Ertu að nota „fake“ hleðslutæki?

22. maí 2014

Ef svo er, lestu áfram.

fakeiphonecharger

Töluvert hefur borið á því að undanförnu að viðskiptavinir okkar séu að koma með tölvur og eða iPad/iPhone til okkar í viðgerð vegna þess að tækin hætta að taka við hleðslu. Í óþægilega mörgum tilfella er um að kenna svokölluðum eftirlíkingum („fake) af Apple hleðslutækjunum. Skiljanlegt er að viðskiptavinir ruglist þegar það kemur að sumum eftirlíkingum, þær eru nánast alveg eins. Í raun er eina leiðin til að vera viss að kaupa hleðslutækið af viðurkenndum Apple söluaðila eins og Macland. Sum hleðslutæki sem við höfum séð auglýst víðs vegar á netinu eru jafnvel auglýst sem „Apple hleðslutæki“ sem gæti ekki verið fjær sannleikanum. Þegar við höfum opnað þessi fake hleðslutæki kemur í ljós að þó þau séu mjög lík utan frá þá kemur sannleikurinn alltaf í ljós þegar tækið er opnað. Einfalt er að vigta hleðslutækin en næstum án undantekninga eru „fake“ tækin mun léttari en þau sem ekta eru.

Tökum dæmi, viðskiptavinur kaupir hleðslutæki á netinu, hérlendis eða erlendis, á 10.000 krónur, notað eða nýtt og það virðist líta út alveg eins og það frá Apple. Það virkar eins og það á að gera í nokkra daga eða vikur, jafnvel mánuði en miðað við okkar reynslu þá endast þau mun skemur og geta skemmt út frá sér. Við höfum séð dæmi þess að hleðslutækin hafi skemmt rafhlöður í fartölvum, hleðslutengi á fartölvum og móðurborð í fartölvum. Sömu skemmdir höfum við séð í iPhone, iPad og iPod. Það sem er alvarlegast við þetta er í raun það að sparnaður við kaup á „fake“ hleðslutækjum hleypur á þúsundum króna en ekki tugþúsundum og því er erfitt að útskýra fyrir viðskiptavinum að „ódýra“ hleðslutækið sem viðkomandi var að kaupa er búið að valda kostnaði á bilinu 15.000 – 45.000. Það er fyrir utan kostnaðinn við að þurfa að kaupa nýtt hleðslutæki.

chargerUm mitt ár 2013 lést kona í Kína af völdum þess að „fake“ hleðslutækið hennar ofhitnaði meðan hún svaf og eldur braust út. Mýmörg dæmi eru um slys tengt þessu víðs vegar um heiminn og fannst okkur mikilvægt að bregðast við þessu og láta í okkur heyra.

Notkun hleðslutækis sem er ekki framleitt af Apple getur valdið því að ábyrgð fellur niður á viðkomandi hlut þar sem ekki er hægt að ábyrgjast notkun á tæki sem framleitt er af öðrum aðilum.

Hvernig getur þú brugðist við þessu? T.d. með því að skoða hleðslutækið vel. Í þessu bloggi má sjá sögu af aðila sem keypti hleðslutæki á Amazon.com frá söluaðila sem virtist vera að selja ekta Apple hleðslutæki. Eins og sjá má var svo ekki og var viðkomandi mjög heppinn að ekki fór verr.

Hér er svo grein um iPhone/iPad/iPod hleðslutækin á CultofMac.com.

 

Hleðslutæki fyrir iPhone og iPad kosta 4.990 og fyrir MacBook Air, Pro og Pro Retina kosta 17.990. Auðvitað eru þetta upphæðir sem enginn grínast með og segir að sé léttar í pyngjuna en þegar horft er á að tækin sem hleðslutækin eiga að hlaða kosta á bilinu 67.990 (iPhone 4s) upp í 469.990 (MacBook Pro Retina 15″) þá lítur þessi kostnaður töluvert betur út.

Það er fátt meira svekkjandi en að horfa framan í viðskiptavin sem var að spara sér nokkra þúsundkalla á því að kaupa „fake“ hleðslutæki og segja viðkomandi að viðgerðin hlaupi á tugum þúsunda.

Ef þið eruð í vafa hvort hleðslutækið ykkar sé ekta, endilega komið til okkar í búðina á Laugaveg 17 og við getum sagt ykkur það strax.

 

Fleira skemmtilegt