iOS 12 er komið út

18. september 2018

Í gær gaf Apple út iOS 12 og þar er að finna ný tól sem hjálpa viðskiptavinum að skilja betur og stjórna þeim tíma sem eytt er í iOS tækjunum sínum. Þessi nýju tól eru meðal annars Activity Reports, App Limits, Not Disturb og hvernig tilkynningar eru meðhöndlaðar. Allt þetta er hugsað til að gera notandanum auðveldar fyrir að minnka áreiti frá tækjunum sínum ásamt því að stýra og læra betur að skilja hvernig tækin eru notuð með því að sjá nákvæmlega hvað var gert og í hvaða forriti.
Eins og Apple segja sjálf : “Í iOS 12 bjóðum við notendum upp á aðgengileg gögn og tól til að hjálpa þeim að skilja betur og stýra hvernig þau nota tímann sinn í forritum og á vefnum, hversu oft þau taka upp iPhone eða iPad yfir daginn og hvernig notendur upplifa og taka á móti tilkynningum frá tækjunum.” sagði Craig Federighi, stjórnandi í hugbúnaðardeild Apple. “Við kynntum fyrst „foreldrastýringu“ í iPhone árið 2008 og hefur teymið okkar unnið að því síðan að bæta við verkfærum fyrir foreldra til að aðstoða og stýra aðgengi barna sinna að efni á netinu. „Screen Time“ gefur foreldrum ný tól og tæki sem einfalda og upplýsa þau sem notendur og hjálpa þeim að stýra og aðstoða bæði sig sjálf sem og börnin sín í að skilja hvernig tækin eru notuð og þá hversu mikið.“
Do Not Disturb
iOS 12 kynnir viðbætur við Do Not Disturb, sem gerir þetta frábæra tímastýringartól enn kraftmeira með því að gera notendum kleift að stýra utanaðkomandi áreiti þegar það á við, t.d. á meðan skólatíma stendur, yfir kvöldmatnum, í bíó eða á fundi. Do Not Disturb er nú hægt að stilla á þann hátt að það byrji sjálfkrafa á ákveðnum tíma og hætti svo á ákveðnum tíma, t.d. er undirritaður með stillt á þetta frá 22:00 til 08:00 á hverjum degi. Síminn birtir þá engar tilkynningar og gefur ekkert hljóð frá sér nema ef vekjaraklukkan er stillt innan þessa ramma.

Notifications

Til að minnka truflun gefur iOS 12 notendum betri aðgang að stillingum til að stýra því hvernig tilkynningum er skilað á skjá símans. Nú getur þú samstundis slökkt á tilkynningum frá forriti sem þér finnst truflandi beint úr Notification Center. Siri getur líka tekið við skipunum um að slökkva eða kveikja á tilkynningum. iOS 12 kynnti líka til leiks „Grouped Notifications“ sem safnar saman tilkynningum úr sama forriti og birtir sem heild í stað þess að hér áður voru þær birtar í tímaröð, óháð forriti. Það gerir það mun auðveldara að vinna með margar tilkynninar í einu.

Að veita notendum innsýn í hvernig tíma er eytt í tækjunum þeirra, í forritum og á vefsíðun, er gríðarlega mikilvægt. Screen Time býr til ítarlegar skýrslur daglega og vikulega sem sýnir tímann sem notandi eyðir í þeim forritum sem notuð voru, hver notkunin er í ákveðnum flokkum af forritum (t.d. leikir, samfélagsmiðlar) og hversu mikið af tilkynningum eru mótteknar ásamt því að sýna hversu oft iPhone eða iPad er tekinn upp og notaður yfir daginn/vikuna.
Með því að skilja hvernig tækin eru notuð getur notandinn stjórnað notkun sinni betur, t.d. hvað varðar ákveðin forrit, vefsíður eða ákveðinn flokk forrita. App Limits gefur notandanum færi á að setja sjálfum sér mörk varðandi ákveðin forrit eða forritahópa og tilkynning birtist þegar tíminn er liðinn.
Screen Time er frábært tól fyrir alla til að skilja og stýra sinni notkun á upplýstari hátt en getur verið sérstaklega hentugt fyrir börn og foreldra. Foreldrar geta skoðað notkunarskýrslu barna sinna úr sínu símanum eða iPad til að skilja betur notkun barnsins síns og ef þess gerist þörf er hægt að setja App Limit á forrit eða ákveðna notkun.
Screen Time gefur foreldrum líka möguleikann á því að loka á notkun tækis algjörlega, eða að hluta til, á ákveðnum tíma dagsins t.d. á meðan barnið á að vera sofandi. Á meðan Downtime stendur munu engar tilkynningar birtast á skjánum og tilkynning birtist í staðinn sem gefur skýrt til kynna að tækið eigi ekki að vera í notkun á þessum tíma. Foreldrar geta stýrt því að ákveðin forrit t.d. Phone eða Books séu alltaf leyfð jafnvel á meðan Downtime stendur eða eftir að heildartími leyfðar notkunar í tækinu er liðinn.
Screen Time virkar fyrir hvern notanda og virkar þvert yfir öll iOS tæki viðkomandi barns þannig að stillingar, skýrslur og leyfður tími er byggður á heildarnotkun þessara tækja. Screen Time virkar með Familiy Sharing sem við þekkjum flest úr Apple ID aðganginum okkar og er auðvelt í uppsetningu ef þið hafið ekki nú þegar sett það upp. Foreldrar geta stýrt Screen Time stillingum úr sínum eigin síma eða á tæki barnsins sjálfs.
Þessi færsla er þýdd og staðfærð af vef Apple.com. Allar myndir koma frá Apple.com

Fleira skemmtilegt