop Stand
6.990 kr.

Það góða við þennan fartölvustand er að hann er lítill og nettur, og auðvelt að ferðast með hann. Hann er brotinn saman þannig að hann liggji alveg flatur, og getur maður þá smeigt honum með í töskuna eða bakpokann.

Satechi fartölvutaska
5.990 kr.

Það er ekki á hverjum degi sem þú færð vatnsfráhrindandi þriggja hólfa, fóðraða að innan tösku úr slitsterku efni á 5.990 kr!


Satechi Bluetooth Numeric Keypad
8.990 kr.

Þetta bluetooth tengda talnaborð frá Satechi er frábær viðbót fyrir iMac og MacBook tölvurnar. Við mælum sérstaklega með þessu þar sem Apple hefur ekki ennþá framleitt slíkt… Einnig framleiðir Satechi frábært þráðlaust lyklaborð.

 

Satechi hefur líka gert það gott með snjalltækjum fyrir heimilið sem Macland mælir eindregið með.

Satechi Trio Wireless Charging Pad
18.990 kr.

Þessi hleðsluplatti ætti að vera á öllum náttborðum og eldhúsbekkjum. Eiginlega inná baði líka, og inní stofu… og niðrí kjallara, forstofu, eldhúsinu, háaloftinu, bílskúrnum, barnaherbeginu og inní hundabúri. Hann hleður símann, airpods og úrið allt í einu. Eins snúra. Bang, komið. Næs.

Satechi Home Kit Dual Smart Outlet
12.990 kr.

Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta væri ekki það sniðugasta á þessum lista. Ég elska þetta tæki. Ég vissi ekki að líf mitt myndi einhverntímann verða svo ómerkilegt að ég hreinlega færi að elska innstungur, en hér erum við. Þetta eru samt engar venjulegar innstungur. En þær virka þannig að þú getur kveikt á þeim í gegnum símann, og einnig stillt þær á timer, og fylgst með gangi málana með Apple Home appinu. Ekki eyða óþarfa rafmagni lengur, fáðu þér þessa græju og breyttu lífi þínu.

Við kveðjum hér að sinni, með myndbroti frá Satechi sem útskýrir eiginleika Dual Smart Outlet. Þetta var gaman, þið voruð falleg, eruð enn og munið vera. Hafið það gott og sjáumst næst.

Fleira skemmtilegt