iPhone forsalan er komin af stað

Skrifað þann af Hörður Ágústsson

Forsala á iPhone 8 og iPhone 8 Plus er komin af stað!

Takmarkað magn tækja er í boði en símarnir verða afgreiddir eins og þeir eru pantaðir; ef óskað er eftir að skipta er það mögulegt í verslun okkar eftir afhendingu. Áætluð afhending fyrstu síma er föstudaginn 29. september en hægt verður að sækja í verslun okkar Laugavegi 23 eða fá hann sendan heim með Póstinum. Tölvupóstur verður sendur á kaupendur með nánari upplýsingum þegar nær dregur.

Þeir viðskiptavinir sem greiða fyrir símann með Netgíró fara í pott og einn heppinn viðskiptavinur verður dreginn út og fær símann endurgreiddan.

Ekki nóg með það heldur hafa stórvinir okkar í Netgíró ákveðið að bjóða öllum sem greiða með Netgíró upp á að greiða símann 1.nóvember (ef þú ákveður að dreifa greiðslum þá kemur fyrsta greiðsla líka 1.nóvember). Geri aðrir betur!

Smelltu hér til að forpanta eintak.

Þessi grein er merkt: Blogg