Halló Netflix á Íslandi!

6. janúar 2016

Forsvarsmenn Netflix tilkynntu í dag, 6.janúar 2016, á tæknisýningunni CES að Netflix væri komið til 130 nýrra landa.

video.yahoofinance.com@c69e8101-901d-3904-ab35-e92382b49d00_FULL

Ísland er þeirra á meðal. Við erum komin í nútímann kæru Íslendingar, til hamingju.

Starfsmenn Macland hafa notið Netflix í gegnum Apple TV í mörg ár núna og hingað til hefur þurft að fara krókaleiðir til að njóta þjónustunnar en nú er sá tími liðinn. Til að nálgast Hulu, HBO Now og Showtime þarf enn að nýta sér þjónustu t.d. Playmo.tv

Það á enn eftir að svara nokkrum spurningum t.d. hvenær Netflix forritið verður komið í App Store á Íslandi og nákvæmlega hvaða efni verður í boði þar sem er ekki í boði annars staðar og öfugt en þetta eru alveg frábær tíðindi fyrir okkur Íslendinga.

Fyrir utan þá staðreynd að þetta er fyrsta alþjóðlega streymisveitan fyrir kvikmyndir og þætti sem opnar formlega fyrir Ísland verður maður að átta sig á að Netflix er nú fáanlegt í nær öllum löndum. Hvað þetta þýðir er einfaldlega það að landamærin eru að hverfa, stafræn landamæri sem hafa aldrei þjónað neinum nema þeim sem stjórna pípunum að því afþreyingarefni sem neytendur vilja borga fyrir.

Við mælum því með að þið prófið Netflix í 1 mánuð frítt með því að fara á netflix.is og skrá ykkur. Alltaf er hægt að hætta eftir þennan mánuð án kostnaðar.

Nokkrir þættir sem við mælum með sem hægt er að horfa á strax.

Making a Murderer
Orange is the new black
House of Cards
Narcos
Daredevil
Unbreakable Kimmy Schmidt
Master of none
Sense8
Wet hot American summer
Jessica Jones

og alveg heill hellingur af bíómyndum, barnaefni og sjónvarpsþáttum til viðbótar.

Hér er listi af Vaktin.is yfir þær myndir og þætti sem eru með íslensku tali og/eða texta nú þegar.

Nokkur svör við þeim ótalmörgu spurningum sem dunið hafa yfir okkur í dag.

  1. 1. Netflix er hýst í Hollandi – þetta er erlent niðurhal
  2. 2. Hægt er að kaupa mismunandi áskriftir eftir því sem hentar hverjum og einum, grunn áskrift kostar 8 EUR. Þetta kemur allt skýrt fram á Netflix síðunni.
  3. 3. Playmo.tv er enn nauðsynlegt ef þú vilt geta notið efnis úr t.d. UK eða USA útgáfunum af Netflix. Einnig þá minnum við á að þú þarft ekki Playmo.tv til að geta notað iTunes búðina í Apple TV. Það er einhver misskilningur með það. Enginn þarf að vera með DNS þjónustu til að njóta Apple TV til hinnst fyllsta.

Ps. ef ykkur vantar eitthvað til að njóta Netflix enn betur þá mælum við með Apple TV eða iPad. Kíktu á okkur ef þú hefur einhverjar spurningar eða skjóttu á okkur á Twitter og/eða Facebook.

Njótið vel!

Fleira skemmtilegt