Breyting á opnunartíma – rafræn viðskipti

16. mars 2020

Kæru viðskiptavinir Macland.

Vegna COVID-19 veirunnar hefur Macland gripið til margvíslegra ráðstafana til að tryggja að þjónustustig okkar haldist sem næst 100% ásamt því að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina.

Aðgerðir okkar snúast að öllu leyti að því að tryggja áframhaldi þjónustu við þessar sérstöku aðstæður og að tryggja öryggi allra.

Tilgangur þessara aðgerða er að draga úr líkum á smiti á meðal starfsmanna sem og viðskiptavina Macland. Forgangsatriði hjá okkur er heilsa starfsmanna ásamt því að halda áfram að veita framúrskarandi þjónustu. Macland Laugavegi og Macland Kringlunni verða rekin sem aðskilin fyrirtæki næstu vikurnar.

Þessar aðgerðir miða að því að að tryggja áframhaldandi ásættanleg gæði í þjónustu Macland á sama tíma og við verndum öryggi allra eftir bestu getu.

Við erum meðvituð um að símar og tölvur eru gríðarlega mikilvæg tól og tæki, sérstaklega á tímum sem þessum og leggjum við okkur því öll fram af öllu afli við að halda verslunum og þjónustudeild okkar á fullri siglingu.

Breytingarnar eru eftirtaldar og taka gildi frá og með 17.mars

  • Eingöngu er tekið á móti símum, tölvum og iPad í viðgerð í verslun okkar á Laugavegi 23
  • Engin verkstæðismóttaka verður í Kringlunni þar til annað verður tilkynnt.
  • Eingöngu er tekið á móti greiðslum með greiðslukorti eða rafrænum greiðslum, m.ö.o. við tökum ekki á móti greiðslum með seðlum og mynt.
  • Opnunartími báðum verslunum verður 11-18 virka daga og 13-17 um helgar þar til annað verður tilkynnt.

Frá og með 23.mars er frí heimsending í vefverslun. Við erum á vaktinni þar allan sólarhringinn.

Allt starfsfólk Macland hefur kynnt sér reglur Landlæknis ítarlega og eru sýningartæki og snertifletir í verslunum þrifnir og sótthreinsaðir oft á hverjum degi. Einnig er allur búnaður sem við tökum á móti þveginn og sótthreinsaður

Við viljum benda á þá ráðgjöf sem Landlæknir hefur gefið út í tengslum við COVID-19 veiruna en þær upplýsingar má finna hér.

Apple gaf svo út frábærar leiðbeiningar varðandi þrif á snjalltækjum. Þær má sjá hér.

Við minnum á að við erum með stafræna viðveru á eftirfarandi miðlum :

Við munum áfram leggja áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu en við biðjum viðskiptavini um að sýna þolinmæði í ljósi aukins álags.

Kærar kveðjur,
starfsfólk Macland

Fleira skemmtilegt