Farvel fiðrilda lyklaborð

Skrifað þann af Ísak Róbertsson

Nú vitum við að sum ykkar verða hæst ánægð með þessar breytingar. Apple hefur nú ákveðið að skipta út lyklaborðinu sem hefur mátt finna á MacBook Pro/Air fartölvunum frá árinu 2015. Þetta er að sjálfsögðu fræga butterfly switch key (e. fiðrilda lyklaborðið). Þetta lyklaborð hefur verið til vandræða í langan tíma og greyið Hafþór okkar hefur þurft að skipta út ótalmörgum topcase-um, tökkum, innsiglum, neðri flipum, flippfloppum, flúnkurum, straukubbum, efri flipum, tengi skenkjum, gúmmí spelkum og við vitum ekki hvað og hvað. Nú eru þeir dagar taldir, vonum við.

Það sem einkennir butterfly switch er hversu lágir/flatir takkarnir eru. Það eru eflaust margir sem líka vel við takkana, en ég skil svo sem að margir vilja ekki sjá þá. Ég persónulega held frekar uppá scissor switch key, sem var á fartölvunum fyrir 2015. Sem er einmitt frábært vegna þess að samkvæmt vinum okkar í 9to5Mac ætlar Apple að skipta aftur yfir í uppfærða útgáfu af scissor switch key, með trefjaplasti til stuðnings, það verður spennandi að fylgjast með þessu, og fáum við líklegast að sjá þetta á MacBook Air tölvunum sem koma út í haust, og svo á nýjum MacBook Pro tölvum árið 2020. Spennandi tímar framundan.