iPhone 11

Skrifað þann af Hörður Ágústsson

iPhone 11 – Litaglaður, kraftmikill og ómissandi.

Glænýtt þriggja myndavéla kerfi með ultra-wide angle og Night mode, rafhlaða sem dugar þér daginn, vatns- og rykþolinn, 6 fallegir litir. iPhone 11 er nauðsynlegt að upplifa í persónu.

Taktu 4K myndbönd, glæsilegar portrait og landslagsmyndir með hinu nýja tveggja myndavéla kerfi. Taktu mun betri myndir í lélegum birtuskilyrðum og sjáðu lifandi liti í myndum, myndböndum og leikjum á 6.1″ Liquid Retina skjánum. Upplifðu áður óþekktan hraða í leikjum, AR (augmented reality) og ljósmyndun með A13 Bionic örgjörvanum. Notaðu símann meira og hafðu minni áhyggjur af því að hlaða hann með rafhlöðu sem dugar þér allan daginn. Síminn er svo vatnsþolinn í allt að 2 metra í allt að 30 mínútur.

Helstu upplýsingar :

  • 6.1 Liquid Retina HD LCD skjár
  • Vatns og rykþolinn (allt að 2 metra dýpt í allt að 30 mínútur, IP68
  • Tveggja myndavéla kerfi með 12MP wide-angle og ultra-wide-angle myndavélum.
  • Night mode, Portrait mode og 4K video með allt að 60 römmum á sekúndu.
  • 12 MP TrueDepth myndavél að framan með Portrait mode, 4K video og Slowmotion
  • Face ID og Apple Pay
  • A13 Bionic örgjörvi með þriðju kynslóð af Neural Engine
  • Hraðhleðsla með 18W hleðslutæki
  • Þráðlaus hleðsla
  • iOS 13 með Dark viðmóti, nýjum myndbanda- og myndvinnlumöguleikum.

iPhone 11 kemur í Macland í september. Upplýsingar um forsölu koma fljótlega.

Þessi grein er merkt: Blogg