Rega Planar | Macland

Roy Gandy, stofnandi og eigandi Rega, hefur í smíðað plötuspilara í yfir 40 ár. Fyrir honum eru plötuspilarar vélar, vélar sem mæla titring. Tilgangur hans með því að smíða plötuspilara er að hljómplatan fái að njóta sín og að öll utanaðkomandi áhrif verði eins lítil og mögulegt er. Allir spilarar Rega eru hannaðir með þetta í huga. Hver einasta ró, lakkið, vírarnir, allt þarf að hafa sem minnst áhrif á tilgang plötuspilarans.