iOS 13

Skrifað þann af Gunnar Máni Arnarson

iOS 13 mun hafa margvísleg áhrif á hvernig þú getur notað iPhone símann þinn. Við í Macland erum virkilega spennt að sjá hvernig nýtt stýrikerfi mun reynast notendum og að sjálfsögðu hvernig nýir símar munu koma til með að vera og líta út.

iOS 13 dagsetningar:

  • 3. júní: iOS 13 beta 1 og fyrsta kynning á WWDC 2019
  • 17. júní: iOS 13 beta 2 gefið út fyrir vel valda einstaklinga(forritarana)
  • 24. júní: iOS 13 beta gefið út opinberlega fyrir forvitna
  • 3. júlí: iOS 13 beta 3 gefið út fyrir vel valda einstaklinga(forritarana)
  • Byrjun september 2019: iOS 13 Golden Master(loka beta útgáfa fyrir forritarana)
  • Miðjan september 2019: iOS 13 gefið út fyrir almenning með nýjum iPhone símum.

Dark Mode: 

Við vitum sem víst að iOS 13 mun bjóða upp á Dark Mode sem er ein af nokkrum útlitsbreytingum, það er val og hægt að breyta því undir Control Center þegar að því kemur. Það verður einnig mögulegt í iPadOS sem er nýtt stýrikerfi sérhannað fyrir iPad.

Quick Path Keyboard:

Þessi fítus verður innbyggður í iOS stýrikerfið núna, margir kannast við og hafa notað swift key en verður það „extension“ óþarft með þessu nýja stýrikerfi. En þá er spurning hvort íslenska þurfi að vera „supported language“ en það kemur í ljós hvort svo sé og hvort við verðum skilin útundan.

Find My App:

Apple er að sameina það sem við þekkjum sem Find My iPhone við Find My Friends(vafasamt?) En það þarf pottþétt að vera gefið leyfi báðum megin svo hægt sé að finna vin sinn. En það mun vera auðveldara að finna tæki sem týnast og eru ekki tengd farsímagögnum(Cellular) eða WiFi með bluetooth tækninni. Gæti verið góð hjálp í því fyrir týndar fartölvur og í þeim tilfellum þegar tæki týnist yfir höfuð og tengist ekki neti þegar kveikt er á því.

Gömlu tækin verða hraðari:

Margir geta glaðst yfir því að Apple gerir iOS 13 stýrikerfið fyrir alla iPhone notendur. iOS 13 er gert samhliða nýjustu símum Apple sem koma í haust en jafnframt munu Apple koma til móts við þá sem eiga eldri síma með því að hafa stýrikerfið eins hratt og mögulegt er svo eldri símar finni ekki mikið fyrir uppfærslunni. Samkvæmt Apple verður tvöfalt hraðar að opna smáforrit, Face ID svörun 30% hraðari en áður. Apple fann leið til að smáforritin taki minna pláss, að meðaltali 60% minna pláss. Rafhlöðulíftími er eitthvað sem Apple taka alvarlegar núna en áður og tekur mið að daglegri hleðslu notenda, iOS 13 mun læra hvernig þú ert vanur eða vön að hlaða símann þinn og þú þarft ekki að hlaða símann þinn yfir 80% áður en þú notar hann til að koma í veg fyrir hraða rafhlöðuhrörnun. Þess má geta að endingartími lithium rafhlaðna er allt frá 3-4 árum, jafnvel skemur eða lengur og fer það alfarið eftir notandanum.

 

Hér er svo langur listi yfir fleiri uppfærslur svo sem á fítusum á myndavélinni, reminders, Siri, Memoji, Maps og margt fleira!

 

 

 

 

Þessi grein er merkt: Blogg