Grímuskylda í Macland

Skrifað þann af Hörður Ágústsson

Kæru viðskiptavinir og velunnarar Macland. 

Í ljósi COVID-19 faraldursins höfum við vandað okkur gríðarlega mikið síðustu mánuði við sóttvarnir og jafnvel gert meira en “þurfti”.

En í ljósi nýjustu tíðinda frá þríeykinu og stjórnvöldum þá höfum við ákveðið að frá og með 6.október taki gildi grímuskylda fyrir starfsmenn og viðskiptavini Macland.
Strax í vor settum við eftirfarandi ráðstafanir í gang og þær gilda enn :
  • Spritt í boði fyrir alla viðskiptavini.
  • Snertilausar greiðslur í posa
  • Frí heimsending á vörum með Póstinum
  • Engin snerting leyfð á sýningartækjum nema undir handleiðslu starfsmanns
  • 2m regla inni í verslunum

Þær ráðstafanir sem bætast við í dag :

  • Viðskiptavinir eru beðnir um að spritta sig áður en nokkuð er snert inni í versluninni
  • Ekki er tekið við peningum sem greiðslu að svo stöddu
  • Viðskiptavinir sem koma í verslanir okkar þurfa að vera með grímu (ef þú átt ekki grímu þá útvegum við þér einnota grímu)

Okkur er annt um heilsu starfsmanna okkar, sem og viðskiptavina að sjálfsögðu, og svo viljum við bara alls ekki fá COVID-19 og gerum ráð fyrir að okkar viðskiptavinir séu sammála því og þökkum skilninginn á þessum aðgerðum. Markmiðið með þessum aðgerðum er einfalt, halda heilsu og halda þjónustustigi okkar á eins góðum stað og unnt er.

Í þessu ljósi viljum við minna á :

Það er því þokkalega auðvelt að ná í okkur og við erum tilbúin til að aðstoða á öllum þessum miðlum.

Við munum tilkynna ef breytingar verða á þessum aðgerðum.

Við hvetjum að lokum viðskiptavini sem koma til okkar að koma með góða skapið. Við ætlum að mæta þessu með hrikalega hressri nálgun og hlökkum til að taka á móti ykkur í þessum skrýtnu aðstæðum.

Kær kveðja,
Starfsfólk Macland

Ps. við létum útbúa þetta fína plagg sem útskýrir betur pælinguna á bakvið grímuskylduna.

Þessi grein er merkt: Blogg