Lady Gaga – Stupid Love (iPhone 11 Pro)

28. febrúar 2020

Nýjasti singúll söngkonunnar Lady Gaga „Stupid Love” kom út í gær og er það ekki frásögufærandi nema vegna þess að tónlistarmyndbandið er skotið einungis á iPhone 11 Pro!

Daniel Askill leikstjóri segir „Að skjóta heilt tónlistarmyndband á iPhone er augljóslega ný leið og sem kvikmyndagerðarmaður er það mjög óhefðbundið að fara þá leið þar sem það eru fyrirfram ákveðnar aðferðir hvernig maður gerir tónlistarmyndbönd, auglýsingar og kvikmyndir en það er gert á stærri og mun dýrari upptökubúnað. Okkur þótti mjög skemmtilegt að taka þetta upp á iPhone 11 Pro sem bjó til fleiri möguleika og ennþá meira frelsi til að framkvæma nýja hluti.“

„Við settum símana á mjög góðar jafnvægisstangir og á sérútbúna dróna. Það var mjög áhugaverð reynsla að hoppa á milli þess að nota iPhone í hefbundinni notkun í hversdagsleikanum yfir í að framleiða tónlistarmyndband í standard sem þessum. Við notuðumst við allar þrjár linsurnar en aðallega vorum við að skipta á milli Wide og Telephoto linsunnar, keyrðum á tveimur römmum á sama tíma. Við skutum nánast allt í 4K og vorum með myndavélina styllta á 24fps, og annan síma undir þeirri stillta á 48fps fyrir slow-mo tökur. Við höfðum aldrei getað gert það ef við höfðum skotið þetta á hefðbundna single shoot á Alexu“. (Alexa er myndavél sem oft er notuð við upptökur á tónlistarmyndböndum.)

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að myndavélin á iPhone síma ratar í framleiðslu á tónlistarmyndbandi, eða kvikmynd, en Selene Gomez gerði myndband við lagið „Loose You To Love Me“ en það var einnig tekið upp á iPhone 11 Pro. Einnig hafa verið teknar upp heilu bíómyndirnar á iPhone síma, og þar af var t.d. hryllingsmyndin Unsane eftir Steven Soderbergh, en hún var tekin upp á iPhone 7 Plus myndavél, og það á aðeins 10 dögum!

Þið getið horft á myndbandið hér fyrir neðan. Sjón er sögu ríkari.

iPhone er svo miklu meira en bara sími

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=oXaB6gULBf8

 

Fleira skemmtilegt