Fyrirtækjaþjónusta | Macland

Fyrirtækjaþjónusta

Fjölbreytt þjónusta fyrir fyrirtæki. Við finnum rétta lausn fyrir þig.

Hafa Samband

Fyrirtækjaþjónusta

Starfsmenn Macland hafa yfirgripsmikla þekkingu og mikla reynslu í þjónustu við fyrirtæki, rekstri kerfa og viðhaldi hjá kröfuhörðum fyrirtækjum, stórum sem smáum. Láttu sérfræðinga Macland sjá um að reka fyrir þig tölvukerfið þitt og einbeittu þér að því sem þú gerir best.

iPad, iPhone, netkerfi, Apple far- og borðtölvur, blandað umhverfi með Windows, afritun gagna, viðgerðir á staðnum. Við gætum lengi haldið áfram en þess þarf ekki því snillingarnir okkar sjá um að reka og viðhalda þínu tölvuumhverfi á hraðan og öruggan hátt.

Það er dýrt að vera með starfsmann sem getur ekki unnið sökum tæknivandamáls. Ekki sætta þig við bið eftir lausn á vandamáli sem sérfræðingar okkar leysa hratt og örugglega.

Hafðu samband á [email protected] og athugaðu hvað við getum gert fyrir þig.

Opnunartími fyrirtækjaþjónustu
Virka daga á milli 10 – 18

Þjónustuliðir
Rekstur tölvukerfa
Netkerfi
Afritun gagna
Viðgerðir á staðnum
Útkallsþjónusta