iOS 11 kemur út í dag

Skrifað þann af Hörður Ágústsson

Til hamingju með daginn eigendur eins eða fleiri af eftirtöldum tækjum.

iPhone

 • iPhone 7 og 7 Plus
 • iPhone 6s og 6s Plus
 • iPhone 6 og 6 Plus
 • iPhone SE
 • iPhone 5s

iPad

 • 12.9-inch iPad Pro (1 og 2 kynslóð)
 • iPad Pro (10.5-inch)
 • iPad Pro (9.7-inch)
 • iPad Air og iPad Air 2
 • iPad (5 kynslóð)
 • iPad mini 2, 3 og 4

Í stuttu máli þá er iOS 11 flottasta uppfærsla frá Apple fyrir iPhone og iPad. Í næstu viku mun svo High Sierra koma út með virkilega endurbættu iCloud sem einmitt tengir tölvurnar og iPhone/iPad enn betur saman.

En það eru nokkur ráð sem við viljum deila með ykkur varðandi uppfærsluna í dag.

Afritaðu iPhone / iPad tækið þitt í iCloud. Í nafni Guðs, sonar og heilags anda, plís.

Já við erum ekkert að grínast. Á hverju ári mæta tugir viðskiptavina daginn eftir uppfærslu og kvarta sáran yfir því að eitthvað hafi gerst. iCloud pláss er orðið það ódýrt í dag að við erum að tala um örfáa dollara á mánuði til að vera 100% viss að gögnin þín týnist ekki, t.d. ljósmyndir, símaskráin, sms og svo frv. – Ekkert rugl. Gerðu afrit fyrst. Hættu líka að afrita símann í tölvuna í gegnum iTunes. Árið er 2017.

Gerðu símtækið tilbúið fyrir uppfærslu

Undirritaður gerir þetta alltaf svona þegar nýtt kerfi kemur.

 • Ég geri iCloud backup
 • Ég tengi símann við tölvuna.
 • Nota Restore í stað Update.

 

Þegar tölvan er búin að setja nýtt stýrikerfi inn á símann þá ertu búin/nn að „strauja hann“ og því fylgja honum engin vandamál frá fyrri uppfærslum. Síminn verður því alveg ferskur og gögnin koma inn í gegnum iCloud afritið sem við gerðum í skrefi 1.

Við getum ekki mælt nógu mikið með þessari aðferð og ítrekum að gagnatap í iPhone og iPad ætti aldrei að koma fyrir því iCloud er orðið það ódýrt að það kostar minna en 1 tyggjópakki á mánuði.

Njótið vel og uppfærið!

 

Þessi grein er merkt: Blogg