iOS 4.3 kemur vonandi í mars…

Mikið rosalega eru þetta flottirfítusar. Get ekki beðið að setja þetta upp á iPad-inn minn. Nú getur þú loksins hætt að misnota þennan takka þegar þú vilt loka forriti eða skipta á milli forrita.. júhúúú

Svo er vert að minnast á hina flottu möguleikana sem koma í iOS 4.3

-iOS 4.3 beta 1 er fyrir öll nýleg OS tæki og Apple TV
-iOS 4.3 kemur með nýja Multi-Touch möguleika í iPad
-iOS 4.3 styður hvorki iPhone 3G né iPod Touch 2G sem eru þá fastir í 4.2.1
-iPhone (ekki sá frá Verizon) mun fá “Personal hotspot” fítusinn sem þýðir að þú getur búið til þitt eigið þráðlausa net með símanum (fyrir allt að 5 tæki)
-FaceTime fær nýtt icon og iAds geta nú birst yfir allan skjáinn
-iOS 4.3 leyfir notendum iPad að velja hvort “lásatakkinn” virki sem silent takki eða lásatakki.
-iOS 4.3 kemur líklega með skemmtilegum vídjó effectum fyrir iPhone/iPod Touch í myndavélaforritinu.
-iOS 4.3 býður upp á nýjar stillingar fyrir hvernig skilaboðahluti stýrikerfisins virkar ásamt nýrri leturgerð í Notes forritinu

Flott uppfærsla sem er já, væntanleg í mars.

Snillingarnir hjá Engadget eru að sjálfsögðu búnir að setja inn myndband af þessu.

Google Goggles leysir Sudoku.

Einhver ykkar sáuð frétt um Word Lens ekki fyrir svo löngu þar sem iPhone var breytt í þýðingartól með aðstoð myndavélarinnar í símanum.

Nú er Google búið að setja sinn vinkil á þetta með Google Goggles.

Nýtt útlit á macland.is

Nú er nýja útlitið komið upp, en það mun taka einhverja daga að fullklára síðuna.

Verðlistinn kemur upp á morgun en spjallborðið verður að bíða fram yfir næstu helgi, því miður. Þangað til bendum við á Facebook síðuna okkar.

Merkingar á hús, opnunarleikur og brjálað að gera…

Við gætum ekki verið ánægðari með viðtökurnar við Macland versluninni og erum í skýjunum yfir þessu öllu saman.

Á morgun verður húsið merkt í bak og fyrir með þessum glæsilegu merkingum frá LogoFlex. Þetta kemur bara vel út og eru starfsmenn alvarlega að íhuga að fá sér svona græju í stofuna heima, enda fegurðin gríðarleg.

Við minnum á opnunarleikinn okkar sem stendur til 14.janúar næstkomandi og felst í því að :

– mæta í verslunina okkar
– taka mynd af sér með starfsmanni Macland
– henda henni á Facebook meðan þú ert í versluninni
– tagga sig á myndina!

Þegar þetta er klárt ertu komin/nn í pottinn og átt möguleika á að vinna 8GB iPod Nano (litur að eigin vali) og 50$ inneign hjá snillingunum í Eplakort.is

Sippaðu þér yfir á Facebook síðuna okkar og skrifaðu eitthvað hressandi á vegginn okkar

Hlökkum til að sjá þig á næstunni í Maclandinu góða.

Macland.is opnar verslun… LOKSINS LOKSINS LOKSINS!

Í dag, þriðjudaginn 21.des opnar Macland.is sína fyrstu verslun að Klapparstíg 30 í miðbæ Reykjavíkur. Margir kannast við húsið sem “gamla Sirkus-húsið” og erum við stolt af því að reka verslun í jafn sögufrægu og skemmtilegu húsi.

Þeir sem unnið hafa að “uppfærslu” á húsinu síðustu vikurnar eiga hrós skilið og við hlökkum til að taka móti gestum og gangandi á morgun.

Í tilefni af opnun verslunar okkar höfum við ákveðið að vera með opnunartilboð þar sem örfá eintök af völdum vörum eru á hlægilegu verði. Kíkið á opnunartilboðið hér að neðan.

Sjáumst kl. 15:00 á eftir í Maclandhúsinu á Klapparstíg 30.

MacBook Air 11″ er ótrúleg tölva

Viðskiptavinur okkar bað um að tölvan yrði sett upp fyrir sig og við hlökkuðum ansi mikið til þegar við byrjuðum að opna pakkningarnar.

Hraðinn á tölvunni er nokkuð eftirtektarverður sérstaklega þegar horft er á að hún er 11″ að stærð. Okkur gafst ekki tími til að prófa rafhlöðuna en nokkurn veginn allt sem Apple fullyrðir um þessa tölvu virðist standast og rúmlega það.

Tölvan sem við prófuðum var ódýrasta útgáfan, 11″ 1,4Ghz með 64GB SSD disk og 2GB í vinnsluminni. Í raun er ótrúlegt hvað hún er hraðvirk miðað við stærð og kostnað.

Persónulega myndum við ekki taka 13″ útgáfuna nema ef við þyrftum nauðsynlega að fá 256GB í geymslupláss því þessi 11″ er alveg yndislega létt og nett. Lyklaborðið er af sömu stærð og á “venjulegri” tölvu og Power takkinn er nú orðinn hluti af lyklaborðinu í stað þess að vera sér takki við hlið lyklaborðsins.

Okkur finnst ansi líklegt að þessi vél myndi rjúka fram úr MacBook vélinni sem kostar 169.990 hja okkur á meðan MacBook Air týpan sem við prófuðum kostar 164.990 hjá okkur.

Við prófuðum Microsoft Office 2011, iWork ’09 og svo almenna frammistöðu í vefrápi og svo að sjálfsögðu endurræsingu. Allt þetta kom okkur mjög svo á óvart en þessi aðili hér prófar Adobe Photoshop CS5 á samskonar vél.

Okkar niðurstaða er einföld : Ef þú ert að leita að tölvu sem er nett, hraðvirk og ódýr þá sameinar MacBook Air 11″ alla þessa kosti í einum pakka.

Macland.is gefur MacBook Air 11″ 5 stykki Macland logo í einkunn af 5 mögulegum.

Iceland Express elskar iPad

Við verðum að viðurkenna að svona þykir okkur mjög skemmtilegt að sjá. Iceland Express tilkynnti í dag að þeir séu fyrsta flugfélagið í Evrópu sem býður upp á iPad sem afþreyingarlausn á meðan á flugi stendur.

Viðskiptavinir Iceland Express munu til að byrja með geta leigt iPad á flugum í vesturátt þ.á.m. Bandaríkjanna, stutt sé í að Evrópa bætist í hópinn.

Ekki slæmt að kynna sér aðeins iPad áður en farið er í Apple verslanirnar í USA.

Verðið kemur gríðarlega á óvart, en Iceland Express rukkar eingöngu 1.500 ISK / 13$ eða £9 fyrir leiguna.

Nokkuð ljóst að Macland þarf að fara eina ferð með Iceland Express á næstunni…. kannski til New York?

iOS 4.2 komið fyrir iPod Touch, iPad og iPhone

Stór dagur í dag. Loksins er iPad orðinn að fullorðinni manneskju. iOS 4.2 gerir öllum iOS tækjum frá Apple kleift að tala sama tungumálið í fyrsta skipti. iPad hefur verið fastur í iOS 3.x síðan hann kom fyrst út en nú eru allir jafnir í iOS vinahópnum.

Apple leggur mikla áherslu á að uppfært sé í þessa útgáfu af iOS enda bætast við mjög margir skemmtilegir möguleikar.

 • AirPrint – Prentaðu þráðlaust úr iPod Touch, iPad eða iPhone. Við erum búin að prófa þetta og það er klárt að við munum nota þennan fítus margoft.
 • Find My iPhone – Þetta var þjónusta sem var áður hluti af MobileMe pakkanum sem kostar 99$. Nú er þetta orðið frítt og því hægt að finna stolinn/týndan iPhone hvar sem er. Eða fylgjast með makanum…… hmm….
 • Nýir SMS tónar – Frá útgáfu fyrstu kynslóð iPhone hefur fólk nöldrað yfir skorti á nýjum SMS tónum. Nöldrið verður að hætta núna.
 • Leigja myndir og þætti á 0,99$ – Hver kannast ekki við að sitja á flugvelli og hugsa, “djö.. ég hefði átt að setja einhverja mynd eða þátt á símann minn fyrir flugið”. Nú er það ekkert stress. Leigðu þér þátt á 0,99$ fyrir flugið heim.

Fyrir iPad er þetta risastór uppfærsla sem færir hann inn í nútímann og innifelur auðvitað allt sem iPhone og iPod Touch hafa haft síðan 4.0 uppfærslan kom í sumar.

Þeir sem eru með ólæsta síma geta sett iOS 4.2 upp strax og notið alls sem uppfærslan hefur upp á að bjóða. Þeir sem eru með læsta síma þurfa að bíða aðeins lengur, en vonast er til að jailbreak og unlock verði komið á síðu iPhone Dev Team á morgun.

Hægt er að setja iOS 4.2 inn á þessi tæki
iPhone 3G
iPhone 3GS
iPhone 4
iPod Touch 2nd. gen
iPod Touch 3rd. gen
iPod Touch 4th. gen
iPad
Apple TV nýja

ath. að sum tæki styðja ekki alla fítusana í 4.2

Macland setur SSD í MacBook Pro 15″ 2,53Ghz

Já, MacBook Pro 15″ 2,53Ghz með 8GB vinnsluminni ætti að vera nóg fyrir hvern sem er ákkúrat núna. Nýleg lækkun í verði á SSD diskum gerði það að verkum að við urðum hreinlega að prófa að skella einu slíku kvikindi í glænýja MacBook Pro.

Þegar við keyptum vélina þá settum við 8GB af Mushkin vinnsluminni í hana frá Tölvutek.is og það verður að viðurkennast að tölvan var orðin ansi góð.

Við keyptum einnig SSD diskinn hjá Tölvutek, en hann er að sjálfsögðu frá Mushkin.

120GB virðist vera nóg fyrir öll forrit sem við notum, stýrikerfið og svo slatta af skjölum, en samt eigum við 76GB laus.

Til að þetta gengi sem best fyrir sig ákváðum við að færa 500GB harða diskinn sem fylgdi MacBook Pro vélinni og setja hann þar sem geisladrifið er vanalega. Þetta þýddi að við “fórnuðum” geisladrifinu fyrir 500GB disk. Nú erum við því með 120GB disk fyrir stýrikerfi, forrit og skjöl sem eru í vinnslu, og svo 500GB disk þar sem við geymum iTunes, iPhoto og Documents möppurnar.

Til þess að koma 500GB disknum í plássið sem hýsti áður geisladrifið þá keyptum við festingu frá Macsales.com. Kostnaðurinn við þessa festingu var 75$ + sendingarkostnaður. Hingað komið var þetta á kostnaðarverði um 15.000 ISK.

Harði diskurinn fylgdi náttúrulega vélinni og kostaði því ekkert auka. SSD diskurinn kostar 47.900 hjá Tölvutek og heildarkostnaður var því rétt rúmlega 60.000.

Nú að því sem skiptir mestu máli. Alveg gríðarlegur munur er á tölvunni fyrir og eftir breytingu. MacBook Pro 15″ 2,53Ghz er gríðarlega flott fartölva og sú næst kraftmesta sem er í boði frá Apple. Eftir breytinguna var eins og hraðaskrímsli hefði tekið tölvuna yfir. Photoshop og raunar allur Adobe CS5 pakkinn ræsir sig á 1-2 sekúndum og Microsoft Office 2011 hoppar beint í gang, engin bið. iTunes og iPhoto eru mun hraðari en áður þrátt fyrir að lesa öll gögn af 500GB harða disknum.

Það kom okkur gríðarlega á óvart hversu einföld þessi útskipting var. Allt var komið á sinn stað á innan við hálftíma.

Miðað við kostnaðinn þá er þetta uppfærsla sem við hjá Macland getum mælt með fyrir allar tölvur. Við höfum sett SSD diska í 2-4 ára gamlar Apple fartölvur fyrir viðskiptavini og árangurinn var ótrúlegur.

Ef þig langar í nýja fartölvu, hugsaðu málið áður en þú selur gamla garminn og sjáðu til hvort þessi uppfærsla sé ekki eitthvað fyrir þig.

Hægt er að hafa samband við okkur á [email protected] ef þið hafið áhuga á að skoða þetta nánar.

Kær kveðja,
Macland.is

Sigurvegarinn í iPod Touch leiknum okkar!

Ella Frímanns var í skýjunum yfir nýju græjunni sinni eins og sjá má 🙂

Hún vann sér inn 32GB iPod Touch af nýjustu gerð ásamt 100$ inneign í iTunes Store. Ekki slæm blanda þar á ferð.

Við hjá Macland óskum henni innilega til hamingju og þökkum öllum sem tóku þátt í leiknum.

Fleiri myndir af öðrum vinningshöfum munu birtast á næstu dögum.

Að lokum viljum við þakka Eplakort.is fyrir að útvega okkur iTunes kortin en við getum hiklaust mælt með þeirra þjónustu, enda nýtum við okkur hana sjálf.

iLife ’11 uppfærsla fyrir viðskiptavini Macland

Ef þú keyptir Apple tölvu á tímabilinu 1.október 2010 og 19.október 2010 sem kom ekki með iLife ’11 uppsettu, þá áttu rétt á uppfærslu fyrir aðeins 6.99$. Uppfærslubeiðnina þarf að vera búið að senda í pósti fyrir 19.nóvember 2010.

Ef þú keyptir Apple tölvu þann 20.október eða eftir það og iLife ’11 kom ekki uppsett á tölvunni þá áttu rétt á uppfærslu fyrir aðeins 6.99$. Uppfærslubeiðnina þarf að senda í pósti innan við 30 dögum frá því að tölvan var keypt hjá Macland.is.

Smelltu á þessa vefslóð og kláraðu málið
http://www.apple.com/euro/ilife/uptodate/

Svo þarf að prenta út beiðnina og senda hana í pósti með reikningnum sem fylgdi tölvunni þegar þú keyptir hana.

Hér er heimilisfangið sem þarf að senda á

Apple Upgrade Centre
PO Box 33,
Ross-on-Wye,
HR9 7WA,
United Kingdom

iPod Touch leikurinn heldur áfram!

Dómnefndin komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu varðandi hvaða mynd ætti að vinna og því urðum við að grípa til þess ráðs að birta allar þær 4 myndir sem komu til greina sem sigurvegarar að mati dómnefndar.

Nú er þetta mjög einfalt. Þeir sem eiga myndirnar hafa til kl. 23:59 á miðvikudaginn 10.nóvember til að safna sem flestum LIKE á sína mynd og sá sem er með flest like þegar leiknum lýkur vinnur iPod Touch 32GB (nýjasta kynslóð) og við ákváðum að bæta við 100$ inneign í iTunes Store frá vinum okkar hjá Eplakort.is

Við viljum þakka öllum sem tóku þátt og komust ekki í úrslit. Hlökkum til að sjá hvað gerist í úrslitunum 🙂

Hér eru myndirnar í engri sérstakri röð.

Davíð Þór Guðlaugsson – smellið hér til að fara á myndina á Facebook

Aníta Steinunn Dagnýjardóttir – smellið hér til að fara á myndina á Facebook

Kristinn Geir Pálsson – smellið hér til að fara á myndina á Facebook

Ella Frímanns – smellið hér til að fara á myndina á Facebook

v

iPod Touch leikurinn klárast í kvöld kl. 23:59


Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu

Okkur hlakkar Við hlökkum mikið til að sjá hver vinnur, en við tilkynnum sigurvegarann á morgun. Hægt er að senda inn myndir til kl. 23:59 í kvöld 5.nóvember en eftir það lokar leikurinn.

Ekki klikka á þessu… taktu þátt með því að gerast vinur okkar á Facebook og sendu inn mynd af þér með logoið okkar einhvers staðar á myndinni.

Frumleiki og húmor skal hafður í fyrirrúmi. 🙂

Hér er hægt að sækja logoið okkar

FaceTime fyrir Mac

Nú er hægt að hringja “símtöl” milli iOS 4 tækja (iPad, iPod Touch og iPhone) og allra makka með vefmyndavél og sem keyra stýrikerfi 10.6.4.

Við prófuðum þetta í kvöld og þetta virkar bara fjandi vel ef svo má að orði komast. Mikilvægt er að hafa réttar upplýsingar í Address Book en FaceTime hringir í annað hvort GSM símanúmer viðkomandi eða netfang. Mjög skemmtilegt var að “hringja” úr tölvunni okkar í iPhone 4 símann okkar og sjá hvað þetta virkaði vel.

Sækja Facetime fyrir Mac (neðst á síðunni)
(meira…)

iLife ’11 er komið út

Í dag kynnti Apple iLife’11 pakkann sem tekur við af iLife’09 sem var orðinn ansi lúinn. Breytingarnar eru töluvert margar en þó er ekki mikið að finna þessum pakka sem okkur finnst svakalega spennandi. Vonandi verður iPhoto hraðara og léttara í keyrslu en nýjungar á borð við flott boðskort og ný “themes” fyrir Slideshows eru ekki að kveikja neinn eld í nördinum sem við erum.

iLife ’11 kostar 49$ sem er góður díll, en mun að sjálfsögðu fylgja öllum nýjum tölvum frá Apple líklega frá og með næsta mánuði hér á landi.

Eftirfarandi forrit voru uppfærð : (meira…)

Apple kynnir nýja MacBook Air

Apple kynnti í dag mjög veglega uppfærslu á þeirri tölvu sem hefur mögulega fengið minnstu athygli þeirra undanfarið.

Uppfærslan er hreint út sagt ótrúleg þar sem tölvan er gerð ennþá minni, léttari, fallegri og ódýrari. Reyndar þá verður að viðurkennast að hún er töluvert á eftir MacBook Pro varðandi hraða, en hún er ekki hugsuð sem samkeppni við þær tölvur. MacBook Air kemur í 2 grunnútfærslum, 11″ og 13″.

(meira…)

Viltu vinna iPod Touch 32GB?


Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu

Leikurinn er mun einfaldari í þetta skiptið eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Já við erum ekkert að grínast í þetta skiptið hér hjá Macland.
Varla 2 mánuðir liðnir frá iPod Nano / Magic Trackpad leiknum okkar og nú er bara allt komið í gang aftur.

Nú ætlum við að gefa þennan fallega iPod Touch – 32GB

Ef þátttakan verður góð þá er möguleiki að við bætum við 100$ inneign hjá snillingunum hjá  Eplakort.is

Ekki klikka á þessu… taktu þátt með því að gerast vinur okkar á Facebook og sendu inn mynd af þér með logoið okkar einhvers staðar á myndinni.

Frumleiki og húmor skal hafður í fyrirrúmi. 🙂

Hér er hægt að sækja logoið okkar

Apple kynning 20.október 2010

Hvað ætli við fáum að sjá. iPhone 5 og MacBook Pro með 32GB í vinnsluminni og 4Ghz örgjörva?

Líklega ekki…. en mjög líklega ný MacBook Air enda er hún farin að lykta illa, aðallega af vanrækslu af hálfu Apple. Líklega verður hún með minni skjá.

Gaman að sjá að Apple er ekki búið að gleyma því að fólk notar jú tölvur til að uppfæra iOS tækin sín með t.d. tónlist, skjölum og bíómyndum. Makkinn hefur fengið gríðarlega sífellt minni athygli frá Apple, allt frá útgáfu iPhone og svo versnaði þetta enn meira þegar iPad kom til skjalanna.

Ekki má gleyma iLife ’09 sem er komið ansi mikið til ára sinna og mikil þörf  á nýjungum á þeim bæ.

Við getum a.m.k. ekki beðið eftir þessari kynningu og minnum ykkur á að merkja við 20.október í dagatalinu 🙂

Steve Jobs…undercover ninja

Einhverjar fréttir bárust af því í vikunni að Steve Jobs hefði verið stoppaður með ninja stjörnur á flugvelli í Japan. Einnig átti hann að hafa sagt að hann myndi aldrei stíga aftur fæti inn í Japan vegna þess að stjörnurnar voru teknar af honum.

Vægast sagt ótrúverðugur fréttaflutningur.

Það stoppar samt ekki vini okkar í fréttabransanum í Tælandi sem eru frægir fyrir að setja myndrænt fram ýmsa fréttnæma atburði, t.d. þegar Wayne Rooney var tekinn fyrir framhjáhald hérna um daginn.

Að sjálfsögðu bjuggu þeir til stórkostlega myndskýringu af því þegar Steve Jobs var tekinn í tollinum, þrátt fyrir að Apple hafi sent frá sér tilkynningu til að útskýra að þessi “frétt” er algjört bull.

Njótið vel … 🙂

skoðið myndbandið hér

iTunes 10 mætt á svæðið…

Apple kynnti iTunes 10 í gær en einhverjir örðugleikar voru á því að koma iTunes í loftið. Nú í morgun var þetta komið á heimasíðu Apple og líst okkur bara vel á enn sem komið er.

Við eigum þó eftir að skoða þetta betur og munum þá skrifa nánar um uppfærsluna.

Þið getið sótt iTunes 10 með því að smella á myndina hér að neðan

Apple kynningin frá því í dag

í dag kynnti Apple heilan haug af uppfærslum á vörunum sínum. Það er alltaf stórskemmtilegt að horfa á herra Steve Jobs kynna þessa hluti og þið getið smellt á myndina hér að neðan til að horfa á goðið.

AppleTV uppfært

Apple TV fékk heldur betur andlitslyftingu í dag þegar Apple kynnti algjörlega endurhannaða vöru frá a til ö. Harði diskurinn er farinn en svo margt skemmtilegt komið í staðinn.

Apple TV byggir nú á streymi og leigu á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Verðið hefur gjörbreyst og 0.99$ verðpunkturinn mætti á svæðið í sjónvarpsþáttum þó einungis Fox og ABS hafi þorað að taka stökkið í byrjun. Líklegt er að aðrir fylgi á eftir líkt og þegar iTunes var upphaflega hleypt af stokkunum fyrir að því er virðist löngu síðan. Í dag er iTunes aðalstaðurinn fyrir stafræna tónlist og teljum við að Apple TV muni gjörbreyta landslaginu hvað varðar stafrænt aðgengi að kvikmyndum og þáttum.

Eldra módelið af Apple TV gerði notendum kleift að tengjast YouTube, streyma ljósmyndum, kvikmyndum og tónlist af tölvum á heimilinu ásamt því að sú græja gat geymt gögn sjálf, enda með harðan disk. Vandamálið við gamla Apple-TV var að stærð harða disksins var alltaf vandamál og hefði alltaf verið það ef notendur ætluðu að búa til eitthvað safn af kvikmyndum/sjónvarpsþáttum. Nú vill Apple breyta þessu og streymið tekur við.

Allt snýst um HD, og Hr. Jobs orðaði þetta nokkuð vel í kvöld : “HD has won the war, deal with it”.

Einn aðalpunkturinn við nýja AppleTV er smæðin. Græjan er ótrúlega smávaxin og skv. Apple heyrist ekki múkk í henni. Samanburður á stærð milli nýja og gamla AppleTV er hálf vandræðalegur eins og sjá má.

Hér má sjá bakhliðina á þessari elsku og eins og kom fram í kynningunni þá er ekkert “power-supply” sem þýðir að eingöngu þarf rafmagnssnúru til að keyra AppleTV. Straumbreytirinn er inni í græjunni. Þráðlaust net, HDMI, Ethernet og Optical hljóðútgangur gerir Apple TV að frábærum valkosti í heimabíóuppsetninguna.

Apple hefur lækkað verðið töluvert en Apple TV mun kosta 99$ sem er frábært verð og í raun það lágt að maður verður hreinlega að eiga eitt stykki.

Að lokum er vert að minnast á stórskemmtilegan fítus sem gerir notendum kleift að streyma myndefni frá hvaða iOS tæki sem er. Nú gæti ég t.d. verið með mynd sem ég leigði á iPhone símanum mínum, en vildi geta horft á hana á stóra sjónvarpinu mínu. AirPlay er tækni frá Apple sem gerir þetta mögulegt. Sama gildir um iPod Touch og iPad, ekkert mál að streyma efni frá þeim yfir á Apple TV.

Nýr iPod Touch

Líklega veglegasta uppfærslan sem Apple bauð okkur upp á í dag. iPod Touch er núna kominn á par við iPhone 4 að öllu leyti án þess að vera sími. iPod Touch er einnig orðinn þynnri en áður og við skulum aðeins líta á hvað bættist við.

Skjárinn er náttúrulega ótrúlegur eins og á iPhone 4. Þú trúir ekki hvað hann er flottur fyrr en þú sérð hann face-to-face.

iPod Touch fær einnig lánað úr iPhone 4 :
– FaceTime
– Apple A4 örgjörvann
– 3-axis Gyro
– iOS 4.1 með Game Center
– HD myndbandsupptaka

iPod Touch heldur því stöðunni sem langflottasti iPod-inn sem Apple býður upp á.

Verðið skemmir heldur ekki fyrir.
8GB –  229$
32GB – 299$
64GB – 399$

Nýr iPod Nano

Já, Apple voru duglegir í dag og kynntu nýjan iPod Nano.

Þessi iPod er stórskemmtilegur enda kynnir Apple til leiks mikið af nýjungum í þessari græju. iPod Nano fær snertiskjá í fyrsta skipti og á þetta litlum skjá er ótrúlegt að Apple hafi þorað að setja snertiskjá. Fróðlegt verður að skoða gripinn og sjá hvernig þetta kemur út, en við fyrstu sýn virðist þetta svínvirka hjá þeim.

Genius “fítusinn” er mættur á svæðið þar sem þú getur látið iPodinn þinn velja lög sem passa vel saman fyrir þig í playlista. Einni er FM útvarp í Nano-inum en það var líka í fyrirrennaranum. Einnig fylgir Nike+ forritið sem er tær snilld fyrir svona litla græju enda mun þessi iPod líklega vera mjög vinsæll meðal íþróttafólks/hlaupara. Nano fékk líka smelluna sem gerði iPod Shuffle svo svakalega hentugan fyrir íþróttatengda notkun.

Það sem sýnir langbest hversu lítill Nano-inn er orðinn er þessi mynd. Hér má sjá venjulegu iPod hleðslusnúruna og augljóst er að þessi iPod er agnarsmár.

iPod Nano er til í 2 útgáfum :
8GB á 149$
16GB á 179$

Nýr iPod Shuffle

Í dag kynnti Apple til sögunnar nýjan iPod Shuffle en þeim nýja svipar a.m.k. all svakalega til eldri bróður síns.

sá “eld” gamli

sá nýi

Við sleppum því að minnast á kynslóðina á milli þessara tveggja því okkur fannst hún vera einstaklega misheppnuð með öllu. Breytingin er helst fólgin í því að hann fær aftur takka (sem betur fer) og hann er því orðinn nothæfur með öllum headphones aftur án þess að þurfa millistykki.

iPodinn “talar” við þig og því geturðu sett inn “Playlista” þar sem iPodinn getur sagt þér hvaða “playlisti” er í gangi. Einnig getur hann sagt þér hvaða lag er í gangi. Þetta er ekki ný tækni en þó skemmtilegt að minnast á það.

Shuffle kemur í 5 litum og er til sölu strax í Bandaríkjunum á 49$ og kemur eingöngu í 2GB útgáfu.

Hér má sjá nokkrar myndir af gripnum – fleiri myndir og nánari upplýsingar má sjá á vef Apple

Apple kynning 1.sept 2010

Jáhá, Apple kynntu nýjar vörur í dag. Þar á meðal :

– Apple TV

– iPod Shuffle

– iPod Touch

– iPod Nano

– iTunes 10

Við ætlum að kynna okkur þessar vörur aðeins nánar og setjum svo inn umfjöllun um hvern hlut fyrir sig seinna í kvöld.

Ekki leiðinlegt 🙂

OPlayer fyrir iPhone. Algjör klassi!

Hver kannast ekki við að vilja horfa á bíómynd eða þátt í iPhone símanum sínum t.d. í flugvél eða á ferðalagi. Við hjá Macland þolum ekki að þurfa að breyta þeim bíómyndum eða þáttum sem við eigum á stafrænu formi yfir í format sem iPhone/iPad/iPod skilja.

Áður en OPlayer kom út var ekki hægt að spila myndbönd í þessu “klassíska” internet formati (Xvid, DivX eða MKV)

OPlayer kostar 2.99$ fyrir iPhone/iPod Touch og 4.99 fyrir iPad. Alls ekki slæmt þegar hugsað er út í hvað þetta leyfir manni að gera.
(meira…)

Apple leik Macland.is er lokið… í bili

Jæja hún Matthildur kom sá og sigraði og vann sér inn glæsilegan iPod Nano 16GB, Magic Trackpad og 100$ inneign í iTunes búðina.

Matthildur er kennari og því kemur iPodinn að góðum notum til að slaka á eftir erfiðan vinnudag. Því miður á hún ekki makka og lofaði hún að bæta snarlega úr því. Magic Trackpad verður væntanlega settur í hendurnar á vönum Apple notanda sem hún þekkir og vinnur á auglýsingastofu.

Við hjá Macland.is þökkum ykkur kærlega fyrir þátttökuna í þessum bráðskemmtilega leik og hlökkum til að byrja næsta leik.

Minnum á Facebook síðuna okkar – http://www.facebook.com/macland.is

Apple leikur Macland.is – lokaútdráttur

Jæja nú er leikurinn að klárast og við eigum einungis eftir að draga út :

– iPod Nano 16GB
– Magic Trackpad
– 100$ inneign í iTunes Store

Allir geta tekið þátt og þátttaka er algjörlega ókeypis. Aðeins er hægt að skrá sig einu sinni í leikinn og hægt verður að skrá sig þar til við náum 2500 aðdáendum á facebook síðunni okkar.

Til að taka þátt þarft þú að:
1. ýta á “Like” á facebook.com/macland.is
2. skrá þig á spjallborðið okkar á http://macland.is/spjall
3. setja inn eitt innlegg, t.d. spurningu í “hjálp” á spjallborðinu eða bara eitthvað sniðugt sem þér dettur í hug.
4. senda tölvupóst á [email protected] með
– fullu nafni
– gsm síma svo við getum hringt í þig ef þú ert dregin/nn út
– notendanafninu sem þú stofnaðir á spjallborðinu

Þegar þetta er komið þá ertu skráð/skráður í leikinn. (meira…)

Hvar er ódýrast að kaupa iPhone 4?

Nú er iPhone 4 kominn í sölu út um allan heim, en hvar er ódýrast að kaupa hann? Er hann læstur þar? Er hann ólæstur þar?

Hér er ein mynd sem sýnir hvað símarnir kosta í öllum löndum sem þeir eru til (utan USA).

Bandaríkin eru ekki á listanum, þar sem ekki er hægt að kaupa símana ólæsta þar. Á Ítalíu eru þeir dýrastir en langódýrastir í Hong Kong.

Þar sem síminn er ekki seldur hér heima þá ætti þetta kort að vera nokkuð góð leið til að gera sér grein fyrir því hvar hann er til sölu ólæstur og hvað hann kostar. Því allir þekkja jú einhvern sem býr erlendis?

Magic Trackpad – Macland.is umfjöllun

Macland skellti sér til Boston fyrir helgina og að sjálfsögðu var kíkt í Apple verslanir. Langt síðan undirritaður steig fæti á bandaríska jörð og það var virkilega gaman að heimsækja þessar stóru og fallegu verslanir. Íslensk fyrirtæki gætu lært mikið af Apple hvað varðar útlit, upplifun og almenna framsetningu á vörum.

En nóg um það, við ætlum að fjalla hér um Magic Trackpad. MT kom út í lok júlí og að okkar mati var erfitt að sjá hvar varan myndi passa inn í vöruframboð Apple. Almenn ánægja með snertiflötinn á nýrri MacBook og MacBook Pro fartölvunum hefur greinilega ýtt þessari vöru af stað svo notendur eldri fartölva og allra borðtölva frá Apple gætu nýtt sér “Multi-Touch” möguleika sem áður voru eingöngu í boði á þessum nýju fartölvum.

Við hjá Macland eigum frekar erfitt með að sjá þessa vöru eingöngu koma fram sem “ný mús” þó hún virki mjög vel sem slík. Við teljum líklegt að Apple ætli Magic Trackpad eitthvað stærra hlutverk í tengslum við næstu útgáfu af Apple TV. (meira…)

Jailbreak fyrir ALLA iPhone komið!

Í vikunni var “jailbreak” dæmt löglegt af bandaríska þinginu. Af því tilefni er búið að setja í loftið jailbreak fyrir öll tæki sem keyra iOS 3.2 og hærra (iPad meðtalinn).

Síðan er Jailbreakme.com og “jailbreak-ið” er framkvæmt í símanum sjálfum í gegnum þessa síðu. Þetta var “jailbreak” leiðin fyrir upprunalega iPhone 2G símann sem hægt var að “jailbreak-a” á sínum tíma í gegnum sömu síðu.

Brjálað álag er á síðunni eins og búast má við og við höfum ekki enn náð að “jailbreak-a” iPhone 3GS símann okkar, en látum vita um leið og þetta hrekkur í lag.

Frábærar fréttir fyrir þá sem vilja geta fiktað almennilega í símanum sínum.

Uppfærsla kl. 23:15 :
– komið inn hjá okkur, sjá screenshot úr símanum.

Síðan byrjaði að sækja “jailbreak-ið” og setja það upp. Þetta ferli tók svona 3-4 mínútur og síminn leyfði greinilega ekki “screenshots” fítusinn á meðan.

Svo birtist þessi mynd:

Viti menn…. Cydia komið á skjáinn

Ferlið tók í heildina 3-4 mínútur. Frábærar fréttir líka að heyra með unlockið sem er víst á leiðinni sem þýðir að hægt verður að nota alla iPhone sem eru læstir á ákveðin símkerfi.

Við minnum svo á leikinn okkar

kv,
Macland

Apple leikur Macland.is er kominn af stað

Já gaman gaman gaman. Apple leikur Macland.is byrjar í dag og ekki eru vinningarnir af verri endanum.

Leikurinn stendur yfir til fimmtudagsins 12.ágúst og er dagskráin svona.
9.ágúst – gefum einn Magic Trackpad
10.ágúst – gefum einn Magic Trackpad
11.ágúst – gefum einn Magic Trackpad
12. ágúst – gefum einn Magic Trackpad og einn iPod Nano 16GB

Allir geta tekið þátt og þátttaka er algjörlega ókeypis. Aðeins er hægt að skrá sig einu sinni í leikinn og hægt verður að skrá sig til kl. 10:00 þann 12.ágúst. En við mælum auðvitað með því að allir skrái sig fyrir 9.ágúst til að auka möguleikana á vinningum.

Til að taka þátt þarft þú að:
1. ýta á “Like” á facebook.com/macland.is
2. skrá þig á spjallborðið okkar á http://macland.is/spjall
3. setja inn eitt innlegg, t.d. spurningu í “hjálp” á spjallborðinu eða bara eitthvað sniðugt sem þér dettur í hug.
4. senda tölvupóst á [email protected] með
– fullu nafni
– gsm síma svo við getum hringt í þig ef þú ert dregin/nn út
– notendanafninu sem þú stofnaðir á spjallborðinu

Þegar þetta er komið þá ertu skráð/skráður í leikinn. (meira…)

Macland gefur Apple dót….

Heldur betur… um helgina mun Macland kynna skemmtilegan leik þar sem lesendur Macland.is geta unnið sér inn stórskemmtilegt Apple dót.

Leikurinn mun að sjálfsögðu tengjast Facebook síðunni okkar ásamt spjallborðinu okkar hér á Macland.is og hefst eftir verslunarmannahelgi.

Endilega fylgist með spjallborðinu næstu daga því við munum setja inn upplýsingar um leikinn þangað inn, en að sjálfsögðu munum við útskýra þetta allt betur og láta ykkur vita á macland.is og Facebook síðunni okkar.

Vinningarnir verða fjölbreyttir og skemmtilegir og hvetjum við ykkur til að vera með og bjóða vinum ykkar að taka þátt, en mikilvægt er að þátttakendur eigi Apple græjur eða hafi áhuga á Apple vörum.

smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu……….

Nýr Mac Pro, iMac og Magic Trackpad!

Apple stóð heldur betur við stóru orðin í dag þar sem þeir sendu frá sér uppfærslur á iMac og Mac Pro ásamt nýrri vöru sem kallast Magic Trackpad.

iMac var uppfærður með nýjum örgjörvum yfir línuna. Nú bjóðast Core i3 örgjörvar í fyrsta skipti í ódýrari týpunum en svo i5 og i7 í dýrari týpum. Ný skjákort og SD minniskortarauf gerir iMac að enn girnilegri valkost fyrir bæði heimilin og fyrirtæki. Verðin eru svipuð og á fyrri módelum þannig að ekki er líklegt að verðin breytist mikið hér á landi en við munum uppfæra verðlistann okkar um leið og við fáum staðfestingu á verðum hjá umboðinu. Gríðarlega skemmtilegt að sjá Eve-Online skjámynd á iMakkanum hægra megin. Greinilegt að Apple tekur eftir góðum hlutum frá Íslandi.

Magic Trackpad er ný vara sem Apple kynnti í dag. Macland mun skrifa nánar um þá vöru þegar við snúum aftur frá Boston vonandi með nokkur slík stykki í töskunni. Verðið er 69$ sem er sama verð og er á Magic Mouse. Það ætti því  að þýða að verð út úr verslun hér heima væri um 14.990 hjá umboðinu og um 13.990 hjá okkur. Við eigum eftir að skoða Magic Trackpad betur en við fyrstu sýn er sem varan sé hinn fullkomni aukahlutur fyrir margmiðlunartölvuna þína undir sjónvarpinu ásamt því að smellpassa við Bluetooth lyklaborðið frá Apple. Hlökkum mikil til að prófa þessa vöru. Gaman er að geta sér til um hvort Apple sé með þessu að búa til alvöru “fjarstýringu” fyrir næstu kynslóð af Apple TV?


Mac Pro fékk loksins, loksins, loksins almennilega uppfærslu og eru vélarnar algjör skrímsli. Vægast sagt. Hægt er að fá vél með allt að 12 kjörnum sem ætti nú að duga flestum í alvöru þungri vinnslu. Apple gerir einnig mikið úr SSD (Solid State Disk) tækninni með þessari uppfærslu og er því von til þess að við förum að sjá meira af SSD í vörum frá Apple en fyrsta vélin sem notaðist við slíka tækni var MacBook Air. Hraðinn á slíkum hörðum diskum er margfaldur á við S-ATA diskana sem eru núna í gangi.

27″ Cinema skjárinn er gríðarlega glæsilegur og tekur við af 24″ skjánum sem Apple hefur boðið upp á. Apple býður þó enn upp á bæði 24″ og 30″ skjáinn á heimasíðu sinni, en þessi 27″ er bara af allt annari kynslóð og margfalt skemmtilegri og betri skjár í alla staði. Verðið á honum er 999$ og vonandi verður hann á skikkanlegu verði þegar hann er kominn hingað til lands í sölu. Að sjálfsögðu er í honum iSight myndavél, hátalarar, hljóðnemi og USB fjöltengi ásamt því að hægt er að hlaða fartölvu með tengi úr skjánum.

Apple hleðslutæki fyrir endurnýtanlegar rafhlöður er ný vara og gerir okkur sem notum allt þráðlaust frá Apple, mýs, lyklaborð og svo Magic Trackpad, kleift að nota endurnýtanlegar rafhlöður í græjurnar okkar. Verðið er 29$ og tekur græjan 2 AA rafhlöður í einu. Líklegt er að Macland fjárfesti í nokkrum svona græjum í ferð okkar til Boston.

Nánari umfjöllun mun fylgja, sérstaklega á Magic Trackpad

Kynnir Apple nýjar vörur á morgun?

Hinir stórkostlegu Apple nördar á 9to5mac.com skrifa að Apple muni mögulega kynna á morgun til leiks nýjar vörur.

Þar á meðal séu uppfærslur á :
– iMac
– Mac Pro
– Apple skjánum
– Nýja “utanáliggjandi” fartölvumúsin (veit ekki um betra orð til að lýsa því)

Mac Pro hefur ekki fengið uppfærslu í dágóðan tíma þannig að sá orðrómur er nú ekki nýr af nálinni en það sama má segja um Apple skjáina. Vélbúnaðurinn í Mac Pro er farinn að öskra á endurnýjun og vonum við hjá Macland innilega að breytingin verði svakaleg.

Líklegt er að hönnunin á iMac breytist ekki mikið enda er núverandi útlit frekar nýlegt og vel heppnað í alla staði. Uppfærsla eða “refresh” á íhlutum er mun líklegri.

Apple skjáir hafa verið í töluverðu limbói í langan tíma, enda 23″ og 30″ staðið í stað í mjög langan tíma. 24″ skjárinn er nýrri en er þó ekki samanburðarhæfur við þann stórkostlega skjá sem 21″ og 27″ iMac hefur að geyma. Þannig að líklegt er að nýir skjáir verði kynntir í stærðum 21″ og 27″ á morgun. Vonandi einn í 30″+ stærðinni.

Svo er það þetta með nýju “utanáliggjandi” fartölvumúsina… Magic Trackpad á hún víst að heita. Það verður virkilega gaman að sjá hvernig Apple sannfærir okkur um hvað á að nota þessa vöru í. Verð að viðurkenna að ég skil hana ekki alveg, en væntanlega verð ég með þeim fyrstu sem “verð” að eignast hana. 🙂

Það er a.m.k. þriðjudagur á morgun, annað er ekki staðfest, en við fylgjumst spennt með hvað gerist á morgun 🙂

Góð grein frá Cultofmac.com

Vinir okkar hjá Cultofmac.com birta hér flotta grein um hvernig hægt er að laga ýmislegt sem veldur t.d. því að tölvan ræsir sig ekki.

Mæli með því að þið kíkið á þessa grein.

Apple að undirbúa alvöru Apple TV?

Nú flýgur sá orðrómur hátt að Apple sé með í undirbúningi vöru sem líklega allir Apple nördar munu slefa yfir. Hver myndi ekki vilja hafa sjónvarpið í stofunni með innbyggðri tölvu frá Apple?

Steve Jobs sagði árið 2008 að “engum hefði tekist að sameina internetið, bíómyndir og sjónvarp í eitt tæki”. Nú virðist vera sem Apple ætli að gera alvöru úr þessari hugmynd með því að umbreyta AppleTV hugbúnaðinum og eru að ráða sérfræðinga á sviði sjónvarpsafþreyingar. Þetta myndi leiða til nýrrar vöru sem myndi notast við nýja iOS stýrikerfið sem iPhone, iPad og iPod Touch keyra.

New York Times greindu frá því nú seint í júní að unnið væri að gerð vörunnar útfrá algjörlega nýjum vinkli og það sem AppleTV hefur gert hingað til yrði sett í reynslubankann, en ekki notað frekar.

Sé þetta rétt myndi Apple ná sér í skemmtilega stöðu með því að bjóða HDTV “sjónvarp” og talið er að þessi vara muni birtast á næstu 2-4 árum. Einnig fylgdi pælingum New York Times sú hugmynd að þessi vara tæki við af afruglara, HDTV sjónvarpinu, Blu-Ray spilaranum og stafræna upptökutækinu. Verðið…. 1.999$, alls ekki slæmt.

iOS myndi gera eigendum þessa ímyndaða tækis möguleikann á að streyma til sín öllum þeim sjónvarpsþáttum og bíómyndum sem hugurinn girndist. Nú þegar er slíkt framboð mjög aðgengilegt, en allt í sitthvoru lagi. Apple eru líklega eina fyrirtækið í dag sem gæti sameinað þetta allt í eitt tæki, eina fjarstýringu.

Eins og margt annað sem við skrifum hér þá er þetta orðrómur en það er víst enginn reykur án elds….

Futurama gerir grín að iPhone 4 ruglinu

Fyrir ykkur sem vissuð það ekki þá byrjaði Futurama aftur nú í júní eftir nokkurra ára hlé. Futurama hefur alltaf haft vísanir í Apple, en þessi er alveg frábær.

Kíkið á klippuna og svo er auðvitað hægt að nálgast þessa þætti eftir mislöglegum leiðum *hóst*
(meira…)

iMovie á iPhone 3GS…

Apple gáfu nýlega út iMovie fyrir iPhone 4 og því miður voru eigendur iPhone 3GS skildir eftir án þess að geta nýtt sér þetta ágæta forrit.

Þó nokkur gremja var meðal iPhone 3GS eigenda, augljóslega, enda er vélbúnaður 3GS símans ekki þröskuldur sem veldur þessu. Apple ákváðu einfaldlega að iMovie yrði eingöngu í boði fyrir eigendur iPhone 4.

Nú eru einhverjir snillingar búnir að finna út leið til að nota iMovie á iPhone 3GS.

Leiðbeiningarnar má finna hér.

Nýr Mac Mini

Apple uppfærði í dag Mac Mini, og uppfærsla var það heldur betur. Nýtt útlit, mun flottari græja í alla staði en verðið var hækkað um 100$ í USA sem þykir alltaf miður.

Nú eru báðar týpurnar af Mac Mini með NVIDIA GeForce 320M skjákorti, því sama og er í MacBook og MacBook Pro fartölvunum. Mac Mini hefur fengið “nýtt útlit” og liggur við að Kalli Bernaise hafi tekið tölvuna í gegn. Tölvan sjálf passar nú mun betur inn í kringum núverandi ál útlit á öðrum Apple vörum.

Skemmtilegt er að sjá HDMI tengi mætt á svæðið sem þýðir að ekki þarf að kaupa rándýrt millistykki til að tengja tölvuna við sjónvarpið. Einnig var SD minniskortalesara skellt á bakhliðina.

Þeir sem hafa átt eldri kynslóðir af Mac Mini þekkja vel hversu leiðinlegt það er að uppfæra minnið. Apple hefur nú breytt því til mikils batnaðar. Botninn er einfaldlega snúinn af og þá birtast minnisraufarnar. Slík uppfærsla ætti því að taka minna en 1 mínútu, en áður þurfti maður þolinmæði, nokkur skrúfjárn og kíttisspaða. Án gríns.
(meira…)

Skoðun okkar á iPhone 4

Byrjum á því magnaðasta. Skjárinn er gjörsamlega ótrúlegur. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig hann er í raun og veru þegar maður heldur á símanum, en þessi mynd er alveg ótrúleg.

já, hann er ótrúlegur nýi skjárinn á iPhone 4

Mest spennandi fítusinn að okkar meti er samt 720p video upptaka og 5Mpixel myndavélin, sem gerir iPhone að heildarlausn í ljósmyndun/kvikmyndun heimilisins.

Svo má ekki gleyma iOS4 sem er svakaleg breyting frá stýrikerfi 3 sem er nú í gangi. Við hjá Macland höfum verið að prófa iOS4 og erum virkilega hrifnir af því. Mjög áhugaverðar breytingar og 3GS síminn sem við settum þetta upp á er bara gríðarlega sprækur.

Undirritaður ætlaði nú ekki að láta iPhone 4 komast í undir”kaup”meðvitundina, sérstaklega þar sem nýju fítusarnir eru ekki svo svakaleg viðbót við iPhone 3GS. En svo þurftu Apple  að ákveða að selja hann ólæstan á fleiri stöðum en áður hefur verið í boði, helvítin á þeim.

Hægt verður að kaupa hann ólæstan í :

 • Ástralíu
 • Bretlandi
 • Ítalíu
 • Frakklandi
 • Canada
 • Hong Kong
 • Malasíu

Þægilegt að skella sér í helgarferð til London og kaupa sér eitt stykki 32GB iPhone 4.

Verðið er :
32GB iPhone = 600 pund
16GB iPhone = 465 pund

um 114.000 ISK fyrir 32GB
um 88.000 ISK fyrir 16GB

Ekki slæmt.

Nýi iPhone er fjandi góð myndavél

A.m.k. eru sýnishornin sem Apple býður upp á alveg ótrúleg. Apple segir að þessar myndir séu algjörlega ósnertar og teknar beint úr iPhone 4 síma án millilendingar í Lightroom eða sambærilegum búnaði.

Greinilegt að 5Mpixel myndavél, innbyggt flash og allt það sem maður saknaði úr iPhone frá því hann kom fyrst út er að gera góða hluti.

Hér er hægt að skoða myndirnar á vef Apple

WWDC 2010 – Apple kynningin er hafin

Já, Steve Jobs sjálfur er mættur á sviðið til að kynna fyrir okkur hvað er helst í gangi hjá Apple.

Búist er við kynningu á :
iPhone 4.0 stýrikerfinu (100% staðfest)
iPhone 4 kynslóð (100% staðfest)
nýjum Mac Mini með HDMI tengi (50% líklegt)
nýjum Macbook Air (50% líklegt)
nýjum Mac Pro (90% líklegt)
Mac Os 10.7 (10% líklegt)
Sameiningu Apple og Microsoft (0%… haha)

Við hjá Macland erum það spenntir fyrir þessu að við ætlum að vera offline þar til myndbandið birtist hér en reynslan sýnir að myndbandið verður komið á netið um miðnætti á eftir.

Svo munum við taka saman það helsta sem kynnt verður og sýna ykkur 🙂

Hlökkum til að sjá hvað gerist

kv,
Macland

Apple stærra en Microsoft í fyrsta sinn

Sá merki atburður átti sér stað í vikunni þegar verðmæti Apple sem fyrirtækis fór í fyrsta sinn fram úr verðmæti Microsoft. Fyrirtækin hafa eldað grátt silfur saman í næstum 30 ár en nú í fyrsta sinn getur Apple horft niður á Microsoft á listanum yfir verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna.

Apple hefur verið á svakalegu flugi síðasta árið enda hefur verðmæti fyrirtækisins tvöfaldast á þeim tíma. Þegar markaðir í Bandaríkjunum lokuðu kl. 16:00 að staðartíma í New York var Apple metið á 222.5 milljarða dollara og Microsoft á 219.53 milljarða dollara.

Eina fyrirtækið sem Apple á eftir að yfirtaka er olíufyrirtækið Exxon sem er metið á 278 milljarða dollara. Eftir að Apple hoppaði yfir Walmart í síðasta mánuði þá var bara spurning um hvenær Microsoft yrði næsta fórnarlamb Apple.

Það skrýtna við þetta allt saman er að þó Apple sé vissulega að hoppa yfir Microsoft hvað varðar virði fyrirtækjanna, þá hefur mikið að segja að virði Microsoft hefur dregist saman um 40 milljarða $ síðustu 60 dagana. Á sama tíma hefur virði Apple vaxið um 10 milljarða $.

En eins og New York Times segja þá er þetta alveg ótrúleg breyting á einu fyrirtæki á jafn stuttum tíma.

Alls ekki slæmt ef hugsað er út í það að Apple var við dauðans dyr á árunum 1995-1999.

Nú er bara spurning hvort Apple verði næsta Microsoft og hugsi meira um að mjólka kúnnana sína í stað þess að hlusta á þá.

Mobile Me að verða frítt?

Vinir okkar hjá Tuaw.com vilja meina að Apple séu við það að bjóða Mobile Me þjónustuna ókeypis bráðlega. Undirritaður er mjög hrifinn af Mobile Me pælingunni, en fyrir þá sem nota þjónustur Google og DropBox þá þarf Mobile Me að lækka dramatískt í verði til að hún líti vel út samanborið við Google og DropBox.

Mobile Me hefur þennan “Apple eiginleika” sem lýsist best í einfaldleika uppsetningar og utanumhalds, en það þarf ekki mikla tækniþekkingu til að fá mjög svipaða virkni út úr Google þjónustunum og DropBox.

Find my iPhone er þjónusta sem virkilega gaman væri að fá ókeypis ásamt öllu því góðgæti sem fylgir Mobile Me.

Þó þetta sé eingöngu orðrómur þá ætlar Macland ekki að skella sér á Mobile Me á næstunni.

Verslun Macland fer frábærlega af stað

Macland opnaði verslun sína fimmtudaginn 27.apríl síðastliðinn og hafa móttökurnar farið fram úr björtustu vonum. Pantanir og fyrirspurnir rúlla inn í pósthólfið en okkur langar að svara nokkrum algengum spurningum.

 1. Ábyrgð á tölvum og raftækjum er 2 ár til einstaklinga og eru ábyrgðarviðgerðir framkvæmdar af Epli.is, umboðsaðila Apple á Íslandi
 2. Allar tölvur eru með íslensku lyklaborði
 3. Hægt er að greiða fyrir tölvurnar með Visa/Euro og að sjálfsögðu staðgreiða með debetkortum eða millifærslu
 4. Macland er ekki með verslun en við bjóðum upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu til 14.maí

3 tölvur seldust í dag og var virkilega gaman að sjá svipinn á þessum ánægðu viðskiptavinum, einn notaði meira að segja setninguna : “jáhá, það eru bara jólin!”

Macland þakkar kærlega fyrir móttökurnar og hlökkum til að halda áfram að þjónusta Apple samfélagið hér á Íslandi.

Sendið allar fyrirspurnir á [email protected] og við svörum um hæl.

Android á iPhone

Já auðvitað er einhver snillingurinn búinn að skella Android stýrikerfinu frá Google inn á iPhone símann sinn. Kíkið endilega á myndbandið. Stórskemmtilegt að sjá annað símastýrikerfi keyrandi á iPhone.

Ath. það eru víst komnar leiðbeiningar sem sýna hvernig þetta er gert. Við mælum ekki með því nema fyrir mjög vana aðila.

Horfið á myndbandið hér

Annað glæsilegt “retro” símtæki fyrir iPhone

Við sýndum ykkur um daginn stórskemmtilega viðbót við iPhone/iPad en þessi aðili tekur pælinguna aðeins lengra. Eins og sjá má er þessi hönnun mjög klassísk og virkar algjörlega sem viðbót við iPhone.

Varan heitir iRetrofone og virðist ekki vera komin í sölu nema á Etsy.com þar sem hún er uppseld. Við hjá Macland værum nú alveg til í eitt svona stykki á skrifstofuna.

Macland opnar verslun

Macland hefur opnað verslun með Apple tölvur, aukahluti og ýmislegt annað skemmtilegt.

Til að byrja með verður hægt að panta hjá okkur í gegnum :
tölvupóst : [email protected]
síma : 860-8800

Endilega kíkið á verslunina og látið í ykkur heyra á spjallborðinu okkar.

Nýjar MacBook Pro koma til landsins fimmtudaginn 29.apríl! Takið frá eintak strax, þetta eru ótrúleg tæki!

iPad opnaður

TechRestore.com tóku í sundur iPad eins og sjá má á þessu stop-motion myndbandi. Stórskemmtilegt og vel gert myndband, mæli með því að þið kíkið á þetta.

Jú… þetta er nýi iPhone!

Snillingarnir hjá Gizmodo eru búnir að kveikja heldur betur undir iPhone útgáfu 4 sem verður pottþétt kynnt núna í sumar.

Við bentum ykkur á að mögulega væri búið að finna frumútgáfu af næstu kynslóð iPhone. Í dag staðfesti Gizmodo að þetta er í raun og veru næsta kynslóð af iPhone. Þeir tóku símann í sundur og jú… þetta er nýi iPhone, alveg örugglega ekki lokaútgáfan, en alveg örugglega mjög nálægt því.

Hvað er nýtt? (meira…)

iSíminn.is opnar!

Vefverslunin iSíminn.is opnaði fyrir skemmstu og ekki er hægt að segja annað en að þar sé stórskemmtileg viðbót á ferðinni fyrir iPhone heiminn hérlendis.

Sá sem rekur iSíminn.is rekur einnig iPhonehjalp.com og miðað við þá þjónustu sem iPhonehjalp.com hefur veitt í gegnum tíðina verður virkilega gaman að fylgjast með þessari nýju síðu.

Macland hefur nýtt sér þjónustu iPhonehjalp.com bæði fyrir iPhone og gagnabjörgun af hörðum diskum.

Við óskum iSíminn.is innilega til hamingju með þessa glæsilegu vefverslun.

Er þetta nýi iPhone?

Er þetta nýja útgáfan af iPhone? (viðbót… Macrumors segja þetta vera fake)

Síminn hefur verið nefndur iPhone 4G og iPhone HD. Mikil spenna og miklar pælingar hafa verið um þá uppfærslu sem Apple er talið ætla að kynna núna í júní. Aðallega snýst spennan um þessar pælingar : (meira…)

Retro símtól fyrir iPad/iPhone

Þetta er tilvalið fyrir þá sem eru þreyttir á að nota Bluetooth eða t.d. iPhone headset þegar talað er í iPhone. Einnig er hægt að nota þetta símtól með iPad með ýmsum VoIP forritum t.d. Skype. Þetta er gríðarlega skemmtileg hönnun og ekki skemmir verðið fyrir, einungis 29.99$ fyrir stykkið.

Framleiðendur vörunnar, Nativeunion tilkynntu fyrir skömmu um þessa vöru en hún er til sölu frá og með deginum í dag.

Nýjar Macbook Pro/Air í apríl?

Það er nokkuð ljóst að við makkanotendur höfum beðið í langan tíma, jafnvel ALLTOF langan tíma eftir nýjum Macbook Pro tölvum. Macrumors halda úti sérstakri síðu sem sýnir hversu langt er síðan Apple vörur hafa verið uppfærðar ásamt því að ráðleggja hvort þú eigir að kaupa eða bíða.

iPhone verður alveg pottþétt uppfærður í sumar, eða fyrr, en eins og sjá má er iPhone kominn vel yfir þennan venjulega tíma milli uppfærslna. (meira…)

iPhone 4.0 stýrikerfið kynnt 8.apríl næstkomandi

Já ,iPhone fær nýtt stýrikerfi í sumar, það er nokkuð ljóst eftir að þetta boðskort barst helstu tæknifréttaveitum um allan heim. Í mars í fyrra leyfði Apple okkur að fá smjörþefinn af 3.0 stýrikerfinu… svo gáfu þeir út 3.0 í júní sama ár.

Nú er TUAW með skemmtilegan lista yfir það sem lesendur vilja sjá í iPhone 4.0 stýrikerfinu. Hvað finnst ykkur vanta? Endilega látið í ykkur heyra í comments, eða á spjallborðinu okkar.

Gizmodo eru líka með nokkuð flotta samantekt á því sem þeir vilja sjá

Things á iPad

Já ef einhver tók ekki eftir því þá kom iPad út í gær, mörgum til mikillar gleði. Við hjá Macland ætlum að vera bitur aðeins lengur því jú við eigum engan iPad…. ennþá 🙂

En þeir hjá Culturedcode hafa útbúið skemmtilegt og stutt myndband sem sýnir möguleikana sem Things gefur notendum á iPad. Kíkið á það hér.

Fyrir þá sem ekki vita hvað Things er þá mælum við með því  að lesendur Macland kynni sér þetta stórgóða forrit á síðu þeirra Culturedcode manna.

iPad dagur í dag!

Í tilefni þess sýnum við ykkur starfsmann TUAW að opna iPad.

Til hamingju með daginn öll sömul 🙂

Stephen Fry og Apple blætið


Stephen Fry er frábær leikari, en líka sjúkur í Apple græjur. RÚV sýndi þætti með honum fyrir skömmu sem fjölluðu um ferð hans yfir endilöng Bandaríkin og þar mátti sjá hversu mikill Apple notandi hann er. Hann er því ekki lengur bara góður leikari og stórskemmtilegur karakter heldur líka mikill smekkmaður. Hann er að sjálfsögðu kominn með iPad eins og sjá má í þessu myndbandi (meira…)

Stephen Colbert og iPad

Ef þú horfir ekki á Colbert Report eða Daily Show þá ertu að missa af miklu…..

Hér tekur Stephen Colbert smá grín um iPad. (meira…)

MSN Messenger 8 er kominn fyrir mac

Þeir sem ekki nota Adium til að eiga samskipti við vini sína á MSN geta nú sótt sér MSN Messenger 8, reyndar í beta útgáfu. Þessi útgáfa gerir notendum kleift að notast við Video-Chat í fyrsta skipti á makkanum, í gegnum MSN.

iChat, spjallforritið frá Apple, hefur haft þennan möguleika í mörg ár en vegna þess hversu fáir nota þá þjónustu hefur skortur á þessum möguleika í MSN Messenger verið mikill ókostur fyrir Mac notendur.

Smellið hér til að sækja MSN Messenger 8 útgáfuna (innlent niðurhal)

iPad er að koma…..

Við hjá Macland erum farin að vera ansi spennt fyrir iPad. Sérstaklega í ljósi þess að Apple voru að birta “Guided Tour”. Kíkið endilega á þessi stórkostlegu myndbönd.

Þessi græja á eftir að vera frábær! Hvað finnst ykkur?

Amazon Kindle forrit komið fyrir Mac

Jæja, loksins loksins loksins! Amazon kynntu í dag Kindle hugbúnað sinn fyrir Mac. Við hjá Macland höfum notað Kindle forritið í iPhone í dágóðan tíma og hefur það reynst okkur mjög vel. Ekki fer mikið fyrir bókalestri hjá okkur, en iPhone forritið gerir manni kleift að grípa í bók hvar og hvenær sem er….Gríðarlega þægilegt.
(meira…)

Apple sækir um einkaleyfi á skjávarpatækni

Frétt frá 9to5mac.com

Digitimes greindu frá því fyrir skömmu að Apple væru að undirbúa einhver brjálæðisleg plön til að komast inn á skjávarpamarkaðinn á þessu ári. Eins og Apple er von og vísa þá sækja þeir um einkaleyfi fyrir öllu sem þeir eru að spá í, ekki satt?

Nýlega birtist þessi mynd hjá einkaleyfastofunni í Bandaríkjunum og hún vísar til þess að skjávarpi gæti ekki eingöngu verið byggður inn í iPhone eða MacBook heldur einnig í Airport Express og græjur af sömu tegund. (meira…)

Skemmtilegt trikk í Keynote

Flestir makkanotendur nýta sér Keynote, a.m.k. vona ég það! Keynote er hluti af iWork pakkanum og alveg stórkostlegt forrit til að skapa flottar kynningar.

Eins og margt í Apple heiminum þá eru það einföldustu tólin sem spara þér hvað mestan tíma í allri vinnu. Við hjá Macland höfum notað Keynote frá því það komt út fyrst og er einfaldleiki og útlitlsleg gæði það sem aðgreinir Keynote frá öðrum forritum af sama tagi, t.d. Powerpoint frá Microsoft eða sambærilegt forrit í OpenOffice.

Allir hafa lent í því að vera með frábæra mynd sem er algjörlega út úr kú þegar hún er komin inn í Keynote eins og hér að neðan. Þetta þarf ekki að vera vandamál lengur, enda er innbyggð skipun í Keynote sem reddar þessu máli án þess að þú þurfir að nota forrit eins og Photoshop til að fjarlægja bakgrunninn. (meira…)

DropBox – ótrúlegt, og ókeypis forrit

Við hjá Macland.is kynntumst DropBox fyrir tilviljun seint árið 2009. Þá vantaði okkur einfalda leið til að senda stór skjöl í gegnum tölvupóst. Niðurstaða Google leitar skilaði okkur litlu og fórum við að spyrjast fyrir um sniðugar lausnir á þessu algenga vandamáli. Lítið var um svör en dag einn sáum við Status uppfærslu hjá einum vini okkar á Facebook. Þar var vísað til DropBox sem lausn á þessu tiltekna vandamáli. Við kíktum á forritið og sjáum ekki eftir því.

En nóg um okkur, hvað er DropBox? (meira…)

Mac Mini með HDMI tengi á leiðinni?

Vefsíðan AppleInsider greinir frá því að Apple sé að undirbú Mac Mini með HDMI tengimöguleikum og líklegt sé að þeir komi út fyrir lok þessa árs. Margir hafa beðið lengi eftir þessum fréttum en Mac Mini hefur hingað til þurft millistykki til að hægt væri að tengja tölvuna við tölvuskjá, flatsjónvarp eða skjávarpa. Ef þetta er satt þá mun þetta gera Mac Mini enn vinsælli meðal notenda og teljum við hjá Macland mjög líklegt að BluRay drif fylgi með í þessari uppfærslu. (meira…)

Apple selur lag númer 10.000.000.000

Já… þú last það rétt. Frá árinu 2003 hefur Apple selt 10 milljarði laga. iTunes búðin hefur náð alveg ótrúlegum árangri þrátt fyrir mikla bölsýni og mótbárur stóru bandarísku útgáfurisanna í byrjun. Það má segja að Apple hafi tekist áætlunarverk sitt, en frá útgáfu fyrsta iPod sagðist Apple ætla að umbylta tónlistarheiminum. 10 milljarðir laga sanna að sú áætlun hefur gengið upp og rúmlega það.

Apple hefur ekki sýnt áhuga á að opna iTunes búð á Íslandi og með tilkomu iPod Touch og iPhone hefur notkun iTunes store aukist margfalt enda eru þetta tvær vinsælustu græjurnar í sínum flokki. Hérlendis eru mörg þúsund iPhone í notkun, þrátt fyrir að hann hafi ekki komið í sölu fyrr en seint á síðasta ári hjá íslenskum símfyrirtækjum.

Fyrir nokkrum árum opnaðist óvart leið hjá Apple til sem gerði Apple notendum sem búa ekki í USA kleift að notfæra sér þjónustu iTunes store og þá mátti sjá notkun hérlendis aukast en þó var sú aukning óveruleg sökum þess að þessi leið var nokkuð flókin í uppsetningu. Annað er uppi á teningnum í dag sérstaklega með tilkomu iPhone. Apple hefur selt iPhone ólæstan í nokkrum löndum og því þurftu þeir að bregðast við því að fólk frá löndum sem ekki hefur iTunes store gæti komist í búðina án krókaleiða. Nú er svo komið að þú ert ekki meira en 5 mínútur að komast inn í búðina og nota hana á fullkomlega löglegan hátt.

Eplakort.com hófu sölu á iTunes kortum í febrúar 2010 og hefur salan hjá þeim gengið framar vonum. Líklegast ástæðan fyrir því er skortur á aðgengi að erlendri tónlist í rafrænu formi hérlendis. Tónlist.is hefur sinnt íslenska hlutanum nokkuð vel og eiga þeir hrós skilið fyrir það, en á sama tíma má minnast á að orðrómur hefur gengið um internetið í töluverðan tíma að Tónlist.is sé stærsta ástæða þess að Apple sé ekki komið með iTunes búð hér á landi. Einnig hlýtur íslenska krónan og smæð markaðarins að spila inn í, því má ekki gleyma.

Eplakort.com  bjóða upp á 15$ kort í dag ásamt pakka með fjórum 15$ kortum en mér skilst að stefnan sé sett á 50$ kort innan skamms. Frábært framtak hjá þeim strákum og óskum við þeim til hamingju með glæsilega síðu og bíðum við spennt eftir að sjá hvernig gengur hjá þeim. Nánari umfjöllun um Eplakort.com mun birtast á Macland.is innan skamms.

10 milljarðir laga er ótrúlegt afrek á svona skömmum tíma og sýnir að neytendur eru hættir að láta segja sér hvar og hvenær þeir vilja kaupa tónlist/kvikmyndir/sjónvarpsþætti/forrit og með tilkomu iPad nú í vor mun iTunes búðin bara blómstra enn meir.

Jonathan Ive kann þetta

Jonathan Ive er maðurinn á bak við alla hönnun hjá Apple þessa dagana. Hann hefur verið við stjórnvölinn í hönnunardeild Apple í nokkur ár núna og hefur þar leitt tölvuheiminn eins og hann leggur sig inn í metnaðarfyllra viðmót gagnvart hönnun á þessum kössum sem við öll notum. Sýn hans á iðnhönnun er mjög einföld en fullkomnunaráráttan algjör.

Við erum með eindæmum skemmtilegt myndband þar sem má sjá JI tala um hitt og þetta varðandi hönnun. Smellið hér til að sjá myndbandið.

Áttu afrit af gögnunum þínum?

Ef ekki… þá skaltu lesa þennan texta vandlega.

Time Machine

Time Machine frá Apple er einhver sú besta viðbót sem hægt er að hugsa sér við stýrikerfi. Uppsetning af hálfu notandans er í raun engin og utanumhald með afritum er enn minni. Apple lýsir þessu kannski best með slagorði Time Machine – Set it, then forget it. (meira…)

Apple kynnir iPad

Miðvikudaginn 27.janúar 2010 kynnti Apple nýja vöru til leiks, undir nafninu iPad. Mikil eftirvænting hefur verið undanfarið í tengslum við þessa kynningu og voru nöfn eins og “Jesus Tablet” farin að sjást á vinsælum tæknibloggsíðum.

iPad kemur í 2 megin gerðum, annars vegar með WiFi og hins vegar með WiFi og 3G tengimöguleikum. Apple tilkynntu sjálfir nokkru fyrir kynninguna að fyrirtækið væri með vöru í höndunum sem myndi breyta því hvernig við notendur sjáum og notum vefinn.
(meira…)

Velkomin á Macland.is

Macland.is fer vel af stað og við erum gríðarlega ánægð með móttökurnar. Heimsóknum á macland.is fjölgar með hverjum deginum sem þýðir vonandi að fólk talar vel um okkur. Viðskiptavinum hefur fjölgað jafnt og þétt frá upphafi og er sífellt að bætast í hópinn.

Endilega gerist vinir okkar á Facebook í leiðinni.