iPhone SE er lentur

5. maí 2016

iPhone SE var kynntur til leiks í mars en orðrómur þess efnis að Apple ætlaði að koma aftur með iPhone með 4″ skjá varð ansi hávær seint á árinu 2015.

Við hreinlega hugsuðum, „er Apple búið að missa það? Er þetta framtíðin hjá þeim, taka gamlar vörur og uppfæra innvolsið og kalla það nýtt?“

deal2

Við vorum ekki þau einu sem hugsuðu þetta og loks kom dagurinn þar sem Apple kynnti símann. Í raun er þetta iPhone 6s í iPhone 5s „líkama“ og niðurstaðan varð ótrúlega spennandi símtæki. Fyrir því eru nokkrar ástæður, t.d. að það vilja ekki allir síma með 4,7″ skjá eins og iPhone 6s. Einnig er vert að minnast á að þrátt fyrir enn meiri framfarir í rafhlöðuendingu þá hefur Apple ekki stækkað rafhlöður í iPhone 6s eða 6s Plus frá fyrirrennurum sínum. iPhone SE er með mun minni skjá, og því er rafhlaðan að endast lengur.

iphone-se-review-vpavic-verge-11.0

Stærðarmunurinn á iPhone SE og iPhone 6s er augljós.

Ok, við vorum til í að skoða þetta nánar. Apple hafði gefið út að innvolsið væri það sama og í iPhone 6s, fyrir utan FaceTime myndavélina (á framhlið símans, en hún er 720p í stað 1080p eins og í iPhone 6s. Hinn hluturinn sem iPhone SE fékk ekki frá iPhone 6s er 3D Touch. Tæknin var kynnt af Apple með tilkomu iPhone 6s og 6s Plus síðasta haust og hefur verið tekið ágætlega af bæði forriturum og notendum. Ennþá er þó engin ástæða til að segja að 3D Touch sé einhvers konar kjarna fítus í iPhone og því lítum við á að þetta sé ekki stórt atriði.

Hmm… þarna erum við þá að ræða um síma sem er með sama power og innvols (að stórum hluta) og iPhone 6s nema með betri rafhlöðuendingu og mun minna boddý? Mjög áhugavert.

Fyrstu eintökin komu til okkar 4.maí síðastliðinn og er Rose Gold útgáfan til sýnis í verslunum okkar að Laugavegi 23 og Helluhrauni 18.

Fyrstu viðbrögð voru eftirfarandi 

  • Léttur
  • Nettur
  • Hraður
  • Frábær rafhlaða
  • Klassísk en falleg hönnun
  • Nýju litirnir njóta sín mjög vel í þessu boddý

Hér gefur að líta skorkort frá Verge en sú síða þykir mjög sanngjörn í umfjöllun sinni um Apple vörur. Við erum sammála flestu þarna en teljum að skortur á 3D Touch sé ekki að draga símann niður, sömuleiðis erum við ósammála með að hönnunin hafi ekki verið uppfærð. Litirnir njóta sín mjög vel í þessu boddýi.

Screenshot 2016-05-05 21.22.52

Fyrsta sending af iPhone SE er komin og farin, en við erum loksins komin með verð í símann og því getum við tekið við pöntunum. Næstu sendingar fara að detta inn hvað úr hverju.

Smelltu hér til að panta.

Fleira skemmtilegt