iPhone 12 línan kynnt og meira!

Kynningarnar hjá Apple hafa verið haldnar fyrir framan fjöldan allan af áhugasömum áhorfendum seinustu ár, en á þessu skrítna covid-19 ári hafa kynningarnar verið teknar upp fyrirfram og Apple skilað þeim af sér með glæsilegum hætti.

Apple hélt sinn árlega iPhone viðburð þann 13 október síðastliðin, mörgum til mikillar ánægju, þar sem kynntur var glænýr iPhone 12 mini, ‌iPhone‌ 12, iPhone 12 Pro og ‌iPhone 12 Pro‌ Max. Einnig var kynntur HomePod mini og nýir MagSafe hleðsluvalkostir fyrir iPhone. Við ætlum að skoða þetta nánar.

 

iPhone 12 fjölskyldan

Hvað er nýtt?

 5G

Allir iPhone símarnir í ár eiga það sameiginlegt að styðja 5G farsímaþjónustu, sem eru gleðifréttir fyrir alla þá sem vita að 5G veldur ekki kórónuveirunni… En með 5G fáum við hraðara streymi, meiri háskerpugæði, og margfallt hraðara niðurhal. Einnig mun iPhone skynja það þegar þú þarft á 5G að halda eða ekki, og slekkur þá á því til þess að spara rafhlöðuna þegar þú þarft ekki á því að halda.

Ceramic Shield

Apple hefur hannað nýjan skjá fyrir alla símana, sem er fjórum sinnum sterkari en sá sem var áður. Ceramic Shield tæknin er þannig að í skjánum eru keramík kristallar sem eiga að gera hann sterkari og verja hann betur frá rispum og höggi. Ceramic Shield er „harðara en nokkurt snjallsímagler,“ að mati Apple og „gerir iPhone endingarbetri en nokkru sinni fyrr“. Það er því ólíklegra að skjárinn brotni ef (þegar) þú missir símann í jörðina.

A14 örgjörvi

Nú er Apple búið að framleiða en einn betri og hraðari örgjörvan, en A14 örgjörvin er 40% hraðari en t.d. A12 örgjörvin. Hann er það öflugur að síminn þinn mun geta framkvæmt 11 billjón (trillion á amerískum skala)  aðgerðir á 1 sekúndu, en í A13 voru það aðeins 600milljarðar (billion á amerískum skala). A14 örgjörvin er hraðasti örgjörvin í snjallsíma hingað til, samkvæmt Apple.

MagSafe hleðsla

Nú styður iPhone nýja tegund af MagSafe hleðslu frá Apple. En í öllum iPhone 12 er nú innbyggður segull á bakhliðinni sem nýtist í þráðlausa hleðslu og aðra aukahluti.

Super Retina XDR display – OLED

Nú í fyrsta skiptið er sami skjárinn á öllum iPhone símunum, en það er Super Retina XDR display, með OLED tækninni. Áður fyrr voru það aðeins iPhone X/Xs og Pro módelin sem nutu OLED tækninnar.

iPhone 12 og 12 mini

iPhone 12 og iPhone 12 mini eru ódýari módel iPhone símana frá Apple árið 2020. iPhone 12 heldur sinni gömlu stærð og er 6,1″ en iPhone 12 mini er 5,4″, símarnir líta svo alveg eins út útlistlegaséð. iPhone 12 er arftaki iPhone 11, en iPhone 12 mini er glænýr iPhone í nýrri stærð og er hann minnsti iPhone sem Apple hefur kynnt síðan iPhone SE 1st gen, en hann kom út árið 2016. Fyrir utan skjástærð og stærð rafhlöðunnar eru iPhone 12 og 12 mini eins tæknilega séð. iPhone 12 mini verður tilvalinn fyrir þá sem kjósa iPhone sem hægt er að nota með einni hendi. iPhone 12 og 12 mini koma í 5 litum, en það eru svartur, hvítur, blár, grænn og rauður (Product RED). iPhone 12 og 12 mini eru tilvaldnir fyrir alla sem ekki þurfa t.d. Pro myndavélareiginleika.

iPhone 12 Pro og 12 Pro Max

iPhone 12 Pro og 12 Pro Max eru flaggskip Apple í dýrari kantinum, og eru þetta flottustu símarnir frá Apple hingað til. Símarnir eru með þriggja linsu myndavél, LiDAR skanna, og glænýju A14 flögunni frá Apple. Apple lagði mikla áherslu á „Pro“ þáttinn í nýju iPhone 12 Pro módelunum og segja þeir iPhone 12 Pro símana „ýta undir nýsköpunarmörk“ fyrir fólkið sem „vill fá algjörlega sem mest út úr símtækjunum sínum.“ iPhone 12 Pro kemur í 4 litum, það eru blár, gull, silfur, og grár. Símarnir eru síðan með gullfallegum glansandi ramma úr ryðfríu stáli.

iPhone 12 Pro myndavélin:

Myndavélin er með þremur linsum að aftan eins og áður og einni að framan. Þær fengu þó alsherjar yfirhalningu, og eru nú margfallt betri, þökk sé A14 örgjörvanum, og endurhönnuðum linsu búnaði. Night mode er nú orðið miklu betra, og virkar einnig í Portrait Mode, og Time Laps. Night Mode er nú einnig í boði á öllum iPhone 12 myndavélunum.

LiDAR skanninn á iPhone Pro mun hafa vegleg áhrif á hvernig myndavélin virkar, en hún mun geta náð betri og dýpri fókus, og taka þar af leiðandi nákvæmari myndir.

Dolby Vision HDR upptökur beint úr iPhone 12 Pro, en fyrir þá sem hafa áhuga á myndbandsgerð þá eru þetta magnaðar fréttir. Þú getur tekið upp efni, unnið það fagmannlega í símanum, horft á útkomuna og deilt henni með vinum allt úr iPhone 12 Pro símanum þínum.

RAW myndataka verður einnig möguleg með nýju myndavélinni í iPhone 12 Pro, þetta er mögnuð viðbót í iPhone myndavélina, og verður hægt að vinna RAW myndir beint úr iPhone 12 símanum, eða senda þær í annað tæki og vinna þær þaðan.

HomePod mini

Apple kynnti glæsilegan og nýjan HomePod mini til leiks, en hann er endurhannaður HomePod, sem er minni og ódýrari en hefðbundni HomePod. Hann er knúin af S5 örgjörvanum, og einnig U1 örgjörva, sem gerir honum kleift að tengjast iPhone símum á ótrúlegan hátt. Hann er einnig með Siri Touch eiginleika, og inniheldur þar af leiðandi Siri. HomePod mini er aðeins 3,3″, og er hann kúlulaga, en ekki eins og dós eins og venjulegi HomePod sem er 6,8″.

Eins og fyrri gerðin af HomePod er HomePod mini ætlað að vinna með Apple Music, en hann styður einnig podcast appið, útvarpsstöðvar frá iHeartRadio, radio.com og TuneIn, stuðningur við Pandora og Amazon Music kemur síðar á árinu. Þetta er þá stuðningur við notast við Siri, sem leyfir þér að strjórna tónlistinni með því að ávarpa Siri (dæmi, “Hey Siri, play Beyoncé”). Spotify hefur ekki ennþá fengið að vera með í þessu sambandi, og verður það líklegast ekki á næstunni. En sem betur fer opnaði Apple fyrir Apple Music þjónustuna hér Íslandi fyrr á árinu, sem gerir HomePod enn skemmtilegri.

Hægt verður að para saman tvo HomePod mini til að búa til stereó hljóm með vinstri og hægri rásum fyrir betri hljómgæði og margir HomePod mini geta unnið saman út um allt heimilið til að streyma tónlist í mörg herbergi í einu. Það verður aðeins hægt að para HomePod mini við annan HomePod mini, en ekki t.d. HomePod við HomePod mini. (hvað eru mörg HomePod í því?)

Eins og á HomePod þá getur Siri á HomePod mini veitt persónulega upplifun með því að bera kennsl á mismunandi raddir á allt að sex fjölskyldumeðlimum, aðlagað tónlist og podcast að óskum þeirra og einnig svarað persónulegum óskum allra.

Með U1 örgjörvanum mun svo HomePod mini geta tengst iPhone símum sem innihalda sama U1 örgjörva (iPhone 11-12) en með honum er hægt að færa símann að HomePod mini og tónlistin úr símanum færist yfir á HomePod mini og heldur áfram að spila þar. Tækin hafa aldrei verið jafn tengd og nú.

HomePod og HomePod mini vinna báðir með innbyggðu kallkerfi, eða Intercom, sem gerir manni kleift að senda skilaboð frá einu tæki í annað. En þá verður hægt að byðja Siri um að koma skilaboðum áleiðis á milli herbergja, eða úr bílnum á leiðinni heim í gegnum CarPlay, sem spilar þá skilaboð í HomePod fyrir þá sem eru heima. Intercom er hægt að nota með iPhone, iPad, Apple Watch, AirPods og CarPlay, svo hægt er að senda skilaboð frá hvaða tæki sem er til HomePod mini. HomePod verður í boði í hvítum, og gráum (e. SpaceGray).

Magsafe hleðslutæki fyrir iPhone

Apple kynnti einnig nýtt hleðslutæki fyrir iPhone, en það er MagSafe hleðsla, sem hleður þráðlaust 15W hleðslu í gegnum segul á bakhlið símans. Aðeins í nýju iPhone 12 símunum verður hægt að nota þessa hleðslu, en það sem meira er, að með þessum segli munu allskyns ný hulstur, veski og varahlutir festast við símann, og er þetta í fyrsta skiptið sem Apple framleiðir síma með slíkum eiginleika.

 

 

 

 

Algengar spurningar:

Hvenær kemur nýi iPhone?

Forsala á iPhone 12 og iPhone 12 Pro hefst föstudaginn 23.október og áætlum að fyrstu eintök komi til landsins 30.október. Hvað verður í þeirri sendingu veit enginn í dag og munu greiddar pantanir ganga fyrir þegar sendingar koma til okkar.

Varðandi iPhone 12 Pro Max og 12 mini þá áætlum við að byrja forsölu á þeim 6.nóvember og áætlum að fyrstu eintök komi til landsins 13.nóvember.

Get ég farið á biðlista?

Nei en við munum tilkynna um forsöluna eins fljótt og við getum og mælum með að þú pantir í gegnum vefverslunina okkar. Greiddar pantanir munu ganga fyrir. Við höfum haft þetta fyrirkomulag undanfarin ár og það hefur komið mjög vel út.

Varðandi HomePod Mini

Forsala á HomePod Mini hefst 6.nóvember í USA og fyrstu sendingar eiga að berast 16.nóvember. Eins og staðan er í dag þá höfum við ekki upplýsingar um hvort Apple ætli að bjóða upp á HomePod Mini á Íslandi. Við munum setja það á okkar samfélagsmiðla og á macland.is um leið og við vitum meira.

Grímuskylda í Macland

Kæru viðskiptavinir og velunnarar Macland. 

Í ljósi COVID-19 faraldursins höfum við vandað okkur gríðarlega mikið síðustu mánuði við sóttvarnir og jafnvel gert meira en “þurfti”.

En í ljósi nýjustu tíðinda frá þríeykinu og stjórnvöldum þá höfum við ákveðið að frá og með 6.október taki gildi grímuskylda fyrir starfsmenn og viðskiptavini Macland.
Strax í vor settum við eftirfarandi ráðstafanir í gang og þær gilda enn :
 • Spritt í boði fyrir alla viðskiptavini.
 • Snertilausar greiðslur í posa
 • Frí heimsending á vörum með Póstinum
 • Engin snerting leyfð á sýningartækjum nema undir handleiðslu starfsmanns
 • 2m regla inni í verslunum

Þær ráðstafanir sem bætast við í dag :

 • Viðskiptavinir eru beðnir um að spritta sig áður en nokkuð er snert inni í versluninni
 • Ekki er tekið við peningum sem greiðslu að svo stöddu
 • Viðskiptavinir sem koma í verslanir okkar þurfa að vera með grímu (ef þú átt ekki grímu þá útvegum við þér einnota grímu)

Okkur er annt um heilsu starfsmanna okkar, sem og viðskiptavina að sjálfsögðu, og svo viljum við bara alls ekki fá COVID-19 og gerum ráð fyrir að okkar viðskiptavinir séu sammála því og þökkum skilninginn á þessum aðgerðum. Markmiðið með þessum aðgerðum er einfalt, halda heilsu og halda þjónustustigi okkar á eins góðum stað og unnt er.

Í þessu ljósi viljum við minna á :

Það er því þokkalega auðvelt að ná í okkur og við erum tilbúin til að aðstoða á öllum þessum miðlum.

Við munum tilkynna ef breytingar verða á þessum aðgerðum.

Við hvetjum að lokum viðskiptavini sem koma til okkar að koma með góða skapið. Við ætlum að mæta þessu með hrikalega hressri nálgun og hlökkum til að taka á móti ykkur í þessum skrýtnu aðstæðum.

Kær kveðja,
Starfsfólk Macland

Ps. við létum útbúa þetta fína plagg sem útskýrir betur pælinguna á bakvið grímuskylduna.

iOS 14 – ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA OG MEIRA

Apple tilkynnti komu iOS 14 í júní 2020, og kom það formlega út 16 september síðastliðinn. iOS 14 er ein stærsta iOS uppfærsla frá Apple hingað til, og er það stútfullt af nýjungun. Sérsniðinn heimaskjár með Widgets, uppfærslur fyrir núverandi öpp, uppfærsla á Siri, og miklu, miklu fleira.

Fyrst og fremst, þá er það uppfærslan á heimaskjánnum. Nú er kominn stuðningur fyrir Widgets, sem hafa hingað til aðeins verið til í Today view, sem er fyrsti skjárinn, á undan aðal-heimaskjánnum. Í iOS 14 getur maður núna bætt þessum Widgets við á heimaskjáinn, í mismunandi stærðum og gerðum. Smart Stack gefur manni þann kost að raða nokkrum Widgets saman í einn. Með Smart Stack notar iPhone upplýsingaöflun tækisins til að sýna þér þau öpp og upplýsingar miðað við tíma, staðsetningu og virkni yfir daginn. Ekki er þörf að hafa þá stillingu á, en maður getur valið að hafa smart rotate á eða ekki. Þú getur sett eins marga Widgets á eins marga heimaskjái og þú ert með, hvort sem það er veður, vinnutengt, íþróttir eða hreyfing, og margt fleira. Today view, þar sem að Widgets eru að finna, hefur einnig fengið uppfærslu, en þar finnur maður Widget gallery, og getur maður ákveðið hvaða Widget síminn sýnir í Today view, og einnig getur maður breytt þeim þar.

Fari maður alveg til hægri, eða á seinasta heimaskjáinn, finnur maður App Library, þar sem að öll öppin í símanum eru snyrtilega röðuð í möppur, sem maður getur einnig skoðað sem lista frá A-Z. (vildi að það væri Ö en þið vitið… Apple). Apple býr til möppur og raðar öllu snyrtilega í fyrir þig, eins og t.d. í Suggestions, Apple Arcade, eða Recently added. Öll öpp sem þú sækir fara beint í App Library en þú getur einnig sett þau á heimaskjáinn. Það besta við App Library er einmitt það að nú getur maður falið alla heimaskjáinna sem maður er búinn að fylla af öppum yfir árin, og haft þá bara t.d. einn heimaskjá með öllu því helsta, og svo restina í App Library. Þú getur svo valið að sýna heimaskjái sem þú hefur falið aftur ef þú vilt, en þeir eru aðgengilegir í gegnum “edit homescreen”, sem kemur þegar maður heldur lengi inni á appi, þar ýtir maður svo á punktana sem eru neðst á skjánnum, og færðu þá upp valmynd með öllum heimaskjáunum þínum.

Það sem margir iPhone notendur hafa kvartað yfir í mörg ár er það að þegar síminn hringir þá tekur símtalið yfir símann og gerir hann ónothæfann þangað til að maður svarar símtalinu. En nú þegar að símhringingar berast og Siri er virkjuð taka þær aðgerðir ekki lengur yfir allan skjáinn. Símtöl (og FaceTime) birtast í litlum dálk á skjánum á iPhone, svipað eins og notification, og á meðan Siri er virkjuð sýnir síminn lítið líflegt Siri tákn neðst á skjánum.

PiP, eða Picture in Picture hefur nú loksins verið bætt við iPhone, en það þýðir að þegar maður er að skoða myndband í símanum, eða að tala við manneskju (eða vélmenni okkur er sama) á FaceTime, þá hefurðu þann valkost að láta það fljóta yfir skjánnum á meðan þú notar símann. Þú getur minnkað og stækkað ramman á myndbandinu og haft hann hvar sem er á skjánnum, og einnig dregið hann alveg útaf, en látið hljóðið ennþá spilast.

Apple kynnti einnig App Clips með iOS 14, en með því geta notendur núna notað aðeins brot úr appi í stað þess að sækja það allt í App Store. Með App Clips getur þú nú t.d. leigt þér rafmagnsvespu, pantað borð á veitingahúsi eða borgað í stöðumæli, án þess að þurfa að sækja viðeigandi app í símann þinn. Við vitum að App Clips er ekki farið 100% af stað í bandaríkjunum og veltur það allt á hverju og einu fyrirtæki að útbúa það fyrir sitt app.

Fyrir þá sem nota Messages (sms) í símanum mikið, þá hefur það fengið gjörsamlega nýtt og betra útlit. Nú getur maður “pinnað” mikilvæg skilaboð efst svo þau haldist efst á listanum. Einnig er hægt að svara ákveðnum skilaboðum inní samtalinu, sem er mjög hentugt í hópsamtölum. Í hópsamtölum er nú einnig hægt að gera “@” á ákveðna manneskju í samtalinu til að beina skilaboðum beint á hana.

Memoji fékk líka uppfærslu, og er nú hægt að gera þá enn persónulegri með nýjum hárgreiðslum, höfuðfötum, andlitsþekjur og aldursbreytingum. Memoji eru einnig svipmiklari en nokkru sinni fyrr þökk sé endurbættri andlits- og vöðvabyggingu.

Með nýja watchOS 7 samhliða iOS 14 geta foreldrar nú sett upp cellular Apple Watch fyrir t.d. börnin sín eða eldri fjölskyldumeðlimi í gegnum Family Setup. En það er sérstaklega hannað fyrir börn og aðra til að nota Apple Watch án þess að eiga iPhone. Þannig geta foreldrar vitað hvar börnin sín eru, og hvort að amma eða afi séu örugg, en notendur fá tilkynningar um staðsetningu þeirra sem úrið hafa, og tilkynningar ef vá ber að dyrum, t.d. ef að einstaklingur með úrið dettur eða úrið nemur hærri blóðþrýsting en vanalega. Þá er hægt að grípa inní mun hraðar en áður.

Nýtt Translate app frá Apple er nú í boði, þar sem notendur geta nú talað beint inní og síminn þýðir það á því tungumáli sem er valið. Einnig er hægta að skrifa inn og láta símann þýða texta. Eins og er þá eru aðeins 11 tungumál í boði, 12 ef maður telur enskuna tvisvar (UK, US), og þá er íslenska auðvitað ekki þar inni, hvernig datt þér í hug að einu sinni halda það! Ha?

Uppfærð persónuvernd krefst þess að app-framleiðendur fái leyfi frá notendum áður en þeir fá aðgang að símunum okkar í gegnum staðbundið net (local wi-fi) og það eru einnig nýir möguleikar til að takmarka aðgang að völdum myndum eða veita öppum aðeins áætlaða staðsetningu notandans. Við mælum sérstaklega með því að skoða þetta og stilla þau öpp sem nota staðsetningartækni þannig að þau viti bara áætlaða steðsetningu, en ekki nákvæma. Þetta eru öpp eins og t.d. Instagram, Facebook, Snapchat og fleira. En auðvitað er betra að hafa þetta á í öppum eins og t.d. maps eða Photos. Öll öpp eru einnig skikkuð til að fá leyfi notenda áður en þau rekja þig í gegnum vefsíður og ný tákn birtast á heimaskjánum þegar forrit notar myndavél eða hljóðnema (lítill grænn/appelsínugulur punktur efst hægramegin). Við mælum með að prufa þetta og fara svo í Snapchat map, þá sérðu að þú ert staðsett/ur allt annarsstaðar en þú ert í raun og veru.

Til að finna þessar stillingar þá ferðu í:

-settings
-finnur appið sem þú vilt stilla*
-Location (sem er efst ef það er í boði)
-slekkur á Precise Location

Ekki öll öpp nota staðsetninguna þína, svo ef þú sérð ekki Location í því appi þá þýðir það að það app notast ekki við staðsetningartækni*

Apple bætti einnig við betra Safari lykilorðs-eftirliti sem gerir notendum kleift að vita hvort vistað lykilorð hefur komið fram í gagnabroti (e. data breach) ásamt innbyggðum Safari þýðingareiginleika fyrir vefsíður.

Með iOS 14 geta AirPods skipt sjálfkrafa á milli Apple tækja og fyrir AirPods Pro er nýr eiginleiki sem kallast Spatial Audio, en það virkar þannig að AirPods Pro nema staðsetningu símans og í hvaða átt þú horfir, og gefa manni þá tilfinninguna eins og maður sé á staðnum í myndbandinu. Það er ótrúlegt að prufa þetta. Þetta virkar aðeins með Dolby Atmos hljóði.  iOS 14 veitir einnig tilkynningar þegar rafhlaðan í AirPods eða AirPods Pro er nálægt því að klárast.

Sound Recognition, er mjög gagnlegur valkostur fyrir þá sem eru heyrnarskertir, eða vilja vera með varan betur á, en það gerir iPhone kleift að hlusta stöðugt eftir ákveðnum hljóðum, svo sem grátandi barni, brunaviðvörun, dyrabjöllu, bank á hurðina, ketti að mjálma, hundi að gelta og fleira. Þegar iPhone heyrir eitt af þessum hljóðum sendir hann viðvörun. Í Sound Recognition settings er síðan hægt að sjá lista yfir öll þau hljóð sem síminn getur hlustað á, og einnig hægt að slökkva á Sound Recognition.

Í iOS 14 er einnig nýr eiginleiki frá Apple, sem kallast Back Tap, en það er eiginleiki sem gerir þér kleift að tví, eða þrísmella með fingrunum aftaná símann, og fá þannig upp ákveðið app, kalla fram Siri, læsa símanum, eða taka screen shot svo eitthvað sé nefnt. Back Tap er er einstaklega hentugt fyrir þá sem hafa takmarkaða hreyfingu á höndum og þurfa hjálp við að komast í t.d. flýtileiðir og fleira. Back Tap virkar með iPhone 8, iPhone 8 Plus, iPhone X, iPhone XS, iPhone XS Max, iPhone XR, iPhone 11, iPhone 11 Pro og iPhone 11 Pro Max.

Í fyrsta skipti er nú hægt að stilla tölvupóst og vafraforrit frá þriðja aðila svo að síminn notist ekki sjálfkrafa við Safari. Það þýðir að þegar þú færð t.d. hlekk sendan í gegnum Facebook, þá opnast hann í þeim vafra sem þú hefur stillt á, en ekki Safari eins og áður, og þeir sem notast við Spark, Edison eða aðra póst-þjónustur geta nú notað það á einfaldari hátt.

iOS 14 er í boði fyrir iPhone 6s og upp.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa sér nánar til um allt það nýjasta sem iOS 14 hefur uppá að bjóða, þá er hér listi sem færir þig beint yfir á macrumors.com með ítarlegri upplýsingum um hvern og einn lið, auk annarra upplýsinga.

iPad Air 4 vs iPad Pro

Eins og við flest vitum, sem erum Apple megin í lífinu, þá voru margar nýjungar kynntar í seinustu viku hjá Apple, og af þeim nýjungum er það iPad Air 4 sem einna helst stendur upp úr. Auðvitað var Apple Watch Series 6 og fleira kynnt, en í þessari færslu viljum við aðeins kíkja nánar á iPad Air 4 og bera hann saman við iPad Pro 2020, en þeir eru jú keimlíkir eins og margir hafa auðvitað tekið eftir. Þá vaknar spurningin hver er munurinn?

iPad Air kom fyrst út árið 2016, og hefur alltaf deilt ýmsum eiginleikum með iPad Pro, en var alltaf töluvert ódýrari. Það breyttist heldur betur þegar Apple gaf út iPad Pro 2018, en þá kom fyrsti iPadinn sem hafði engan home takka, á honum var líka faceID og hann var ekki með ramma utan um skjáinn eins og allir iPadar áður. Nú hefur iPad Air bæst í þann hóp, og kemur hann með glæsilegum 10,9″ skjá, með engum ramma, en í stað FaceID þá fær hann uppfært TouchID, sem nú er að finna á lock takkanum, en það hefur átt heima á home takkanum í fyrri gerðum iPad og iPhone. Ef þú vilt fá stærri skjá hinsvegar, þá er iPad Pro málið, en hann færðu í 11″ og 12,9″.

 

Fyrir þá sem elska liti, og vilja ekki allt grátt eða silfur þá kemur iPad Air núna í fimm litum, og þar eru 2 alveg glænýjir litir frá Apple. Litirnir eru, Space Gray, Silver og Rose Gold, en það eru þessir klassísku, en nýju litirnir eru Green og Sky Blue.

 

iPad Air og iPad Pro hafa báðir true tone display, en fyrir þá sem þekkja ekki true tone, þá er það eiginleiki Apple skjáa til að stilla birtustigið sjálfvirkt eftir því hversu bjart eða dimmt er í rýminu. iPad Pro er með aðeins bjartari skjá en iPad Air, eða 600nits, á meðan iPad Air hefur 500nits. Endurnýjunartíðnin, (e. refresh rate) er hærri á iPad Pro, en á þeim er það sem Apple kallar Pro Motion. iPad Pro hefur 120hz endurnýjunartíðni, á meðan nýji iPad Air hefur aðeins 60hz endurnýjunartíðni. Því hærri sem þessi tíðni er, því minni viðbragðstími er á skjánnum þegar maður skrifar með penna, skrollar eða spilar leiki.

Ef við tölum um örgjörvana, þá hefur Apple sett glænýjan A14 Bionic örgjörva í iPad Air, en í iPad Pro er A12Z örgjörvinn. A14 er sex kjarna, en A12Z átta kjarna, sem þýðir að iPad Pro höndlar þyngri og kröfuharðari verkefni betur. En eins og er þá er A14 Bionic örgjörvinn nýjasti örgjörvinn sem Apple er að þróa þessar stundir, og hlökkum við til að sjá hvernig það fer.

Nú fær iPad Air líka loksins USB-C tengi, sem gerir honum kleift að tengja utanáliggjandi búnað, svo sem minnislykla eða flakkara, hraðari hleðslu og gagnaflutning. Þetta hefur aðeins verið í boði á iPad Pro áður.

Ef við snúum þeim báðum við þá sjáum við smávægis mun þar. En það eru myndavélarnar. Á iPad Pro er 12-megapixla myndavél, með annari ultra-víðlinsu. iPad Air hefur hinsvegar aðeins eina 12-megapixla myndavél og enga víðlinsu.

Annar lítill en mikilvægur munur fyrir suma eru hátalararnir. Á iPad Pro eru fjórir hátalarar sem bjóða uppá glæsilegt stereo hljóð, en á iPad Air eru aðeins tveir hátalarar sem bjóða uppá stereo hljóð þegar tækið er á hlið, eða það sem Apple kallar “landscape stereo audio”.

Það sem við gerum ráð fyrir að muni gera iPad Air 4 ennþá vinsællari er að nú styður hann Apple pencil 2nd generation og Magic Keyboard. En það hefur aðeins verið í boði fyrir iPad Pro hingað til, og aðrar gerðir iPadda hafa einungis fengið Apple pencil 1st generation stuðning.

Það sem skiptir marga máli er geymslupláss. Flestir vilja nú til dags hafa það meira en 64GB, en við lofum þér að 64GB er meira en nóg, og ef þú ert sniðug/ur þá kaupirðu þér stærra iCloud pláss og passar það að gögnin þín glatist aldrei. Að því sögðu þá mun iPad Air koma aðeins með 64GB og 256GB, en ekki 128 eins og hefur verið í boði áður. iPad Pro kemur hinsvegar með minnst 128GB og mest 1TB, með 256 og 512 þar á milli.

iPad Air 4 er væntanlegur í október, og verður hann aðeins ódýrari en iPad Pro, en á apple.com er hann settur á 599$, það er hægt að miða við það plús skatt og tilheyrandi verðhækkanir sem eiga sér stað við innflutning á apple vörum. iPad Pro er hinsvegar til í verslunum Maclands í dag, og er hann allt frá 179.990 kr. fyrir 11″ og allt frá 219.990 kr. fyrir 12,9″.

Hvort er betra???

Við í Maclandi vitum að viðskiptavinir okkar eru allir ólíkir, og sinna fjölbreyttum störfum, skyldum og áhugamálum. Þess vegna vöndum við okkur við það að bjóða uppá persónulega þjónustu sem skilar sér hamingjusömum viðskiptavinum með rétt tæki og tól í för með sér fyrir þau verkefni sem bíða.

Þó svo að MacBook Pro 13″ 2.0GHz, með 512GB geymsluplássi og 16GB vinnsluminni sé geggjuð tölva, þá þarf Andri, 17 ára úr vesturbænum sem var að byrja í MR ekkert endilega þá vél, eða Kristín sem var að klára vélstjórann og þarf að halda utan um mikilvæg skjöl… Við myndum t.d. benda honum Andra á MacBook Air 2020, með 256GB geymsluplássi, eða 512GB, hann ræður, en það fer auðvitað eftir því hvort að hann ætli að gera meira en að bara glósa um Gísla sögu Súrssonar eða kannski vill hann nota iMovie til að klippa saman myndefni fyrir sögu203. Kristín myndi t.d. kannski spyrja hvort að MacBook Air tölvan hans Andra myndi henta sér, en við nánari skoðun myndum við kannski komast að því að iPad væri miklu sniðugari fyrir Kristínu, og þá er það að finna rétta iPadinn… er það iPad 10.2″ 2019 með 32GB, eða iPad Pro 12,9″ með 256GB og 4g? Við myndum komast að því í sameiningu útfrá því sem Kristín segir okkur. Kannski endar hún á því að taka nýja iPad Air 2020, með penna og fínu hulstri. Þá getur hún notað excel, word og powerpoint, skrifað inn mikilvægar upplýsingar með pennanum og ótal margt meira sem iPad býður uppá.

Við tókum saman hvaða vörur myndu henta fyrir mismunandi störf og verkefni. Listinn er ekki heilagur, heldur hægt að nota sem viðmið.

 

Námsmaðurinn sem lærir og glósar.

Námsmaðurinn sem lærir og glósar, var að byrja í framhalds, eða háskólanámi þarf oftar en ekki bara að glósa, glósa, glósa og glósa. Stundum gerir hann verkefni, og þá er hann að skrifa uppúr glósum í Word. Námsmanninum sem lærir og glósar myndum við benda á að fá sér MacBook Air 256GB, sú vél er fullkomin í 3-4 ára framhaldsskólanám, og síðan er hægt að nota hana í mörg ár eftir á. Hún er hröð, og hentar líka einstaklega vel sem fyrsta tölvan. Hún er einnig góð fyrir háskólann, en þar væri líka t.d. sniðugt að fá sér 512GB vélina, ef þess er þörf. Kannski er BS ritgerðin þín ótrúlega löng, og þú þarft að gera hana 120 sinnum, vista hana sem pdf, hlaða inn viðtölum, og niðurhala mjög mikilvægu efni af eitthverri vefsíðu sem enginn þekkir. Segjum samt að þú sért að byrja í námi, og viljir síðan gefa tölvunni annað hlutverk en glósuvél eftir nám… t.d. ákvaðstu að taka upp ljósmyndun sem hobbí, eða sóttir þér Logic Pro og vilt fara semja tónlist. Þá mælum við með því að hugsa þetta aðeins útfrá þeirri pælingu. MacBook Air er fullkomin í allt hitt, en væri MacBook Pro 13″ 1.4GHz með 256GB tilvalin í það? Jú, það höldum við allavega, hvað vilt þú gera?

Námsmaðurinn sem verður síðan skrifstofupadda.

Sko, hér er námsmaður sem kláraði t.d. viðskiptafræði, sækir síðan um á svaka fínni skrifstofu og þarf að hafa allar græjur. Þú ert að kveðja 9 ára gömlu MacBook Pro tölvuna þína og vilt fá þér vél sem þú getur tengt við 2 skjái, og helst viltu bara geta hugsað hvað þú vilt gera og tölvan gerir það fyrir þig. Hér myndum við mæla með t.d. MacBook Pro 16″ með 512GB geymsluplássi og 16GB vinnsluminni. Hún er sannkallað undur. Tengir hana svo við fína HP skjáinn þinn, ræsir Magic lyklaborðið, og Magic músina, hallar þér aftur og sérð draumana rætast. Hún fer með þér á alla fundi, og hentar vel í allar kynningar og verkefni. Svo á líka höddimac svona vél, hann tengir hana við 2 skjái, og er með iPad Pro on the side, meira um það síðar.

Námsmaðurinn sem verður síðan listapadda.

Þetta er uppáhalds námsmaður allra. Fór í MH eða Kvennó, og er núna í LHÍ, eða var að klára þar. Það er mikil fjölbreytni í þessum námsmanni, og útaf þessari fjölbreytni, þá mælum við með t.d. MacBook Pro 13″ 2.0GHz með 512GB. Hún er kröftug og dugir í t.d. myndbands og hljóðvinnslu. MacBook Pro 16″ er líka fullkomin hér, og hentar hún t.d. í 3D render og þyngri verkefni. En eins og listamaðurinn er fjölbreyttur, þá eru tölvurnar það líka, og eftir nánari skoðun, þá ertu kannski bara svona ljóðapési, eða skrifar skáldsögur. Þá mælum við með gömlu góðu (samt nýju) MacBook Air, hafðu hana svo 512GB, bara til vonar og vara.

Verkamaðurinn sem þarf mikið pláss og liðleika.

Þessi er t.d. mikið á ferðinni, þarf að halda utan um allt á einum stað og geta skoðað seinustu excel reikningana hvar og hvenær sem er. Við nánari athugun kemur í ljós að þessi einstaklingur notast mikið við office pakkan, og langar í tölvu, en finnst MacBook Pro svo fyrirferðamikil, hvað er þá til ráða? Jú, iPad Pro! Hvort sem það er 11″ eða 12,9″, með nýja Magic Keyboard og kannski 4g ef þú vilt geta komist inná netið hvar sem er. 128GB er fínn, en hann er líka til í 256GB og allt uppí 1TB, við skoðum þetta saman og komumst að niðurstöðu. Léttur og lipur og með geggjaða rafhlöðuendingu.

Tónlistarmaðurinn, sem tekur stundum myndir.

Þetta er ekki flókið dæmi. Allt undir MacBook Pro 2.0GHz og 512GB er hættusvæði. Hér myndum við leiðbeina þér í annaðhvort þá vél, eða MacBook Pro 16″, hvort sem það er 512GB með 16GB vinnsluminni, eða 1TB og stærra vinnsluminni. Þú vilt geta keyrt Logic Pro, Pro tools, FL studio eða annan flottan DAW, og ekki þurft að hafa áhyggjur af buffer size á meðan þú keyrir inn 100rásir. Segjum að þú leikir þér með Adobe vörurnar líka þá væri sniðugara að taka þér MacBook Pro 16″, hún ræður við þetta allt, ALLT segi ég!

Ljómyndarinn, sem borgar 100.000 kr. fyrir Adobe pakkann á hverju ári.

MacBook Pro 16″ 1TB 16/32GB vinnsluminni, eða iMac 27″. Þetta er ekki flókið dæmi. Kíktu á okkur eða farðu á macland.is og smíðaðu sérpöntun eftir þínum þörfum.

Amman og afinn, litlu börnin og stóru börnin.

Hér slær iPad 10.2″ 2019 alltaf í gegn. Þetta er fullkomnasta afþreyingar tækið í bókinni. Hann höndlar allt þetta helsta, email, fréttablaðið, íþróttaforritin, alla heimsins bestu iOS leikina og netflix. Þetta er frábært fyrir þá sem hafa ekki áhuga á tölvu en vilja vera partur af 21. öldinni. 32GB koma þér þangað, en 128GB fullkomnar dæmið. Við skiptum þessum út fyrir iPad 2020 á næstunni, hann er hraðari og betri!

Þessi listi er auðvitað bara til viðminunar, og þarf ekki að taka alvara. En miðað við reynslu starfsmanna Maclands, þá er þetta ansi öruggt dæmi, og sýnir þetta þér, kæri lesandi góður, hvernig þjónustu við bjóðum uppá. Góð og persónuleg þjónusta, sem er líka skemmtileg og stundum fyndin. Takk fyrir og sjáumst.

Apple September Event 2020

Í gær kynnti Apple allt það nýjasta fyrir haustið og komandi ár á Apple Event sem haldinn er í september hvert ár. Það var margt nýtt kynnt til leiks, og þar má helst nefna Apple Watch SE, Fitnes+, iPad Air 4, iOS14 og fleira. Við ætlum að koma okkur beint að efninu og segja ykkur frá því helsta. Komið með mér!

Apple Watch SE, og Apple Watch Series 6 mun nú líta dagsins ljós á næstu dögum eða vikum. Það sem er nýtt í heimi Apple úra er t.d. það að nú geta viðskiptavinir Apple fengið sér Apple Watch SE, sem er einskonar budget úr, eða hagræðisstafrænúlnliðslífsgæðaklukka, eins og Dagur Gnarr myndi kalla það. Apple Watch SE kemur í 40 og 44mm stærðum.

 

 

 

 

Apple Watch Series 6 er stútfullt af nýjungum, og samhliða því kemur WatchOS7. Með komu WatchOS7 sjáum við t.d. Sleep App sem greinir hvað á sér stað í svefninum okkar og hjálpar okkur að gera hann enn betri og Aoutomatic hand wash app, sem setur af stað 20 sekúndna niðurtalningu þegar úrið skynjar að þú sért að þvo þér um hendurnar, sem er gott dæmi um hvernig tæknin getur hjálpað okkur á tímum heimsfaraldra. Apple Watch Series 6 kemur einnig nú í nýjum litum, en það er blár, rauður, sem er partur af Apple RED, uppfærsla á gold litnum og nýr grár litur sem kallast graphite.

Stærsta uppfærslan á úrinu sjálfu er sennilega sú að nú getur Apple Watch mælt súrefnið í blóðinu þínu, en með því er hægt að fylgjast með heilsunni betur en nokkurn tíman áður með Apple Watch. Einnig fær Apple Watch ný “andlit” e. watch face. En nú geta þeir sem t.d. stunda það að fara  á brimbretti séð hvar er best að renna sér í sjónum, ljósmyndarar geta séð hvar bestu ljósgæðin séu eftir því hvernig sólsetrið eða sólarupprás er og hjúkrunarfólk getur nú haldið betur utan um daginn sinn með nýju watch face sérstaklega tileinkað hjúkrunaraðilum.

 

 

 

WatchOS7 kynnir til leiks nýtt frá Apple, Family Setup. En það gerir notendum kleift að þurfa ekki að eiga iPhone síma samhliða Apple Watch og með WatchOS 7 uppfærslunni er hægt að tengja fleiri úr við þinn síma, t.d. til þess að fylgjast með því hvort að börnin hafi ekki örugglega skilað sér á íþróttaæfingar, eða hvort að amma gamla sé í góðum málum og afi ekki að koma sér í vandræði. Þetta getur þú allt síðan skoðað í símanum þínum, sama hvar þú ert, og þannig verið með allt á hreinu um fólkið þitt. WatchOS 7 verður aðeins í boði fyrir Apple Watch 3 og upp.

Það sem ég held að muni vekja mestan áhuga hjá Apple unnendum, og verður klárlega heitasta varan hjá Apple þennan veturinn, (fyrir utan iPhone 12) er iPad Air 4. Ég gæti sagt ykkur allskonar sniðugt um hvað þessi iPad Air fái “lánað” úr iPad Pro, og hvernig þessi iPad Air sé betrum bættur frá eldri gerðum Air línunnar, (sem hann er) en í grunnin, og til að vera alveg hreinskilinn… Þá er iPad Air 4 bara iPad Pro 10,9″.

iPad Air 4 mun styðja Apple Pencil 2nd gen, og fær 10,9″ iPad Magic Keyboard. TouchID verður einnig í boði á honum, en í stað þess að hafa það á gamla góða home takkanum, mun það eiga heima á lock takkanum, en þetta er fyrsta varan frá Apple sem inniheldur TouchID á lock takkanum. Við megum búast við því að hann verði aðeins ódýrari en Pro týpurnar. Eintóm gleði þar á bæ.

 

 

 

Við fáum líka að sjálfsögðu nýjan iPad 2020, sem mun vera enn hraðari en 2019 týpan. Það verður ekki mikill munur á þeim útlitslega séð nema í stað A10 örgjörvans, verður A12 örgjörvinn sem er hraðari og inniheldur “Apple neural engine”.

 

 

 

Apple One er ný áskrift í boði Apple. En hún virkar þannig að nú munt þú geta greitt minna verð fyrir Apple áskriftir sem þú vilt vera með í eina greiðslu, í stað þess að greiða fyrir hvert og eitt app. Sem dæmi inniheldur ódýrasta Apple One áskriftin Apple Music, Apple TV+, Apple Arcade og 50 GB af iCloud geymsluplássi, á aðeins 14.95$ (21,2$ ef maður greiðir fyrir þetta allt eitt og sér).

 

 

Fitness+ er eitthvað sem allir ættu að skoða, og þá sérstaklega þeir sem hafa áhuga á hreyfingu. Fitness+ mun gefa notendum aðgang að æfingar myndböndum, allt frá lyftingum, yoga, styrktaræfingum, dans tímum, og marg fleira. Það sem gerir notkunina persónulegri en áður er að þú munt geta horft á myndband í öllum Apple tækjunum þínum með Fitness+ appinu, og fyrir hverja grein þá eru sérstakir Fitness+ þjálfarar sem drífa þig áfram í gegnum æfingarnar, í hverri viku mun svo koma uppfærð æfingarplön svo það sé alltaf eitthvað nýtt fyrir alla að prófa. Fitness+ verður í boði fyrir aðeins 9,99$ á mánuði, eða 79,99$ fyrir árið. Notaðu Fitness+ með Apple Watch, AppleTV eða í iPhone, þú ræður!

iOS 14 kom út í kjölfarið á Apple kynningunni, og má lesa um það hér.

iPhone 12 kynningunni var frestað þangað til í október, og bíðum við enn spenntari fyrir henni. Við munum að sjálfsögðu uppfæra ykkur um stöðu mála þegar nær dregur þeirri kynningu, og verður iPhone 12 að sjálfsögðu í boði í hillum Maclands í vetur.

iMac 2020

Apple tilkynnti í dag nýjan 27 tommu iMac með tíundu kynslóð af Intel Core örgjörvum, næstu kynslóð af AMD skjákortum, allt að 128GB af vinnsluminni, 1080p FaceTime myndavél, True Tone skjá með valkost um nano- áferð, T2 öryggisflögu, og fleira. Þetta mun vera öflugasta iMac tölvan til þessa, og verður nú, til mikillar gleði, standard að vélarnar komi með SSD diskum. Við fögnum því.

Við elskum allt tæknital, en þótt svo að við skiljum ekki helminginn af þessu sjálf þá er alltaf spennandi að lesa vörulýsingar með 3.6GHz Turbo boost Inter Core CPU autotrigger simulation metric sensation tracker stimulant system… ég fór kannski aðeins frammúr mér þarna í lokin, en þið fattið. Hér kemur sundurliðun af öllu því helsta sem iMac 2020 hefur uppá að bjóða. Þessir eiginleikar með Big Sur í haust verða ansi spennandi geri ég ráð fyrir.

 • 10. kynslóð af Intel Core örgjörva fyrir allt að 65 prósent hraðari CPU samkvæmt Apple. Þetta felur í sér allt að 10 kjarna valkost með 3,6 GHz hraða og Turbo Boost upp að 5,0 GHz en fyrri kynslóð iMac notaði 9. kynslóðar Intel örgjörva með allt að átta kjörnum.
 • Nýjasta kynslóð af AMD Radeon Pro 5000 skjákorti, með allt að 55 prósent hraðari frammistöðu en fyrri kynslóð, samkvæmt Apple.
 • Allt að 128 GB af vinnsluminni, samanborið við allt að 64 GB í fyrri kynslóð.
 • Allt að 8 TB SSD geymsla, samanborið við allt að 2 TB í fyrri kynslóð.
 • True Tone tækni sem aðlagar sjálfkrafa hvíta jafnvægið á iMac skjánum til að passa við litastig ljóssins í kringum þig. Apple segir að þetta muni veita náttúrulegri upplifun á skjánum.
 • Nano-Texture gler verður fáanlegt sem uppfærsluvalkostur. Þessi eiginleiki er einnig fáanlegur á Pro Display XDR og samkvæmt Apple á Nano-Texture að viðhalda skerpu, og endurkastar ljósi til þess að sporna gegn glampa.
 • 1080p FaceTime myndavél að framan, samanborið 720p frá fyrri kynslóð.
 • Sérsmíðuð Apple T2 öryggisflaga. Flagan athugar hvort átt hafi verið við hugbúnað sem hlaðið var upp í ræsingarferlinu.
 • Samkvæmt Apple vinnur T2 flagan einnig með hátölurunum, og stillir þá af til þess að fá betra jafnvægi, samsvörun og dýpri bassa

 

iMac 2020 notast við sömu hönnun og fyrri týpur, en seinna á árinu munum við kannski fá endurgerðan iMac með nýrri hönnun. Spennandi

iMac 2020 verður hægt að panta hjá Maclandi nú á næstu dögum.

Macland ELSKAR Satechi

Halló góðan daginn ertu víraður?

Nei, líklegast ekki, því að allar helstu MacBook Pro tölvur í dag koma bara með 2-4 USB-C tengjum. Það er ekki mikið af vírum sem þú getur tengt í þær. Sumir kalla það bölvun, aðrir segja blessun (blessing? blessingu? blessaður?!). En sama hvað það er, þá er alltaf hægt að gera eitthvað í málunum. Við í Maclandinu góða seljum aragrúa af tækjum og tólum sem gera MacBook upplifunina ennþá þægilegri, og langar okkur að kynna þér, kæri lesandi, fyrir heim Satechis. Satechi (eða eins og Solla segir satetzkí), er fyrirtæki sem framleiðir breytistykki fyrir USB-C tengd tæki, en ekki bara það. Satechi er brautryðjandi í snjalltækja hjálpartækjum. Við tókum saman lista yfir okkar uppáhalds Satechi millistykki sem þú VERÐUR að prófa. En bara ef þú átt eftirfarandi tölvur:

 • MacBook Pro : 2016 eða nýrri
 • MacBook Air : 2018 eða nýrri
 • iMac : 2017 eða nýrri
 • iMac Pro (allar)
 • Mac mini : 2018
 • Mac Pro : 2019

 

Við byrjum listan á einu mest selda millistykkinu frá Satechi, en þetta er lifandi legend í leiknum. Það er að sjálfsögðu satechi slim type-c multi port adapter. Já ég veit, langt nafn og allt það, það kemur mynd á eftir litla krúttið mitt, bíddu aðeins. En þetta litla millistykki mun þjóna öllum þínum grunnþörfum. Á því eru 2 USB-A tengi, 1 USB-C tengi, og 1 HDMI tengi. Það hentar sérstaklega þeim sem eru í námi eða þeim sem þurfa ekki oft að tengja USB-A við tölvuna sína.


Satechi slim type-c multi port adapter
10.990 kr.

Satechi Slim USB-C MultiPort Adapter V2
11.990 kr.

Hér erum við með sama stykki og að ofan, nema í þessu er einnig Micro SD kortalesari. Tilvalið fyrir ljósmyndara. Þetta stykki fæst einnig með ethernet tengi fyrir 14.990 kr. (við mælum með svarta, það er nett)

Satechi Multi-Port Adapter
19.990 kr.

Hér erum við komin útí the big leagues af millistykkjum, sem hentar einstaklega vel ef þú vilt vera með allt sem þú átt á skrifstofunni tengt á sama tíma, af því bara. En að öllu gríni slepptu þá er þetta sennilega besta millistykkið frá Satechi. Það býður uppá allt, og meira en það.

 • USB-C tengi (t.d. fyrir hleðslu)
 • HDMI tengi með 4K stuðning (30hz)
 • MiniDisplay Port með 4K stuðning (30hz)
 • Gigabit Ethernet tengi
 • 3 x USB tengi
 • SD og Micro SD tengi

Satechi USB-C Dual HDMI
11.990 kr.

Þetta millistykki gerir þér kleift að nota tvo HDMI tengda skjái í einu og nota þá sem sitthvoran skjáinn.


Þessi tengi henta vel fyrir þá sem þurfa allt í einu að tengjast VGA skjávarpa fyrir fund í Hinu Húsinu sem þau voru alveg búin að gleyma að gera ráð fyrir og koma í Macland 10 mínútum áður en hann byrjar að grátbyðja um hjálp. Engar áhyggjur, við græjum þetta. Þau fást fyrir 5.990 kr.

 

Satechi gerir líka mjög góðar skrifstofuvörur, sem gera vinnuna auðveldari og þægilegri. Við mælum með að fá þér t.d. fartölvustand, eða góða músamottu.

Satechi Laptop Stand
6.990 kr.

Það góða við þennan fartölvustand er að hann er lítill og nettur, og auðvelt að ferðast með hann. Hann er brotinn saman þannig að hann liggji alveg flatur, og getur maður þá smeigt honum með í töskuna eða bakpokann.

Satechi fartölvutaska
5.990 kr.

Það er ekki á hverjum degi sem þú færð vatnsfráhrindandi þriggja hólfa, fóðraða að innan tösku úr slitsterku efni á 5.990 kr!


Satechi Bluetooth Numeric Keypad
8.990 kr.

Þetta bluetooth tengda talnaborð frá Satechi er frábær viðbót fyrir iMac og MacBook tölvurnar. Við mælum sérstaklega með þessu þar sem Apple hefur ekki ennþá framleitt slíkt… Einnig framleiðir Satechi frábært þráðlaust lyklaborð.

 

Satechi hefur líka gert það gott með snjalltækjum fyrir heimilið sem Macland mælir eindregið með.

Satechi Trio Wireless Charging Pad
18.990 kr.

Þessi hleðsluplatti ætti að vera á öllum náttborðum og eldhúsbekkjum. Eiginlega inná baði líka, og inní stofu… og niðrí kjallara, forstofu, eldhúsinu, háaloftinu, bílskúrnum, barnaherbeginu og inní hundabúri. Hann hleður símann, airpods og úrið allt í einu. Eins snúra. Bang, komið. Næs.

Satechi Home Kit Dual Smart Outlet
12.990 kr.

Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta væri ekki það sniðugasta á þessum lista. Ég elska þetta tæki. Ég vissi ekki að líf mitt myndi einhverntímann verða svo ómerkilegt að ég hreinlega færi að elska innstungur, en hér erum við. Þetta eru samt engar venjulegar innstungur. En þær virka þannig að þú getur kveikt á þeim í gegnum símann, og einnig stillt þær á timer, og fylgst með gangi málana með Apple Home appinu. Ekki eyða óþarfa rafmagni lengur, fáðu þér þessa græju og breyttu lífi þínu.

Við kveðjum hér að sinni, með myndbroti frá Satechi sem útskýrir eiginleika Dual Smart Outlet. Þetta var gaman, þið voruð falleg, eruð enn og munið vera. Hafið það gott og sjáumst næst.

WWDC 2020 – iOS 14 og meira

WWDC 2020 ráðstefnan er gengin í garð! Árleg tækniráðstefna Apple var haldin í fyrsta skiptið á stafrænu formi í gær, 22 júní. Þar voru miklar nýjungar kynntar, og má segja að framtíðin sé björt hjá Apple. Í gær voru kynntar til leiks langþráðar nýjungar sem Apple unnendur hafa beðið lengi eftir. Þar má aðallega nefna breytingar á heimaskjánum í iPhone. En Apple kynnti í gær Widgets. Það munu eflaust margir segja “en Samsung er búið að vera með widgets í mörg ár, vel gert og velkomin á 21. öldina Apple”… jájá, mér er sama. Undirritaður myndi ekki fá sér Android síma þótt svo að þeir væru 20 ár á undan Apple. Ég meina það. Gefðu mér iPhone með einungis reiknivél og engu hleðslu tengi, ég tek hann, alltaf.

iOS14

Með Widgets muntu geta bætt við einskonar flýtileið á heimaskjáinn, sem mun hanga þar með öllum hinum öppunum. Það getur verið t.d. Weather appið, Calendar, tónlistin eða Notes. Þú ræður hvað þú vilt hafa, og getur alltaf breytt og bætt, ráðið stærðinni eða tekið út þann Widget sem þú vilt með Widget Gellery. Í iOS 13 eru Widgets nú sjánlegir í  Today view, en breytingin í iOS14 mun eins og áður segir, færa Widgets yfir á aðal heimaskjáinn og gera þá enn flottari. Smart Stack Widget mun einnig gera upplifunina enn betri, en þar getur þú staflað saman þínum uppáhalds öppum, og haft þau saman í einum Widget, og einnig látið símann sýna þér mismunandi öpp frá morgni til kvölds í takt við þinn dag.

 

 

Apple kynnti einnig til leiks App Library, sem flokkar sjálfkrafa öpp saman í hópa og lista. Þetta er svolítið líkt því sem við þekkjum nú þegar, að geta hópað saman öpp í sérstakar möppur, eins og t.d. alla leiki í eina möppu. Munurinn er sá að App Library mun vera á sér heimaskjá útaf fyrir sig, og síminn sér um að flokka sjálfur í möppurnar á mjög góðan hátt. Nú mun einnig það að vera með 12 mismunandi heimaskjái stútfulla af öppum sem þú notar aldrei en vilt ekki eyða heyra sögunni til, en með nýrri stillingu muntu geta falið þá skjái og öppin raðast frekar upp í möppur í App Library. Einnig verður hægt að skoða öppin í lista frá A-Z (a-ö í hinum fullkomna heimi 😞). Og já, þú mátt eyða Duolingo appinu, við vitum alveg að þú notar það ekki…

Picture in picture er nú loksins orðið að veruleika hjá Apple. Það þýðir að þú getur notað símann á sama tíma og þú horfir á myndband, en þá mun rammi með myndbandinu svífa yfir hvar sem þú vilt á skjánum. Þá muntu einnig geta stækkað eða minnkað rammann, og falið hann en haldið áfram að hlusta á myndbandið. Þetta getur verið hentugt ef þú þarft að senda skilaboð eða skoða email á meðan þú skoðar myndbönd af Guðmundi Franklín á Youtube. Þetta mun einnig virka með FaceTime símtöl. Nú mun Siri heldur ekki taka upp allt plássið í símanum, en hún mun nú birtast neðst á skjánum sem lítil talbóla, og er hún einnig orðin 20x betri hjálpartæki en hún var.

 

Messages appið fékk einnig stóra yfirhalningu, og líkist það nú meira Facebook messages, jú eða uppáhaldinu okkar allra, Slack! Rétt upp hönd ef þú notar Slack ✋✋✋✋! Nú geturðu raðað, eða “pinnað” þau skilaboð sem eru mikilvægari en nýjasta sms-ið frá Dominos. Búið til hópa, eða Groups, þar sem hægt er að “tagga” vini, og einnig muntu geta svarað í þráð, og svo miklu fleira. Við skorum á íslendinga að nota Messages og MEMOJIS. Hættum að vera feimin. Búðu til Memoji í dag!

Apple tilkynnti einnig App Clip, sem er einskonar smærra-app í appi, en það mun gera þér kleift að fá aðgang að litlum hluta af appi þegar þú þarft á því að halda án þess að þurfa að sækja appið sjálft. Dæmi sem gefin voru á WWDC voru t.d. aðgang að bílastæðisforriti í gegnum NFC þjónustu eða aðgang að klippikorti á kaffihúsi. App Clips munu notast við “Sign in with Apple” til að forðast að þurfa að búa til nýjan aðgang í hvert sinn sem þú notar nýtt App Clip. Til að nota App Clips mun Apple setja upp QR-kóða, sem þá annaðhvort fyrirtæki geta sótt um eða búið til, við vitum það ekki en. En þetta mun gera lífið auðveldara þar sem þú þarft ekki að fylla símann af öppum sem þú notar sjaldan.

 

AirPods Pro fá einnig uppfærslu, en þar mun það sem Apple kallar Spatial Audio bjóða uppá mun betri upplifun þegar horft er á t.d. bíómyndir eða annað. Einnig munu AirPods geta tengst tækjunum þínum mun hraðar, og skipst á milli þess að vera tengt iPhone, iPad eða Mac tölvunni þinni.

Heyrðu bíddu aðeins, síminn minn er að hringja, ég þarf að hætta að lesa þetta blogg og bíða eftir að síminn hætti að hringja.. nei! Eða jú, en bara þangað til í september! Með iOS14 verður loksins hægt að halda áfram þeirri afreyingu eða verkefni (eða að horfa á TikTok) á meðan að síminn hringir! Hver kannast ekki við biðina endalausu, síminn hringir, þú sérð hver er að hringja, úff nenni ég þessu? Og maður lætur símann hringja út skömmustulegur… þetta er heil eilífð, hvenær hættir þetta!? Þessi atvik munu heyra sögunni til með iOS14. En nú taka símtöl ekki yfir símann þegar hann hringir, heldur mun símtalið birtast efst á símanum eins og að fá notification. Þetta er kannski ekki svona dramatískt, en fyrir okkur sem kvíðin eru eða löt þá er þetta risastórt.

 

 

Það eru einnig fjöldinn allur af smærri uppfærslum. Safari á iOS 14 mun nú upplýsa þig um hvort að eitt af lykilorðunum þínum hafa lekið í gagnaleka, eða í gagnabroti. Svipað og Chrome gerir. Game Center er að fá nýja hönnun. Og það er nýtt Sleep mode sem kveikir á Do not disturb fyrir þig, minnkar birtuna á skjá símans og minnir þig á vekjaraklukkuna fyrir næsta morgunn. Mín uppáhalds smærri uppfærsla er Back Tap, en það gerir þér kleift að ýta tvisvar, eða þrisvar aftaná símann með einum putta og þá getur síminn t.d. tekið skjáskot, læst sér, hækkað eða lækkað hljóðið, og svo margt margt fleira sem þú getur stillt í Back Tap stillingum. Hentar mjög vel fyrir þá sem eru með litlar hendur 👐

Big Sur

Já. Þið lásuð rétt. Big Sur er nýjasta stýrikerfið í Mac tölvunni. Stærstu breytingarnar þar er aðallega útlitið á stýrikerfinu sjálfu. En það fékk “make-over” og er bjartara, mýkra, og þægilegra í notkun. Notification Center er fallegra, og Widgets úr iOS14 munu vera í boði þar. Einnig fáum við Control Center sem við þekkjum úr símanum í tölvurnar. Við hlökkum til að kenna öfum ykkar og ömmum á þetta þegar tölvurnar uppfæra sig yfir nótt hjá þeim og þau vita ekkert hvað gerðist, gerðir þú þetta? Ég ýtti ekki á neinn takka, ég vil bara fá gamla aftur. Password? AppleID? Ég man það ekki…

Það er ljóst að september verður stór mánuður hjá Apple, og 2020 er risastórt ár fyrir tæknirisann. Við höfum fengið tvær uppfærslur á tölvum, en það er nýja MacBook Air, og MacBook Pro 13″, iPad Pro 2020 og nú nýtt stýrikerfi sem gefur ekkert eftir. Það verður gaman að fylgjast með í framtíðinni hvernig málin þróast. Svo er bara að næla sér í nýjan BMW á næsta ári til að nota Apple CarKey.

Ný uppfærsla á firmware fyrir AirPods Pro

Í dag gaf Apple út uppfærslu á “firmware” eða fastbúnaðaruppfærslu fyrir AirPods Pro. Fyrri útgáfa var 2C54 eða 2B588 (mismunandi eftir því hvort þú náðir að uppfæra þau í desember 2019) og nýja útgáfan er 2D15.

Enn er ekki vitað hvað nákvæmlega er í þessari uppfærslu en hluti notenda hefur kvartað yfir því að Active Noise Cancellation versnaði eftir að 2C54 var gefið út í desember síðastliðnum. Þar sem uppfærslan fer ekki inn með því að ýta á hnappinn “upgrade” þá þarf að fylgja nokkrum skrefum til að setja þetta í gang.

Til að athuga hvaða firmware er á þínum AirPods Pro þarf að fylgja þessum skrefum hér:

 • AirPods Pro eru tengd við tækið þitt
 • Opnaðu Settings
 • Smelltu á General
 • Smelltu á About
 • Smelltu á AirPods (ef þú sérð ekki AirPods þarna um miðjan skjá þá eru þau ekki tengd)
 • Kíktu á textann í “Firmware Version”

Apple gaf út 2C54 uppfærsluna í desember en kippti henni aftur úr umferð, þannig að sumir notendur eru með 2C54 en aðrir eru enn á 2B588.

Það er engin skýr aðgerð til að framkvæma þessa uppfærslu en hún kemur inn þráðlaust í gegnum tengda iOS tækið þitt. Þú þarft að setja AirPods Pro í boxið, hafa þau í hleðslu og svo hafa þau “pöruð” við iPhone eða iPad-inn þinn. Þá ætti iOS tækið fljótlega að henda inn uppfærslunni.

‌AirPods Pro‌ fastbúnaðaruppfærslur eru sendar út til að bæta frammistöðu, laga villur og breyta/bæta við notkunarmöguleikum. Apple gefur ekki út neinar upplýsingar um hvað er í þessari uppfærslu en fastlega má gera ráð fyrir því að hún sé ekki send út að ástæðulausu.

Eins og með allar uppfærslur frá Apple þá mælum við með því að þessi sé sett inn, en við munum svo komast að því á næstunni hvað nákvæmlega hún er að laga/bæta þar sem Apple gefur ekki út upplýsingar tilgang uppfærslunnar. Það kom ekki uppfærsla á aðrar tegundir af AirPods í dag.

MacBook Air og MacBook Pro upplýsingar!

Það rignir fyrirspurnum yfir starfsfólk Macland varðandi MacBook Air og MacBook Pro 13″ sem Apple kynnti nýverið.

Því fannst okkur tilvalið að setja þær upplýsingar sem við höfum á heimasíðuna okkar og jafnvel á samfélagsmiðla líka.

MacBook Air
Væntanleg á fyrstu 2 vikunum í maí. Greiddar pantanir ganga fyrir og svo áætlum við að hún verði komin á lager í einhverju magni í lok maí.

Þú getur pantað eintak hér og við höfum samband um leið og þín tölva kemur í hús hjá okkur.

MacBook Pro
Væntanleg í maí, en enn engar upplýsingar komnar með verð eða komutíma.

Munum setja vöruna inn á vefverslunina okkar hér, um leið og við fáum betri upplýsingar

5 ár af Apple Watch

Þann 24. apríl síðastliðinn hélt Apple Watch uppá 5 ára útgáfu afmælið sitt. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá í Apple heiminum, en við ætlum aðeins og fara yfir helstu atriðin og breytingarnar sem Apple Watch hefur farið í gegnum á þessum 5 árum.

 • 2015: Fyrsta útgáfan af Apple Watch var frekar hægt úr, og reiddi mikið á paraðann iPhone sér við hlið, en það lagði grunninn fyrir framtíðina af Apple Watch úrum. Úrið kom í 38mm og 42mm stærðum, og kynnti til leiks allt frá stafræna krónu hjólinu (e. Digital Crown Wheel), sem er hjólið á hliðinni, að Activity rings, sem við öll þekkjum í dag á úrunum. Upprunalega úrið var einnig fáanlegt í 18-karata gulli. Það kostaði rúmar 2,5 milljón krónur, eða 17.000 bandaríkja dollara.
 • 2016: Apple Watch Series 2 var allt að 50% hraðara en fyrra úrið, og var það vegna þess að í úrinu var öflugri örgjörvi, eða dual-core S2 chip. Það var einnig fyrsta Apple Watch úrið sem kom með innbyggðum GPS mæli, og var vatnsþolið allt að 50 metrum, og með tvisvar sinnum bjartari skjá. Á sama tíma kom hliðar útgáfa af Apple Watch 1 með S2 örgjörvanum.
 • 2017: Það var ekki fyrr en í Series 3 þar sem boltinn fór að rúlla, en það úr kom með LTE cellular tengingu í ákveðnum týpum af úrinu. Þetta gerði notendum kleift að svara símtölum (ekki á íslandi 😞), senda skilaboð og hlusta á tónlist allt án þess að hafa iPhone sér við hlið. Series 3 úrið var einnig með 70% hraðari S3 örgjörva, barometrískan hæðamæli, 0g W2 örgjörva sem gaf 85% hraðari Wi-Fi tengingu og 50% lengri batterí endingu.
 • 2018: Series 4 braut ennþá stærri múra fyrir snjallúra heiminn. En það var í Series 4 sem við fyrst sáum hvað úrin geta spilað stóran part í daglegri heilsu fólks. Í Series 4 fengum við Fall Detection, en þá gat úrið numið það ef þú varst fyrir miklu, eða hættulegu falli. Úrið var nú fáanlegt í 40 og 44mm, og með 64-bita S4 örgjörvanum varð úrið allt að tvisvar sinnum hraðara. Apple og Nike unnu einnig saman að hliðarútgáfu af Series 4 Nike úrum, en þau voru með innbyggðu Nike sport appi og sérstökum Nike sport ólum.
 • 2019: Apple Watch Series 5 var nánast alveg eins og Series 4, og hafa menn rætt það hvort nýtt úr megi kalla, það væri kannski betra að kalla það Apple Watch Series 4,2. En úrið var einskonar endurnýjun á Series 4. Uppfærslunar voru ekki gríðarlegar en þær voru þó nokkrar, eins og t.d. “Always on” retina skjár, en þá er skjárinn alltaf í gangi, sama þótt þú sért ekki með úrið uppi við, í úrinu var einnig innbyggður áttaviti og 32gb geymslupláss.

Ef við lítum fram á við, þá segja helstu Apple sérfræðingarnir að Apple Watch Series 6 verði með innbyggðum svefnmæli, blóðmæli, hvort sem það er fyrir súrefni, glúkósa eða þrýstings mælir, enn meiri vatnsþolun og einnig mögulegt Touch ID. Hvort sem það er, þá bíðum við spennt eftir nýjasta Apple Watch, eins og öllu nýju Apple dóti. Við elskum þetta allt, og viljum bara meira, og fáum aldrei nóg.

 

iPhone SE vs iPhone 8

iPhone SE er nú væntanlegur á næstu dögum og bíðum við öll spennt fyrir því. Okkur langar aðeins að ræða um hönnunina og sjá hvaðan iPhone SE er að fá alla sínu helstu kosti, sem er jú auðvitað frá iPhone 8 sem við öll elskum svo heitt. Þegar það kemur að hönnun símanna, þá er iPhone SE nákvæmlega eins og iPhone 8, þeir eru báðir með 4,7″ LCD skjá, þykkan ramma uppi og niðri, staka myndavél að aftan, og Touch ID Home takka.

 

Það kemur einnig á óvart hversu líkir símarnir eru að innan, eins og sést í myndbandi frá kínversku YouTuber síðunni 温州艾奥科技. Myndbandinu var deilt á Reddit og er hægt að skoða með enskum texta.

 

 

Þó svo að símarnir séu nánast alveg eins að innan, þá eru samt nokkrir hlutir öðruvísi sem gera iPhone SE að einstökum síma. Wi-Fi sendirinn og rafhlöðu tengingin, sem er sama rafhlöðutenging og í iPhone 11, og vasaljósið. Einnig er bakmyndavélin önnur, og svo það sem gerir iPhone SE símann svona merkilegan, A13 örgjörvinn sem er einnig í iPhone 11 og iPhone 11 Pro.

Eins og sést í myndbandinu, þá er hægt að nota t.d. skjáinn frá iPhone 8 á iPhone SE og meira að segja móðurborðið virkar á milli símanna (fyrir utan smá heftanir, myndavélin virkar t.d. á iPhone SE með iPhone 8 móðurborði). Það er spennandi að sjá hvernig þetta þróast hjá Apple í framtíðinni með SE línuna.

iPhone SE byrjar í 89.990 kr og er hægt að forpanta hann hjá okkur og verður hann kominn í verslanir von bráðar. Þangað til, fylgist með hér og á samfélagsmiðlum Maclands, verið styllt og hafið gaman.

Apple Music er komið til Íslands

Í dag kynnti Apple formlega að Apple Music væri formlega komið til Íslands eftir langa bið. Steve Jobs kynnti iTunes búðina, forvera Apple Music, á WWDC í apríl 2003 og svo fór hún í loftið stuttu síðar.

Undirritaður hefur eytt síðustu 17 árunum í að kaupa inneign í bandarísku verslunina til að geta keypt tónlist og núna undanfarin ár til að geta verið áskrifandi að Apple Music. En nú er það ekki lengur nauðsynlegt, eins og okkur var bent á fyrir nokkrum dögum af árvökulum vini okkar á samfélagmiðlum. Við ákváðum þó að tilkynna ekkert fyrr en Apple staðfesti það og sá dagur er runninn upp.

Þó við hinkrum enn eftir Apple Movies og Apple TV Shows, þá bjóðum við ykkur velkomin á tónlistarkortið kæru Íslendingar.

Apple Music, ein stærsta tónlistarupplifun í heimi, er nú aðgengileg í 167 löndum og landssvæðum og býður upp á meira en 60 milljón lög. Sérfræðingar um tónlist halda utan um þúsundir lagalista (playlists) og daglegar útgáfur, ásamt hinni virtu alþjóðlegu útvarpsstöð Beats 1. Apple Music er besta tónlistarveitan fyrir iPhone, iPad, Apple Watch, Apple TV, Mac, HomePod og CarPlay og er einnig aðgengileg á Android ásamt öðrum tækjum.

Nýir Apple Music áskrifendur í þeim 52 löndum sem bættust við listann í dag geta eins og áður segir skráð sig í 6 mánaða ókeypis prufuáskrift. Við mælum hiklaust með því að þú skellir þér á þetta frábæra tilboð með því að opna Apple Music í tækinu þínu.

Öpp dagsins! (Apps of the day, Apps des Tages)

Við hjá Maclandi elskum nýtt. Nýja síma, nýjar tölvur… ný öpp. Allt nýtt er næs. En auðvitað þarf allt þetta nýja og næs að vera skemmtilegt, og það er það sem við elskum.. nýtt, næs ooooog skemmtilegt. Heilaga þrennan eins og Máni kallar það.

Hér að neðan ætlum við að fjalla um nokkur mjög skemmtileg og sniðug (og ný, næs og var ég búinn að segja skemmtileg?) öpp! Allt frá orðabóka öppum fyrir iPhone yfir í app sem hjálpar þér með ruslið í Mac tölvunni þinni. Spennandi.

iOS forrit

Content Creator (Frítt) – Content Creator er app sem gerir þér kleift að búa til klippimyndir, myndir með texta og einnig “squared” myndir, eða í samfélagsmiðlastærð sem passa fullkomlega á alla miðla. Forritið gerir þér einnig kleift að bú til og flytja myndbönd beint á þá helstu samfélagsmiðla sem við notum í dag.

Lugo – See Who’s Listening (Fítt) – Lugo er nýtt app sem sýnir þér í rauntíma á hvaða tónlist fólk er að hlusta út um allan heim. Það er ansi áhugavert að sjá hvar í heiminum fólk er að hlusta á ákveðin lög. Appið er í dag aðeins virkt með Apple Music, en framleiðendur Lugo segjast vera vinna að því að stækka þjónustuna sína, þannig að Spotify virki með því líka, og einnig mun vera hægt að tala við fólk með skilaboðum innan Lugo í framtíðinni.

Gentle (Frítt) – Gentle er nýtt samfélagsmiðlaforrit sem er í beta prófunarstigi. Forritið gerir notendum kleift að skrifa nafnlausar beiðnir um hvað sem er í heiminum, sem þeir hafa áhyggjur af, líður illa með eða vilja einfaldlega ræða um. Aðrir notendur geta þá svarað með vinsemd og samúð, veitt stuðning eða einfaldlega rætt með þér hvað það er sem þú vilt ræða um. Framleiðendur Gentle eru með svokallaðan “spam” filter og einnig geta notendur tilkynnt til framleiðenda ef maður upplifir dónaskap eða ef fólk er með stæla og vesen. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig í beta-forritið. Maður þarf að sækja app sem heitir TestFlight, en það er app sem leyfir þér að prufa beta-forrit/öpp.

Climb – English Vocabulary (Frítt) – Climb er tungumála-námsforrit sem eykur orðaforða þinn í ensku, með því að hjálpa þér að uppgötva, læra og leggja á minnið ný ensk orð. Þess má geta að þó að flestir fítusar Climb séu ókeypis, þá munu notendur geta gerst áskrifendur að þjónustunni til að halda áfram að æfa sig. Eftir sjö daga ókeypis prufuáskrift býður Climb uppá mánaðarlega, ársfjórðungslega eða árlega áskrift á 9.99$, 19.99$ og 59.99$. Við mælum með þessu ef þú vilt styrkja ensku kunnáttuna þína. It’s like… totally awesome.

Discard – A Memory Card Game (Frítt) – Discard er nýr og skemmtilegur minnisleikur með smá snúningi. Notendur fá þrjár sekúndur til að leggja á minnið ákveðin spjöld sem birtast á skjánum, og eiga svo að ýta á og velja rétt spjald til þess að komast áfram á næsta stig. Drepur tímann mjög vel.

Colorful Memories (Frítt) – Colorful Memories er ljósmyndaforrit sem getur umbreytt gömlum svarthvítum myndum í sína náttúrulegu liti á nokkrum sekúndum. Forritið notar AI (gervigreind) til að endurlita allar myndir í sinn upprunalega og náttúrulega lit og eykur jafnvel litaðar myndir til að gefa þeim sláandi áhrif. Við mælum með prufa þetta á gömlu myndina af afa og ömmu.

 


iPadOS forrit

LiDAR Scanner 3D (Frítt) – Þeir sem eru með nýja iPad Pro 2020 geta búið til 3D módel af nánast hverju sem er og exportað því í USDZ, OBJ, STL, PLY skjöl. Appið leyfir jafnvel notendum að taka 3D módel af eigin heimili. Þetta er einstaklega spennandi app, og sýnir það fullkomlega hversu háþróaðar myndavélarnar eru í iPad Pro 2020. Kynntu þér appið nánar hér.

 

Mac forrit

Wallpaperer for Reddit (Frítt) – Wallpaperer er sniðugt forrit sem getur sjálfkrafa stillt veggfóðurið þitt á desktop í tölvunni þinni á vinsælustu myndirnar frá uppáhalds Reddit samfélögunum þínum. Forritið gerir notendum einnig kleift að stilla hversu oft þeir vilja að veggfóðurið breytist og úr hvaða subreddits þeir fá veggfóður. Hentar best fyrir þá sem hanga á Reddit alla daga.

FitaDo – Calisthenics Workouts (Frítt) – FitaDo er líkamsræktarforrit í boði fyrir Mac, iPhone og iPad sem gerir notendum kleift að búa til og þróa ólíkar æfingarplön. Forritið gerir einnig notendum kleift að fylgjast með eigin framförum með tímanum. Forritið er til frítt, en einnig er hægt að fá það í premium pakka, og borga þá mánaðarlega eða árlega áskfrift fyrir 3.99$ eða 29.99$.

theBin (Frítt) – theBin er forrit sem samtengist ruslinu/trash á Mac til að skapa nýja og þægilegri upplifun. Helstu eiginleikar forritsins sem vert er að skoða eru t.d. sjálfvirk hreinsun (e. auto-cleanup) sem er eiginleiki þar sem ruslið tæmir sig sjálft eftir ákveðin tíma, og sjálfvirk “samþjöppunaraðgerð” sem þjappar ruslskrám sjálfkrafa til þess að spara pláss. Og öll viljum við meira pláss í tölvurnar.

Þetta er skemmtilegur listi, og mælum við með því að kíkja á þessi öpp. Einnig er alltaf gaman að skoða reglulega AppStore og sjá hvað er nýtt og skemmtilegt þar á bæ. Öppin eru ekki bara Instagram og Facebook… eða Storytell. Sendu okkur endilega póst á [email protected] ef þú ert með skemmtilegt app sem þér finnst að við eigum að kynna fyrir öðrum.

iPhone SE

Nú fer að líða á sumar og um það bil 6 mánuðir síðan að við fengum síðast nýjan iPhone. Við erum að verða vitlaus á biðinni.

Nýr iPhone spyrji þið? Já splunkunýgamall iPhone SE er að fara detta í verslanir núna bráðum og við gætum ekki verið spenntari. Það sem er sérstakt við þennan iPhone er að hann tekur allt það besta úr iPhone 11 Pro og pakkar því saman í bestu og uppáhalds iPhone stærð allra. Gamli góði 4,7″ skjárinn er kominn aftur.

Nú munu allir sem þrá iPhone 11 Pro en vilja ekki “brjóta bankan” geta fengið sér iPhone SE.

Horfðu á og taktu upp 4K myndbönd, alveg eins og í iPhone 11 Pro, ferðastu um á ljóshraða með A13 örgjörvanum, alveg eins og í iPhone 11 Pro, notaðu portrait mode fyrir ljósmyndir, alveg eins og í iPhone 11 Pro, notaðu fingrafarið til að opna, ekki eins og iPhone 11 Pro. Home sweet Home button.

Síminn er minni og nettari en iPhone 11, og 11 Pro týpurnar. Hann er léttur og lipur, en er fullkomlega fær í öll þau sömu verkefni sem 11 týpurnar gera. iPhone SE kemur í þremur litum. Svörtum, Hvítum og hinum glæsilega Product RED rauðum.

iPhone SE er væntanlegur í lok Apríl. Þangað til þá, verið dugleg og flott og hafið gaman.

Heimavinna! 10% afsláttur!

HEIMAVINNA

Í dag hafa margir fært skrifstofuna sína heim. Við í Macland erum með þónokkrar vörur sem gæti verið gott að eiga þessa daganna. Við erum því með afsláttarkóða sem heitir “heimavinna” sem gefur þér 10% afslátt af eftirfarandi vörum. Afsláttur gildir til 14. apríl.

HP Z-Display Z27 27″ UHD 4K Tölvuskjár – Getur smellt HÉR til að finna þessa vöru, setur í körfu og notar afsláttarkóðann “heimavinna”

Tvær týpur af músamottum frá Satechi – Stærri týpuna er að finna HÉR og minni týpuna er að finna HÉR, setur í körfu og notar afsláttarkóðann “heimavinna”

Tvær týpur af fartölvustöndum – Twelve South fartölvustandinn finnuru HÉR og Griffin standinn finnuru HÉR, setur í körfu og notar afsláttarkóðann “heimavinna”

Apple Magic vörurnar fá að vera með í þessum heimavinnupakka. Apple Magic Mouse og Apple Magic Mouse Space GreyApple Magic Keyboard, Apple Magic Keyboard með talnaborði og Apple Magic Keyboard með talnaborði Space Grey, Apple Magic Trackpad og Apple Magic Trackpad Space Grey.

Svo erum við með fjöldan allan af breytistykkjum frá Satechi sem munu falla undir sama afslátt. Hér geturu fundið öll helstu breytistykkin frá Satechi.

Gangi okkur öllum vel í þessari baráttu.

Nýr iPad Pro 2020!

“Þín næsta tölva er ekki tölva”
Svona hljómaði fyrirsögn Apple þegar þau kynntu til leiks næstu kynslóð af iPad Pro!

iPad Pro kemur í tveimur stærðum og tveimur litum (Silver og Space Gray) eins og forveri sinn. Báðar stærðir eru með edge to edge Liquid Retina skjá sem þýðir að allur ramminn er skjár og enginn home takki eins og við erum orðin vön. iPad Pro 11″ er með 2388 x 1668 skjá á meðan iPad Pro 12.9″ er með 2732 x 2048 skjá. Eins og í 2018 módelinu styður hann Face ID í gegnum svokallað True Depth Camera kerfi og þú notar einfaldlega andlitið til þess að aflæsa tækið.

Myndavélar eru bæði að framan og að aftan. Báðar stærðir koma með 7-megapixel myndavél að framan (Selfie) og tveimur linsum að aftan, þá annars vegar 12MP víðlinsu og 10MP súper víðlinsu.

USB-C tengi er á iPad Pro bæði fyrir hleðslu og USB-C breytistykki. Það er því hægt að tengja hann við 4K og 5K skjái. USB-C tengið á iPad Pro er líka hægt að nota til að hlaða tæki eins og iPhone og Apple Watch!

Nýjasti örgjörvinn sem heitir A12Z Bionic inniheldur 8-kjarna GPU og 8-kjarna CPU og er hraðari en nokkru sinni fyrr! Með þessum nýja örgjörva mun 2020 módelið duga í allt að 10 klukkustundir á einni hleðslu. Aðrir kostir þessa nýja tækis er stuðningur við WiFi 6 og gigabit LTE fyrir 4G tækin. Geymslupláss valmöguleikarnir eru margir eða frá 128GB upp í 1TB. iPad Pro 2020 styður Apple Pencil 2nd Gen sem hleðst einfaldlega með því að leggja hann upp við iPad Pro og segull festir hann við.

Apple hannaði nýtt Magic lyklaborð sem inniheldur trackpad, baklýsingu og scissor switch útgáfu af takkaborðinu með 1mm “key travel” Lyklaborðið seglast við iPadinn sem er stillanlegt þannig þú getir stillt stöðu iPadsins í allt að 130 gráður og dugar til þess að verja iPadinn þegar hann er ekki í notkun. Lyklaborðið er væntanlegt í maí.

Macland og Landssamband eldri borgara (LEB)

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara (LEB), talaði hreinskilið um félagslega einangrun og samskipti á blaðamannafundi vegna COVID-19 nýlega. Hún beindi orðum sínum til okkar sem yngri erum og hvernig við getum aðstoðað eldri borgara landsins við að halda samskiptaleiðum opnum. Sérstaklega talaði hún um  hvernig tæknin getur aðstoðað þar.

Landssamband eldri borgara gaf nýlega út bæklinginn “Einfaldar leiðbeiningar á iPad spjaldtölvur” og mun Macland aðstoða LEB við að dreifa bæklingnum. Hann verður seldur á kostnaðarverði, 1.000 kr. og bjóðum við þeim sem ekki hafa tök á að koma til okkar á Laugaveg 23 eða í Kringluna, að nýta sér ókeypis heimsendingu með Póstinum.

Einnig þá mun eintak af “Einfaldar leiðbeiningar á iPad spjaldtölvur” fylgja með öllum seldum iPad, iPhone eða tölvu í Macland. Þú þarft ekki að vera eldri borgari til að fá þessa gjöf frá okkur heldur hvetjum við þá sem versla hjá okkur iPad, iPhone eða tölvu að gefa nákomnum ættingja eða vin eintakið sem fylgir.

Við hvetjum alla eldri borgara, sem og aðra notendur af iPad, iPhone eða Apple tölvum til að kíkja á okkur í kaffi í Kringluna eða á Laugaveg 23. Starfsmenn okkar geta aðstoðað þig með að athuga hvort stillingar fyrir FaceTime mynd- og/eða hljóðsamtöl sé rétt uppsett, Skype, FaceBook og svo frv.

Hlökkum til að sjá þig!

Þetta er fyrsta skrefið í vonandi enn betra samstarfi Macland og Landssambandi eldri borgara og hlökkum við til að rækta það enn frekar.

Þú getur smellt hér til að kaupa eintak af “Einfaldar leiðbeiningar á iPad spjaldtölvur”

 


Tilkynning frá Landssambandi eldri borgara

“LEB hefur fundið fyrir vaxandi þörf margra eldri borgara sem ekki hafa verið tölvuvæddir að hafa handhægt kennsluefni sem myndi nýtast þeim til að komast í rafrænt samband við umheiminn.

Enda er tölvulæsi orðið ómissandi þáttur í ýmsum samskiptum, hvort sem er manna í millum eða við opinberar stofnanir. Tölvur eru í mismunandi formum: Borðtölvur, spjaldtölvur, fartölvur… Jafnvel nýjustu símar eru orðnir fyrirtaks tölvur.

Í haust réðst LEB í að vinna að málinu og fékk Oddnýju Helgu Einarsdóttur til að taka saman kennsluefni, í sitt hvort ritið, fyrir Ipad annars vegar og Androit stýrikerfi hins vegar. Androit er í nánast öllum tölvum sem ekki eru af Ipad gerð.

Kennsluefnið er í bæklingum af A4 stærð og ríkulega skreyttir leiðbeininga myndum. Þar er farið skref fyrir skref um ýmsa grunnþætti spjaldtölvunnar, eins og t.d.: Almenn virkni, Uppsetning, Skjárinn, Lykilorð, Stöðuborð, Lyklaborð, Að skipta um bakgrunn, Tengjast interneti, Myndavél, Vafri, Sækja forrit, Tölvupóstur, Facebook, Kort, Uppfærslur…”

 

 

 


 

Breyting á opnunartíma – rafræn viðskipti

Kæru viðskiptavinir Macland.

Vegna COVID-19 veirunnar hefur Macland gripið til margvíslegra ráðstafana til að tryggja að þjónustustig okkar haldist sem næst 100% ásamt því að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina.

Aðgerðir okkar snúast að öllu leyti að því að tryggja áframhaldi þjónustu við þessar sérstöku aðstæður og að tryggja öryggi allra.

Tilgangur þessara aðgerða er að draga úr líkum á smiti á meðal starfsmanna sem og viðskiptavina Macland. Forgangsatriði hjá okkur er heilsa starfsmanna ásamt því að halda áfram að veita framúrskarandi þjónustu. Macland Laugavegi og Macland Kringlunni verða rekin sem aðskilin fyrirtæki næstu vikurnar.

Þessar aðgerðir miða að því að að tryggja áframhaldandi ásættanleg gæði í þjónustu Macland á sama tíma og við verndum öryggi allra eftir bestu getu.

Við erum meðvituð um að símar og tölvur eru gríðarlega mikilvæg tól og tæki, sérstaklega á tímum sem þessum og leggjum við okkur því öll fram af öllu afli við að halda verslunum og þjónustudeild okkar á fullri siglingu.

Breytingarnar eru eftirtaldar og taka gildi frá og með 17.mars

 • Eingöngu er tekið á móti símum, tölvum og iPad í viðgerð í verslun okkar á Laugavegi 23
 • Engin verkstæðismóttaka verður í Kringlunni þar til annað verður tilkynnt.
 • Eingöngu er tekið á móti greiðslum með greiðslukorti eða rafrænum greiðslum, m.ö.o. við tökum ekki á móti greiðslum með seðlum og mynt.
 • Opnunartími báðum verslunum verður 11-18 virka daga og 13-17 um helgar þar til annað verður tilkynnt.

Frá og með 23.mars er frí heimsending í vefverslun. Við erum á vaktinni þar allan sólarhringinn.

Allt starfsfólk Macland hefur kynnt sér reglur Landlæknis ítarlega og eru sýningartæki og snertifletir í verslunum þrifnir og sótthreinsaðir oft á hverjum degi. Einnig er allur búnaður sem við tökum á móti þveginn og sótthreinsaður

Við viljum benda á þá ráðgjöf sem Landlæknir hefur gefið út í tengslum við COVID-19 veiruna en þær upplýsingar má finna hér.

Apple gaf svo út frábærar leiðbeiningar varðandi þrif á snjalltækjum. Þær má sjá hér.

Við minnum á að við erum með stafræna viðveru á eftirfarandi miðlum :

Við munum áfram leggja áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu en við biðjum viðskiptavini um að sýna þolinmæði í ljósi aukins álags.

Kærar kveðjur,
starfsfólk Macland

Kæru viðskiptavinir

Kæru viðskiptavinir Macland.

Það þarf væntanlega ekki að segja neinum frá COVID-19 faraldrinum sem geisar nú um allan heim. Vegna þess hefur Macland gripið til margvíslegra ráðstafana til að tryggja að þjónustustig okkar haldist sem næst 100% ásamt því að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina.

Rétt er að taka fram að starfsmenn Macland hafa hvorki greinst með veiruna né verið settir í sóttkví. Aðgerðir okkar snúast að öllu leyti að því að tryggja áframhaldi þjónustu við þessar sérstöku aðstæður og að tryggja öryggi allra.

Tilgangur þessara aðgerða er að draga úr líkum á smiti á meðal starfsmanna sem og viðskiptavina Macland. Forgangsatriði hjá okkur er heilsa starfsmanna ásamt því að halda áfram að veita framúrskarandi þjónustu. Macland Laugavegi og Macland Kringlunni verða rekin sem aðskilin fyrirtæki næstu vikurnar.

Eina breytingin sem verður á þjónustu við viðskiptavini er að eingöngu verður tekið á móti símum og tölvum í Macland á Laugavegi 23. Engin verkstæðismóttaka verður í Kringlunni þar til annað verður tilkynnt.

Allt starfsfólk Macland hefur kynnt sér reglur Landlæknis ítarlega og eru sýningartæki og snertifletir í verslunum þrifnir og sótthreinsaðir oft á hverjum degi. Einnig er allur búnaður sem við tökum á móti þveginn og sótthreinsaður

Þessar aðgerðir miða að því að að tryggja áframhaldandi ásættanleg gæði í þjónustu Macland á sama tíma og við verndum öryggi allra eftir bestu getu.

Við erum meðvituð um að símar og tölvur eru gríðarlega mikilvæg tól og tæki, sérstaklega á tímum sem þessum og leggjum við okkur því öll fram af öllu afli við að halda verslunum og þjónustudeild okkar á fullri siglingu.

Við viljum benda á þá ráðgjöf sem Landlæknir hefur gefið út í tengslum við COVID-19 veiruna en þær upplýsingar má finna hér.

Apple gaf svo út frábærar leiðbeiningar varðandi þrif á snjalltækjum. Þær má sjá hér.

Við minnum á að við erum með stafræna viðveru á eftirfarandi miðlum :

Við munum áfram leggja áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu en við biðjum viðskiptavini um að sýna þolinmæði í ljósi aukins álags.

Kærar kveðjur,
starfsfólk Macland

Lady Gaga – Stupid Love (iPhone 11 Pro)

Nýjasti singúll söngkonunnar Lady Gaga “Stupid Love” kom út í gær og er það ekki frásögufærandi nema vegna þess að tónlistarmyndbandið er skotið einungis á iPhone 11 Pro!

Daniel Askill leikstjóri segir “Að skjóta heilt tónlistarmyndband á iPhone er augljóslega ný leið og sem kvikmyndagerðarmaður er það mjög óhefðbundið að fara þá leið þar sem það eru fyrirfram ákveðnar aðferðir hvernig maður gerir tónlistarmyndbönd, auglýsingar og kvikmyndir en það er gert á stærri og mun dýrari upptökubúnað. Okkur þótti mjög skemmtilegt að taka þetta upp á iPhone 11 Pro sem bjó til fleiri möguleika og ennþá meira frelsi til að framkvæma nýja hluti.”

“Við settum símana á mjög góðar jafnvægisstangir og á sérútbúna dróna. Það var mjög áhugaverð reynsla að hoppa á milli þess að nota iPhone í hefbundinni notkun í hversdagsleikanum yfir í að framleiða tónlistarmyndband í standard sem þessum. Við notuðumst við allar þrjár linsurnar en aðallega vorum við að skipta á milli Wide og Telephoto linsunnar, keyrðum á tveimur römmum á sama tíma. Við skutum nánast allt í 4K og vorum með myndavélina styllta á 24fps, og annan síma undir þeirri stillta á 48fps fyrir slow-mo tökur. Við höfðum aldrei getað gert það ef við höfðum skotið þetta á hefðbundna single shoot á Alexu”. (Alexa er myndavél sem oft er notuð við upptökur á tónlistarmyndböndum.)

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að myndavélin á iPhone síma ratar í framleiðslu á tónlistarmyndbandi, eða kvikmynd, en Selene Gomez gerði myndband við lagið “Loose You To Love Me” en það var einnig tekið upp á iPhone 11 Pro. Einnig hafa verið teknar upp heilu bíómyndirnar á iPhone síma, og þar af var t.d. hryllingsmyndin Unsane eftir Steven Soderbergh, en hún var tekin upp á iPhone 7 Plus myndavél, og það á aðeins 10 dögum!

Þið getið horft á myndbandið hér fyrir neðan. Sjón er sögu ríkari.

iPhone er svo miklu meira en bara sími

 

 

 

iOS 13.4 – CarKey og fleira

Nú styttist í nýjustu uppfærsluna á iOS. Það er auðvitað ekkert nýtt að Apple uppfæri stýrikerfin hjá sér, og við vitum að mörg ykkar, ef ekki flest, hafnið þessum uppfærlsum, dag eftir dag… “remind me tomorrow”. Þið vitið hvað ég á við. Glugginn opnast á símanum og þið gerið bara “close” eða “try again tonight”, og greyið tækin ykkar dragast aftur úr, verða sloj og á endanum segja “nei, nóg komið, farðu með mig í Macland, leggðu mig inn á gjörgæslu, þú hefur skemmt allt!”

Ég ætla ekkert að fara nánar útí vanrækslu ykkar á Apple tækjum, og auðvitað eru sumir sem eru duglegari en aðrir að uppfæra. Þannig er bara lífið, það er enginn fullkominn. Nema kannski Hafþór á verkstæðinu okkar.

En nýjasta uppfærslan á iOS boðar gott! Það eru stórar viðbætur með þessari uppfærslu að koma, og viljum við hjá Macland kynna ykkur aðeins fyrir þessum nýjungum sem von er á.

iOS 13.4 er væntanlegt á næstu vikum, en núna geta sumir einstaklingar sem eru skráðir í Apple Development Program sótt sér “beta” útgáfu af iOS 13.4, svona fyrir þá sem geta ómögulega ekki beðið. Við ætlum að ræða aðeins helstu punktana sem iOS 13.4 hafa uppá að bjóða.

iOS 13.4 mun bjóða uppá stórar sem smáar uppfærslur. Nú verður t.d. loksins hægt að deila heilum skjölum úr iCloud Drive, Mail toolbar fær sitt gamla útlit aftur og margt fleira.

Við fáum nýja Memoji “límmiða” í Messages. Við viðurkennum það að íslendingar þurfa að rífa sig í gang varðandi Memoji notkun. Meira Memoji, meira fjör. Nú munum við alltaf geta kallað á Siri. En það verður nú hægt að kveikja á “always listen to Hey Siri”, þannig að sama þótt að síminn liggi á borðinu eða er í vasanum, þá heyrir Siri kallið.

Stærsta uppfærslan sem iOS 13.4 hefur uppá að bjóða er CarKey. En nú muntu geta opnað og læst bílnum með símanum. Þetta verður einungis hægt á bílum sem styðja svo kallað NFC, og verður þá væntanlega á nýrri bílum sem styðja slíka þjónustu.

Það magnaða við CarKey er að það verður hægt að læsa, opna, og setja bílinn í gang. CarKey verður líka í boði á Apple Watch. Til þess að opna bílinn mun maður aðeins þurfa að halda tækinu upp við bílinn, og mun þetta þá virka þótt svo að síminn, eða úrið sé rafmagnslaust. Lykillinn, eða CarKey mun vera í Wallet appinu, og þar getur maður breytt innri stillingum. Það sem er líka frábært við þetta er að maður mun geta deilt lyklinum af bílnum með öðrum, sama hvar þú ert. En notendur geta einnig fengið lykilorð á CarKey, og deilt því þannig.

Þetta mun líklegast ekki vera tilbúið um leið og iOS 13.4 kemur út, og mun væntanlega fara í gegnum nokkrar “kerfis breytingar” áður en þetta mun virka fullkomlega. Ekki vitum við hvenær það verður, og heldur ekki hvort að þetta verði í boði hér heima, en þetta kemur allt í ljós á næstu vikum. Við vorum í gífurlega langan tíma að fá Apple Pay hérna heima, og verður gaman að sjá hvort að CarKey verði í boði á næstu mánuðum, eða árum.

iOS 13.4 fyrir iPadinn mun líka fá uppfærslur, þar var tenging við lyklaborð og mús bætt, (JÁ ÞAÐ ER HÆGT AÐ NOTA MÚS VIÐ IPAD) og verður einnig hægt að breyta ákveðnum tökkum á lyklaborðinu eftir þinni þörf.

Á Apple Watch verður svo núna boðið upp á “in app purchases”, en þá er hægt að kaupa app, og viðbætur fyrir það app á úrinu sjálfu, í stað þess að þurfa gera það í símanum.

Við bíðum spennt í Maclandi eftir iOS 13.4 og vonumst til að sjá sem flesta uppfæra stýrikerfin með okkur.

Mous hulstrin koma í veg fyrir stórslys!

Vitandi það að við fáum marga viðskiptavini í hverri viku með brotna skjái langaði mig að henda í örstutta bloggfærslu um Mous hulstrin. Það getur verið blóðugt fyrir veskið að brjóta skjá á iPhone og því höfum við verið að taka inn hulstrin frá Mous fyrir flestar tegundir iPhone. Hulstrin eru hönnuð til að þola mikið högg og einnig fall úr mikilli hæð. Þetta getur hljómað vel fyrir þau ykkar sem eiga það til að missa símann sinn og hafa þurft að skipta um skjá á símanum sínum oftar en einu sinni og oftar enn tvisvar. Þetta getur líka hljómað vel fyrir þau ykkar sem aldrei hafa brotið skjáinn á símanum sínum en vilja fyrirbyggja að slíkt gerist. Þrátt fyrir allt það sem hulstrin þola eru þau í nettara lagi og virka að sjálfsögðu með þráðlausum hleðslumottum. Það er meðal annars notað sama efni í gerð þessara hulstra og er notað í skjöld óeirðarlögreglunnar útum allan heim.

Smelltu hér til að versla þitt Mous hulstur og vertu vel varin fyrir jól og áramót!

 

Apple Watch Series 5

Apple Watch Series 5, með “Always-On” Retina skjá.

Þú hefur aldrei séð úr eins og þetta!

Apple Watch Series 5 er með skjá sem slekkur ekki á sér, sýnir hvað klukkan er og mikilvægar upplýsingar, ekki nauðsynlegt að lyfta úlnliðnum upp. Innbyggði áttavitinn hjálpar þér að rata og innbyggða ECG (hjartarafrit) appið hjálpar þér að fylgjast með heilsunni. Úrið fylgist með æfingum og hreyfingu þinni ásamt því að gera þér enn auðveldara fyrir að sækja mikilvægar upplýsingar, og tengjast þeim sem þér þykir vænt um, allt frá úlnliðnum þínum.

 • S5 örgjörvi með 2x meiri hraða og 64-bita dual core
 • GPS
 • Always-On Retina skjár
 • 30% stærri skjár miðað mið Series 3
 • Hægt að nota í sundi
 • ECG – hjartarafrit
 • Electrical and optical heart sensors
 • Innbyggður áttaviti
 • Hækkunarmælir
 • Fallskynjari
 • watchOS 6 með App Store á úlnliðnum

Apple Watch Series 5 kemur í Macland í september. Upplýsingar um forsölu koma fljótlega.

iPhone 11 Pro

iPhone 11 Pro Max – Fullkomnasti iPhone sem hefur verið framleiddur.

Glænýtt þriggja myndavéla kerfi, rafhlaða sem dugar þér allan daginn, kraftmesti örgjörvinn í snjallsímum á markaði og 6,5″ Super Retina XDR skjár sem er stærsti og bjartasti skjár í iPhone hingað til.

Taktu frábær myndbönd og myndir með “wide-angle”, “ultra-wide angle” og “telescope”. Bylting í myndum teknum við lág birtuskilyrði. Horfðu á HDR kvikmyndir og og þætti á 6,5″ Super Retina XDR skjánum – skarpasta iPhone skjá hingað til. A13 Bionic örgjörvinn færir þér áður óþekkta upplifun í leikjum AR (augmented reality) og ljósmyndun. Rafhlaða sem endist þér daginn og bleytuþol símans hefur verið aukið töluvert. Allt þetta í fyrsta iPhone sem hlýtur heiðurinn að vera kallaður Pro.

Helstu upplýsingar :

 • 6,5 “Super Retina XDR OLED skjár
 • Vatns og rykþolinn (allt að 4 metra dýpt í allt að 30 mínútur, IP68
 • Þriggja myndavéla kerfi með 12MP wide-angle, ultra-wide-angle og telecom myndavélum.
 • Night mode, Portrait mode og 4K video með allt að 60 römmum á sekúndu.
 • 12 MP TrueDepth myndavél að framan með Portrait mode, 4K video og Slowmotion
 • Face ID og Apple Pay
 • A13 Bionic örgjörvi með þriðju kynslóð af Neural Engine
 • Hraðhleðsla með 18W hleðslutæki
 • Þráðlaus hleðsla
 • iOS 13 með Dark viðmóti, nýjum myndbanda- og myndvinnlumöguleikum.

iPhone 11 Pro – Fullkomnasti iPhone sem hefur verið framleiddur.

Glænýtt þriggja myndavéla kerfi, rafhlaða sem dugar þér allan daginn, kraftmesti örgjörvinn í snjallsímum á markaði og 5,8″ Super Retina XDR skjár sem er skýrasti og bjartasti skjár í iPhone hingað til.

Taktu frábær myndbönd og myndir með “wide-angle”, “ultra-wide angle” og “telescope”. Bylting í myndum teknum við lág birtuskilyrði. Horfðu á HDR kvikmyndir og og þætti á 5,8″ Super Retina XDR skjánum – skarpasta iPhone skjá hingað til. A13 Bionic örgjörvinn færir þér áður óþekkta upplifun í leikjum AR (augmented reality) og ljósmyndun. Rafhlaða sem endist þér daginn og bleytuþol símans hefur verið aukið töluvert. Allt þetta í fyrsta iPhone sem hlýtur heiðurinn að vera kallaður Pro.

Helstu upplýsingar :

 • 5.8 “Super Retina XDR OLED skjár
 • Vatns og rykþolinn (allt að 4 metra dýpt í allt að 30 mínútur, IP68
 • Þriggja myndavéla kerfi með 12MP wide-angle, ultra-wide-angle og telecom myndavélum.
 • Night mode, Portrait mode og 4K video með allt að 60 römmum á sekúndu.
 • 12 MP TrueDepth myndavél að framan með Portrait mode, 4K video og Slowmotion
 • Face ID og Apple Pay
 • A13 Bionic örgjörvi með þriðju kynslóð af Neural Engine
 • Hraðhleðsla með 18W hleðslutæki
 • Þráðlaus hleðsla
 • iOS 13 með Dark viðmóti, nýjum myndbanda- og myndvinnlumöguleikum.

iPhone 11 Pro og iPhone 11 Pro Max koma í Macland í september. Upplýsingar um forsölu koma fljótlega.

iPhone 11

iPhone 11 – Litaglaður, kraftmikill og ómissandi.

Glænýtt þriggja myndavéla kerfi með ultra-wide angle og Night mode, rafhlaða sem dugar þér daginn, vatns- og rykþolinn, 6 fallegir litir. iPhone 11 er nauðsynlegt að upplifa í persónu.

Taktu 4K myndbönd, glæsilegar portrait og landslagsmyndir með hinu nýja tveggja myndavéla kerfi. Taktu mun betri myndir í lélegum birtuskilyrðum og sjáðu lifandi liti í myndum, myndböndum og leikjum á 6.1″ Liquid Retina skjánum. Upplifðu áður óþekktan hraða í leikjum, AR (augmented reality) og ljósmyndun með A13 Bionic örgjörvanum. Notaðu símann meira og hafðu minni áhyggjur af því að hlaða hann með rafhlöðu sem dugar þér allan daginn. Síminn er svo vatnsþolinn í allt að 2 metra í allt að 30 mínútur.

Helstu upplýsingar :

 • 6.1 Liquid Retina HD LCD skjár
 • Vatns og rykþolinn (allt að 2 metra dýpt í allt að 30 mínútur, IP68
 • Tveggja myndavéla kerfi með 12MP wide-angle og ultra-wide-angle myndavélum.
 • Night mode, Portrait mode og 4K video með allt að 60 römmum á sekúndu.
 • 12 MP TrueDepth myndavél að framan með Portrait mode, 4K video og Slowmotion
 • Face ID og Apple Pay
 • A13 Bionic örgjörvi með þriðju kynslóð af Neural Engine
 • Hraðhleðsla með 18W hleðslutæki
 • Þráðlaus hleðsla
 • iOS 13 með Dark viðmóti, nýjum myndbanda- og myndvinnlumöguleikum.

iPhone 11 kemur í Macland í september. Upplýsingar um forsölu koma fljótlega.

Apple kynning 10. september 2019

Í dag kl. 17 stundvíslega hófst árleg “iPhone kynning” Apple í höfuðstöðvum þeirra í Apple Park í Kaliforníu. Það var nóg að frétta og Tim Cook var ekkert að tvínóna við hlutina heldur henti sér bara beint í kynningar á nýjum vörum. Vaninn er að hann taki 5-10 mínútur í að þylja upp sölutölur á alls kyns vörum síðustu mánuði og blessunarlega var okkur sleppt við það í þetta skiptið.

Apple Arcade kemur í september fyrir aðeins 4,99$ á mánuði

Apple kynnti þessa nýjung reyndar fyrst á árlegri WWDC ráðstefnu sinni í júní en nú er komið á hreint að Apple Arcade verður komið í gagnið fyrir lok september. Arcade leikjasafnið verður aðgengilegt fyrir Apple TV, iPhone, iPad og á Mac. Á iOS og iPadOS eru leikirnir í Apple Arcade eingöngu fáanlegir þar í gegn og því ekki hægt að kaupa þá í gegnum App Store. Frekar áhugaverð nálgun og mun vonandi ýta þessari þjónustu hratt af stað. Verðpunkturinn er ekki af verri gerðinni, aðeins 4.99$ á mánuði og ef þú ert með Family Sharing virkt þá geta allt að 6 notendur nýtt sér Apple Arcade fyrir aðeins 4.99$. Apple mun bjóða notendum sínum upp á 1 mánaðar prufuaðgang.

 

Apple TV+ kemur í nóvember á aðeins 4,99$ á mánuði

Í kynningu sinni í mars fyrr á þessu ári gaf Apple okkur forsmekkinn af því sem þau kalla Apple TV+. Þessi sjónvarpsþjónusta hefur fengið töluverða gagnrýni frá þeim tíma enda hefur lítið heyrst frá Apple og orðrómur var á kreiki um að þetta yrði hreinlega einhver hörmung. Í dag svaraði Apple þeim gagnrýnisröddum frekar duglega. Nú þegar hefur verið tilkynnt um 6 Apple TV+ þætti og skv. Tim Cook hafa sýnishorn úr þeim verið skoðuð 100 milljón sinnum síðan þau voru birt. Það eru risastórar tölur í öllu samhengi. Apple mun bæði framleiða sitt eigið efni ásamt því að Apple TV+ mun innihalda bíómyndir, þætti og alls konar aðra afþreyingu. Undirritaður er gríðarlega spenntur fyrir þessu enda er Apple líklega það fyrirtæki í heiminum í dag sem er í hvað bestri fjárhagsstöðu og verður áhugavert að sjá hvað gerist á næstu mánuðum.

Apple tilkynnti einnig í dag að meira en 100 lönd muni fá aðgang að þessari þjónustu (við erum að horfa á ykkur Apple…) og vonum við að Ísland sé þar á meðal. Opnunardagur verður 1.nóvember og verðið er aðeins 4,99$ á mánuði, og gildir það verð fyrir alla fjölskylduna eins og áður með Apple Arcade.

 

iPad 7.kynslóð kynntur til leiks

iPad hefur tekið yfir skilgreininguna á orðinu “spjaldtölva” og það er ekki af ástæðulausu enda langvinsælasta græjan í þessum flokki í heiminum. iPad hefur líka ótrúlega endingu og erum við í Macland reglulega að fá inn iPad Air 1 í rafhlöðuskipti en sá iPad kom út árið 2013. Í dag kynnti Apple svo arftaka hins 9,7″ iPad 2018 með 10,2″ iPad 2019.

Stóri munurinn á milli þessara árgerða er skjástærðin, nýr örgjörvi og auðvitað betri myndavél. iPad 2019 styður að sjálfsögðu Apple Smart Connector, Apple Pencil og er núna með A10 Fusion örgjörvanum. Við munum tilkynna formlega bæði hér, á Twitter, Instagram og Facebook um leið og við vitum meira um hvenær iPad 2019 lendir á klakanum en Apple gaf út 30.september sem daginn sem hann byrji að koma í verslanir í Bandaríkjunum. Því er ekki óeðlilegt að miða við að hann komi til landsins í október.

 

Apple Watch series 5 leit dagsins ljós

Tölum aðeins um Apple Watch. Undirritaður hefur átt allar gerðir af Apple Watch og með hverri útgáfu verður meira augljóst að “úrið” er aukaatriði í þessu samhengi. Um er að ræða tölvu á úlnliðnum, sem er líka úr. Apple lék sér einmitt með þessa skilgreiningu í dag í auglýsingu. Skulum líta aðeins á hana.

Apple Watch er nú í fyrsta sinn með “always-on” skjá sem þýðir að þú þarft ekki að hreyfa höndina eða smella á skjáinn til að sjá á hann. Þessi tækni sýnir alltaf hvað klukkan er og þær “flækjur” sem þú hefur sett upp sem aðalvalmynd á viðmóti úrsins. Í stuttu máli mjög gott og mjög svo tímabært að þetta komi í Apple Watch.

Einnig er úrið með innbygðum áttavita og gerir það forrit sem nýta sér þá kosti úrsins enn öflugri. Apple Watch series 5 með Cellular (LTE/4G) kemur nú með þeim valkosti að geta haft samband við neyðarþjónustur (112) í hverju landi fyrir sig án þess að síminn þurfi að koma nálægt því. Þessi útgáfa úrsins er því miður ekki enn í boði á Íslandi, en okkar tengiliðir segja að það stoppi ekki hjá íslensku fjarskiptafyrirtækjunum heldur sé það alfarið undir Apple komið að ákveða að þetta fari í gagnið hérlendis.

Útlit úrsins breytist ekkert frá Series 4 og kemur það alls ekki á óvart enda er það einstaklega vel heppnað. Nýir litir, nýjar tegundir af málmum í umgjörðinni ásamt nýjum ólum voru kynntar í dag. Ísland mun líklega ekki fá allar þessar gerðir til landsins og mest fannst undirrituðum súrt að sjá að Apple ætlar að opna fyrir möguleikann á því að setja saman sitt eigið Apple Watch í sínum eigin verslunum. Hér á landi er auðvitað engin slík verslun og því ólíklegt að þessi möguleiki komi með nýja úrinu.

Forpöntun byrjaði í dag í USA en við bíðum enn eftir skipunum frá Apple með hver næstu skref eru. Við munum tilkynna um það á öllum okkar samfélagsmiðlum að sjálfsögðu. Apple í USA gefur upp 20.september sem daginn sem úrið kemur í verslanir en við reiknum ekki með því fyrr en í lok sept, eða byrjun okt. Breytist sú spá, þá munum við láta í okkur heyra. Aðrar góðar fréttir af Apple Watch er að Series 4 er eins og áður segir skipt út fyrir Series 5, en Series 3 sem kom út árið 2017 heldur sínum stað og kostar frá 199$ í USA. Vonandi nær þessi lækkun til landsins því Series 3 úrið yrði með því virkilega góður valkostur samanborið við keppinauta Apple Watch.

 

iPhone 11 – tvær myndavélar ásamt nýjum litum

iPhone 11 myndavélin var þungamiðjan í þessari kynningu enda kom í ljós að síminn er með bæði víðlinsu og ofurvíða linsu. Þetta gefur notendum möguleikann á því að stýra aðdrætti (zoom) og myndrammanum (crop) í eftirvinnslu. Apple kynnti sömuleiðis nýja sjálfvirka næturstillingu sem umbreytir myndum teknum í lágri eða lélegri birtu algerlega. QuickTake er einnig nýr valkostur en þá er hægt að byrja að taka upp myndband strax með því að halda inni myndavélahnappinum. Myndbönd eru í 4K gæðum og 60 römmum á sekúndu ásamt því að hafa slo-mo, time-lapse og “expanded dynamic range” sem ég ætla að leyfa ykkur bara að þýða.

Myndavélin að framan fékk uppfærslu í 12MP víðlinsu í landscape og einnig er hægt að taka upp 4K myndbönd í 60 römmum á sekúndu ásamt slow-mo.

Litaúrvalið breyttist töluvert en iPhone 11 kemur í sex litum, svörtu, hvítu, rauðu, fjólubláu, grænu og gulu. Umgjörð símans var styrkt töluvert með nýrri aðferð skv. Apple sem gerir hann enn sterkari og ætti því að þola meira. Við mælum samt alltaf með því að hafa símann í hulstri. Á því leikur enginn vafi.

A13 örgjörvi, 1 klukkutíma meiri ending á rafhlöðu en í iPhone XS og verðið er 50$ lægra en iPhone XR í USA. Allt þetta, og svo allt sem við minntumst ekki á, gerir iPhone 11 að hrikalega flottri uppfærslu og það verður áhugavert að sjá nákvæmlega hvenær hann kemur til landsins og í hvaða magni. Hér er arftaki iPhone XR kominn og rúmlega það.

Apple byrjar forsölu í stærri löndunum á föstudaginn 13.september og fyrsta sending þar er þá væntanleg 20.sept. Við fáum svo meira staðfest fljótlega varðandi forsöluna hérlendis og munum svo sannarlega tilkynna um það um leið og okkur berast tíðindi.

 

iPhone 11 Pro/iPhone 11 Pro Max – þrjár myndavélar og nýr litur

iPhone 11 Pro myndavélin var jú aftur þungamiðjan í kynningunni enda kom það fljótt í ljós að þetta er ekki einhver smávægileg uppfærsla á myndavél. iPhone 11 Pro og iPhone 11 Pro Max eru arftakar iPhone XS og iPhone XS Max. Verðið er það sama og í fyrra í USA eða 999$ og 1.099$. Forsala hefst í USA og stærri löndum næstkomandi föstudag, 13.september. Ekki er enn vitað hvenær forsala hefst hérlendis.

Nýr litur var kynntur, dökkgrænn ásamt aðeins breyttum en klassískum Space Gray, Silver og Gold. Apple talaði mikið um nýja skjáinn en hann er kallaður Super Retina XDR og já þrjár myndavélar. Nú er ofurvíð (ultra-wide) linsa á bæði iPhone 11 Pro og iPhone 11 sem er sýnd í myndavéla-appinu sem 0,5x hnappur. Einfalt að “zooma” út og sjá meira og taka víðari myndir. Ofurvíða linsan er með f/2.4 ljósop og 120-gráðu sjónarhorn. Myndavélaáhugafólk hvetjum við til að skoða heimasíðu Apple fyrir nánari upplýsingar um þessa uppfærslu, því hér er um að ræða hluti sem undirritaður hefur ekki algjörlega fullan skilning á. Nema jú að þetta er svakaleg uppfærsla eins og sjá mátti á kynningunni. Myndirnar, sem komu frá fagaðilum sem voru svo heppnir að fá að prófa græjuna fyrir Apple, voru hreint út sagt stórkostlegar.

Nætursýn var uppfærð eins og í iPhone 11 en það sem mest kom á óvart var “Deep Fusion” tæknin sem Apple mun bæta við iPhone 11 Pro í hugbúnaðaruppfærslu síðar í haust. Þar er síminn látinn taka 9 myndir í einu og hugbúnaður Apple setur þær saman á innan við sekúndu og birtir á skjánum. Niðurstaðan var mynd sem erfitt er að trúa að komi úr snjallsíma og Phil Schiller hjá Apple lýsti því sem ákveðinni sturlun að geta framkvæmt þetta. Myndavélin að framan fékk uppfærslu í 12MP og er einnig víðlinsa ef símanum er snúið á hlið til að koma fleirum inn í “selfie” rammann. Einnig er slo-mo í boði í fyrsta sinn á þeirri myndavél.

iPhone 11 Pro er að sjálfsögðu með A13 örgjörvanum frá Apple og allt er þetta mun hraðvirkara en í XS og XR síðan í fyrra. Apple segir að örgjörvinn geti framkallað 1 billjón aðgerða á sekúndu, hvað það þýðir í raun og veru mun koma í ljós. Undirritaður er ekkert að grínast með það því nú munu framleiðendur hugbúnaðar fá þessa græju í hendurnar á næstu vikum og úr því munu birtast einhverjir áður óþekktir hlutir í þeim forritum sem við notum á hverjum degi. Í stuttu máli þá er staðan þannig að iPhone 11 Pro er hreinlega kraftmesti snjallsími í heiminum, skv. Apple.

Apple montaði sig ekki bara af auknum krafti og hraða heldur líka hversu mikil aukning hefur náðst í rafhlöðuendingu. iPhone 11 Pro nær allt að 4-5 tímum lengri rahflöðuendingu en iPhone XS, það munar um minna. Einnig fylgir nú með iPhone 11 Pro hleðslutæki sem er 18W og með USB-C tengi öðrum megin en því miður enn með lightning tengi hinum megin. USB-C verður því að bíða til ársins 2020 sýnist mér. 18W hleðslutæki þýðir bara að síminn er styttri tíma að fylla á rafhlöðuna.

Eins og með iPhone 11 þá er iPhone 11 Pro framleiddur með aukið þol fyrir höggum, vatni og almennum leiðindum og svo var Face ID uppfært þannig að það virki enn hraðar en áður og frá fleiri sjónarhornum.

Myndbandsupptakan í iPhone 11 Pro fékk sérstaka athygli og þessar þrjár myndavélar gera ótrúlega hluti varðandi liti og dýpt. Nú er hægt að taka upp 4K myndbönd með “extended dynamic range” í 60 römmum á sekúndu.

 

iPhone vörulínan hjá Apple í haust

iPhone 8 og 8 Plus halda áfram hjá Apple, en ekki hjá okkur. Við erum búin að segja bless við Home takkann á iPhone.

Áherslan hjá okkur verður eftir sem áður á nýjustu vörurnar frá Apple og því erum við gríðarlega spennt að fá nánari upplýsingar frá Apple til að deila með ykkur varðandi forsöluna okkar. Hún verður með sama sniði og í fyrra, mun fara eingöngu í gegnum macland.is og verður kynnt skilmerkilega á öllum okkar miðlum.

 

iOS 13 – iPadOS og macOS 10.15 Catalina

iOS 13 og og iPadOS voru mikið rædd í dag og munu koma út 19.september. iOS 13.1 og iPadOS 13.1 kemur svo væntanlega út 30.september en það er alveg ljóst að Apple hefur eitthvað runnið á hliðina með þessar uppfærslur því ekki einu orði var minnst á macOS Catalina (10.15) í dag. Einnig er venjan sú að daginn sem iPhone er kynntur þá komi út svokallaður Gold Master af iOS og macOS en í dag bólar ekkert á þeim. Við hvetjum alla notendur til að nýta sér þjónustu iCloud og afrita öll gögn þar í gegn, bæði myndir og svo auðvitað sjálfan símann og allar stillingar. Ef þú ert ekki með iCloud afritun í gangi í dag þá mælum við með að þú smellir hér strax. Það er afar sjaldgæft að hugbúnaðaruppfærslur valdi óskunda en það er aldrei hægt að vera of ábyrgur notandi og iCloud afritun er það einföld að það er eiginlega skammarlegt að hafa ekki nú þegar virkjað hana. Ef þú þarft einhverja aðstoð við uppsetninguna og leiðbeiningar Apple duga þér ekki þá bjóðum við þér að koma til okkar í Macland og við aðstoðum þig við þetta.

 

Ef þú nennir svo ekki að lesa þessa grein (sorry, hefði kannski átt að setja þetta fremst í fréttina) þá er hér örstutt útgáfa frá Apple af kynningu dagsins.

Allt klárt fyrir versló?

Við í Macland höfum mikla reynslu á því að vera með opna verslun eftir verslunarmannahelgina og það sem einkennir fyrstu vikuna eftir Verslunarmannahelgina seinustu tíu árin eru iPhone viðgerðir! Við höfum bæði fengið að dæma síma dauða eða jafnvel rukkað fólk 15-40 þús fyrir skjáviðgerðir eftir smá skrall!

Ekki tryggja þig eftir á og undirbúðu þig fyrir mögulega besta/versta skrall lífs þíns! Við bjuggum til flokk fyrir þig þar sem þú getur fundið þitt Hitcase/Catalyst hulstur eða þína skjávörn! Ekki hika við að eyða innan við 10.000 kr. í stað þess að þurfa að greiða mögulega 15-40 þús eftir Verslunarmannahelgina. Eyddu frekar peningnum í hamingju!

Smelltu HÉR

Þarna geturðu fundið nokkrar sniðugar vörur fyrir helgina. Við erum með hlýja vettlinga sem hægt er að nota til að hlýja sér um hendurnar….. OG þó svo þú sért í þeim þá nemur iPhone síminn þinn skjásnertinguna! Algjör snilld. Það eru Powerbankar í öllum stærðum og gerðum, skjávarnir fyrir alla iPhone síma fyrir utan iPhone 5 og eldri, fólk ætti helst ekki að láta sjá sig með slíka síma ef það er á Þjóðhátíð í það minnsta, iPhone 5 sleppur samt á Innipúkanum ekki spurning! Höggheldu og vatnsheldu hulstrin okkar frá Hitcase eigum við fyrir iPhone X/Xs, iPhone Xr og iPhone Xs Max! Svo eigum við Catalyst hulstur fyrir iPhone 7 og iPhone 7 Plus – Ekki hiiiiiiiika við að splæsa í slíkt hulstur og hægt er að kaupa linsu sem seglast á hulstrin til að taka ennþá flottari “wide” og “super wide” myndir!

Ekki má gleyma því að ÞÚ ert DJ – Við erum öll DJ og við elskum öll að vera DJ svo sýndu hvað í þér býr með því að kaupa Soundboks 2, tengja það með bluetooth í símann þinn og hækka í botn…. Þá á fólk ekki sjéns í þig 😉

Njótið þessara síðustu daga júlí mánaðar, njótið fyrstu daga ágúst mánaðar, verið góð við hvort annað og berið virðingu fyrir náunganum!

Ást&Friður

Ykkar kæri ven
Máni Jobs

 

Farvel fiðrilda lyklaborð

Nú vitum við að sum ykkar verða hæst ánægð með þessar breytingar. Apple hefur nú ákveðið að skipta út lyklaborðinu sem hefur mátt finna á MacBook Pro/Air fartölvunum frá árinu 2015. Þetta er að sjálfsögðu fræga butterfly switch key (e. fiðrilda lyklaborðið). Þetta lyklaborð hefur verið til vandræða í langan tíma og greyið Hafþór okkar hefur þurft að skipta út ótalmörgum topcase-um, tökkum, innsiglum, neðri flipum, flippfloppum, flúnkurum, straukubbum, efri flipum, tengi skenkjum, gúmmí spelkum og við vitum ekki hvað og hvað. Nú eru þeir dagar taldir, vonum við.

Það sem einkennir butterfly switch er hversu lágir/flatir takkarnir eru. Það eru eflaust margir sem líka vel við takkana, en ég skil svo sem að margir vilja ekki sjá þá. Ég persónulega held frekar uppá scissor switch key, sem var á fartölvunum fyrir 2015. Sem er einmitt frábært vegna þess að samkvæmt vinum okkar í 9to5Mac ætlar Apple að skipta aftur yfir í uppfærða útgáfu af scissor switch key, með trefjaplasti til stuðnings, það verður spennandi að fylgjast með þessu, og fáum við líklegast að sjá þetta á MacBook Air tölvunum sem koma út í haust, og svo á nýjum MacBook Pro tölvum árið 2020. Spennandi tímar framundan.

iOS 13

iOS 13 mun hafa margvísleg áhrif á hvernig þú getur notað iPhone símann þinn. Við í Macland erum virkilega spennt að sjá hvernig nýtt stýrikerfi mun reynast notendum og að sjálfsögðu hvernig nýir símar munu koma til með að vera og líta út.

iOS 13 dagsetningar:

 • 3. júní: iOS 13 beta 1 og fyrsta kynning á WWDC 2019
 • 17. júní: iOS 13 beta 2 gefið út fyrir vel valda einstaklinga(forritarana)
 • 24. júní: iOS 13 beta gefið út opinberlega fyrir forvitna
 • 3. júlí: iOS 13 beta 3 gefið út fyrir vel valda einstaklinga(forritarana)
 • Byrjun september 2019: iOS 13 Golden Master(loka beta útgáfa fyrir forritarana)
 • Miðjan september 2019: iOS 13 gefið út fyrir almenning með nýjum iPhone símum.

Dark Mode: 

Við vitum sem víst að iOS 13 mun bjóða upp á Dark Mode sem er ein af nokkrum útlitsbreytingum, það er val og hægt að breyta því undir Control Center þegar að því kemur. Það verður einnig mögulegt í iPadOS sem er nýtt stýrikerfi sérhannað fyrir iPad.

Quick Path Keyboard:

Þessi fítus verður innbyggður í iOS stýrikerfið núna, margir kannast við og hafa notað swift key en verður það “extension” óþarft með þessu nýja stýrikerfi. En þá er spurning hvort íslenska þurfi að vera “supported language” en það kemur í ljós hvort svo sé og hvort við verðum skilin útundan.

Find My App:

Apple er að sameina það sem við þekkjum sem Find My iPhone við Find My Friends(vafasamt?) En það þarf pottþétt að vera gefið leyfi báðum megin svo hægt sé að finna vin sinn. En það mun vera auðveldara að finna tæki sem týnast og eru ekki tengd farsímagögnum(Cellular) eða WiFi með bluetooth tækninni. Gæti verið góð hjálp í því fyrir týndar fartölvur og í þeim tilfellum þegar tæki týnist yfir höfuð og tengist ekki neti þegar kveikt er á því.

Gömlu tækin verða hraðari:

Margir geta glaðst yfir því að Apple gerir iOS 13 stýrikerfið fyrir alla iPhone notendur. iOS 13 er gert samhliða nýjustu símum Apple sem koma í haust en jafnframt munu Apple koma til móts við þá sem eiga eldri síma með því að hafa stýrikerfið eins hratt og mögulegt er svo eldri símar finni ekki mikið fyrir uppfærslunni. Samkvæmt Apple verður tvöfalt hraðar að opna smáforrit, Face ID svörun 30% hraðari en áður. Apple fann leið til að smáforritin taki minna pláss, að meðaltali 60% minna pláss. Rafhlöðulíftími er eitthvað sem Apple taka alvarlegar núna en áður og tekur mið að daglegri hleðslu notenda, iOS 13 mun læra hvernig þú ert vanur eða vön að hlaða símann þinn og þú þarft ekki að hlaða símann þinn yfir 80% áður en þú notar hann til að koma í veg fyrir hraða rafhlöðuhrörnun. Þess má geta að endingartími lithium rafhlaðna er allt frá 3-4 árum, jafnvel skemur eða lengur og fer það alfarið eftir notandanum.

 

Hér er svo langur listi yfir fleiri uppfærslur svo sem á fítusum á myndavélinni, reminders, Siri, Memoji, Maps og margt fleira!

 

 

 

 

Sumarið er tíminn!

Hvað er að frétta í Macland?

Við erum nýlega búin að fagna 1 árs afmæli Macland í Kringlunni og erum við afar þakklát fyrir viðskiptavini okkar sem tóku okkur fagnandi, án ykkar værum við hvorki þar né á Laugavegi. Sumarið einkennist af veðri, góðu verði og öryggisverði Kringlunnar, sem fær mig til að hugsa, afhverju er ekki öryggisvörður á Laugavegi? Lögreglustöðin er jú á Hverfisgötu, ætli það sé nóg?

https://macland.is/flokkur/sumarvorur/

Ef þið eigið allar mögulegar Apple vörur sem eru flaggskipsvörur Maclands þá erum við líka að selja Nocco á 269 kr. sem er gjöf en ekki gjald! Ásamt Nocco erum við með helling af skemmtilegum vörum í sumarvöru flokknum okkar og í “dótabúðinni”. Vorum að taka inn Rega Planar plötuspilaranna sem eru þeir allra bestu á íslenskum markaði(okkar einlæga mat). Ásamt því að vera með AirPods, Bose, Beats og Sony höfum við haldið tryggð við Marley vörumerkið sem hefur orðið sífellt vinsælla hérlendis bæði vegna gæða og umhverfisvænna sjónarmiða, Marley er orðið gríðarlega stórt í löndum eins og Hollandi, Þýskalandi og Bretlandi. Fullt af nýjum Marley vörum eru væntanlegar fram að jólum svo haldið ykkur fast, spennið sætisbeltin því slysin gera ekki boð á undan sér!

Við munum setja af stað í næstu viku gjafaleik, þar sem gefin verður Marley hátalari og verður sigurvegari dreginn út fyrir verslunarmannahelgina svo hægt verði að hlusta á tónlist á milli tónleika í Eyjum, Innipúkanum eða hvar sem er! Fylgist með bæði á Facebook síðu Maclands og Instagram síðu Maclands.

*SÉRDÍLL*

EF þú kaupir fulluppfærðann iMac Pro sem kostar ekki nema 2.000.000 plús þá ætlar okkar einlægi Caleb Johnson sem var intern hjá okkur seinasta sumar að gefa þér tvo kassa af Nocco.

kkv.

Mac Mini vélin á bakvið bláu hurðina á Laugavegi 23

WWDC19 🤖

Nú á dögunum var haldin hin árlega WWDC ráðstefna í San Jose, (e. WorldWide Developers Conference). Þar safnast saman allir helstu smá-forrita framleiðendur, forritarar og Apple hausar til að kynna sér allt það nýjasta nýtt sem að Apple hyggst bjóða upp á næstkomandi haust. Ráðstefnan fer þannig fram að á fyrsta degi er haldið svokallað Keynote sem við ættum öll að þekkja, en það er á fyrsta degi ráðstefnunnar, síðan tekur við heil vika af kynningum og námskeiðum sem eru haldin af Apple.

 

Það sem við ætlum að gera er að fara yfir allt það helsta sem Apple kynnti á WWDC19. Þar voru kynnt til sögunnar ný OS stýrikerfi, allskonar eiginleikar fyrir hvert og eitt Apple tæki, og ný tölva svo að eitthvað sé nefnt. Það sem greip kannski mestu athyglina var að sjálfsögðu nýja Mac Pro tölvan. Já hún er geggjuð, já hún er ótrúlega dýr, og já… Hún lítur út eins og ostaskeri. Við vitum það, við þurfum ekki að fara nánar útí það, ég ætla bara að copy peista það sem ég skrifaði um hana þegar ég horfði á WWDC, gjörið svo vel.

 

 

Mac Pro: 
f*** dýrt
mikið flott
ostaskeri
standur ehv
RAM og gpu
arnold render?
hraðari en imac pro
getur renderað 12stream 4k video wow
verður alveg shhhh þótt þú sért að gera crazy
2TB ram
t2 chip
eða 4TB
já 4TB
12 thunderbolt
headphone jack 🙂
6000$ 🙁
40lbs

Það sem er ábyggilega hvað mest spennandi er iOS13 og með því erum við að fá uppfærslur sem við höfum aldrei séð frá Apple áður. Það er núna loksins komið sér stýrikerfi fyrir iPad og betra stýrikerfi í Apple Watch, einnig fáum við uppfærslu á Apple tv stýrikerfinu.

 

 

TvOs, (e. tvOS) fékk skemmtilega uppfærslu þar sem við fáum að sjá einskonar iOS kerfi í Apple tv, það hefur alltaf staðið eitt og sér útlitslega séð en lítur núna mjög fallega út og í samfloti með restinni af OS fjölskyldunni. Ný og endurbætt tónlistar upplifun var kynnt til leiks, þar sem þú getur hlustað á uppáhalds lögin þín, horft á myndbandið á sama tíma og sungið með textanum sem flýtur núna með á skjánum í eins konar kareoke fíling. Einnig eru stærri hlutir að gerast hjá Apple Tv þar sem að Apple er farið að framleiða sjónvarpsefni, sem mun bera heitir Apple Original Series, svipað eins og Netflix hefur tileinkað sér. Þetta er allt í kjölfarið á Apple TV Plus sem var kynnt fyrr í ár. Einnig kynntu þau nýjar og fallegar skjáhvílur af myndum sem eru teknar lengst niðrá hafsdýpinu. Það er spennandi 🙂

 

 

WatchOS fyrir Apple Watch er nú loksins að gefa úrinu fræga ennþá meira sjálfstæði. Til að byrja með erum við loksins að fara fá App Store í Apple Watch. Nú þarf maður ekki lengur að nota App Store í símanum og fá það þannig yfir í úrið. Nú getur maður einfaldlega sótt þau forrit sem maður getur notað í úrinu beint úr úrinu sjálfu. Það eru jákvæðar fréttir, og vonandi fær úrið enn meira sjálfstæði í náinni framtíð. Það sem er líka gríðarlega skemmtilegt er að Apple bætti við hinum og þessum heilsufídusum í úrið, þar sem að þetta er nú vinsælasta “sport” úr í heimi, og nákvæmasta (sjá link), en nú mælir úrið desibel. Það lætur þig vita hversu mikill hávaði er í kringum þig ef þú ferð á háværan stað með nýja Desibel Warning System, og þú færð nákvæma lýsingu með því hvort að hávæðin sé skaðlegur fyrir eyrun þín eða ekki.

Apple bætti við ennþá betri fitnes tracker, eða Activity Tracker, þar sem maður getur fylgst ennþá betur með hreyfingunni sinni yfir langan tíma og borið síðan saman daga. Einnig fékk Siri stóra uppfærslu með úrinu, hún getur núna baðað á þér tærnar og keyrt börnin í skólann. Nei, djók. Það væri kúl. Hún getur hinsvegar núna fundið út úr því hvaða lag er að spilast í kringum þig með því að lyfta úrinu og spyrja “What song is this” þá finnur hún það út með hjálp frá Shazam, og hún getur núna með þessari uppfærslu svarað fleiri spurningum sem eru internet tengdar, eða þar sem að svörin þarfnast net-tengingar. Það sem að mér persónulega finnst hins vegar mest spennandi, eða flottasta uppfærslan af þessum öllum er að nú geta konur fylgst með tíðarhringjunum sínum í gegnum Cycle Tracking. Það er nýtt app í Apple úrinu sem virkar samskonar eins og Flo appið, en þar getur maður fylgst með hverjum og einum degi, og séð hvað er langt í næstu blæðingar, egglos og almennt séð hvar maður stendur á hverjum degi. Já og við fáum fleiri ólar.

 

 

iPadOS er ábyggilega mesta snilldin í þessu öllu saman. Ég persónulega er hræddur um að þetta muni gera skóla- og “ritvinnslu” fartölvuna tilgangslausa. iPadOS er að fara rúlla svo mörgu út að ég veit nánast ekki hvar ég á að byrja. Til að byrja með notar skjárinn núna minna pláss í öpp (e. tighter app grid). Þú getur haft öppin og notification center núna á sama stað og notað iPadinn þannig. Slide over og split view er nú orðið miklu þægilegra til að flakka á milli appa (smá forrita?, ég ætla að segja app og öpp í þessu bloggi). Einnig er núna hægt að vera með nokkra glugga eða “tabs” opna í einu frá sama forritinu, t.d. ef þú ert að skoða e-mailið þitt, þá geturðu svarað e-maili hægra megin og skoðað önnur e-mail hægra megin, þú getur verið að lesa úr notes vinstra megin, og verið að teikna inná annað note hægra megin. Multi Tabs!

Það sem heillar mig mest við iPadOS er “Sidecar”. Nú geturðu notað iPadinn sem aukaskjá fyrir tölvuna þína, með snúru og þráðlaust. Þetta er fullkomið fyrir þá sem eru að teikna, iPadinn er núna loksins orðinn eins og fullkomið teikniborð og virkar með teikni forritum í tölvunni. Penninn er einnig orðin mun hraðari, en hann fór úr 20ms niður í 9ms, sem er rosalegur hraði. Þeir sem skrifa mikið á lyklaborðið á iPad fá skemmtilega uppfærslu á lyklaborðinu loksins, en maður getur tekið það og minnkað og fært um allan skjáinn og þarf því ekki að hafa það þvert yfir allan skjáinn, það flýtur núna einfaldlega yfir því sem þú skoðar, og svo geturðu breytt því tilbaka þegar þú vilt.

Safari í iPadOS fékk líka stórkostlega uppfærslu. Maður skoðar ekki lengur mobile Safari, heldur fáum við desktop Safari (muni þið hvað ég sagði áðan með fartölvuna). Með því fylgir einnig download manager, en nú getur maður downloadað af Safari eins og í tölvunum, og séð yfirlit yfir þau download. Pages og notes fengu þann eiginleika að maður getur gert enn fallegri og skemmtilegri verkefni eða kynningar. Fleiri letur og uppsetningar, og maður getur meira að segja sótt fleiri fonts í gegnum safari núna með nýja download manager. Rúsínan á pylsuendanum í þessu öllu saman er nú samt að maður getur nú loksins sett usb eða flakka í iPadinn og skoðað allt sem er þar inná í files. Það eru fréttir.

 

 

Apple kynnti til leiks nýjan skjá með nýju Mac Pro tölvunni. Hann er ótrúlega dýr en hreint út sagt magnaður. Ég veit ekki alveg hvernig framtíðin verður hjá þessum skjá hjá okkur í Macland, eða okkur hér á Íslandi. Eflaust munu einvherjir fá sér hann, og ég eigilega vona það, mig langar að horfa í sálina á þessum 6k skjá og leyfa honum að stara í sálina á mér. En fyrst að hann er rosalega dýr og í svipuðum flokk og Mac Pro tölvan sjálf, þá fái þið bara sama og með hana, copy-paste frá nótunum mínum.

Pro Display XDR:
1.000.000:1 CR
32”
218ppi
truetone
3thunderbolt
líka dýrt 🙁
enginn standur 🙁
ekki myndavél
ekki speakers
ekki faceid
bara pixlar og ehv
6k 🙂

 

Þetta eru allt stórar fréttir úr Apple heiminum, og við erum gríðarlega spennt fyrir þessu öllu saman, það verður mikil gleði í haust þegar þessar uppfærslur fá að líta dagsins ljós, en hingað til nýtum við sólina sem við erum að fá áður en við læsum okkur inni í fimm mánuði að prufa allar nýjungarnar. Við munum fara nánar útí iOS13 í öðru bloggi, svo fylgist vel með!

 

 

 

 

 

 

Sumarliturinn í ár er Coral

Við ætlum að vera coral lituð í sumar gott fólk. Það voru gleðifréttir þegar Apple kynnti til leiks nýju iPhone XR símana í fyrra. Þú gast loksins fengið X símann í öðrum lit en geim-gráum, silfruðum eða kampavíns gulli. Coral liturinn var valinn litur ársins í ár af Pantone, en þar fékk hann nafnið Living Coral, og væri því skandall að eiga ekki iPhone XR í lit ársins.

Nú fer af stað sprengja hjá okkur í Maclandi, en Coral litaði XR síminn er á tilboði hjá okkur sem hljóðar svo:

iPhone XR 128GB var á 134.990 kr.
Verð núna 114.990 kr.

iPhone XR 256GB var á 149.990 kr.
Verð núna 124.990 kr. 

Versla iPhone XR hér

Síminn er gullfallegur einn og sér, en það er ekki verra að smella honum í hulstur og fyrir þá sem vilja iPhone XR á þessu magnaða verði en eru ekki hrifnir af þessum fallega lit (hvað er að ykkur?) þá eru hulstrin hjá okkur alls ekki af verri endanum.

 

Fróðleiksmoli dagsins: Það var árið 1911 sem að rússneskur abstrakt listmálari að nafni Wassily Kandinsky skrifaði í bók sinni um andlega list: “Appelsínuguli liturinn er eins og maðurinn, sannfærður um sín eigin völd”. Viti menn, öld síðar frá skrifum Kandinsky, situr ákveðinn coral litaður maður við völd í hinum vestræna heimi.

Versla iPhone XR hér

 

 

Apple Watch – ECG – uppfærsla

Rétt í þessu gaf Apple út uppfærslu fyrir Apple Watch upp í 5.2.1. Ekki gefa tölurnar til kynna að hér sé eitthvað merkilegt á seyði, en þegar kíkt er í pakkann þá kemur í ljós að aðalmálið fyrir okkur Íslendinga er að loksins er hægt að taka ECG (electrocardiogram) með úrinu. ECG, eða hjartalínurit, var einn af aðalpunktunum í kynningu Apple á Apple Watch Series 4 þegar það var kynnt árið 2018 en var ekki í boði fyrr en í dag á íslenskum markaði.

Undirritaður skellti að sjálfsögðu í eitt hjartalínurit og niðurstaðan var að allt líti eðlilega út en úrið benti mér samt á að hafa samband við lækni gruni mig að eitthvað sé að hrjá mig.

Þessi uppfærsla gerir Apple Watch á Íslandi að enn meira spennandi valkosti. Nú bíðum við bara eftir LTE / 4G frá fjarskiptafyrirtækjunum.

Smelltu hér til að skoða úrvalið í vefverslun okkar.

Nánari upplýsingar fást hér á vef Apple.

Apple Pay er komið!

Það voru aldeilis góðar fréttir sem biðu okkar í morgun. Apple Pay er loksins komið til landsins eftir rúmlega 4 ára bið. Þjónustan hefur verið í boði víða um heim síðan 2014 en nú er Ísland loksins komið á kortið (pun intended) þ.e. ef þú ert í viðskiptum við Arion Banka eða Landsbankann.

Apple Pay gerir notendum kleift að greiða fyrir vörur og þjónustu með iPhone, Apple Watch, iPad eða Apple tölvunni sinni. Þessi greiðslumáti er ekki “enn eitt kortið” heldur bætir núverandi korti/kortum frá viðskiptabanka þínum inn í Apple Wallet og tengist því Apple ID reikningnum þínum.

Undirritaður er með debetkort frá Arion Banka og uppsetningin gæti ekki hafa verið einfaldari. Ég opnaði einfaldlega Arion appið í símanum og þá bauð það mér strax upp á að tengja kortið mitt við Apple Pay. Uppsetning tók í heildina á bilinu 4-5 sekúndur. Ég er með USA Apple ID og Arion Banka Appið færði kortið mitt inn í Apple Wallet án nokkurra vandræða.

Við fengum ábendingu frá notanda hérlendis með USA Apple ID og viðkomandi þurfti að breyta “region” í símanum í United States til að geta sett kort inn handvirkt. Við mælum hins vegar með því að nota leiðbeiningar frá Arion Banka og Landsbankanum við uppsetningu.

Arion banki og Lands­bank­inn tilkynntu í morgun að með App­le Pay njóti við­skipta­vinir áfram allra fríð­inda og trygg­inga sem tengj­ast greiðslu­kort­unum þeirra. App­le Pa­y er ein­falt og öruggt í notkun en þegar greiðslu­kort er tengt við App­le Pay, vist­ast korta­núm­erið hvorki í tækið né á net­þjóna Apple. Þess í stað er sér­stökum sýnd­ar­núm­erum úthlut­að, þau dulkóðuð og geymd með öruggum hætti í því tæki sem notað er, hvort sem það er iPho­ne sími, App­le Watch úr eða Mac ­tölva. Jafn­framt þarf not­andi að auð­kenna sig með fingrafara- eða and­litsskanna iPho­ne sím­ans áður en greiðsla er fram­kvæmd.

,,Það er ánægju­legt að geta nú boðið við­skipta­vin­um ­Arion ­banka að greiða fyrir vörur og þjón­ustu í gegn­um App­le Pay. Banka­þjón­usta er að breyt­ast mikið og hratt og við höfum verið í far­ar­broddi um tækninýj­ung­ar. App­le Pa­y er ein­falt í notkun og smellpassar við þá stefnu okkar að bjóða upp á fram­sækna og þægi­lega banka­þjón­ustu hvar og hvenær sem er, “ segir Stef­án ­Pét­urs­son, banka­stjóri ­Arion ­banka.

Edda Her­manns­dótt­ir, for­stöðu­maður sam­ein­aðs sviðs ­mark­aðs­mála, sam­­skipta og grein­ingu hjá Ís­lands­banki, segir í sam­tali við Kjarn­ann að App­le Pa­y muni einnig standa við­skipta­vinum Íslands­banka til boða á næst­unni en að ekki sé ljóst nákvæm­lega hvenær.

Til hamingju Ísland!

Apple Watch snjallasta snjallúrið

Apple Watch skaraði frammúr alls 118 mismunandi snjall og heilsuúra (e. fitness trackers). Það eru snillingarnir hjá Which? sem gerðu þessa rannsókn á úrunum. Rannsóknin fór þannig fram að rannsakendurnir hlupu maraþon, eða 42,2 kílómetra. Þar kom í ljós að mörg úranna sýndu kolranga tölu eftir að hafa farið yfir raunverulegt mark, eða alla 42,2 kílómetrana.

Það sem kom okkur á óvart var að vinsæla Garmin úrið var alveg útúr kortinu þegar það kom yfir marklínuna, en þar vantaði heila 17,3 kílómetra uppá heilt maraþon. Næst á eftir því var erkióvinur okkar Samsung, en þar vantaði heila 16 kílómetra uppá heilt maraþon, (við erum alltaf að segja ykkur það, verið Apple megin í lífinu). Huawei úrið skráði svo 42,2 kílómetra þegar aðeins 30 kílómetrar voru búnir. Apple Watch úrið var hvað nákvæmast af þessum öllum. Það var aðeins 1% skekkjumunur, eða 420 metrar sem þurfti að hlaupa aukalega til að klára 42,2 kílómetrana. Maður færi nú létt með það.

Það er augljóst að fyrir næsta Reykjavíkurmaraþon mælum við hiklaust með því að kíkja við í verslun Maclands á Laugavegi 23 eða uppí Kringlu og næla sér í eitt stk Apple Watch Series 4 takk fyrir pent!

 

Tilboð á verkstæði

Það getur verið erfitt að eiga við tölvurnar stundum. Þær eiga það til að verða hægar, ekki gera eins og þeim er sagt eða verða sýktar af internet veiru, og verða í kjölfarið erfiðar og lítið sem meðalmaðurinn getur gert annað en að horfa uppá greyið makkann versna og versna, hann byrjar á að senda þér skrítnar beiðnir, hiksta upp óútskýranlegum meldingum, endurtekur sig oft, endurtekur sig oft, endurtekur sig o… og fer að hreyfa sig hægar, þangað til einn daginn gefst hann upp. Makkinn er í óráði, veit ekki hvort að hann sé að koma eða fara og biður þig á endanum um að kippa sér úr sambandi því sársaukinn er orðin of mikill. Ekki fögur sjón að sjá.

 

Svo eru til makkar sem fá oft mikilmennsku brjálæði. Þeir byrja sem ósköp saklausar verur, en með tímanum verða þeir gráðugari, og heimta meira veldi. Þeir neita að taka við upplýsingum þangað til að þú, kæri eigandi, eða það er það sem makkinn vill að þú heldur að þú sért, þó svo á þessum tímapunkti þá vitum við öll að það er makkinn sem á manninn, en ekki öfugt, en þá ferð þú kæri “eigandi” og dælir í hann stærri og sterkari vinnsluminni, örgjörvum og geymsluplássi þangað til að hann er orðinn fullsaddur og sáttur með nýja veldið, og tekur við öllum þínum upplýsingum og lætur þér líða illa með þína eigin vitneskju, því hann veit hlutina áður en þér dettur þá í hug. Það er power.

 

Það sem við erum að reyna segja þér kæri lesandi, er það að ef þú átt eitt stykki svona fínan makka, þá erum við, Macland, með verkstæðið fyrir þig. Þessa dagana standa líka yfir frábær tilboð á uppfærslum og ísetningum. Það hljómar svona.

 

iMac 21″ late 2012-2017 SSD uppfærsla:

120GB 30.475 kr
fullt verð 39.970

250GB 34.475 kr
fullt verð 44.970

500GB 43.475 kr
fullt verð 55.970

1TB 52.475 kr
fullt verð 66.970

ATHUGIÐ! Fyrir 2012 árgerðina þarf hitaskynjara 4.990 kr. fullt verð 6.990 kr.

iMac 27″ late 2012-2017 SSD uppfærsla

120GB + AdaptaDrive 34.965 kr
fullt verð 46.960

250GB + AdaptaDrive 39.465 kr
fullt verð 51.960

500GB + AdaptaDrive 47.465 kr
fullt verð 62.960

1TB+ AdaptaDrive 57.465 kr
fullt verð 73.960

ATHUGIÐ! Fyrir 2012 árgerðina þarf hitaskynjara 4.990 kr. fullt verð 6.990 kr.

Frí ísetning á vinnsluminni fyrir iMac 27″

Tilboð á fartölvum:

MacBook Air og MacBook Pro
Straujun + uppsetning + rykhreinsun = 7.495 kr.

 

 

 

Ný og betri AirPods

 

Airpods hafa nú loksins fengið þá uppfærslu sem þau eiga skilið. Þar á meðal þráðlausa hleðslu og “Hey Siri”. Þau endast lengur í tali og hlustun með nýrri Apple H1 flögu sem býður einnig uppá hraðari og stöðugri þráðlausa tengingu. Það er lítill sem enginn munur á hönnuninni, eina breytingin er sú að nú er ljósið framaná boxinu, þannig að maður þarf ekki að opna það endalaust til að athuga stöðuna á tengingunni.

 

“Hey Siri” er örugglega það sniðugasta sem við fáum í þessari uppfærslu. Nú þarftu aldrei að taka upp símann aftur. Þú einfaldlega segir “Hey Siri, how do I get to Macland?” og Siri leiðir þig í ljósið. Þú getur einnig spurt Siri hversu mikið er eftir af hleðslunni. Þú einfaldlega segir “How’s the battery on my AirPods?”

Fleiri möguleikar með “Hey Siri”
– “Call my sister”

-“Play my TGIF playlist” (aðeins með Apple Music)

-“Turn up the volume”

og margt fleira.

Þráðlausa tengingin er orðin ennþá hraðari. Þau tengjast allt að tvisvar sinnum hraðari á milli tækjanna þinna og einnig er símsvörun í AirPods orðin hraðari. Einnig ef þú hefur gaman að því að spila leiki í símanum þínum þá er hljóðtíminn (e. latency) orðin mun minni. Þetta er gott fyrir þá sem spila Fortnite á síma. (þið ættuð ekki að spila Fortnite í símum). Þannig hvort sem þú ert að hlusta á tónlist, podcöst eða að spila leiki, þá gerirðu það núna með ennþá betri hljómgæðum.

 

Afhverju ættirðu að klippa á snúruna og fá þér AirPods?

Þau eru einfaldlega miklu þægilegri, og auðveldari í notkun. Áttu iPhone 6 og bara EarPods með lightning tengi? Áttu iPhone X en bara EarPods með jack tengi? AirPods hjálpa þér að losna undan öllu svona veseni. Þú einfaldlega tengir þau í gegnum bluetooth og þarft ekki að hafa áhyggjur af tenginu á símanum. Þú stingur þeim í þig á morgnana, ferð í gegnum daginn með Siri, stingur þeim í hleðsluboxið þegar þau þurfa smá hleðslu, klárar verkefni dagsins, og smellir þeim síðan á þráðlausa hleðsluplattan eða í samband með lightning tengi yfir nóttina. Lífið þarf ekki að vera flókið, bara snúrunar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vörur sem breyta lífinu

Vörur sem hafa breytt lífi okkar á einn eða annan hátt!
Þær eru margar og hér fyrir neðan gaf ég landsmönnum Maclands tækifæri á að henda á mig 1-2 setningum hvað varan hefur gert fyrir þau.

Hafþór er fyrsti viðmælandi minn og hefur ekki hætt að tala um hvað nýja garðyrkjugræjan hans hefur gert mikið fyrir líf hans á stuttum tíma!
Hér geturu verslað Click&Grow, til í tveimur stærðum og einnig allskonar áfyllingar.

Hafþór: “Eini ókosturinn við þessa vöru er hvað hún lýsir allsvakalega upp heimilislífið og lífgar aðeins of mikið upp á það á sama tíma”

Konráð er sá sem ég greip næst og fékk að heyra hans skoðun á þessum margslungna þungavitgtar hátalara
Hér geturu verslað Thonet&Vander

Konráð: “Ef þú hefur ekki hlustað á nýju Flóna plötuna þá skaltu bíða með það, kíkja í Macland, kaupa þennan hátalara og svo hlusta”

Sólveig er í næsta rými en skrapp í mat, svo ég náði ekki tali af henni fyrr en nú en vá hvað hún er hamingjusöm með símann sinn
Hér geturu verslað iPhone Xs Max

Sólveig: “Ég hef verið í margra ára sambandi, en okkur til skemmtunar kíkjum við á Tinder inn á milli og ruglum aðeins í lýðnum, aldrei hefur það verið jafn skemmtilegt og í glænýjum iPhone Xs Max”

Kristinn mætti klukkan 14:00 í dag svo ég greip hann strax um leið og hann stimplaði sig inn og spurði hann út í tölvuskjáinn hans
Hér geturu verslað LG 27″ 4K IPS LED skjáinn góða

Kristinn: “Það var ekki fyrr en ég keypti þennan skjá þar sem ég gat af alvöru farið að vinna í myndvinnslu án þess að vera með gleraugun á mér, fyrir mér er þetta kraftaverki líkast”

Ísak er seinasti jólasveinninn sem kom til byggða, jólin eru nefnilega alltaf í Febrúar í Maclandi, allt annað tímabelti og hafði hann þetta að segja
Hér er beinn hlekkur í dótabúðina

Ísak: “Ég hef ekki unnið hérna nógu lengi til að hafa haft tíma til að velja á milli allra þessara skemmtilegu vara sem hafa gefið lífi mínu tilgang, þannig ég keypti allt og íbúðin mín er kölluð Macland 2”

Máni er svo einn okkar allra besti maður þó svo ég segi sjálfur frá og þegar ég talaði við sjálfan mig þá var þetta það fyrsta sem kom upp í huga minn
Hér er beinn hlekkur á bílinn hans Mána

Máni: “Stundum finnst mér ótrúlegt að ég fái að ganga um sem frjáls maður hér um þessar Maclands dyr á hverjum degi án þess að það bíði mín uppsagnarbréf  á skrifborðinu, en ætli það sé bíllinn minn sem fær yfirmennina til þess að ríghalda í mig?”

 

Apple Watch bjargar mannslífum!

Í þessum rituðu orðum voru við að fá þær fréttir inn fyrir okkar dyr að AWS4 betur þekkt sem Apple Watch Series 4 þjónar meðal annars þeim tilgangi að geta bjargað mannslífum.

Frændi okkar frá Noregi lá meðvitundarlaus inn á baðherbergi og hafði ekki hreyft sig í eina mínutu þegar úrið sendi frá sér sjálfvirk neyðarskilaboð, lögreglan mætti hálftíma síðar og kom honum í hendur lækna.
Fjölskyldan er auðvitað í sjokki og dóttir hans segir að það sé augljóst mál að snjallúrið hafi bjargað lífi föður síns.

Þetta er ein af aðal ástæðunum fyrir því að þú lifir betur með Apple Watch.

NRK Frétt NRK
Vísir Frétt Vísis
CNet Frétt CNet

Og þetta er alls ekkert einsdæmi!

Nýjar vörur og uppfærsla á vefverslun.

Máni, sölustjórinn okkar, var að uppfæra vefverslunina með nýjum vörum ásamt því að endurraða flokkum þannig að nú þarf ekki lengur mastersgráðu í kjarneðlisfræði til að finna millistykki fyrir iPad. Úff, það var sko kominn tími á þetta. Takk Máni!

En já við vorum að fá í hús smá skammt af nýjum vörum sem við erum ansi spennt fyrir. Byrjum á einni klassík, en mælum með að þú lesir til enda, rúsínan er í pylsuendanum, eða já… einmitt.

Mujjo – hanskar fyrir snertiskjá

Við vorum með svona hanska til sölu fyrir nokkrum árum en þeir voru ekki mjög næs. Þessir hanskar eru frá Mujjo sem er framleiðandi sem við höfum nýlega verið að taka inn meira af vörum frá. Mujjo sérhæfir sig í hulstrum, töskum og nú snjallhönskum. Eða sko, hanskarnir eru ekkert sérstaklega snjallir, það er síminn og eftir atvikum notandinn sem er snjall. Hanskarnir gera þér kleift að gera tvennt í einu.

 1. Vera hlýtt á höndunum
 2. Nota iPhone/iPadinn þinn á sama tíma og þér er hlýtt
 3. Það er stórkostlegt.

Smelltu hér til að skoða Mujjo – hanska fyrir snertiskjá

 

Apple Watch 4 – 40mm Nike/Black Band

Apple Watch series 4 kom út seint á síðasta ári og var langvinsælasta varan okkar fyrir jólin 2018. Vinsældirnar hafa svo haldið áfram árið 2019 og ekki skemmir fyrir að Nike úrin eru byrjuð að lenda hjá okkur í takmörkuðu magni þó til að byrja með.

Smelltu hér til að skoða Apple Watch – Nike

Orbit – Wallet með hleðslutengi

Hver kannast ekki við að vera með veski í vasanum sem getur ekki hlaðið símann? Það er óþolandi, en nú er komin lausn á þessu aldagamla vandamáli með tilkomu Orbit veskisins er með 2500mAh rafhlöðu og gefur kærkomið boost á símann þegar mest reynir á.

Nokkrir spennandi punktar varðandi Orbit veskið

 • Tæknilegasta veski sem við höfum séð
 • 2500 mAh hleðslubanki
 • Ef veskið er ekki í augnsýn, láttu það pípa í gegnum símann þinn.
 • Ef veskið fer úr 30m fjarlægð við þig þá færðu meldingu í símann með seinustu staðsetningu veskisins.
 • Selfie takki á veskinu sem virkar fyrir myndatökur í allt að 30m fjarlægð.

 

Smelltu hér til að skoða Orbit hleðsluveskið

 

Baseus USB-C 28w Quick Charger

28W hleðslutæki sem getur hlaðið iPhone, iPad og 12″ MacBook. Lítið og nett en fáránlega kraftmikið. iPad Pro sem kom út seint árið 2018 þarf einmitt svona kraftmikið hleðslutæki, og hleður iPhone símann þinn mun hraðar en hleðslutækið sem fylgir símanum.

Smelltu hér til að skoða USB-C 28W Quick Charger

 

Click & Grow Smart Garden

Ef þú elskar garðyrkju og ert með takmarkað pláss þá er þetta það sem þú hefur verið að leita að! Grænir fingur innilega velkomnir í Macland, en markmiðið er að gera Macland algjörlega sjálfbært land árið 2025. Ræktaðu tómata, jarðarber og margt fleira, en í startpakkanum fylgir basilíka til að koma þér af stað.


Smelltu hér til að skoða Click & Grow Smart Garden


Smelltu hér til að skoða áfyllingu á Click & Grow Smart Garden – jarðarber eða tómatar

 

Eins og vitur aðili sagði eitt sinn „If you want to be happy for a month, get married. If you want to be happy for the rest of your life, become a gardener”

Afgreiðslutími til áramóta

Jæja, þá erum við mætt á vaktina eftir hátíð ljóss og friðar.

Við erum mikið spurð hvenær er opið hjá okkur til áramóta og því er okkur ljúft og skylt að tilkynna það hér formlega.

27.des – Fimmtudagur
Kringlan : 10-21
Laugavegur : 10-18

28.des – Föstudagur
Kringlan : 10-19
Laugavegur : 10-18

29.des – Laugardagur
Kringlan : 10-18
Laugavegur : 12-18

30.des – Sunnudagur
Kringlan : 13-18
Laugavegur : 12-18

31.des – Mánudagur
Kringlan : 10-13
Laugavegur : 10-13

Sjáumst hress milli jóla og nýárs!

 

Jól í Maclandi

Þá er komið að því, allt starfsfólk Maclands hefur pakkað búslóðum sínum niður í töskur og munu alfarið flytja annaðhvort á Laugaveg 23 eða í Kringluna því við elskum Macland, SJ, hæsta tilverustigið og JobsBók. Í þessu bloggi mun koma fram hvenær þú getur heimsótt okkur og mælum við sterklega með því ef þú ert í leit að ljósinu.

Opnunartími fram að jólum

18. desember: 10-22 (báðar verslanir)
19. desember: 10-22 (báðar verslanir)
20. desember: 10-22 (báðar verslanir)
21.  desember: 10-22 (báðar verslanir
22. desember: 10-22 (Kringlan) 12-22 (Laugavegur)
23. desember: 10-23 (Kringlan) 12-23 (Laugavegur)
24. desember: 10-13 (Kringlan) 10-14 (Laugavegur

Vinsælar Jólagjafir í Maclandinu góða

Verslaðu Apple Airpods hér

Apple Airpods - Macland.is

Verslaðu iPad 2018 hér

Verslaðu Bose QC II hér

Bose QC 35 II - Silfur - Macland.is

Verslaðu Fujifilm Instax Wide 300 hér

Verslaðu þráðlausa hleðsludocku hér

Verslaðu Marley Stir it up hér

Svo erum við með margt, margt fleira ef þú heimsækir okkar fólk á Laugaveg eða í Kringluna! Ef þú vilt klára þetta í gegnum vefverslun þá er beinn hlekkur HÉR á vefverslunina okkar.

Sýn SJ

Hér í Maclandi  höfum við ætíð gert okkar allra besta til að framfylgja sýn SJ. Hingað til okkar leita týndar sálir sem eru fastar á stigi 6 eða 7, eða jafnvel 5. En með okkar alþjóðlega vottaða kerfi höfum við hjálpað þessum sálum til að komast upp á stig X og sumum jafnvel á XS Max.

Hér nær fólk jafnvægi sem er engu líkt. Heimur andlegra og veraldlegra verðmæta kemur hér saman undir einu þaki og myndar samruna, fegurri en öreindir kosmósins.

Þið gangið út úr Maclandi og inn í framtíðina með nýjustu hjálpartæki sastímans, gegn einfaldri millifærslu af merkingarlausum tölum. Þið munið ekki sjá eftir því!

Komdu til okkar á Laugaveg 23 eða í Kringluna og sérþjálfaðir lærisveinar SJ taka vel á móti þér og færa þig upp á æðra stig. Upp á Air, upp á Pro, upp á XS og jafnvel XS Max.

Hinn eini sanni sannleikur.

Macland – Laugavegi 23 og í Kringlunni – og hér í vefverslun

Svartur Föstudagur & Sýrður Mánudagur

Guð Blessi Macland.

Með þessum orðum ætla ég að hefja kynningu á tilboðum okkar sem munu vera frá og með deginum í dag alveg út mánudaginn eða svokallaðann “Cyber Monday” eða eins og við köllum hann “Súri Mánudagurinn”

Þrír afsláttarkóðar í * vefverslun * 

“stevejobs5” er sá fyrsti sem við kynnum til leiks. Hann gefur þér 5% afslátt af öllu því sem Steve Jobs elskaði hvað mest í lífinu, Apple vörur. Þú getur nýtt hann þegar þú verslar þér iPhone, MacBook, iMac, iPad, Apple Watch og Apple TV. Hann ákvað reyndar að gefa þér 5% afslátt af Playstation 4 Pro 1TB – Fortnite bundle

SÉRSTAKUR SÍMA AFSLÁTTUR Á:
iPhone XS 256GB Silver fer í 176.990 kr.
iPhone XS 256GB Gold fer í 176.990 kr.
iPhone XS MAX 256GB Silver fer í 194.990 kr.
*Fastur afsláttur, virkar ekki að nota “stevejobs5” á þessar þrjár týpur.

“stevejobs15” er næstur í fjölskyldunni. Honum finnst gaman að gefa og gefur hann þér algjört frelsi til þess að vafra um í vefversluninni okkar með 15% afslátt í farteskinu og kaupa hvað sem er fyrir utan þær vörur sem flokkast undir “stevejobs5”. Þarna mæli ég alveg hiklaust með því að kíkja í flokkinn okkar sem heitir þriggja stafa orðinu Jobs! Úps það eru fjórir stafir(Við í Macland erum ekki þekktir fyrir það að vera góðir með tölur…) En vá kíktu í flokkinn okkar “Jól” og einfaldlega kláraðu jólainnkaupin! Þar er að finna til dæmis: Airpods, Bose hljóðvörur, Retro leikjatölvur og fullt af öðru skemmtilegu til þess að gleðja þína nánustu! *Gildir einnig fyrir Apple fylgihluti eins og símahulstur, hleðslutæki og margt fl.

“stevejobs25” er sá elsti og þyngsti í fjölskyldunni. Hann hefur sjaldan látið mikið fyrir sér fara nema
svona rétt fyrir mánaðarmótin nóvember/desember, oft kallaður týndi sonurinn og betur þekktur sem fjórtándi jólasveinninn. Hann er mikill hippi líkt og sjálfur SJ(betur þekktur sem fímmtándi jólasveinninn) var á sínum yngri árum og ELSKAR Bob Marley(lítið sem ekkert þekktur sem Sting). Hann gefur þér því 25% afslátt af Marley vörunum okkar! Sem er líklega það besta sem hægt er að hugsa sér þegar kemur að hljóðvöru á sanngjörnu verði.

S.J. Við tökum svo að sjálfsögðu vel á móti þér í verslunum okkar á Laugavegi og í Kringlu og það er aldrei að vita hvort þar leynist eitt og annað á ofurafslætti…

Guð Blessi SJ

Októberveisla í vefverslun

Framundan er myrkrið og af því tilefni viljum við bjóða þér kæri viðskiptavinur að njóta 5% afsláttar af öllu í körfu ef verslað er í gegnum vefverslunina okkar.

Tilboð myrkursins gildir til og með 22.október 2018 og reiknast afslátturinn þegar kóðinn : tölvuber er notaður í körfu.

Smelltu hér til að fara í vefverslun

Njótið vel!

Siri Shortcuts

Í nýjasta stýrikerfinu iOS 12 hefur Apple bætt við nýjum eiginleika með appi sem heitir Shortcuts.
Þetta er forrit sem þú getur notað til að búa til þínar eigin flýtiskipanir, sem þú til dæmis getur stjórnað með Siri.

Sem dæmi geturðu valið um flýtileið til að hringja í einhvern ákveðinn aðila og valið svo að nota Siri. Þá geturðu tekið upp sjálfan þig að segja “call mom” eða eitthvað svipað og síminn þinn hringir í mömmu þína. Nú og ef þú átt Tesla bíl þá geturðu sem dæmi sagt “Hey Siri, I’m going out”, og þá slökkna ljósin heima hjá þér, iRobot ryksugan fer í gang og Tesla bíllinn þinn kveikir á sér og bakkar út úr stæðinu.

Í myndbandinu hér að neðan er hægt að sjá allskonar hluti sem hægt er að gera með þessu skemmtilega appi og hugmyndaflugið er það eina sem getur stoppað þig.

 

iPhone Xs og Xs Max forsala

Takmarkað magn tækja er í boði en símarnir verða afgreiddir eftir greiddum pöntunum. Afhending fyrstu síma fer fram föstudaginn 28. september en hægt verður að sækja í verslanir okkar að Laugavegi 23 og í Kringlu eða fá hann sendan heim með Póstinum. Tölvupóstur verður sendur á kaupendur með nánari upplýsingum þegar nær dregur.

Smelltu hér til að kaupa eintak.

Apple Watch Series 4 forsala

Takmarkað magn tækja er í boði en úrin verða afgreidd eftir greiddum pöntunum. Afhending fyrstu úra fer fram föstudaginn 28. september en hægt verður að sækja í verslanir okkar að Laugavegi 23 og í Kringlu eða fá úrið sent heim með Póstinum. Tölvupóstur verður sendur á kaupendur með nánari upplýsingum þegar nær dregur.

Smelltu hér til að kaupa eintak.

iOS 12 er komið út

Í gær gaf Apple út iOS 12 og þar er að finna ný tól sem hjálpa viðskiptavinum að skilja betur og stjórna þeim tíma sem eytt er í iOS tækjunum sínum. Þessi nýju tól eru meðal annars Activity Reports, App Limits, Not Disturb og hvernig tilkynningar eru meðhöndlaðar. Allt þetta er hugsað til að gera notandanum auðveldar fyrir að minnka áreiti frá tækjunum sínum ásamt því að stýra og læra betur að skilja hvernig tækin eru notuð með því að sjá nákvæmlega hvað var gert og í hvaða forriti.
Eins og Apple segja sjálf : “Í iOS 12 bjóðum við notendum upp á aðgengileg gögn og tól til að hjálpa þeim að skilja betur og stýra hvernig þau nota tímann sinn í forritum og á vefnum, hversu oft þau taka upp iPhone eða iPad yfir daginn og hvernig notendur upplifa og taka á móti tilkynningum frá tækjunum.” sagði Craig Federighi, stjórnandi í hugbúnaðardeild Apple. “Við kynntum fyrst “foreldrastýringu” í iPhone árið 2008 og hefur teymið okkar unnið að því síðan að bæta við verkfærum fyrir foreldra til að aðstoða og stýra aðgengi barna sinna að efni á netinu. “Screen Time” gefur foreldrum ný tól og tæki sem einfalda og upplýsa þau sem notendur og hjálpa þeim að stýra og aðstoða bæði sig sjálf sem og börnin sín í að skilja hvernig tækin eru notuð og þá hversu mikið.”
Do Not Disturb
iOS 12 kynnir viðbætur við Do Not Disturb, sem gerir þetta frábæra tímastýringartól enn kraftmeira með því að gera notendum kleift að stýra utanaðkomandi áreiti þegar það á við, t.d. á meðan skólatíma stendur, yfir kvöldmatnum, í bíó eða á fundi. Do Not Disturb er nú hægt að stilla á þann hátt að það byrji sjálfkrafa á ákveðnum tíma og hætti svo á ákveðnum tíma, t.d. er undirritaður með stillt á þetta frá 22:00 til 08:00 á hverjum degi. Síminn birtir þá engar tilkynningar og gefur ekkert hljóð frá sér nema ef vekjaraklukkan er stillt innan þessa ramma.

Notifications

Til að minnka truflun gefur iOS 12 notendum betri aðgang að stillingum til að stýra því hvernig tilkynningum er skilað á skjá símans. Nú getur þú samstundis slökkt á tilkynningum frá forriti sem þér finnst truflandi beint úr Notification Center. Siri getur líka tekið við skipunum um að slökkva eða kveikja á tilkynningum. iOS 12 kynnti líka til leiks “Grouped Notifications” sem safnar saman tilkynningum úr sama forriti og birtir sem heild í stað þess að hér áður voru þær birtar í tímaröð, óháð forriti. Það gerir það mun auðveldara að vinna með margar tilkynninar í einu.

Að veita notendum innsýn í hvernig tíma er eytt í tækjunum þeirra, í forritum og á vefsíðun, er gríðarlega mikilvægt. Screen Time býr til ítarlegar skýrslur daglega og vikulega sem sýnir tímann sem notandi eyðir í þeim forritum sem notuð voru, hver notkunin er í ákveðnum flokkum af forritum (t.d. leikir, samfélagsmiðlar) og hversu mikið af tilkynningum eru mótteknar ásamt því að sýna hversu oft iPhone eða iPad er tekinn upp og notaður yfir daginn/vikuna.
Með því að skilja hvernig tækin eru notuð getur notandinn stjórnað notkun sinni betur, t.d. hvað varðar ákveðin forrit, vefsíður eða ákveðinn flokk forrita. App Limits gefur notandanum færi á að setja sjálfum sér mörk varðandi ákveðin forrit eða forritahópa og tilkynning birtist þegar tíminn er liðinn.
Screen Time er frábært tól fyrir alla til að skilja og stýra sinni notkun á upplýstari hátt en getur verið sérstaklega hentugt fyrir börn og foreldra. Foreldrar geta skoðað notkunarskýrslu barna sinna úr sínu símanum eða iPad til að skilja betur notkun barnsins síns og ef þess gerist þörf er hægt að setja App Limit á forrit eða ákveðna notkun.
Screen Time gefur foreldrum líka möguleikann á því að loka á notkun tækis algjörlega, eða að hluta til, á ákveðnum tíma dagsins t.d. á meðan barnið á að vera sofandi. Á meðan Downtime stendur munu engar tilkynningar birtast á skjánum og tilkynning birtist í staðinn sem gefur skýrt til kynna að tækið eigi ekki að vera í notkun á þessum tíma. Foreldrar geta stýrt því að ákveðin forrit t.d. Phone eða Books séu alltaf leyfð jafnvel á meðan Downtime stendur eða eftir að heildartími leyfðar notkunar í tækinu er liðinn.
Screen Time virkar fyrir hvern notanda og virkar þvert yfir öll iOS tæki viðkomandi barns þannig að stillingar, skýrslur og leyfður tími er byggður á heildarnotkun þessara tækja. Screen Time virkar með Familiy Sharing sem við þekkjum flest úr Apple ID aðganginum okkar og er auðvelt í uppsetningu ef þið hafið ekki nú þegar sett það upp. Foreldrar geta stýrt Screen Time stillingum úr sínum eigin síma eða á tæki barnsins sjálfs.
Þessi færsla er þýdd og staðfærð af vef Apple.com. Allar myndir koma frá Apple.com

Skjáir fyrir fagaðila – reynslusaga

Erfið fyrirsögn, en samt nokkuð lýsandi. Ekki gefast upp!

Allt frá því þegar ég steig mín fyrstu skref í Apple heiminum með kaupum á G4 400Mhz Apple Cube tölvu þá dáðist ég að því hvað allt virkaði snuðrulaust saman. Þetta var svo vel hönnuð græja að ég gat meira að segja ekki notað Cube hátalarana með öðrum tölvum eða tækjum (/Kaldhæðni).

Svo liðu árin og alltaf var ég með Apple skjá á borðinu mínu. 20″ Cinema skjá, svo 23″ Cinema skjá en aldrei gerðist ég svo frægur að eignast 30″ Cinema skjá. Árið 2011 gaf Apple svo út skjáinn sem einkenndi öll skrifborð hjá mér og væntanlega flestum Apple “fagaðilum” næstu árin. 27″ Thunderbolt Display.

Hér koma nokkrar myndir upp á nostalgíufaktorinn.

        

Þetta eru náttúrulega guðdómlegir skjáir, en einhvern veginn missti Apple fókusinn á skjáunum. Fókusinn fór æ meir í átt að iOS tækjunum með þeim afleiðingum að “fagaðilar” eða “Apple NERDS” eins og einhverjir myndu vilja kalla það upplifðu skort á ást frá Apple. Þar á meðal ég.

Ég var búinn að vera með Retina skjá á fartölvunni minni síðan 2012, en var ekki með Retina skjá á skrifborðinu mínu. Gamli góði 27″ Thunderbolt skjárinn sinnti þó alltaf sínu starfi vel, en þegar 4K og 5K skjáir fóru að poppa upp út um allt var maður farinn að horfa ansi gramur á pixlana á 27″ skjánum sínum.

Svo ákvað Apple að byrja að selja 4K og 5K skjái frá LG. Þeir komu aldrei formlega til landsins og ekki bendir neitt til þess að það breytist. Ennþá þarf ég að nota minn úldna 27″ Thunderbolt skjá.

En nú rofar loksins til í þessum málum. Þessir 4K og 5K skjáir sem poppuðu upp voru flestir að nota HDMI sem tengingu og beið ég spenntur eftir fyrsta USB-C eða Thunderbolt 3 skjánum.

Hann er loksins kominn. Yndislegar 27″ tommur af fegurð og skýrleika. LG 27″ UHD IPS skjár sem ég þarf bara að tengja við tölvuna með einni snúru á hverjum morgni, og viti menn í skjánum er nægur kraftur til að hlaða 15″ 2018 Macbook Pro tölvuna mína. Ein snúra, ekkert vesen.

Verðið skemmir heldur ekki fyrir, 129.990.

Smelltu hér til að skoða meira um skjáinn í vefversluninni okkar.

Ps. afsakið langa sögu, ég þurfti bara að koma þessu frá mér svona.

Kveðja,
Hörður “fagaðili”

Opnunartilboð í Macland

Macland, sölu- og þjónustuaðili Apple, hefur opnað nýja verslun og þjónustuverkstæði í Kringlunni.

Af því tilefni verða glæsileg opnunartilboð í báðum verslunum okkar í dag og um helgina.  

 • Allt með Apple logoinu á 10% afslætti
 • 20% afsláttur af aukahlutum, heyrnartólum og hátölurum.
 • 40% afsláttur af hulstrum og töskum
 • 70% afsláttur af sérmerktum vörum, gildir eingöngu í Kringlunni

Opnunartilboð gildir ekki í vefverslun, hlökkum til að sjá ykkur í Kringlunni og á Laugavegi 23.

Greiðsludreifing í boði til allt að 36 mánaða með kortaláni Borgunar, Netgíró og Pei.

Custom Soundboks fyrir Macland

Við höfðum samband við hann Árna Má hjá Gallerý Port og fengum hann til að gera sérstaka útgáfu af Soundboks 2 hátalaranum. Þetta kom vægast sagt vel út eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Árni gerir tilboð í svona merkingar á Soundboks 2 og veita starfsmenn Macland nánari upplýsingar um það í verslun okkar að Laugavegi 23.

Þú finnur Soundboks í vefversluninni okkar hér

Airport er dautt! Lengi lifi Amplifi

26.apríl 2018 – dagurinn sem Apple hætti formlega að selja Airport línuna sína. Það eru einhverjar birgðir eftir hjá Apple úti, en við höfum nú þegar tekið Airport vörurnar úr sölu.

Ástæðan fyrir því kom fram á blogginu okkar í lok janúar og sú ástæða er einföld. Amplifi vörurnar eru ljósárum á undan Apple Airport línunni í gæðum og verði. Mögulega ósanngjarn samanburður þar sem Airport vörurnar voru síðast uppfærðar fyrir einhverjum árum, en skítt með það. Hér er ný vara komin á toppinn og við fögnum því.

Smelltu hér til að skoða Amplifi vörurnar í vefverslun

Uppfæra tölvuna? Ný rafhlaða í símann?

Ef þú ert með iPhone, Makka eða iPad sem er ekki að standa sig eins og hann á að gera þá viljum við vita af því.

Lífið er of stutt til að sætta sig við það að síminn drepi á sér upp úr þurru eftir 3 ára notkun. Það þarf líklega bara að skipta um rafhlöðu. Verð á slíkri viðgerð er 8.990 upp í 16.990 eftir því hvaða iPhone þú ert með.

Sjá verðskrá

Lífið er allt of stutt til að vera að vinna í tölvu sem er allt í einu orðin mjög hæg og leiðinleg, hvort sem þú ert í skóla að skrifa ritgerð eða vinna í grafík alla daga. Það þarf líklega bara að skella SSD í tölvuna eða upfæra vinnsluminnið, þ.e. ef hún er fartölva frá árunum 2010-2012 eða iMac frá 2010 til 2015.

Sjá vörur í vefverslun

Þetta eru auðvitað bara dæmi um hvað gæti verið að gerast í tækjabúnaðinum þínum. Svo eru önnur vandamál til, t.d. þau sem eru ekki augljós. Vélbúnaður er í topp standi, en græjan er samt hundleiðinleg. Þá gæti hugbúnaðurinn verið að stríða þér.

Hafðu samband við okkur á verkstæðinu

Í stuttu máli. Græja frá Apple sem er ekki að standa sig eins og þú vilt að hún geri, sama hvort um sé að ræða tölvu, síma eða spjaldtölvu, er ekki eðlilegt ástand. Reynsla okkar síðan 2010 sýnir að í langflestum tilvikum er hægt að gera nokkurra ára gamla græju virkilega góða og í mörgum tilvikum betri en nýja (t.d. með SSD disk og/eða stækkuðu vinnsluminni).

Hlökkum til að heyra frá þér.

Instagram leikur Macland

Föstudaginn 9.febrúar drögum við einn heppinn vin okkar á Instagram. Vertu vinur okkar þar og taktu þátt.

Amplifi WiFi – framtíðin í þráðlausu neti er komin

Allt frá því ég fékk fyrst WiFi tæki í hendurnar, minnir að það hafi verið fartölva frá því í Háskólanum í Reykjavík, þá hefur líf mitt einkennst af baráttu við margs konar þráðlausa senda, routera og svo frv. Apple kynnti á sínum tíma Airport línuna og var það gríðarlegt stökk fyrir heimili og lítil/meðalstór fyrirtæki. Vissulega ekki ódýrustu vörurnar á markaðnum en þarna voru komnar fram stöðugar og vandaðar vörur á verði sem þó gekk upp fyrir áðurnefndan markhóp.

Sjálfur fékk ég mér Airport Extreme og Airport Express um leið og það kom á markaðinn. Framúrstefnuleg hönnun og virkilega vandaðar græjur. Einfaldleiki í uppsetningu og viðhaldi var það sem heillaði mig mest og stöðugt og gott WiFi var allt í einu orðið hluti af lífinu hjá mér.

Svo líða árin og Apple uppfærir Airport línuna til að fylgja þeim stöðlum og þróun sem átti sér stað í WiFi heiminum.

 

Í dag býður Apple upp á Airport Express, Airport Extreme og Time Capsule í þessari vörulínu en hún var síðast uppfærð árið 2013. Síðan eru liðin 5 ár og alls konar þróun er búin að eiga sér stað á sama tíma og Airport vörulínan hefur staðið í stað.

 

Við fjölskyldan búum í rými sem er á 2 hæðum og um 130fm að gólffleti. Þegar við fluttum var ég með 2 stk. Airport Extreme, tengda saman með netkapli á milli hæða og það var töluvert vesen að fá þá til að vinna saman til að búa til heildstætt þráðlaust net með sama nafni. Einnig náðu þeir sendar ekki að dekka allt rýmið og var t.d. mjög erfitt að ná WiFi á öðru salerni hússins, mér til mikillar gremju.

Seint á árinu 2017 komumst við í samband við aðila sem þekkti til Amplifi vörulínunnar. Amplifi vörurnar eru framleiddar af Ubiquiti Networks sem hefur verið leiðandi vörumerki í WiFi lausnum undanfarin ár. Okkur var boðið að prófa AmpliFi Mesh Wi-Fi System og tók undirritaður þær prófanir að sér.

Sú upplifun sem átti sér stað minnti mikið á fyrstu kynni mín af Airport vörulínunni á sínum tíma nema núna er ég kominn með App í símann minn og get því stillt routerinn þar ásamt því að skoða alls kyns tölfræði varðandi nettenginguna mína. Gestanet er hægt að virkja með einföldum smell í appinu og það er mjög auðvelt að stýra netaðgengi dætra minna í þau tæki sem þau hafa aðgang að. T.d. kl. 21:00 á kvöldin hætta tækin þeirra að virka í gegnum WiFi, svo kl. 8 um morgun virkjast það á nýjan leik.

 

Smelltu hér til að skoða Amplifi vörurnar nánar í vefverslun okkar.

Í stuttu máli, Amplifi routerinn hefur gert mig hamingjusaman á ný hvað varðar WiFi mál heimilisins. Uppsetning er leikur einn, hvort sem þú ert með Ljósleiðara frá Gagnaveitunni eða Ljósnet (VDSL) frá öðru fyrirtæki. Ef þú ert með ljósleiðara þá mun Amplifi routerinn koma í stað núverandi routers sem þú leigir frá fjarskiptafyrirtæki. Ef þú ert með Ljósnet þá þarftu að halda routernum frá fjarskiptafyrirtækinu áfram, en við mælum hiklaust með að taka ljósleiðaratengingu sé möguleiki á því.

Routerinn er tengdur með ethernet snúru í ljósleiðaraboxið eða í router frá fjarskiptafyrirtæki (ef þú ert ekki með ljósleiðara) og sendistöðvarnar þurfa bara rafmagn. Því þarf ekki að leggja neinar snúrur á milli router og sendistöðva.

Í stuttu máli. Þessar græjur eru það allra besta sem við höfum séð í WiFi málum fyrir heimili og lítil/meðalstór fyrirtæki.

Hér eru nokkur skjáskot úr appinu

Svona lítur uppsett kerfi út.

Hér er listi yfir þau tæki sem eru tengd. Einnig er hægt að búa til prófíl fyrir ákveðna notendur.

Hér er hægt að stilla prófíl á ákveðinn notanda og þau tæki sem viðkomandi notar. Þetta hentar mjög vel fyrir t.d. börn og unglinga heimilisins.

Hægt er að stýra Amplifi þó þú sért ekki heima.

Gestanetið er mjög skemmtilega uppsett. Þú bara virkjar það og velur hversu lengi það á að vera virkt. Þarft því ekki lengur að gefa upp WiFi lykilorð heimilisins.

Mögulegt er að stilla t.d. hvað tæki eru aðallega að gera. Streymi, leiki eða bara “almennt internet”.

Afreiðslutími um jólin og bílastæði!

Það verður mikið fjör hjá okkur í desember og því við hæfi að minnast á tvo mikilvæga þætti í rekstri fyrirtækis.

 1. “Hvernig er með þessi “fjandans” bílastæði?”
 2. “Hvenær verður opið hjá ykkur?”

Byrjum á bílastæðunum, en Bílastæðasjóður hefur opnað glæsilegan vef þar sem hægt er að sjá opnunartíma, stæðafjölda og laus stæði í rauntíma. Smelltu hér til að skoða nánar.

Afgreiðslutími Macland er 10-18 á virkum dögum og 12-18 um helgar, en þann 14.des verður opið mun lengur bæði á virkum dögum og um helgar.

14.des og 15.des – 10-22
16.des til 17.des – 12-22
18.des til 22.des – 10-22
23.des 10-23
24.des 10-14
25.des LOKAÐ
26.des LOKAÐ
27.des til 29.des – 10-18
30.des 12-18
31.des 10-14
1.janúar LOKAÐ
2.janúar LOKAÐ (vörutalning)
3.jan hefst svo venjulegur afgreiðslutími aftur.

Ertu í vandræðum eftir uppfærslu í iOS 11?

Á hverju ári síðan 2007 hefur Apple gefið út nýtt stýrikerfi fyrir iPhone, iPad og iPod sem kallast iOS. Núverandi kerfi heitir iOS 11 og kom út fyrr í haust.

Þegar hugbúnaðaruppfærslur eru kynntar frá Apple koma alltaf upp nokkur mál þar sem notendur upplifa og sjá tækin sín haga sér eitthvað skringilega eftir að uppfærsla er sett inn. Dæmi um slíkt er að rafhlaðan endist styttra, eða að forrit geta látið leiðinlega. Örfá dæmi eru svo um að tæki ræsi sig ekki upp eftir uppfærslu og þá er sorgin oft mikil enda erfitt að nálgast gögn af tækjunum ef þau klára ekki ræsingu.

Það fyrsta sem þú ættir að gera áður en þú skellir þér í uppfærslu, og þetta á við um öll raftæki sem geyma gögn, er að afrita gögnin þín, tryggja að þau séu örugg. iCloud afritunin er sú leið sem við mælum með en þó er hægt að nota iTunes í tölvunni til að afrita tækið. Undirritaður hætti því fyrir mörgum árum og því skulum við ekkert tala um þá aðferð hér.

Skref 1
Tengdu símann þinn við þráðlaust net (WiFi)

Skref 2
Farðu í Settings og smelltu á nafnið þitt efst uppi í valmyndinni og veldu iCloud. Ef þú ert að nota iOS 10.2 eða eldra þarftu að fara í Settings og fara neðar á skjáinn og velja iCloud.

Skref 3
Smelltu á iCloud Backup. Ef þú ert að nota iOS 10.2 eða eldra smelltu á Backup.
Hér á iCloud Backup að vera stillt eins og á myndinni. Ef ekki, smelltu á hnappinn og gerðu hann grænan.

Skref 4
Smelltu á Back Up Now. Haltu tækinu í netsambandi við þráðlausa netið þitt þar til afritun er búin og þú sérð “Last successful backup : Í dag kl. xx:xx”. Ef það kemur ekki þarna fyrir neðan þá hefur eitthvað klikkað og þá þarftu að fara aftur í gegnum þetta ferli.

Einhverjir munu segja núna : “En ég er ekki með neitt pláss lengur í iCloud” og það þekkjum við vel sem vinnum í Macland. Lang algengasta skýringin á því af hverju tæki eru ekki afrituð.

Verðskrá Apple á iCloud plássi (verð frá 8.nóvember 2017)
50GB kosta 1,23$ á mánuði
200GB kosta 3,71$ á mánuði
2000GB (2TB) kosta 12,39$ á mánuði

Hér er hægt að lesa sér meira til um iCloud og hvernig er best að leysa vandamál með pláss

iCloud pláss er nefnilega hægt að nýta í meira en bara afritun á símum eða tölvum. T.d. er undirritaður með allar ljósmyndir í iCloud í gegnum Photos og því eru myndirnar mínar aðgengilegar mér á öllum þeim tækjum sem ég er með iCloud reikninginn minn uppsettan.

Uppsetning og rétt notkun á iCloud gerir þér kleift að nota tækin þín án þess að hafa áhyggjur af gagnatapi. Á hverri nóttu afrita allir iPhone á heimili mínu sig sjálfkrafa svo lengi sem þeir eru í hleðslu, tengdir við þráðlaust net.

En jæja, þá erum við búin að fara yfir grunnatriði afritunar á iPhone/iPad og erum tilbúin til að ræða um af hverju síminn þinn gæti verið leiðinlegur eftir uppfærslu í iOS 11.

Tökum dæmi, þú kaupir iPhone 6 árið 2014. Hann kom með iOS 8, svo kom iOS 8.0.1 og svo frv. Svo ári síðar kom iOS 9 og svo iOS 9.01 og svo frv… og svo kom iOS 10 og svo frv. og nú erum við stödd í iOS 11 og strax er búið að gefa út 11.1. Síminn þinn er því mögulega búinn að fá 25-30 uppfærslur frá því þú keyptir hann.

“En nú er ég með iPhone 7 frá því í fyrra og hann er samt leiðinlegur” – sama gildir um það. Hann kom með iOS 10 og hefur fengið a.m.k. 10+ uppfærslur síðan þú keyptir hann.

Hvað er til ráða?

Undirritaður gerir þetta alltaf svona þegar nýtt kerfi kemur.
• Ég geri iCloud backup (sjá að ofan)
• Ég tengi símann við tölvuna með lightning kaplinum sem fylgdi í kassanum
• Nota Restore í stað Update.

Þegar tölvan er búin að setja nýtt stýrikerfi inn á símann þá ertu búin/nn að “strauja hann” og því fylgja honum engin vandamál frá fyrri uppfærslum. Síminn verður því alveg ferskur og gögnin koma inn í gegnum iCloud afritið sem við gerðum að ofan.

Við getum ekki mælt nógu mikið með þessari aðferð. Undirritaður uppfærir þó innan iOS 11 (úr 11.0 í 11.0.1 og svo frv.) með því að nota Software Update innan úr Settings á símanum. Það á ekki að þurfa að gera þetta nema þegar stokkið er á milli heillar tölu í útgáfu t.d. úr iOS 10 í iOS 11.

Ef þú ert ekki 100% örugg/öruggur með hvernig þetta virkar þá skaltu lesa þetta rólega yfir aftur og ef það dugar ekki til, sendu okkur línu á facebook eða í gegnum þjónustuvefinn okkar eða kíktu á okkur á Laugaveg 23. Við tökum vel á móti þér og leysum málið með þér.

Guð blessi Ísland!

Nú á 9 ára afmæli þessara fleygu orða finnst okkur í Macland við hæfi að bjóða viðskiptavinum okkar á hina stórskemmtilegu og hressandi sýningu Guð blessi Ísland.

Þar sem við þekkjum viðskiptavini okkar mjög vel þá þarft þú bara að mæta í verslunina okkar að Laugavegi 23 og sækja 2 miða, í boði Macland og Borgarleikhússins, á Guð blessi Ísland.

Takmarkað magn miða er í boði. Hlökkum til að sjá ykkur.

Takk fyrir okkur elsku Maclendingar, Guð blessi Macland

Á Íslandi ríkir borgarastyrjöld. Búsáhaldabyltingin er hafin. Uppreisnarfólk stendur fyrir framan Alþingi og lemur potta og pönnur. Sigurinn er vís – vanhæf ríkisstjórn fellur. Í miðjum átökunum á Austurvelli samþykkir Alþingi að hrinda af stað rannsókn um orsakir hrunsins. Skýrsla kemur út í apríl 2010. Hún er yfirgripsmikil – en um fram allt æsispennandi, líkust reyfara sem varla er hægt að leggja frá sér. Þar er flett ofan af vafasömum viðskiptum ofurhetja íslenska bankakerfisins og ótrúlegum samskiptum æðstu embættismanna þjóðarinnar lýst. Lygileg samtöl lifna við – ólíkindaleg samskipti eiga sér stað. Þetta var partý aldarinnar. Þetta var siðlausasta skeið í sögu þjóðarinnar. Þetta var eitt mesta hneyksli í fjármálasögu Evrópu fyrr og síðar!

Áhorfendum er boðið í partý aldarinnar þar sem öllu verður tjaldað til og engum hlíft í ofsafenginni leit að sannleikanum – eða hvað? Af hverju fór allt til fjandans? Hvernig getur siðferði fólks brostið á þennan hátt? Hvernig er hægt að ræna heila þjóð öllu sem hún á? Og hvar stöndum við nú? Búum við í hinu nýja landi sem vonir stóðu til eftir hrunið? Hefur eitthvað breyst?

Þorleifur Örn Arnarsson og Mikael Torfason sameina krafta sína á ný eftir einstaklega vel heppnaða sviðsetningu á Njálu í Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum. Þar var tilurð sjálfsmyndar Íslendinga rannsökuð. Nú mun greining á íslenskri þjóðarsál halda áfram. Eins og í Njálu verður öllu tjaldað til: Tónlist, dans, myndlist, leikur og sprell. Guð blessi Ísland verður ógleymanlegur gleðileikur um hrunið og framtíð íslensku þjóðarinnar. Góða skemmtun – ef þú þorir!

iPhone forsalan er komin af stað

Forsala á iPhone 8 og iPhone 8 Plus er komin af stað!

Takmarkað magn tækja er í boði en símarnir verða afgreiddir eins og þeir eru pantaðir; ef óskað er eftir að skipta er það mögulegt í verslun okkar eftir afhendingu. Áætluð afhending fyrstu síma er föstudaginn 29. september en hægt verður að sækja í verslun okkar Laugavegi 23 eða fá hann sendan heim með Póstinum. Tölvupóstur verður sendur á kaupendur með nánari upplýsingum þegar nær dregur.

Þeir viðskiptavinir sem greiða fyrir símann með Netgíró fara í pott og einn heppinn viðskiptavinur verður dreginn út og fær símann endurgreiddan.

Ekki nóg með það heldur hafa stórvinir okkar í Netgíró ákveðið að bjóða öllum sem greiða með Netgíró upp á að greiða símann 1.nóvember (ef þú ákveður að dreifa greiðslum þá kemur fyrsta greiðsla líka 1.nóvember). Geri aðrir betur!

Smelltu hér til að forpanta eintak.

iOS 11 kemur út í dag

Til hamingju með daginn eigendur eins eða fleiri af eftirtöldum tækjum.

iPhone

 • iPhone 7 og 7 Plus
 • iPhone 6s og 6s Plus
 • iPhone 6 og 6 Plus
 • iPhone SE
 • iPhone 5s

iPad

 • 12.9-inch iPad Pro (1 og 2 kynslóð)
 • iPad Pro (10.5-inch)
 • iPad Pro (9.7-inch)
 • iPad Air og iPad Air 2
 • iPad (5 kynslóð)
 • iPad mini 2, 3 og 4

Í stuttu máli þá er iOS 11 flottasta uppfærsla frá Apple fyrir iPhone og iPad. Í næstu viku mun svo High Sierra koma út með virkilega endurbættu iCloud sem einmitt tengir tölvurnar og iPhone/iPad enn betur saman.

En það eru nokkur ráð sem við viljum deila með ykkur varðandi uppfærsluna í dag.

Afritaðu iPhone / iPad tækið þitt í iCloud. Í nafni Guðs, sonar og heilags anda, plís.

Já við erum ekkert að grínast. Á hverju ári mæta tugir viðskiptavina daginn eftir uppfærslu og kvarta sáran yfir því að eitthvað hafi gerst. iCloud pláss er orðið það ódýrt í dag að við erum að tala um örfáa dollara á mánuði til að vera 100% viss að gögnin þín týnist ekki, t.d. ljósmyndir, símaskráin, sms og svo frv. – Ekkert rugl. Gerðu afrit fyrst. Hættu líka að afrita símann í tölvuna í gegnum iTunes. Árið er 2017.

Gerðu símtækið tilbúið fyrir uppfærslu

Undirritaður gerir þetta alltaf svona þegar nýtt kerfi kemur.

 • Ég geri iCloud backup
 • Ég tengi símann við tölvuna.
 • Nota Restore í stað Update.

 

Þegar tölvan er búin að setja nýtt stýrikerfi inn á símann þá ertu búin/nn að “strauja hann” og því fylgja honum engin vandamál frá fyrri uppfærslum. Síminn verður því alveg ferskur og gögnin koma inn í gegnum iCloud afritið sem við gerðum í skrefi 1.

Við getum ekki mælt nógu mikið með þessari aðferð og ítrekum að gagnatap í iPhone og iPad ætti aldrei að koma fyrir því iCloud er orðið það ódýrt að það kostar minna en 1 tyggjópakki á mánuði.

Njótið vel og uppfærið!

 

Nýjar vörur

Nýlega kynnti Apple uppfærslu á iPhone, Apple Watch og Apple TV. Algengasta spurningin sem við fáum þessa dagana er : “Hvenær kemur þetta!”

Í stuttu máli erum við byrjuð að taka við forpöntunum á Apple TV 4K. Þeir sem greiða pöntunina munu ganga fyrir þegar fyrstu sendingar koma.

Þú getur pantað Apple TV 4K með því að smella hér.

Apple Watch Series 3 er væntanlegt í lok mánaðar/byrjun október en forpöntun er ekki komin af stað. Forsala hefst 22.september kl. 00:01 (rétt eftir miðnætti næstkomandi fimmtudagskvöld)

Svo er það iPhone 8 og iPhone 8 Plus. Forsalan hefst einnig 22.september kl. 00:01 (rétt eftir miðnætti næskomandi fimmtudagskvöld).

Þar sem eftirspurnin er gríðarlega mikil eftir þessum vörum þá munum þeir sem greiða fyrir pantanir ganga fyrir þegar fyrstu sendingar koma.

Fylgist vel með á Twitter og Facebook. Við hlökkum til að segja ykkur meira.

Apple kynningin – samantekt

Á hverju ári hittumst við hér og ræðum um iPhone kynninguna. Að þessu sinni var þetta stærra en áður. Það var reyndar búið að leka flestu því sem kom fram, en það dregur ekki úr gleðinni nema að mjög litlu leyti.

Þetta var fyrsta kynningin í Steve Jobs salnum í nýjum höfuðstöðvum Apple. Kynningin heppnaðist vel, eins og svo oft áður. Rennum aðeins yfir hvað gerðist í mjög stuttu máli.

iPhone 8

Fyrsti iPhone hét jú iPhone og svo hefur þetta verið 3G, 3GS, 4, 4S, 5, 5S, 6, 6S, 7 og svo 8. Myndarlegar uppfærslur á örgjörva, myndavélum, skjánum og nýir hlutir eins og bakhlið úr gleri sem gerir okkur kleift (loksins) að nota þráðlausa hleðslu. Þessi uppfærsla er smá eins og iPhone 7s, en með þráðlausu hleðslunni og glerbakinu erum við alveg sátt við að kalla hann iPhone 8.

iPhone 8 kemur út í Bandaríkjunum 22.sept en við búumst við honum hér á Íslandi í kringum mánaðamótin.

iOS 11 og watchOS 4

Ekki var nú farið neitt rosalega djúpt í það núna, en dagsetningar eru staðfestar. iOS 11 og watchOS 4 koma út 19.september.

Apple Watch Series 3

Úrið er nú mun minna háð símanum og er með innbyggðu LTE sem þýðir að þú getur hringt og tekið á móti símtölum og notað úrið á internetinu þó þú sért ekki nálægt símanum þínum. Þetta breytir notagildi Apple úrsins algjörlega. Einnig vorum við glöð að sjá Apple Watch geta streymt Apple Music án þess að síminn sé nálægt. Þetta er virkilega spennandi uppfærsla. Við búumst við Apple Watch í október.

Apple TV 4K

Helsta gagnrýni sem Apple TV 4 fékk þegar það kom út í fyrra var skortur á 4K (UHD) upplausn. Apple bætti úr því, setti meira kjöt á beinin og erum við persónulega næst spenntust fyrir þessari uppfærslu fyrir utan iPhone veisluna. Búumst við þessu seinna á árinu. Bandaríkin munu ganga fyrir eins og svo oft áður, en við gerum okkar besta til að koma þessu í sölu sem allra fyrst. Apple TV 4 verður selt áfram og einhver verðlækkun er væntanleg á því.

iPhone X – (iPhone 10)

Þá er það rúsínan í kynningarendanum. Þetta símtæki er búið að vera lengi á leiðinni. Hér er verið að kynna okkur fyrir Face ID sem kemur í stað Touch ID og home takkans. Þú opnar ekki lengur símann með því að nota fingrafar heldur þarftu bara að horfa á símann. Það kallar maður breytingu.

Apple kynnti einnig Super Retina Display sem er með 2436×1125 punkta upplausn, með Dolby Vision og HDR10.

iPhone X lætur okkur líða eins og Apple hafi tekið næsta skref í áttina að frekari þróun í farsímum. Síðustu ár hefur verið ágætis þróun, vissulega, en lítið um stór stökk. Þetta er stórt stökk.

A11 Bionic örgjörvinn gjörsamlega rústar A10 örgjörvanum úr iPhone 7 og 7 Plus og síminn er auðvitað líka með þráðlausri hleðslu. Face ID tæknin er ekki bara hugsuð sem öryggisatriði og til þess að leysa af hólmi Touch ID eftir mörg góð ár. Nei, þú getur líka notað Face ID tæknina til að senda HreyfiMoji eða Animoji. Hvern hefur ekki dreymt um að geta sent skilaboð á vini sína sem gamli góði kúkaemoji? Undirritaður er a.m.k mjög spenntur og þakkar Apple fyrir þessa snilld.

Myndavélarnar voru báðar uppfærðar. Að aftan ertu með 2 x 12 megapixla myndavélar með endurbættri tækni til að gera myndir stöðugri, minnka hreyfingu í myndinni. Apple kallar það dual optical image stabilization – ég heyrði bara : “myndirnar voru geggjaðar áður, en þær verða enn geggjaðri núna”.

Rafhlaðan fékk líka smá ást. 2 tíma auka rafhlöðuending miðað við iPhone 7.

iPhone X verður hægt að panta í USA í lok október og því líklegt að hann byrji að smeygja sér til Íslands fyrir jól.

Eins og áður, þetta var rosalega mikið af upplýsingum og okkur langaði að draga þetta örlítið saman fyrir ykkur. Ef þið hafið áhuga, sem ég mæli með að þið gerið, þá endilega kíkið á apple.com og skoðið betur þessar vörur. Einnig er þar að finna mikið af myndböndum og nánari upplýsingum um nákvæmlega hvað var að breytast í dag.

Við munum svo auðvitað láta vita um leið og við fáum upplýsingar um komutíma á vörum, verð og svo frv.

Hlökkum til að heyra í ykkur.

Hvernig ætlar þú að horfa á kynninguna í dag?

Það er loksins komið að því, hinn árlegi iPhone viðburður Apple er í dag. Einnig er búist við að Apple kynni uppfærslur á öðrum vörulínum sem og stýrikerfum fyrir iPhone, iPad og tölvurnar.

 

Er þetta nýi iPhone 8?

Þeir hlutir sem við teljum að Apple kynni 100% staðfest í dag eru :

 • Uppfærsla á iPhone 7 og 7 Plus og svo mögulega iPhone 8
 • Apple Watch með LTE stuðning
 • Apple TV með 4K stuðning
 • iOS 11
 • macOs High Sierra
 • watchOS4

Mögulegt að verði kynnt

 • HomePod hátalarinn – mögulega kynntur, en líklegra að nánari dagsetning komi í ljós
 • iMac Pro – mögulegt að nánari dagsetning komi í ljós
 • AirPods 2 – Ef þetta gerist þá verðum við amazed. AirPods 1 eru varla komin á lager víðs vegar um heiminn.

One more thing?

Í gegnum söguna hefur One more thing verið stór og skemmtilegur hluti af kynningunni en síðan elskulegur Steve Jobs hætti á sínum tíma hefur einungis eitt One more thing moment átt sér stað.

Við höldum þó alltaf í vonina og trúum að Apple komi með eitthvað svakalegt til viðbótar við þá veislu sem boðið verður upp á í dag. Ein af ástæðunum fyrir þeirri trú er að þetta er fyrsta kynningin í Steve Jobs Theater í nýjum höfuðstöðvum Apple. Þau munu vilja fá algjörega sprengju í dag.

Algengasta spurningin er “Hvenær byrjar þetta?”

Að íslenskum tíma byrjar þetta kl. 17:00 sharp. Að staðartíma í San Francisco verður þetta kl. 10 að morgni.

Við mælum með að láta internetið í friði og horfa með báðum augum á útsendinguna í gegnum Apple TV, Safari vafrann á makkanum þínum eða á iPhone / iPad. Windows 10 notendur geta notað Microsoft Edge vafrann til að horfa (I’m looking at you Jón Ólafssson / Lappari.com)

Annars verðum við á vaktinni á Facebook og Twitter og notumst við #appleis myllumerkið

Apple vefverslunin er komin í pásu þar til eftir kynninguna.

Apple kynning 12.september

Í dag sendi Apple út boðskort til blaðamanna og fleiri (a.m.k. ekki til okkar) á hinn árlega iPhone atburð sem haldinn er í fyrsta sinn í Steve Jobs leikhúsinu í Apple Park, nýjum höfuðstöðvum Apple í Cupertino.


Boðskortið fallega. Eitthvað er Apple að gefa til kynna með þessum litum… en hvað?

En það verður ekki bara iPhone sem mun fanga athygli okkar þennan dag. Apple mun væntanlega kynna á sama tíma uppfærslur á öllum stýrikerfum fyrir iPhone, iPad, tölvurnar og Apple Watch.

iOS 11
macOS High Sierra
watchOS 4
tvOS 11

Undirritaður er búinn að nota þessi stýrikerfi allt frá beta 1 á öllum tækjum síðan á WWDC í sumar. Á hverju ári nær Apple að toppa sig í útgáfu beta hugbúnaðar og get ég sagt með sanni ég hlakka til að fá lokaútgáfurnar í hendurnar miðað við hvernig beta prófunin hefur gengið. Hér áður fyrr gat maður lent í því að prentari virkaði ekki í mánuð, eða að WiFi tengingar voru nær ónothæfar. Þessi útgáfa hefur gengið algjörlega snurðulaust fyrir sig og hver uppfærslan á eftir annarri gert stýrikerfin hraðari, léttari og skemmtilegri.

Þó stýrikerfin muni taka mikið pláss í kynningunni og séu alveg þokkalega spennandi ein og sér þá er mest spenna fyrir iPhone kynningunni.

Talið er að Apple muni kynna iPhone 7s, iPhone 7s Plus og iPhone edition. Ásamt nýju Apple TV með 4K stuðning (UHD) og nýju Apple Watch.

iPhone 7s og 7s Plus verði þá uppfærðir eins og við höfum séð síðustu ár, lítilvægar breytingar á útliti en aðaláhersla lögð á að uppfæra innvolsið. iPhone edition er eitthvað sem er enn ekki alveg ljóst hvað er og hvað verður, en talið er að Apple muni gefa hann út sem 10 ára afmælisútgáfu iPhone.

Svona mun hinn nýi iPhone líta út skv. “orðrómi götunnar”

Við munum a.m.k fylgjast spennt með kynningunni og munum láta vita ef við fréttum af einhverju nýju og spennandi.

Að lokum minnum við á að það er ekki hægt að segja til um það ennþá hvenær nýr iPhone lendir á Íslandi en miðað við síðustu ár þá er lok september/byrjun október ekki slæm ágiskun. Við munum að sjálfsögðu tilkynna um það þegar við vitum meira!

Spark í rassinn

Flott fyrirsögn, ekki satt? Það er samt ástæða fyrir því. Allt frá því ég byrjaði að nota Apple vörur þá hefur Mail forritið frá Apple verið eins og hælsæri þegar ég fer út að skokka (skokka samt aldrei) eða sólbruni þegar ég er í sólarlöndum og skelli mér í sjóinn.

Apple Mail er fyrir mér óþægindi í annars mjög fínum aðstæðum og Apple á skilið spark í rassinn fyrir að hafa gert Mail verra með hverju árinu. Ok. Þá er búið að segja það og nei við ætlum ekki að ræða iTunes hér. iTunes er fínt.

Allt frá því Mailbox kom út snemma árs 2013 varð ég spenntur. Virkilega spenntur. Þarna var loksins  komið póstforrit sem ætlaði að breyta leiknum og sú varð raunin. Að geta “snoozað” tölvupóst og léttleiki forritisins almennt var æðislegt. Hraðar og áhugaverðar uppfærslur héldu manni við efnið. Einnig kom fljótlega desktop útgáfa af Mailbox sem leyfði manni að kveðja Mail frá Apple “endanlega”.

Fljótlega var Mailbox keypt af gagnarisanum Dropbox en seint á árinu 2015 var tilkynnt um að Mailbox yrði lokað þann 26.febrúar 2016. Síðan þá hef ég reynt allskonar. Ég hef prófað Airmail, Polymail, Mail Pilot og Spark. Við ætlum að tala aðeins um Spark.

Spark er gefið út af fyrirtækinu Readdle og kom á markað þann 29.maí 2015. Ég prófaði það snemma en fannst það ekki nálægt Mailbox í gæðum og fyrst Mailbox var að hætta þá ákvað ég að skipta í Mail.

Í stuttu máli þá hefur líf mitt aldrei verið verra en á þeim tíma sem ég skipti aftur yfir í Mail. Guð minn góður hvað ég mun aldrei fara til baka, a.m.k. þar til Spark hættir að vera til. En já, við erum að tala um Spark.

Ég elska Spark. Spark gerir allt sem ég þarf í tölvupóstforriti. Það er hratt, létt og nett. Ég get svarað pósti í Apple úrinu mínu, iPhone, iPad, tölvunum mínum. Get notað þjónustu allra þessara fyrirtækja á myndinni. Allir glaðir.

Ég get líka fengið snjallar tilkynningar, t.d. ef ég vil bara fá að vita þegar ákveðnir aðilar senda mér póst. Einnig get ég tengt Spark við t.d. Dropbox, Box, iCloud Drive, One Drive, og Google Drive. Tær snilld, og að lokum þá er leitarvélin í Spark stórkostleg, hröð og einföld. Og já, ég get stillt allt frá útliti og virkni Spark alveg eftir mínu höfði. Yndislegt.

En af hverju er ég að skrifa þessa grein? What is the deal?

Spark gerir eitt sem ekkert annað póstforrit getur gert. Ég get læst Spark með Touch ID og/eða passcode. En af hverju ætti ég að vilja það? Jú ég vil ekki að aðrir en ég komist í tölvupóstinn minn. Ef ég leyfi börnunum mínum eða vinum að nota símann þá eru í raun öll forrit opin, t.d. Facebook, Twitter, allskonar öpp sem ég er ekkert ofboðslega hrifinn af.

Af öllum þeim póstforritum sem ég hef notað á ævinni er Spark það lang, lang, langbesta sem ég hef notað. Virkar á öllum þeim tækjum sem ég nota daglega og því til viðbótar þá er hægt að læsa því með lykilorði og/eða Touch ID.

En það besta af öllu við Spark er að það er ókeypis. Þú tapar því engu á að prófa. Mundu bara að hugsa hlýlega til Macland þegar þú byrjar að elska Spark.

Ef ég vil nota Touch ID

Ef ég vil nota lykilorð

Ef ég vil svara með Emoji. Virkar líka á úrinu.

“Snooze” er hægt að stilla eins og þú vilt.

Spark fyrir tölvur er stílhreint og nett. Innbyggt calendar sem er líka plús.

Já og var ég búinn að minnast á að Spark er snilld á öllum tækjum frá Apple?

Svo er hægt að stilla allskonar í forritinu eins og þú vilt. Hint hint Apple.

Svo nýtir Spark sér að sjálfsögðu Touchbar á nýjustu MacBook Pro fartölvunum

 

Sögur af viðskiptavinum Macland

Hann Sigurður kom til okkar í lok júní og pantaði hjá okkur 15″ Macbook Pro með ákveðnum breytingum. Slíkar breytingar taka 3-4 vikur að koma út úr framleiðsluvél Apple. Sigurður var á leið erlendis í sumarfrí og tókum við sameiginlega sénsinn á að panta tölvuna og vonuðum að hún yrði komin áður en hann færi út.

Svo var ekki. 3 vikur liðnar, tölvan ekki komin, og Sigurður fór til Frakklands.

Auðvitað kom svo tölvan þegar 4 vikan var að byrja en nú voru góð ráð dýr. Hvernig kemur maður tölvu til Sigurðar í Frakklandi án þess að

 • það taki of langan tíma
 • hún týnist
 • hún skemmist
 • Sigurður þurfi að borga toll/gjöld af henni í Frakklandi

Við höfðum samband við snillingana í DHL (Hrafn fær sérstakt shout out frá okkur) sem tjáðu okkur að þetta væri ekkert mál. “Kíktu bara með tölvuna, við finnum út úr þessu”. Nákvæmlega það sem við elskum að gera fyrir okkar viðskiptavini og elskum að heyra frá þeim sem við vinnum með.

Tölvan fór til DHL á þriðjudeginum 25.júlí. Í dag, 26.júlí var hún mætt á dyrakarminn hjá Sigurði í Suður-Frakklandi.

Við elskum að veita góða þjónustu, stundum þurfum við smá hjálp við það og því fannst okkur tilvalið að henda í góðan “takk DHL” póst því í þessu máli voru þau okkur ómetanleg.

Meðfylgjandi eru myndir af tölvunni og auðvitað Sigga sjálfum, en hann var gríðarlega þakklátur fyrir snögga og góða þjónustu. Macland og DHL segja bara takk sömuleiðis og óskum tölvunni og Sigga góðrar ferðar heim.

  

Macland og auglýsingar

Sæl verið þið.

Undanfarin 3 ár höfum við birt auglýsingar frá Hugleiki Dagssyni sem okkur hafa þótt skemmtilegar og töluvert ögrandi. Það hefur verið okkar stíll og samstarf okkar með Hugleiki var vægast sagt áhugavert og skemmtilegt.

Nýverið bannaði Neytendastofa okkur að birta jólaauglýsingu sem birtist fyrst í desember 2016. Bannið tekur því gildi um 7 mánuðum eftir að hún birtist síðast. Við erum alls ekki sammála þessum úrskurði og erum að skoða næstu skref.

Hægt er að lesa úrskurð Neytendastofu hér.

Hér má sjá þær 3 auglýsingar sem mesta gagnrýni, en aðallega gleði, hafa fengið. Góða skemmtun!

Apple lækkar verð á iCloud geymsluplássi. Áhugavert.

Í kjölfar WWDC ’17 þar sem Apple kynnti uppfærslur í hugbúnaði jafnt sem vélbúnaði hefur Apple einfaldað og lækkað verð á iCloud geymsluplássi.

1TB þrepið var fjarlægt og í stað kom 2TB þrep sem fékk sama verð og 1TB hafði áður, 9,99$ á mánuði. Í stuttu máli þá er verið að gefa notendum sem vilja geyma öll sín gögn í iCloud gríðarlega gott verð á þessari þjónustu.

Við í Macland lendum oft í því að horfa framan í döpur andlit þar sem “allar myndirnar af börnunum” eða “brúðkaupið okkar” er hreinlega horfið. Það hryggir okkur a.m.k. jafn mikið og viðskiptavini okkar að þurfa að tilkynna þeim að ekki hafi verið hægt að bjarga gögnum af símanum eða tölvunni. Sem betur fer gerist þetta sjaldan en það gerir þetta ekki auðveldara, því miður.

Að stilla iCloud backup á iPhone er ótrúlega einfalt og lang algengasta ástæðan fyrir því að viðskiptavinir eru ekki með þessar afritun virka er að á einhverjum tímapunkti komu þessi skilaboð á skjáinn. “Not enough storage”.


Öllum iCloud reikningum fylgja 5GB ókeypis, en það dugar skammt þegar nýir símar eru 32GB eða stærri og flestir eru með allt frá nokkrum GB upp í hundruði GB af ljósmyndum á sínum tækjum, hvort sem um er að ræða síma eða tölvu.

Eins og myndin hér að ofan er hægt að velja á milli Close eða Upgrade storage. Sem betur fer eru alltaf fleiri og fleiri sem velja Upgrade storage og velja sér geymslupláss sem hentar betur þeirra þörfum en þetta 5GB ókeypis pláss. Það eru samt því miður alltof margir sem velja Close því það “leysir málið hratt og vel”, þ.e. villuboðin fara af skjánum.

Þegar iCloud var kynnt til leiks var “skýjapláss” ekki ódýrt. En það hefur lækkað gríðarlega hratt síðustu ár og nú tekur Apple risastórt stökk í áttina að því að gera gagnaafritun að algjörlega sjálfvirku ferli sem þú þarft ekki að hafa áhyggjur af. Nema jú ef plássið klárast.

Ný verðskrá fyrir iCloud í USA – ath. þetta verð gildir ef þú ert með USA Apple ID
50GB
: $0.99
200GB: $2.99
2TB: $9.99

Ný verðskrá* fyrir iCloud á Íslandi – ath. þetta verð gildir ef þú ert með íslenskt Apple ID
50GB: $1.23
200GB: $3.71
2TB: $12.39

*Verðmunurinn skýrist af virðisaukaskatti sem er innheimtur ofan á verðið fyrir þá sem eru með íslenskt Apple ID.

Ath. ef þú varst með 1TB leiðina þá fékkstu 2TB í dag, fyrir engan auka kostnað. Margir hafa vonað að Apple muni auka við ókeypis pláss í iCloud en það breyttist ekki í dag. Í iOS 11 og macOS High Sierra er hægt að deila 200GB og 2TB iCloud plássinu með fjölskyldunni með hinu skemmtilega Family Sharing, sem er þá orðið ansi ódýr lausn til að tryggja allri fjölskyldunni afritun á gögnum, pláss fyrir gögn í skýinu og geymslustað fyrir t.d. allar ljósmyndir heimilisins. Þannig notar undirritaður iCloud meðal annars. Ef öllum Apple tækjum mínum væri stolið sama daginn, þá væri það vissulega skellur. Á sama tíma væri ég öruggur um að öll gögn, þar með taldar myndir, væru örugg í geymslum Apple og ég væri kominn með aðgang að öllum þeim gögnum um leið og ég fengi ný tæki í hendurnar.

Fylgstu með okkur á Facebook, Twitter og Instagram.

GLEÐILEGA PÁSKA

Páskaopnun í Macland er sem hér segir.

Skírdagur 12-18

Föstudagurinn langi LOKAÐ

Laugardagur 12-18

Páskadagur LOKAÐ

Annar í Páskum 12-18

Sumardagurinn fyrsti 12-18

Airpods – fyrstu kynni

Samhliða útgáfu iPhone 7 og 7 Plus kynnti Apple til leiks AirPods, þráðlausa útgáfu af hinum vinsælu Apple EarPods. Þetta eru fyrstu þráðlausu heyrnartólin sem Apple framleiðir og því mikil spenna í loftinu þegar pakkningarnar voru opnaðar. Hvernig tekst Apple að leysa hið ömurlega ferli sem “Bluetooth pörun” er.

Við það að taka AirPods úr kassanum og opna hann þá kom strax á skjáinn á símanum mínum að það væru AirPods í næsta nágrenni. Þessi mynd stoppaði svo stutt á skjánum að ég rétt náði að taka skjámynd. Í stuttu máli, að tengjast AirPods er grín, það er svo auðvelt.

Til viðbótar þá kom mér skemmtilega á óvart að AirPods höfðu þá tengst sjálfkrafa á öll tæki sem eru sett upp með iCloud reikniginn minn. Þetta var kynnt af Apple á sínum tíma en ég hafði gleymt því. Þetta gerði uppsetninguna enn skemmtilegri.

Eins og svo oft vill vera með vörur frá Apple þá eru allar upplýsingar mjög aðgengilegar og auðveld að sjá stöðuna á rafhlöðum bæði í AirPods sjálfum og svo hleðsluboxinu sem er í raun ein mesta snilld sem ég hef séð lengi. Förum aðeins betur yfir það hér að neðan.

Hleðsluboxið er mjög svipað að stærð og glerboxið sem kemur utan um gömlu EarPods þannig að áhyggjur mínar um að það væri mögulega óþægilegt að hafa þetta í vasanum alltaf voru óþarfar.

Myndin gerir þessu ekki nægilega vel skil en þetta er ekki mikið stærra en lítill eldspýtukassi.

En snúum okkur þá að því sem skiptir einna mest máli. Hvernig er að nota AirPods og hvernig eru hljómgæðin?

Ég er sjálfur mikill hljóðnörd og er ekki hrifinn af ódýrum heyrnartólum því þau eiga til að valda mér gríðarlegum vonbrigðum og ég er viðkvæmt blóm í hafsjó lífsins. En já, AirPods ollu mér ekki vonbrigðum. Þau eru frábær. Tónlist, símtöl og Siri notkun kemur ótrúlega vel út.

Handfrjáls búnaður hefur ekki verið upp á pallborðið hjá mér síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið en ég get notað AirPods. Sem er í raun ótrúlegt því ég hata handfrjálsan búnað. Hvernig Apple blandar saman möguleikum á að nota AirPods sem heyrnartól og / eða handfrjálsan búnað er einmitt trixið. Ég get haft einn AirPod í eyranu og talað í símann. Eða báða. Skiptir ekki máli. Svo ef ég er að hlusta á tónlist og tek annan AirPod-inn úr til að tala við einhvern face-to-face þá stoppar tónlistin að sjálfsögðu strax og fer samstundis í gang þegar ég set AirPod-inn aftur í eyrað.

Rafhlöðuendingin er það góð að ég er að hlaða þau á 2-3 daga fresti og ég nota þau mjög mikið. Virkilega sáttur við þessa endingu og hvernig Apple leysti hleðsluna með því að gera boxið utan um AirPods að hleðslustöð er lítið annað en tær snilld. Boxið hleður þú með lightning kapli og þá geturðu stungið því í tölvu eða hvers konar hleðslutæki sem tekur USB tengi.

Í stuttu máli þá er þetta vara sem kom mér gríðarlega á óvart. Ég hef ekki verið aðdáandi Apple EarPods í gegnum tíðina, hefur þótt þeir óþægilegir og passa illa í eyrun á mér. Stór hluti af erfiðu sambandi mínu við Earpods hefur líka verið snúran. Ég þoli ekki snúrur. En það er eins og eyrun á mér hafi breyst eða Apple einhverju breytt í hönnuninni (sem þeir hafa reyndar ekki gert) eða að snúran skipti svona miklu máli. AirPods smell passa í eyrun á mér.

Ég sá ekki fyrir mér að verða svona hrifinn af AirPods og ljóst er að markaðurinn er sammála mér enda er Apple búið að stórauka framleiðsluna á vörunni til að mæta eftirspurn.

AirPods lenda hjá okkur strax eftir áramót í sölu og getur þú pantað þér eintak hér 

Nánari upplýsingar um iPhone 7 forpöntun

screen-shot-2016-09-07-at-19-29-38

Sæl og blessuð elsku vinir. Síðustu dagar hafa einkennst af því að svara fyrirspurnum í síma og á tölvupósti til þeirra hundruða sem hafa nú þegar forpantað iPhone 7 og 7 Plus hjá okkur.

Hér eru upplýsingar sem við viljum miðla til allra sem hafa þegar forpantað og munu forpanta á næstu dögum.

 • Allir sem hafa forpantað eru í röð, farið verður eftir þeirri röð þar til listinn er kláraður. Enginn kemst fram fyrir þessa röð.
 • Fyrsta sendingin, sem er einmitt að koma í hús í dag, er mjög takmörkuð og því fá ekki nærri því allir eintak í dag sem forpöntuðu símann.
 • Við munum hafa samband við hvert og eitt ykkar þegar við fáum nánari upplýsingar frá Apple varðandi þær sendingar sem eru á leiðinni.
 • Þeir sem fá síma í kvöld á miðnæturopnuninni munu fá símtal frá okkur seinni partinn í dag.
 • Ef þú færð ekki símtal frá okkur í dag þá er síminn þinn ekki kominn og við munum vera í sambandi um leið og við fáum nánari upplýsingar frá Apple.
 • Pöntunin þín helst inni í kerfinu okkar og við höfum samband um leið og við fáum eintak fyrir þig.

Augljóslega mun þessi póstur ekki ná til allra en ef þú þarft að hafa samband við okkur vegna forpöntunar á iPhone 7 eða 7 Plus þá er best að svara póstinum sem þú fékkst frá okkur frá [email protected] þegar þú forpantaðir. Einnig erum við með skilaboðin á Twitter og Facebook opin í öllum tækjum. Það gefur okkur tækifæri á að svara öllum hratt og vel og um leið halda símalínum opnum.

iPhone 7 og 7 plus forpöntun

Eins og flestir vita kynntu Apple nýjan iPhone miðvikudaginn 7.september. Hann mun kallast iPhone 7 og iPhone 7 Plus. Við fórum aðeins yfir þá kynningu hér.

iphone7

Fyrsta sending af iPhone 7 lenti hjá okkur rétt fyrir miðnætti fimmtudaginn 22.september og  kláruðust öll þau eintök samdægurs, næstu sendingar eru á leiðinni. iPhone 7 Plus hefur ekki enn komið til landsins en við getum vonandi flutt góðar fréttir af því síðar í þessari viku.

Ef þú ert búin/nn að forpanta síma þá þarftu ekkert að gera. Við munum vera í sambandi við þig þegar sendingar fara að rúlla inn.

Hér er hægt að skoða verð á iPhone 7 og iPhone 7 Plus

Hér að neðan er hægt að skrá áhuga sinn á símanum og er skráningin ekki bindandi. Athugaðu þó að ef þú skráir þig þá gerum við ráð fyrir að þú ætlir að taka síma hjá okkur.

[wufoo username=”macland” formhash=”qj5k9e014bdp95″ autoresize=”true” height=”680″ header=”show” ssl=”true”]

Fylgist vel með okkur á TwitterFacebook og Snapchat og auðvitað hér á macland.is fyrir nýjustu tíðindi úr Apple heiminum.

iPhone 7 og iPhone 7 Plus lenda 23.september

Eins og flestir vita kynntu Apple nýjan iPhone miðvikudaginn 7.september. Hann mun kallast iPhone 7 og iPhone 7 Plus. Við fórum aðeins yfir þá kynningu hér.

screen-shot-2016-09-09-at-17-27-30

Í dag fengum við það staðfest frá Apple að fyrsta sending lendir hjá okkur rétt fyrir miðnætti fimmtudaginn 22.september og megum við byrja að selja símann kl. 00:01 þann 23.september.

Það verður því miðnæturopnun hjá okkur á Laugaveginum með tilheyrandi gleði.

Hér er hægt að skrá áhuga sinn á símanum og er skráningin ekki bindandi. Athugaðu þó að ef þú skráir þig þá gerum við ráð fyrir að þú ætlir að taka síma hjá okkur.

Viðskiptavinir sem forpanta njóta að sjálfsögðu forgangs í það magn sem við fáum úr fyrstu sendingu.

[wufoo username=”macland” formhash=”qj5k9e014bdp95″ autoresize=”true” height=”680″ header=”show” ssl=”true”]

Fylgist vel með okkur á TwitterFacebook og Snapchat og auðvitað hér á macland.is fyrir nýjustu tíðindi úr Apple heiminum.

Apple kynning 7.september

Dagurinn sem við höfum svo mörg beðið eftir. Nýr iPhone kynntur, loksins!
Apple kynnti eftirfarandi vörur

iPhone 7 og 7 Plus
screen-shot-2016-09-07-at-22-01-35
Apple Watch series 2
screen-shot-2016-09-07-at-22-03-34
AirPods
screen-shot-2016-09-07-at-22-04-18

Einhver hjá Apple verður þó líklega rekinn á morgun þar sem Twitter reikningur Apple tilkynnti iPhone 7 áður en kynningin hófst. Apple einblíndi mikið á breytingar í hönnun á símanum sem skv. þeim er kominn á það stig að teljast nær fullkominn. Við eigum erfitt með að andmæla því og hver í raun þorir að andmæla Jonathan Ive.

Bæði iPhone 7 og iPhone 7 Plus koma í hinum þekktu litum Gold, Rose Gold, Silver, Black (áður Space Gray) og svo hinum nýja lit Jet Black sem má kannski best líkja við áferð á fallegu píanói.

Skjár símans er 25% bjartari en hvernig síminn höndlar með liti var mjög stór hluti af kynningunni. Í þetta skiptið eru loftnetin ekki sjáanleg utan á símanum sem losar okkur loksins við línurnar á bakhlið símans sem hafa einkennd iPhone frá útgáfu iPhone 6 og svo 6s. Að innan fá símarnir stereo hátalara í fyrsta skipti og hinn spánnýja A10 Fusion örgjörva. En það sem okkur finnst merkilegast er að símarnir eru loksins orðnir vatns- og rykheldir.

Stóru breytingarnar eru þó helst þessar í stuttu máli.

 • Búið er að fjarlægja heyrnartólatengið (jack tengið) af iPhone og nú tengjast heyrnartól í gegnum Lightning (hleðslutengið). Ef þú ætlar að tengja gömlu heyrnartólin þín þá fylgir millistykki með í kassanum frá Apple.
 • Rafhlöðuending er nú 2 tímum meiri á iPhone 7 miðað við 6s og 1 tíma meiri á 7 Plus miðað við 6s Plus.
 • Apple kynnti AirPods, þráðlaus heyrnartól með 5 tíma hlustunartíma í hvert sinn. Þau koma í hleðslukasa sem þýðir að þú getur notað þau í 24 tíma án þess að hlaða hleðslukassann.
 • Home takkinn er ekki lengur “takki” heldur fær hann sömu eiginleika og músarflöturinn á fartölvum Apple með tækni sem kallast Force Touch.
 • Super Mario (ok, ekki stórmál, en samt skemmtilegt)
 • Stórbætt myndavél á iPhone 7 og iPhone 7 plus fær tvöfalda myndavél
 • Apple úrið er nú vatnshelt niður að 50 metra dýpi og fékk innbyggða GPS flögu ásamt betri rafhlöðu og auðvitað nýjum örgjörva.
 • Pokemon Go kemur út á Apple Watch

Svo tvö mál sem Apple kynntu auðvitað í janúar á þessu ári, iOS 10 og macOs 10.12 Sierra. Þessi stýrikerfi koma út á næstu 2 vikum, iOS 10 þann 13.september og macOs 10.12 Sierra þann 20.september. Starfsmenn Macland eru í prófunarhópi hjá Apple með þessi stýrikerfi og höfum við notað þau frá því snemma í vor. Satt best að segja þá verðum við að segja að þessar uppfærslur eru þær stærstu sem við höfum séð hingað til. iCloud samhæfing milli iOS og macOs er orðin enn betri.

Það eru heldur betur bjartir tímar framundan fyrir okkur Apple notendur og hlökkum við til að tilkynna þegar við vitum meira um komutíma og verð á iPhone 7, iPhone 7 Plus, Apple Watch series 2 og Apple AirPods.

Fylgist vel með okkur á Twitter, Facebook og Snapchat og auðvitað hér á macland.is fyrir nýjustu tíðindi úr Apple heiminum.

Smelltu hér til að horfa á kynninguna í heild sinni

Skólatilboð!

Macland_Hulli_bord_FB-1024x535

Þetta er ekki flókið. Skólatilboðin okkar eru einföld og án skilyrða. 5-10% afsláttur af völdum tölvum til 5.september.  Þökkum kærlega frábærar viðtökur við skólatilboðum og við verðum bara hreinlega að framlengja þessa gleði til og með sunnudagsins 11.september.

Smelltu hér til að skoða nánar.

Ef átt fartölvu nú þegar þá þarftu að hlaða hana. Af því tilefni eru öll hleðslutæki fyrir fartölvur á 10% afslætti á skólatilboði. Þú finnur líka aðrar sniðugar vörur þarna sem eru á frábæru verði, t.d. iPhone hleðslusnúrur, bakpoka, hreinsiefni, bílhleðslutæki og ferðarafhlöður fyrir iPhone/iPad.

Smelltu hér til að skoða nánar.

iPhone 6s er líka á sérstöku skólatilboði.

Smelltu hér til að skoða nánar.

Allir viðskiptavinir sem greiða með Netgíró fá sérstakan glaðning og einn heppinn viðskiptavinur verður  dreginn út í skólaleik Macland og Netgíró. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, Apple Watch og iPhone 6s.

Skólatilboð fyrir haustið 2016 gilda frá 25.ágúst til 12.september. 

Viltu flytja í Macland?

12541036_10153245684322204_4471989685054513542_n
Miðað við höfðatölu er Macland líklega skemmtilegasta land í heimi. Hjá starfsfólkinu er hressleikinn ávallt í fyrirrúmi og metnaður okkar er að rækta hamingju viðskiptavinanna.

Hjá Maclandi starfa sex aðilar. Við berum nöfn eins og Neptúnus og Flygenring og erum hálfgerðir lúðar. Samt alveg á góða mátann – þennan sem öllum þykir vænt um, a.m.k. flestum.

Við leitum að viðbótar lúða í starfsmannahópinn!

Við ætlumst alls ekki til að þú að hafir 20 ára reynslu af Apple vörum. Hinsvegar er betra að þú sért Apple notandi og hafir skilning á iOS, Mac Os og Apple umhverfinu. Við kennum þér rest og hjálpum þér að safna í reynslubankann.

Okkur finnst mikilvægast að þú búir yfir einstöku umburðarlyndi, þolinmæði og gleði í hjarta.

Við nennum ekki að halda langa fyrirlestra um stundvísi, kurteisi eða heiðarleika heldur gerum bara ráð fyrir að allir sem sækja um beri þessa eiginleika í ríkum mæli.

Ef þig langar að slást í hópinn skaltu skrá upplýsingar um þig hér að neðan.
Við verðum svo í sambandi. Takk!

 • Vinsamlegast settu inn ferilskrá með mynd og ekki væri verra ef hún væri í PDF sniðmáti.
 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

 

[wufoo username=”macland” formhash=”q1qwgd2q0m91e4b” autoresize=”true” height=”468″ header=”show” ssl=”true”]

Gummi Ben – Hringitónar (Bono og Austurríki)

13490643_1125567127466259_8485466697843433868_o

Áfram Ísland! Eftir stórkostlegan sigur á Austurríki 2-1 í París þann 22.júní missti Gummi Ben sig algjörlega og okkur fannst viðeigandi að henda í hringitón úr því. Nú hafa rúmlega 5.000 manns sótt þann hringitón og okkur þótti viðeigandi að henda í annan. Hver man ekki eftir “BONO” momentinu úr meistaradeildinni!

Þú þarft að sækja hringitóninn, opna hann í iTunes og henda honum yfir á iPhone þannig. Njótið!
(ath. þú gætir þurft að hægrismella á hlekkinn og vista skjalið í tölvuna og opna þannig í iTunes)

Smelltu hér til að sækja hringitóninn.

Smelltu hér til að sækja BONO hringitóninn.

iPhone SE er lentur

iPhone SE var kynntur til leiks í mars en orðrómur þess efnis að Apple ætlaði að koma aftur með iPhone með 4″ skjá varð ansi hávær seint á árinu 2015.

Við hreinlega hugsuðum, “er Apple búið að missa það? Er þetta framtíðin hjá þeim, taka gamlar vörur og uppfæra innvolsið og kalla það nýtt?”

deal2

Við vorum ekki þau einu sem hugsuðu þetta og loks kom dagurinn þar sem Apple kynnti símann. Í raun er þetta iPhone 6s í iPhone 5s “líkama” og niðurstaðan varð ótrúlega spennandi símtæki. Fyrir því eru nokkrar ástæður, t.d. að það vilja ekki allir síma með 4,7″ skjá eins og iPhone 6s. Einnig er vert að minnast á að þrátt fyrir enn meiri framfarir í rafhlöðuendingu þá hefur Apple ekki stækkað rafhlöður í iPhone 6s eða 6s Plus frá fyrirrennurum sínum. iPhone SE er með mun minni skjá, og því er rafhlaðan að endast lengur.

iphone-se-review-vpavic-verge-11.0

Stærðarmunurinn á iPhone SE og iPhone 6s er augljós.

Ok, við vorum til í að skoða þetta nánar. Apple hafði gefið út að innvolsið væri það sama og í iPhone 6s, fyrir utan FaceTime myndavélina (á framhlið símans, en hún er 720p í stað 1080p eins og í iPhone 6s. Hinn hluturinn sem iPhone SE fékk ekki frá iPhone 6s er 3D Touch. Tæknin var kynnt af Apple með tilkomu iPhone 6s og 6s Plus síðasta haust og hefur verið tekið ágætlega af bæði forriturum og notendum. Ennþá er þó engin ástæða til að segja að 3D Touch sé einhvers konar kjarna fítus í iPhone og því lítum við á að þetta sé ekki stórt atriði.

Hmm… þarna erum við þá að ræða um síma sem er með sama power og innvols (að stórum hluta) og iPhone 6s nema með betri rafhlöðuendingu og mun minna boddý? Mjög áhugavert.

Fyrstu eintökin komu til okkar 4.maí síðastliðinn og er Rose Gold útgáfan til sýnis í verslunum okkar að Laugavegi 23 og Helluhrauni 18.

Fyrstu viðbrögð voru eftirfarandi 

 • Léttur
 • Nettur
 • Hraður
 • Frábær rafhlaða
 • Klassísk en falleg hönnun
 • Nýju litirnir njóta sín mjög vel í þessu boddý

Hér gefur að líta skorkort frá Verge en sú síða þykir mjög sanngjörn í umfjöllun sinni um Apple vörur. Við erum sammála flestu þarna en teljum að skortur á 3D Touch sé ekki að draga símann niður, sömuleiðis erum við ósammála með að hönnunin hafi ekki verið uppfærð. Litirnir njóta sín mjög vel í þessu boddýi.

Screenshot 2016-05-05 21.22.52

Fyrsta sending af iPhone SE er komin og farin, en við erum loksins komin með verð í símann og því getum við tekið við pöntunum. Næstu sendingar fara að detta inn hvað úr hverju.

Smelltu hér til að panta.

Starfsfólk í verslun – sæktu um

10923299_10152549150717204_2303542962787785529_n

Miðað við höfðatölu er Macland líklega skemmtilegasta land í heimi. Hjá starfsfólkinu er hressleikinn ávallt í fyrirrúmi og metnaður okkar er að rækta hamingju viðskiptavinanna.

Við leitum að starfsfólki í hlutastörf í verslanir okkar í Hafnarfirði og Reykjavík. Hjá Macland starfar vel valið nördateymi sem kann svörin við öllum vandamálum á Applestjörnubrautinni.

Ef þig langar í nördateymið þá þarftu að vera slefandi Apple áhugamaður og kunna á allt sem tengist Apple. Reynsla af sölustörfum er ekki skilyrði enda kunnum við fullt og getum hjálpað þér að safna í reynslubankann.

Við nennum ekki að halda langa fyrirlestra um stundvísi, gleði eða heiðarleika heldur gerum bara ráð fyrir að allir sem sækja um beri þessa eiginleika í ríkum mæli.

Um hlutastarf er að ræða og best væri að þú gætir byrjað strax. Vinnutími er frá 15-18 virka 1-3 daga í viku.

Ef þig langar að slást í hópinn skaltu skrá upplýsingar um þig hér að neðan.

Umsóknarfrestur er til 11.apríl. Við verðum svo í sambandi. Takk!

Fill out my online form.

Langur laugardagur 5.mars

Ad14210669St1Sz6110Sq109532861V0Id1
Í tilefni af löngum laugardegi erum við í afsláttarstuði.

20% afsláttur af hleðslusnúrum fyrir iPhone
20% afsláttur af heyrnartólum
30% afsláttur af öllum hulstrum fyrir iPhone eða iPad
10.000 króna afsláttur af öllum iPhone 6s og 6s plus.

Gildir bæði á Laugavegi 23 og í Helluhrauni 18.

Opið frá kl. 12 – 18 á báðum stöðum

Sjáumst!

Halló Netflix á Íslandi!

Forsvarsmenn Netflix tilkynntu í dag, 6.janúar 2016, á tæknisýningunni CES að Netflix væri komið til 130 nýrra landa.

video.yahoofinance.com@c69e8101-901d-3904-ab35-e92382b49d00_FULL

Ísland er þeirra á meðal. Við erum komin í nútímann kæru Íslendingar, til hamingju.

Starfsmenn Macland hafa notið Netflix í gegnum Apple TV í mörg ár núna og hingað til hefur þurft að fara krókaleiðir til að njóta þjónustunnar en nú er sá tími liðinn. Til að nálgast Hulu, HBO Now og Showtime þarf enn að nýta sér þjónustu t.d. Playmo.tv

Það á enn eftir að svara nokkrum spurningum t.d. hvenær Netflix forritið verður komið í App Store á Íslandi og nákvæmlega hvaða efni verður í boði þar sem er ekki í boði annars staðar og öfugt en þetta eru alveg frábær tíðindi fyrir okkur Íslendinga.

Fyrir utan þá staðreynd að þetta er fyrsta alþjóðlega streymisveitan fyrir kvikmyndir og þætti sem opnar formlega fyrir Ísland verður maður að átta sig á að Netflix er nú fáanlegt í nær öllum löndum. Hvað þetta þýðir er einfaldlega það að landamærin eru að hverfa, stafræn landamæri sem hafa aldrei þjónað neinum nema þeim sem stjórna pípunum að því afþreyingarefni sem neytendur vilja borga fyrir.

Við mælum því með að þið prófið Netflix í 1 mánuð frítt með því að fara á netflix.is og skrá ykkur. Alltaf er hægt að hætta eftir þennan mánuð án kostnaðar.

Nokkrir þættir sem við mælum með sem hægt er að horfa á strax.

Making a Murderer
Orange is the new black
House of Cards
Narcos
Daredevil
Unbreakable Kimmy Schmidt
Master of none
Sense8
Wet hot American summer
Jessica Jones

og alveg heill hellingur af bíómyndum, barnaefni og sjónvarpsþáttum til viðbótar.

Hér er listi af Vaktin.is yfir þær myndir og þætti sem eru með íslensku tali og/eða texta nú þegar.

Nokkur svör við þeim ótalmörgu spurningum sem dunið hafa yfir okkur í dag.

 1. 1. Netflix er hýst í Hollandi – þetta er erlent niðurhal
 2. 2. Hægt er að kaupa mismunandi áskriftir eftir því sem hentar hverjum og einum, grunn áskrift kostar 8 EUR. Þetta kemur allt skýrt fram á Netflix síðunni.
 3. 3. Playmo.tv er enn nauðsynlegt ef þú vilt geta notið efnis úr t.d. UK eða USA útgáfunum af Netflix. Einnig þá minnum við á að þú þarft ekki Playmo.tv til að geta notað iTunes búðina í Apple TV. Það er einhver misskilningur með það. Enginn þarf að vera með DNS þjónustu til að njóta Apple TV til hinnst fyllsta.

Ps. ef ykkur vantar eitthvað til að njóta Netflix enn betur þá mælum við með Apple TV eða iPad. Kíktu á okkur ef þú hefur einhverjar spurningar eða skjóttu á okkur á Twitter og/eða Facebook.

Njótið vel!

Afgreiðslutímar í desember

jolAfgreiðslutímar á Laugavegi 23, Reykjavík
23.desember 10-23
24.desember 10-12
25.desember LOKAÐ
26.desember LOKAÐ
27.desember LOKAÐ
28.desember 10-18
29.desember 10-18
30.desember 10-18
31.desember 10-12
1.janúar LOKAÐ
2.janúar LOKAÐ (vörutalning)
3.janúar LOKAÐ
4.janúar 10-18

Afgreiðslutímar í Helluhrauni 18, Hafnarfirði
23.desember 10-20
24.desember 10-12
25.desember LOKAÐ
26.desember LOKAÐ
27.desember LOKAÐ
28.desember 10-18
29.desember 10-18
30.desember 10-18
31.desember 10-12
1.janúar LOKAÐ
2.janúar LOKAÐ (vörutalning)
3.janúar LOKAÐ
4.janúar 10-18

1 ár í Hafnarfirði!

Hafnarfjörður-1-árs

Þann 13.nóvember 2015 var 1 ár liðið frá því við opnuðum verslun okkar að Helluhrauni 18 í Hafnarfirði.
Af því tilefni fannst okkur tilvalið að vera með nokkur afmælistilboð.

Tilboð gilda eingöngu í verslun okkar í Helluhrauni 18 og gilda á meðan birgðir endast eða til loka dags 16.nóvember.

Macbook Space Gray 256GB
Fullt verð : 247.990
Afmælisverð : 219.990

iPhone 6s 16GB Silver
Fullt verð : 124.990
Afmælisverð : 109.990

Sýningareintak af MacBook 512GB Space Gray – USA lyklaborð
Fullt verð : 317.990
Afmælisverð : 269.990

Allar iPhone hleðslusnúrur á 30% afslætti

Öll hulstur og töskur fyrir iPhone, iPad og tölvur á 30% afslætti

 

iPhone 6s og 6s Plus forsala

xl_0008_ip6splus_all.png.pagespeed.ic.7q-0GFIph-
iPhone 6s og 6s Plus eru lentir! Takmarkað magn er í boði sem stendur en við vonumst til að geta klárað allar forsölupantanir í október.

Þú getur skoðað hvað er til hjá okkur og gengið frá pöntun á símanum hér. 

Viðskiptavinir sem greiða fyrir símann með Netgíró í október fara í pott og einn heppinn viðskiptavinur fær símann endurgreiddan í nóvember.

Fyrstu sendingar eru komnar og búið er að láta þá vita sem fengu síma úr þeim sendingum. Þeir viðskiptavinir sem forpöntuðu munu að sjálfsögðu fá símtal um leið og þeirra stærð/týpa/litur kemur til landsins.

El Capitan kemur 30.september

Eins og síðastliðin ár, þegar hausta fer, mun Apple gefa út uppfærslu á stýrikerfi fyrir far- og borðtölvur. El Capitan, betur þekkt sem OS X El Capitan 10.11 kemur út í App Store miðvikudaginn 30.september 2015.

el-capitan-2.0.0
Starfsmenn Macland hafa notað þetta stýrikerfi nú síðan í sumar þegar það var kynnt á WWDC 2015 og eins og áður er í kerfinu að finna nýjungar sem gera enn þægilegra en áður að nota iOS og Mac OS saman. Tilfinningin er sú að það sé ekki langt í að iOS hreinlega taki yfir Mac OS heiminn algjörlega, samvirknin er orðin slík og margar ættu að vera kunnulegar þeim sem hafa notað iOS undanfarin ár.

Eins og áður hefur The Verge tekið saman helstu breytingar í þessari flottu grein.

Við viljum ítreka við alla sem umhugað er um gögnin sín að tryggja að öryggisafrit sé til af tölvunni áður en farið er út í uppfærslu. Líkurnar á að eitthvað klikki eru mjög litlar, en litlar líkur á að gögn hverfi er alltaf verri staðan en að það séu engar líkur á að gögn hverfi 🙂 Því viljum við ítreka a.m.k. Time Machine afritun áður en uppfærsla hefst.

Komi upp einhver vandræði við uppfærsluna eða ef þú hefur spurningar, skjóttu á okkur fyrirspurn á Facebook, Twitter eða í gegnum Þjónustuvefinn okkar.

iPhone 6S og 6S Plus eru á leiðinni!

iphone-6s-rose-gold-vs-nexus-5-20154

 

iPhone 6S og 6S Plus fóru í sölu í síðustu viku í nokkrum löndum og hafa nú þegar slegið öllum fyrri sölutölum ref fyrir rass. Staðfestar tölur frá Apple eru að 13 milljón eintök seldust nú yfir fyrstu helgina, sem er met. “Sala á iPhone 6S og 6S Plus hefur verið ótrúleg og rauk fram úr öllum fyrstu söluhelgum Apple hingað til,” sagði Tim Cook í tilkynningu sem send var á fjölmiðla. “Viðbrögð viðskiptavina okkar hafa verið ótrúleg og hafa 3D Touch og Live Photos sérstaklega slegið í gegn. Við getum hreinlega ekki beðið eftir að koma iPhone 6S og 6S Plus í hendurnar á fleiri viðskiptavinum í enn fleiri löndum þann 9.október”.

Líklegt má telja að þessi mikla aukning í sölutölum sé að einhverju leyti tilkomin vegna þess að Kína var með í fyrstu umferð í fyrsta skipti. Kína varð annar stærsti markaður Apple á kostnað Evrópu en vöxturinn í Kína er þrefaldur á við það sem sést í Norður- og Suður-Ameríku sem er stærsti markaður Apple. Til samanburðar seldi Apple 10 milljón eintök af iPhone 6 og 6 Plus á opnunarhelginni og 9 milljón eintök af 5S og 5C árið á undan.

Þess má einmitt geta að iPhone 6S og 6S Plus fara í sölu hérlendis 2.október í sérstakri forsölu en koma til landsins 9.október. Fylgstu vel með hér á Macland.is og á Facebook og Twitter ef þú vilt tryggja þér eintak.

Stutt kynning frá The Verge á iPhone 6S og 6S Plus

iOS 9 er að detta í hús

ios-9-beta-5-released-download-direct-links-install-apples-latest-developer-software

iOS 9 kemur formlega út miðvikudaginn 16.september og er þetta að okkar mati stærsta uppfærslan hingað til á iOS kerfinu. iPhone, iPad og iPod eigendur munu fá tilkynningu í tækin að nýtt stýrikerfi sé komið en áður en þú flýtir þér að uppfæra skaltu endilega taka nokkrar mínútur í að gera ferlið eins þægilegt og hægt er.

Fyrst og fremst skulum við tala um afritunarmál. Allt of margir viðskiptavinir okkar eru ekki með iCloud afritun í gangi sem er alveg svakalega sorglegt því einfaldleikinn við iCloud afritun er aðalástæða þess að það virkar svona vel.

Góðu fréttirnar eru þær að þú þarft ekki að eyða út fullt af forritum til að geta uppfært því iOS 9 mun sjá um það fyrir þig, ef þess þarf. Á WWDC nú í júní sagði Apple að iOS 9 myndi taka einungis 1,3GB af plássinu á tækinu þínu í stað 4,58GB sem iOS 8 tók. Þetta mun skipta gríðarlega miklu máli fyrir þá notendur sem eru með 16GB tæki t.d. iOS 9 mun þá eyða út forritum á meðan á uppfærslu stendur og setja þau aftur inn þegar uppfærslu er lokið.

Afritaðu gögnin þín samt

Það fyrsta sem þú þarft að gera áður en þú skellir þér í uppfærslu, og þetta á við um öll raftæki sem geyma gögn, er að afrita gögnin þín. Eins og við minntumst á áðan er iCloud afritunin sú þægilegasta og sú leið sem við mælum með. Einnig er þó hægt að nota iTunes í tölvunni til að afrita tækið og sumir fara þá leið að notast við báðar aðferðir til að auka öryggi. Skoðum aðeins báða möguleika.

iCloud afritun

Farðu í Settings – iCloud – Storage & Backup og í þessum glugga virkjar þú iCloud Backup valmöguleikann. Áminning kemur þá á skjáinn sem tilkynnir þér að þú sért að virkja iCloud afritun. Smelltu á OK til að samþykkja það. Athugaðu að ef þú þarft meira en 5GB pláss, sem fylgir frítt með, þá mælum við með því að kaupa meira en verðið á því er mjög sanngjarnt (sjá mynd) miðað við þau þægindi sem því fylgir.

Screenshot 2015-09-15 15.30.36Ef þú vilt nota gömlu góðu USB snúruna og afrita tækið með iTunes þá einfaldlega ræsirðu iTunes á makkanum eða windows tölvunni þinni og tengir tækið við tölvuna með snúrunni.

Veldu tækið inni í iTunes og smelltu á Back Up Now. iTunes afritar nú allt sem er á símanum.

Báðar leiðir skila þér öruggu afriti af tækinu en við mælum þó með því að þú takir myndirnar sérstaklega af tækinu til að vera 100% örugg með það. Til þess er hægt að nota Photos eða Image Capture forritin frá Apple. Á Windows hlýtur að vera einföld leið til að gera þetta 🙂

Einhverjir gætu viljað fara til baka í iOS 8 komi upp vandamál, en okkar reynsla er að þó það komi eitthvað upp á þá mun Apple laga það með iOS 9.0.1 uppfærslu innan örfárra daga.

Ef þú ert ekki 100% örugg/öruggur með hvernig þetta virkar þá skaltu lesa þetta rólega yfir aftur og ef það dugar ekki til, sendu okkur línu á facebook eða í gegnum þjónustuvefinn okkar. Mundu, ef þú gerir ekki afrit af gögnunum fyrir uppfærslu þá er alltaf séns að allt fari til andskotans. Líkurnar eru litlar, en til að vera örugg/ur þá mælum við með því að þú gefir þér auka 10 mínútur í að gera afrit.

Apple kynning 9.september 2015

Screenshot 2015-09-09 12.58.39

Já hey Siri, gefðu okkur vísbendingu! Það er töluvert síðan stemmningin fyrir Apple kynningu hefur náð þessum hæðum. Apple hafa verið að glotta út í annað undanfarið og sérstaklega með því að láta Siri kynda undir væntingum okkar. Við verðum í beinni á Twitter @maclandrvk með #appleis hashtagið og munum svo henda inn samantekt í þessa grein í kvöld.

Í stuttu máli er talið að Apple muni kynna

 • – Uppfærslu á iPhone
 • – Uppfærslu á Apple TV
 • – Uppfærslu á iPad, mögulega iPad Plus?
 • – Lokaútgáfu af iOS 9
 • – Lokaútgáfu af El Capitan
 • – Kannski one more thing?

Leggðu þetta á minnið

Ef þú tapar gögnum af tölvunni þinni koma þau aldrei aftur – nema þú hafir afritað þau. Til að berjast gegn minnistapi er mikilvægt að eiga góðan flakkara og vera duglegur að geyma afrit af tölvunni á honum. Þannig getur þú líka búið til pláss á harða disknum fyrir tónlist, bíómyndir og önnur lífsnauðsynleg gögn.

Þess vegna fylgir 1 TB flakkari öllum seldum tölvum í Maclandi út 11. september 2015*

beikon2

*meðan birgðir endast. Gildir ekki með öðrum afsláttum eða tilboðum.

Við erum að gefa Apple úr!

Já þú last rétt, við ætlum að gefa Apple úr!

Til að vera með þá þarftu bara að taka þessa mynd, setja hana sem cover mynd á Facebook og kommenta á cover myndina okkar “mig langar í Apple úr frá Macland”.

Hægrismelltu á myndina hér að neðan og settu hana sem coverpage.

Við drögum svo einhvern tímann á bilinu 14.júlí til 14.ágúst og ef nafnið þitt kemur upp úr pottinum þá er eins gott að myndin sé ennþá sem cover mynd hjá þér á Facebook.

Ef ekki, þá drögum við aftur. Athugaðu, til að taka þátt þarftu að kommenta undir cover myndina okkar á Facebook!

Smelltu hér til að taka þátt á Facebook

Apple úrið er af Sport tegund og er 42mm stærð og silfrað. Því fylgir blátt sport armband og almenn hamingja í tækjaformi. Hér er mynd af úrinu og mynd af hönd með like þumal að halda á úrinu. Úrið er á landinu og er því tilbúið að finna eiganda sinn.

s42si-sbbl-detail_GEO_US2015-07-13 23.48.21

Laugardagar í Hafnarfirði

Hæ, í tilefni af sumrinu þá verður lokað hjá okkur á eftirtöldum laugardögum í Hafnarfirði.

– 4.júlí
– 11.júlí
– 18.júlí
– 25.júlí
– 1.ágúst

Opnunartími á Laugavegi 23 helst óbreyttur, frá 12-18 alla laugardaga

Smá pro tip fyrir sumarið : þegar kríur ráðast á ykkur að leggjast á bakið og öskra “Vúhú!”

macsumar2B

WWDC 2015 – 8.júní

Nú styttist heldur betur í WWDC en mánudaginn 8.júní mun Apple kynna þær nýjungar sem eru á döfinni hjá fyrirtækinu. Mjög líklegt er að atburðinum verði streymt á Apple TV og svo á netinu almennt. Við verðum á vaktinni hér og á Twitter og Facebook á meðan því stendur. #appleis hashtagið hefur orðið fyrir valinu þar.

Undanfarin ár hefur áherslan á þessum kynningum verið á nýja útgáfu af iOS (stýrikerfinu fyrir iPad, iPhone og iPod Touch) ásamt nýrri útgáfu af Mac Os X. WWDC er alheimsráðstefna Apple fyrir forritara og því er fókusinn auðvitað meira á vörum/þjónustu sem því tengjast.

En hvað erum við að fara að sjá?

20140602_wwdc-logo_0129-640x426

iOS 9

iOS 8 kom út haustið 2014 og því er nær öruggt mál að fyrsta útgáfa af iOS 9 verði kynnt þann 8.júní. Útgáfan verður svokölluð “developer preview” eða kynningarútgáfa fyrir forritara. Sagan segir að nú séu áherslunar hjá Apple ekki að koma með mikið af ótrúlegum nýjungum í iOS kerfið heldur snúi breytingar meira að stöðugleika og hraða. Sögusagnir eru uppi að eldri iPhone týpur, t.d. iPhone 4s og 5 komi sérstaklega vel út úr þessari uppfærslu sem ætti að gleðja þá sem enn eiga og nota þá síma.

Apple Watch var náttúrulega ekki komið fram á sjónarsviðið í fyrra og því má telja líklegt að iOS 9 innihaldi mun meira af tengingum við Apple Watch en fyrirrennari þess, iOS 8. Undirritaður kallar þó eftir fleiri möguleikum á “heimaskjánum” en mín persónulega skoðun er að Google hefur vinninginn þar enda er hægt að skipuleggja heimaskjáinn á Android símum nær algjörlega eftir duttlungum hvers og eins. iOS hefur verið mjög svipað frá “fæðingu” eins og sjá má á þessari mynd. Mismunandi “núansar” eða blæbrigði en mjög svipað á milli kerfa.

Z9dCA7D

MAC OS X 10.11

Ef Apple heldur áfram með sömu hefðir í nafngiftum stýrikerfa ættum við að sjá 10.11 mæta á sviðið á WWDC. Mac Os 10.9 var fyrsta stýrikerfið fyrir tölvur frá Apple í 10.X nafngiftinni sem hét ekki eftir einhvers konar kattategund og kallast það Mavericks. Líklega verður nafnið á 10.11 í þá áttina en Apple hefur sótt um einkaleyfi á töluvert mörgum örnefnum í Kaliforníuríki, t.d. Mammoth, Big Sur, Tiburon og Sonoma. Ekki væri nú leiðinlegt að sjá kerfið 10.11 Solvang, en það er einn furðulegasti bær Kaliforníu með gríðarlega mikinn skandinavískan blæ, en það er önnur saga. Sama gildir hér og um iOS 9, en ekki er talið að hér verði miklir landvinningar í nýjum “fítusum” en fókus settur á hraða og stöðugleika. Apple Watch tengingar varða væntanlega fleiri en áður enda er Continuity eitthvað sem Apple ætlar sér stóra hluti með í framtíðinni. Hugmyndin á bak við Continuity er að þú getir tekið upp hvaða Apple tæki sem er og haldið áfram að vinna í því án þess að þurfa að vista eða senda þér skjöl á milli tækja.

Apple TV og App Store

Apple TV er nú á tugþúsundum íslenskra heimila sem er ótrúlegt þar sem ekki neitt í Apple TV er í boði fyrir íslenskan markað skv. þeim þjónustuaðilum sem þar eru inni. Samt sem áður virkar Netflix, Hulu, HBO Now og fleira gríðarlega vel ef keypt er þjónusta hjá Playmo.tv. Þjónustan kostar aðeins 5$ á mánuði og hefur undirritaður nýtt sér þjónustuna í um 2 ár núna með frábærum árangri. Apple TV kom fyrst út árið 2006 og þá var það með innbyggðum hörðum disk og meira hugsað sem “Media center” út frá því að notandinn myndi kaupa bíómyndir og tónlist í gegnum iTunes búðina í tölvunni og flytja yfir á Apple TV. Þróunin síðan þá hefur verið hröð og í áttina að streymisþjónustum. Undirritaður á fleiri tugi kvikmynda sem Apple “geymir” fyrir mig og ég get sótt á tölvur eða iOS tæki, en aðeins streymt í gegnum nýjustu kynslóð Apple TV. Persónulega þykir mér þetta áhugaverðari lausn því ég ber enga ábyrgð á því að passa upp á gagnaafritin eða neitt slíkt. Ég horfi bara þegar ég vil horfa. Apple TV 2 kom svo út um haustið 2010 og Apple TV 3 svo í mars 2012. Lítil uppfærsla snemma árs 2013 telst varla með og því eru rúm 3 ár síðan Apple TV var uppfært. Því er nær öruggt að Apple TV muni fá uppfærslu á WWDC 2015.

Viðmótið á Apple TV hefur tekið miklum stökkbreytingum frá fyrstu útgáfu en flestir eru sammála að það þurfi töluvert meira til þegar “Apple TV 4” kemur loksins út. Helsta ósk notenda er að geta sett inn svokölluð 3rd party forrit, eða forrit frá öðrum en Apple sjálfum. Þetta er mjög líklegt að gerist enda væri App Store á Apple TV með leikjum og forritum eitthvað sem undirritaður svitnar á efri vör af spenningi yfir. 4K stuðningur, ný fjarstýring og auka geymslupláss er ekki endilega eitthvað sem kveikir elda í lendum vorum, en er eitthvað sem Apple þarf líka að uppfæra til að halda sér í forystu á þessum markaði.

Apple Watch

Eins og einhver gæti hafa tekið eftir þá kom Apple Watch út í apríl á þessu ári og enginn vafi er á því að Apple hefur tekið snjallúramarkaðinn með sniðglímu á lofti. Á einum degi í apríl 2015 seldi Apple jafn mörg snjallúr í forsölu heldur en seldust allt árið 2014 hjá öllum öðrum framleiðendum. Það eru tölur sem fá mann til að svima.

Uppfærsla á stýrikerfi Apple Watch verður að teljast líkleg en 1.0 útgáfan og svo síðar 1.01 útgáfan voru fínar, en þó með töluverðu af litlum “böggum”. Apple Watch OS 1.1 verður því mjög líklega kynnt á WWDC með enn fleiri forritum og möguleikum.

20140526_lust-list_0057-640x404

Homekit

Homekit, hið gleymda kerfi frá Apple, var kynnt á WWDC 2014 og í raun hefur ekkert heyrst meira eftir það. Homekit býður forriturum möguleikann á því að þróa hugbúnað á móti vélbúnaði til að stjórna flestum hlutum heimilisins, t.d. lýsingu, bílskúrshurðinni, hitastigi og svo frv. Líklegt verður að þykja að Apple muni leggja áherslu á Homekit á WWDC 2015.

Apple Pay

Við Íslendingar þekkjum Apple Pay í raun bara úr fjarlægð enda er það ekki í boði á Íslandi og engar krókaleiðir í boði fram hjá því. Hér á Íslandi þurfum við ekki að hafa áhyggjur af Apple Pay næstu árin enda engar líkur á því að Apple opni fyrir þessa þjónustu á þeim örmarkaði sem Ísland er, a.m.k. á næstunni.

Beats

Beats bættist í safnið hjá Apple í fyrra og líklegt má þykja að Apple muni setja sitt vörumerki fyrir framan, Apple Beats, bæði í samhengi við tónlistarþjónustuna og heyrnartólin sjálf. Mikið er rætt um mögulega streymisþjónustu til að keppa við Tidal og Spotify en þá eru Pharrell, Dr. Dre og Drake nefndir í því samhengi sem einhves konar “celebrity” plötusnúðar. Beats Music er ekki í boði á Íslandi en virkar eftir krókaleiðum, en þjónustan hefur legið í dvala síðan Apple keypti Beats, þannig að uppfærsla á Apple Music, Beats Music eða Apple Beats mun klárlega verða kynnt fyrr en síðar.

Skot í myrkri

Eftir öll árin með Steve Jobs og hans klassíska “One more thing” er vonin alltaf sú að eitthvað óvænt gerist á þessum kynningum. Því miður þá hefur undanfarin ár verið mjög auðvelt að finna út hvað Apple er að fara að kynna og því eru þessi atriði hér að neðan nefnd í hálfgerðu gríni.

Mac Pro – var síðast uppfærður 2013 þannig að þetta gæti samt gerst. Uppfærsla en ekki nýtt útlit.
iMac – ólíklegt, iMac Retina var uppfærður fyrir mjög stuttu síðan en mögulega verðlækkanir á hinum iMac týpunum?
iPad Pro – hahaha. Nei.
iCar – Kannski í næsta lífi. En án gríns þá verður iCar ekki kynntur núna þó nokkuð augljóst sé að Apple sé að vinna í þeim málum.

icar-main

Frétt þýdd frá Cultofmac með viðbættum blæbrigðum frá undirrituðum.

Macland / Hörður

Macland býður WHOOSH velkomið

Við erum stolt af því að tilkynna endurkomu WHOOSH hreinsiefnisins í Macland. WHOOSH hefur verið til sölu hjá okkur af og til í gegnum árin en erfitt hefur verið að nálgast hana hjá birgjum okkar erlendis.

Nú er WHOOSH komið í sölu, “beint frá býli” eins og einhver myndi segja. Við höfum notað WHOOSH á verkstæðinu okkar nú í um 4 ár, en að okkar mati er ekkert efni til sem þrífur skjái og aðra hluti á tæknidótinu okkar betur en WHOOSH.

Smelltu hér til að skoða betur og kíktu á okkur á Laugaveg 23 eða í Helluhraun 18 og fáðu að prófa.

Whoosh!

Opnunartími um páska

Skírdagur – Lokað
Föstudagurinn langi – Lokað
Laugardagur 4.apríl – Opið eins og vanalega
Sunnudagur – Alltaf lokað
Annar í páskum – lokað

Minnum á Macland á Facebook og Twitter en þar erum við alltaf á vaktinni!

Gleðilega páska!

MACpalloskar

Office fyrir Mac 2016 í prufuútgáfu ókeypis!

Já þú last það rétt, Microsoft ákvað í dag að bjóða Office fyrir Mac, sem er væntanlegt seinna á árinu, frítt í prufuútgáfu. En athugið, þetta er prufuútgáfa/beta þannig að einhverjir hnökrar eru mjög líklegir. Það er samt alltaf gaman að fá eitthvað frítt og því fögnum við þessu útspili Microsoft.

Núverandi útgáfa af Office fyrir Mac kom út árið 2010 og heitir því skemmtilega nafni Office for Mac 2011. Retina stuðningur er ekki til fyrirmyndar á þeim bænum en búið er að bæta hressilega úr því í Office 2016 fyrir Mac.

Microsoft mun uppfæra Office þar til áætluð útgáfa í haust á sér stað. Þannig að í raun ættirðu að geta notað Office frítt næstu mánuði a.m.k. sem er vissulega frábært.

Fyrir mörg ykkar sem lesið þetta þá hefur Apple að sjálfsögðu boðið upp á iWork (Pages, Keynote og Numbers) síðan OS X Maverics 10.9 kom út árið 2013. Svo er hægt að minnast á Google Drive sem er einnig ókeypis lausn til að stunda þessa helstu gagnavinnslu.

Hér er hægt að sækja Office fyrir Mac 2016 og hér að neðan eru nokkur skjáskot

office-2016-for-mac-preview macbook_powerpoint_2x-e1425503529253 word powerpoint excel

Macland tilnefnt til 2 ÍMARK verðlauna

Apple fyrir alla logo_veflitir

Við erum ótrúlega stolt af því að vera tilnefnd til ÍMARK verðlauna fyrir árið 2014. Erum þar í hópi með ekki ómerkari aðilum en Hinsegin dögum, Geysi, Vífilfell, Bláa Lóninu, Icelandair, Kjörís, GAMMA, 66°Norður, Ölgerðinni, Nova, Landsvirkun, Landsbankanum og svo mætti lengi telja.

Macland hlotnast sá heiður að vera tilnefnt bæði fyrir bestu útvarpsauglýsinguna og bestu vefauglýsinguna. Sem er skemmtilegt því við auglýstum nær einungis í útvarpi og á vefnum/samfélagsmiðlum árið 2014.

Við erum ótrúlega þakklát fyrir þennan heiður og viljum þakka öllum þeim sem komu að þessum verkefnum kærlega fyrir og hlökkum til að vinna áfram með þessu frábæra fólki. Hér kemur listi af snillingum :

Svala Hjörleifsdóttir – Grafískur Hönnuður J&L
Jóhanna Sveinsdóttir – Copywriter J&L
Hugleikur Dagsson – stórmeistari
Playmo – Kiddi og Holmes
Halldór Eldjárn – Rödd Macland (og hæðnismaður Macland)
Business Fish fyrir allan stuðninginn

Okkur langar svo að benda á að við erum á helstu samfélagsmiðlum og svo ótrúlega vill til að þú ert ekki að fylgja okkur þar þá geturðu bætt ráð þitt hið snarasta!

Facebook
http://facebook.com/macland.is

Twitter – @maclandrvk
https://twitter.com/maclandrvk

Instagram – @maclandrvk
https://instagram.com/maclandrvk/

Snapchat  – maclandrvk og það er nóg að beina Snapchat myndavélinni á myndina hér að neðan
Macland Snapchat

Hér er hægt að horfa á útvarpsauglýsinguna (það meikar engan sense)

Hér er svo hægt að horfa á vefauglýsinguna (meikar aðeins meiri sense)

Allskonar afsláttur í Hafnarfirði

Hafþór, verslunarstjórinn okkar í Hafnarfirði,  er búinn að setja iPad á 10% afslátt sem gildir til kl. 18 á laugardaginn.

Takmarkað magn er í boði* og 30% afsláttur er af öllum iPad töskum þegar nýr iPad er keyptur.

Screenshot 2015-02-26 23.57.10

Hann Hafþór er ekki hættur, ó nei. Við erum með 2 stykki af Macbook Air 13″ 128GB sem fara líka á 10% afslætti. Aðeins 2 stykki. Fullt verð er 199.990 en á tilboði er það 179.991.

Svo má ekki gleyma hinu gríðarlega úrvali af iPhone 4,4s,5, 5s og 6 hulstum sem eru eingöngu í boði í Macland Hafnarfirði. Tegundir og litir hlaupa á mörgum tugum og hulstrin kosta aðeins 1.990 krónur.

hulstur2 hulstur1

*Ath. tilboðin gilda aðeins í verslun okkar í Hafnarfirði dagana 27.febrúar og 28.febrúar eða á meðan birgðir endast.

Hulli_facebook_Hafnarfj_02

 

Ps. þetta hlýtur að vera af því Habbó er svo glaður með páskaeggin sín.

habbo

Útsala í Hafnarfirði!

Hulli_facebook_Hafnarfj_01

Í dag og á morgun (23.jan og 24.jan) er afsláttarbomba í Macland Hafnarfirði.

20% afsláttur af öllum iPad, iPhone og iPod aukahlutum, t.d. hleðslutæki, snúrur, millistykki, hulstur og svo frv.

25% afsláttur af öllum heyrnartólum. T.d. AIAIAI sem þú sérð hér og Moshi sem þú sérð hér.

30% afsláttur af Booq fartölvutöskunum sem þú sérð hér.

50% afsláttur af Moshi Venturo fartölvutöskunum sem þú sérð hér.

Hulli_facebook_Hafnarfj_02

Lækkað verð á iMac 21″ og 27″ til áramóta

imac215-selection-hero-2014 imac27-selection-hero-2014 imac27-retina-selection-hero-2014

Ef þú hefur verið í kauphugleiðingum á iMac 21″ eða 27″ þá skaltu líta á þetta. Við fáum sendingu þann 29.des og getum við boðið 10% afslátt af öllum 21″ og 27″ iMac, fyrir utan 27″ iMac 5k Retina en hún verður á 5% afslætti til áramóta.

Smelltu hér til að panta tölvu og við göngum frá málunum milli jóla og nýárs.

Gleðileg jól!

Mugison safnið og Heild komin í Macland

Þetta eru tilvaldar jólagjafir og fást í Macland Laugavegi 23, Macland Helluhrauni 18 og á macland.is

Smelltu hér til að skoða

pi_1993_1418306688_promotional_0pi_1991_1418221461_promotional_0

Opnunartími um jólin

Macland Hafnarfirði verður opið á venjulegum tíma (10-18) frá 11.des til 17.des. Frá og með 18.des verður opið til kl. 20 til jóla.

Opnunartími á Laugavegi er sem hér segir :
Laugardagur 13. desember: Opið kl. 10:00 – 22:00
Sunnudagur 14.desember:Opið kl. 10:00 – 22:00
Mánudagur 15.desember: Opið kl. 10:00 – 22:00
Þriðjudagur 16.desember: Opið kl. 10:00 – 22:00
Miðvikudagur 17. desember: Opið kl. 10:00 – 22:00
Fimmtudagur 18.desember : Opið kl. 10:00 – 22:00
Föstudagur 19.desember: Opið kl. 10:00 – 22:00
Laugardagur 20. desember: Opið kl. 10:00 – 22:00
Sunnudagur 21.desember: Opið kl. 10:00 – 22:00
Mánudagur 22.desember: Opið kl. 10:00 – 22:00
Þriðjudagur 23.desember : Opið kl. 10:00 – 23:00
Miðvikudagur 24.desember: Opið kl. 10:00 – 12:00

Auglýsingar á makkanum?

Ert þú að fá margar auglýsingar þegar þú ferð á netið í makkanum? Fullt af pop-up gluggum?

Þá ertu með adware. Það hefur smyglað sér með einhverju forritinu sem þú hefur sett inn. En ekki örvænta!

Kíktu þá á AdwareMedic.com. Þar finnur þú hugbúnað sem nefinst einmitt AdwareMedic.

Í sumum tilvikum lokar hugbúnaðurinn á tengil til þess að niðurhala AdwareMedic, en þá nægir að fara handvikt á slóðina: http://www.adwaremedic.com/AdwareMedic.dmg

Screenshot 2014-11-24 20.24.16

 

Þú smellir svo á „Scan for Adware“. Forritið leitar uppi hugbúnaðinn, og fjarlægir. Í sumum tilvikum þarf að endurræsa tölvuna.

Þú þarft að vera með Lion (10.7) eða nýrra til þess að keyra forritið. Þeir sem enn eru með Snow Leopard (10.6.8) eða eldra stýrikerfi er bent á eldri útgáfu af forritinu sem nefinst “Adware Removal Tool“.

Forritin kosta ekkert, en eru Donationware.

Macland hefur opnað í Helluhrauni 18

Við opnuðum glæsilega verslun þann 13.nóvember 2014 í Helluhrauni 18 í Hafnarfirði. Þökkum frábærar móttökur og opnunartilboðin kláruðust strax.

MacBook Pro Retina 13″ 128GB
209.990 (fullt verð 239.990)

MacBook Pro Retina 13″ 256GB
249.990 (fullt verð 279.990)

MacBook Air 11″ 128GB
149.990 (fullt verð 164.990)

MacBook Air 13″ 128GB
169.990 (fullt verð 184.990)

iMac 21″ 1.4GHz
179.990 (fullt verð 199.990)

iMac 27″ 3.2GHz
289.990 (fullt verð 319.990)

iMac 27″ Retina 5k
419.990 (fullt verð 469.990)

Mac Mini 1.4GHz i5
89.990 (fullt verð 99.990)

1 stk. iMac 27″ 3.5GHz með 1TB Fusion og 16GB vinnsluminni
419.990 (fullt verð 468.960)

1 stk. MacBook Pro 13′ Retina með 1TB Flash og 16GB RAM
419.990 (fullt verð 469.970)

Miðnæturopnun og meira af iPhone 6 og 6 plus

Halló góðan daginn. Takk kærlega fyrir komuna í gær, þetta var alveg meiriháttar. Við erum ennþá að vinna úr forpöntunarlistum en vel yfir 100 símar eru komnir í hendur hamingjusamra eigenda. Í næstu viku kemur svo sending af þeim símum sem komu ekki í fyrstu umferð.

Rúmlega 200 manns komu í Maclandið góða á milli kl. 23:59 og 02:00. Andrúmsloftið var alveg frábært og viðskiptavinir Macland voru sér til gríðarlegs sóma.

Housekell kom og hélt uppi stuðinu og spilaði að sjálfsögðu sína fögru tóna eingöngu af iPad.

Upp úr kl. 23 fóru fyrstu viðskiptavinir að banka á gluggann en við gátum að sjálfsögðu ekkert gert fyrr en kl. 00:00. Svo upp úr 23:30 fór röðin að myndast. Klukkan 23:50 var komin röð um allt húsið. Klukkan 23:59 var svo komin röð niður á Klapparstíg.

Þegar við opnuðum svo kl. 23:59 átti sér stað mögnuð stund. Verslunin fylltist af glöðum og spenntum viðskiptavinum sem voru mættir að sækja síma sem þau höfðu forpantað fyrir mörgum dögum eða vikum síðan.

Við náðum að afgreiða rúmlega 100 viðskiptavini á þessum klukkutíma og vorum við á staðnum til um kl. 02:00 að afgreiða þá sem enn voru að koma í hús.

Takk fyrir okkur. Það var virkilega gaman að fá að fagna þessum skemmtilegu stundum með jafn frábæru fólki og lét sjá sig í nótt.

Hér eru nokkrar myndir í bland frá starfsmönnum Macland, Netgíró og Visir.is. Takk!

Smá panik fyrir opnun…. ekkert stress samt.

IMG_7887

Þau allra hörðustu voru mætt hálftíma fyrir opnun.

IMG_7884

Housekell kann sitthvað fyrir sér í DJ fræðum. Svo mætti hann í MJ bol. Props fyrir það.

IMG_7922 IMG_7881 IMG_8621

Fyrstur!

V5-141039816 V4-141039816 V3-141039816 V2-141039816

Miðnæturopnun – iPhone 6 og iPhone 6 plus

iPhone6_34FL_3-Color-Spaced_Homescreen-PRINT

Af því tilefni verður miðnæturopnun hjá Macland á Laugavegi 23. Opnum dyrnar stundvíslega kl. 23:59 þann 30.október og bíðum þolinmóð í 1 mínútu þar til við getum byrjað að selja iPhone 6 og iPhone 6 plus um leið og klukkan slær 00:00:01

DJ Housekell mun halda partýinu í gangi frá kl. 23:30 meðan við gerum okkur klár í þetta.

Athugið að þeir sem hafa forpantað hjá okkur síma hér hafa forgang þegar við hefjum sölu. Haft verður samband við þá sem forpöntuðu og munum við færa okkur aftar í forpöntunarröðinni frá og með kl. 18 á laugardaginn hafi viðkomandi ekki svarað.

Eitthvað af símum verður í lausasölu á miðnæturopnuninni en það verður takmarkað magn.

Fyrstu 10 seldu iPhone 6 fylgir glæsilegt hulstur frá Börkur design með glæsilegu Macland logoi. Geri aðrir betur.

Netgíró og Macland ætla einnig að taka höndum saman og endurgreiða einum heppnum viðskiptavin sem borgar símann sinn með Netgíró. Allir sem borga iPhone 6 eða iPhone 6 plus með Netgíró til 28. nóvember eiga möguleika á að fá símann endurgreiddan. Starfsmenn frá Netgíró verða í versluninni á miðnæturopnuninni og verða starfsmönnum Macland innan handar.

Þannig að… ef þú forpantaðir iPhone 6 eða 6 plus þá skaltu fylgjast með símanum þínum og tölvupóstinum á næstu dögum. Sjáumst!

Verslunarstjóri óskast.

Miðað við höfðatölu er Macland líklega skemmtilegasta land í heimi. Hjá starfsfólkinu er hressleikinn ávallt í fyrirrúmi og metnaður okkar er að rækta hamingju viðskiptavinanna.

Við leitum að verslunarstjóra í verslun okkar í Hafnarfirði. Hjá Macland starfar vel valið nördateymi sem kann svörin við öllum vandamálum á Applestjörnubrautinni.

Ef þig langar í nördateymið þá þarftu að vera slefandi Apple áhugamaður og kunna á allt sem tengist Apple. Reynsla af sölustörfum er ekki skilyrði enda kunnum við fullt og getum hjálpað þér að safna í reynslubankann.

Við nennum ekki að halda langa fyrirlestra um stundvísi, gleði eða heiðarleika heldur gerum bara ráð fyrir að allir sem sækja um beri þessa eiginleika í ríkum mæli.

Um fullt starf er að ræða og best væri að þú gætir byrjað strax.

Smelltu hér ef þig langar að slást í hópinn

Við verðum svo í sambandi. Takk!

Starfsmann vantar á verkstæði.

Starfsmann vantar á verkstæði.

Miðað við höfðatölu er Macland líklega skemmtilegasta land í heimi. Hjá starfsfólkinu er hressleikinn ávallt í fyrirrúmi og metnaður okkar er að rækta hamingju viðskiptavinanna.

Við leitum að starfsmanni á verkstæðið okkar. Þar starfar vel valið nördateymi sem sér um viðgerðir á öllum Apple tengdum vörum.

Ef þig langar í nördateymið þá þarftu að vera slefandi Apple áhugamaður og kunna að bjarga þér með skrúfjárn og önnur verkfæri. Reynsla er ekki skilyrði enda kunnum við fullt og getum hjálpað þér að safna í reynslubankann.

Við nennum ekki að halda langa fyrirlestra um stundvísi, gleði eða heiðarleika heldur gerum bara ráð fyrir að allir sem sækja um beri þessa eiginleika í ríku mæli.

Um fullt starf er að ræða og best væri að þú gætir byrjað strax.
Ef þig langar að slást í hópinn skaltu smella hér til að sækja um.

Við verðum svo í sambandi. Takk!

Opnunartilboð í tilefni af nýrri staðsetningu

Macland_Flutningur_facebook

Til að fagna flutningum og nýju húsnæði ákváðum við að skella til veislu á Laugavegi 23 sem hefst kl 10:00 þegar við opnum dyrnar að nýja Macland.

Opnunartilboðin kláruðust á laugardag! Takk fyrir komuna og hlökkum til að halda áfram hér á Laugavegi 23

Ný vefsíða komin í loftið

Vá. Síðan 2009 höfum við uppfært heimasíðuna í heil 3 skipti. Síðast haustið 2011 þegar einn stofnenda Macland, Hermann Fannar Valgarðsson, fékk nóg og barði í gegn uppfærsluna sem við vorum að skipta út. Aukin notkun snjallsíma og spjaldtölva (iPhone og iPað auðvitað) hefur ýtt undir þá þörf að gera macland.is að “responsive” síðu. Um helmingur heimsókna í dag koma í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvur. Gamli vefurinn var alls ekki hannaður með tilliti til þess en því fögnum við gríðarlega í dag, 3.október 2014 að geta opnað nýjan Macland.is, sama dag og við opnum nýja Maclandið okkar á Laugavegi 23.

Nýi vefurinn er eins og áður segir hugsaður fyrir allar gerðir tækja og tóla og mun þróun hans halda áfram á næstu vikum.

Snillingarnir hjá Avista sáu um hönnun og forritun síðunnar. Þökkum þeim kærlega fyrir samstarfið og hlökkum til að vinna áfram með þeim.

logo-square

 

 

Hér má sjá skjáskot af gamla vefnum fyrir þá sem eru í nostalgíuham.

Screen Shot 2014-10-02 at 20.57.56

 

 

 

 

 

 

 

 

Macland er flutt á Laugaveg 23

Það er með stolti í hjarta sem við tilkynnum að við höfum flutt allan rekstur Macland á Laugaveg 23. Húsnæðið er rúmlega tvöfalt stærra en það sem fyrir var á Laugaveginum og sérstaklega stækkar plássið fyrir þjónustudeild Macland. Verkstæðið er nú loksins komið með aðstöðu sem við getum sýnt með stolti og verslunin er glæsilegri en nokkru sinni fyrr.

Flutningarnir komu frekar óvænt upp en þegar rýmið á Laugavegi 23 losnaði fyrr í haust þurftum við ekki að hugsa okkur lengi um. Við höfðum haft augastað á þessu rými árið 2011 en því miður gekk það ekki upp þá. Það má því segja að við séum búin að vera með þetta húsnæði bakvið eyrað í tæp 3 ár.

Mikill fjöldi af ótrúlegum snillingum hafa komið að flutningunum og er við hæfi að þakka þeim kærlega fyrir. Mikil vinna hefur verið lögð í verslunina og er okkar von sú að sú vinna muni skila sér í auknum gæðum í þjónustu Macland.

Hlökkum til að sjá ykkur á nýja staðnum og þökkum um leið kærlega fyrir okkur og liðna tíma. Klapparstígur 30 og Laugavegur 17 eru nú komnir í minningabankann sem yndislegir staðir sem ýttu okkur áfram í að vaxa og dafna.

Hér er mynd af Klapparstíg 30 sem hýsti okkur fyrstu 2 árin, 21.des 2010 til 7.maí 2013

011

Laugavegur 17, frá 8.maí 2013 til 2.okt 2014

IMG_0269

Nú á Laugavegi 23 frá 3.okt 2014

 

iPhone 6 er væntanlegur hjá Macland

Taktu frá þitt eintak með því að fylla út formið hér að neðan.

iPhone6_34FL_3-Color-Spaced_Homescreen-PRINT
Fill out my online form.

Nýtt húsnæði & Ný verslun

Okkar er ánægjan að tilkynna ykkur að við erum flutt í nýtt og betra húsnæði að Laugarvegi 17.

Á sama tíma fögnum við því að við erum komnir með nýja og endurbætta vefsíðu.

Hlökkum til að sjá ykkur.

iOS 8 er komið út.

Þessi tími ársins er kominn aftur. Nýtt stýrikerfi á iPhone, iPad og iPod Touch.

Vanalega rignir yfir okkur fyrirspurnum um alls kyns vandamál eftir að viðskiptavinir eru búnir að uppfæra tækin án þess að aðgæta nokkra hluti. Kíkjum aðeins á það sem er helst að klikka.

 • iOS tæki (iPad, iPhone og iPod) eru tölvur. Við uppfærslu á stýrikerfi getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis.
 • Áttu afrit af iOS tækinu þínu? Ef ekki, ekki uppfæra tækið fyrr en afritið er komið.

Að taka afrit af iOS tækinu þínu er mjög einfalt. Hægt er að fara 2 leiðir.

 1. Tengja iOS tækið við tölvuna þína og gera afrit í gegnum iTunes. Þetta er mjög einföld leið en ýtir undir að þetta sé sjaldan gert. Því mælum við með aðferð 2.
 2. Setja upp iCloud á símann þinn. Nota iCloud backup lausnina sem þú finnur inni í Settings –> iCloud. Þessi leið er ókeypis fyrir gögn upp í 5GB og er undirritaður með 1TB í pláss þar (1000 GB sem er nokkuð mikið). Hægt er að sjá verðlista á iCloud plássi hér.

Í stuttu máli. Ekki uppfæra iOS tækið þitt fyrr en þú ert algjörlega tilbúin/nn til að missa öll gögnin á því. Þá er átt við t.d. ljósmyndir, skjöl, tölvupóst og svo frv. iCloud backup er einfaldasta leiðin þar sem hún krefst fæstra aðgerða af hálfu notandans og því líklegasta leiðin til að bjarga málunum ef allt fer á versta veg. Ekki taka sénsinn. Það er mikið auðveldara að koma afritunarmálum í gott horf en að endurskapa tapaðar minningar eða glataðar upplýsingar úr símanúmeraskránni.

Til þess að uppfæra í iOS 8 er hægt að fara í Settings –> General –> Software Update. Eða í gegnum iTunes í tölvunni.

Hér eru mjög góðar leiðbeiningar og yfirferð um iCloud á vef Apple. Kíkið endilega á þetta kæru vinir og njótum iOS 8 til hins ýtrasta án þess að tapa gögnum. Ef þið hafið einhverjar spurningar þá getið þið sent okkur línu á Facebook, í gegnum tölvupóst, hringt í okkur í síma 580-7500 eða hreinlega kíkt á okkur á Laugaveg 17 í kaffi og yfirferð.

AIAIAI aftur á leiðinni.

Eins og glöggir aðdáendur Maclandsins góða hafa tekið eftir þá hættum við að selja AIAIAI fyrr á þessu ári. Ástæðurnar voru einmitt þær að spangirnar á TMA-1 línunni voru ítrekað að klikka og fannst okkur erfitt að bjóða viðskiptavinum upp á hágæðaheyrnartól sem væru með slíkum galla.

 

stones

Nú hefur AIAIAI komist að rót vandans og býður þess að auki 3 ára ábyrgð fyrir nýja og eldri viðskiptavini. AIAIAI er mjög umhugsað um að leysa þetta mál og því fögnum við gríðarlega enda vörurnar frá þeim alveg frábærar í alla staði fyrir utan þetta áðurnefnda vandamál sem nú er leyst.

Hér má lesa tilkynninguna á ensku á vef AIAIAI.

Macland býður því AIAIAI velkomið aftur í húsið og er sending á leiðinni með allri TMA-1 línunni eins og hún leggur sig.

Smelltu hér til að skoða.

iPhone 6 lendir 31.október í Macland

iPhone lendir í kvöld kl. 23:59. Sala hefst kl. 00:00:01. Forpöntun er lokið. Hægt er að panta í gegnum vefverslun hér.

iPhone6_34FL_3-Color-Spaced_Homescreen-PRINT

Apple kynning 9.sept – Hvað var kynnt?

Jæja krakkar mínir. Oft hefur maður séð Apple vera í stuði, en síðustu 2 kynningar hafa verið algjörlega fram úr björtustu vonum. Vissulega voru orðrómar og lekar ansi nálægt því hvað var kynnt í dag en það dregur ekki úr því að hér erum við að tala um alveg ótrúlega vörukynningu. Þetta mátti sjá á bæði þeim fjölda sem mættur  var að fylgjast með kynningunni og hversu mikill áhugi fjölmiðla var. Kl. 07.00 að staðartíma í Cupertino voru fjölmiðlar mættir, tilbúnir í slaginn.

Kynningin byrjaði á því að hlaupa hratt í gegnum að iPhone 6 og iPhone 6 plus voru kynntir. Virkilega skrýtið að sjá Apple fara svona hratt í gegnum jafn mikilvæga vöru. Því næst, iOS 8. Jafn hratt. Hvað er í gangi?

Screenshot 2014-09-09 22.38.23

Svo kom það sem Apple vildi að við sæjum vel. Apple Watch. Þetta er vara sem tækniheimurinn hefur ekki skilið síðan Samsung kynnti Gear á markað seint árið 2013. Motorola kynntu Moto 360 fyrir stuttu og þá voru gagnrýnendur á einu máli, snjallúrið væri komið lengra í þróuninni. 9.september 2014 kynnir Apple sitt eigið snjallúr, Apple Watch sem mun koma á markað snemma árs 2015. Miðað við það vægi sem Apple gaf snjallúrinu í kynningunni í dag og tímann sem mun líða frá kynningu til komu þess á markað sýnir að Apple er ekki að tjalda til einnar nætur hvað varðar snjallúr.

Fyrstu viðbrögð eru komin á netið og eru þau yfirþyrmandi jákvæð. Spurningar um rafhlöðuendingu og hvort úrið sé vatnshelt er enn ósvarað en miðað við hvernig vörur Apple hafa komið inn á markaðinn býst maður ekki við öðru en að þessum 2 spurningum verði svarað fljótlega.

Screenshot 2014-09-09 20.47.11

En nú skulum við byrja á byrjuninni, iPhone 6 og iPhone 6 plus. Nú kemur iPhone í 16GB, 64GB og 128GB útgáfum og í báðum stærðum. iPhone 5s verður seldur áfram í 16GB og 32GB stærðum ásamt iPhone 5c sem heldur áfram í 8GB stærð.

iPhone 6 og 6 plus munu vonandi koma til landsins fyrir jól en engar upplýsingar hafa enn fengist frá birgjum þess efnis enn sem komið er. Hvað varðar verð á iPhone 6 og 6 plus þá er erfitt að segja til um það en iPhone 6 virðist detta inn á sama verði og iPhone 5s sem gefur vonandi vísbendingu um að verð hér heima haldist það sama eða mjög svipað. iPhone 6 plus er örlítið dýrari og því erfiðara að gera sér grein fyrir mögulegu verði á honum. En þetta mun allt koma í ljós á næstu dögum og munum við láta vita um leið og við höfum frekari upplýsingar.

iPhone 6 og 6 plus koma í gull, silfur og svörtu eins og 5s gerir. Undir húddinu eru miklar uppfærslur en þar ber helst að nefna uppfærðan örgjörva sem er 25% hraðari en iPhone 5s og grafíkin er 50% kraftmeiri. A8 örgjörvinn getur líka keyrt á meiri hraða án þess þó að valda aukinni hitamyndun. Enn betri myndavél en áður en þó sömu 8MegaPixlarnir og “kvartað” hefur verið undan af aðdáendum annara vélbúnaðarframleiðenda. Okkar skoðun er einföld, megapixlar skipta ekki máli. Myndgæði gera það. Megapixlar eru ekki = myndgæði. Linsan er lykilatriði og Apple hefur sýnt það og sannað að með framúrskarandi linsu færðu miklu betri myndir en úr símum sem gaspra um fjölda megapixla. Enda hefur það sannast með því að iPhone er vinsælasta myndavél í heimi og með þessari uppfærslu verður hún enn betri.

Ef þú vilt skoða meira (og já það var sko miklu meira kynnt í dag) um iPhone 6 og 6 plus þá skaltu smella hér.

Svo var komið að iOS 8. Stýrikerfið kemur út þann  17.september og verður ókeypis uppfærsla fyrir alla sem eiga iPhone 4s, iPhone 5, iPhone 5c, iPhone 5s, iPod touch (kynslóð 5), iPad 2, iPad með Retina skjá (iPad 3 og 4), iPad Air, iPad mini  og iPad mini með Retina skjá. Hlaupið var frekar hratt í gegnum þessa kynningu enda var búið að fara yfir flest sem er að frétta úr iOS 8 á WWDC í sumar. Samt, frekar hratt hlaupið yfir.

Stundin sem allir höfðu beðið eftir kom svo loksins þegar Tim Cook sagðist vera með “one more thing”. Þetta er í fyrsta skipti síðan Steve Jobs lést, sem Apple notar þessi orð í kynningu. Steve gerði þetta auðvitað frægt á sínum tíma en þrátt fyrir mjög stórar vörukynningar síðustu ár hefur Apple ekki notað “one more thing” fyrr en í dag. Slík er merkingin sem Apple setur í Apple Watch.

Snjallúrið verður sett á markaðinn snemma á næsta ári og miðað við tímann sem Apple gaf í Apple Watch er ljóst að Apple mun leggja gríðarlega vinnu í úrið á næstu mánuðum. Allt of flókið er að fara í gegnum alla möguleikana sem Apple Watch býður upp á en snillingarnir hjá The Verge náðu að koma þessu frá sér í ekk allt of löngu máli hér.

onemorething

 

Apple Pay sem var einnig kynnt í dag mun þó líklega ekki koma til landsins á næstunni en byrjað verður á bandaríkjamarkaði. Lausnin byggir á NFC tækninni og er snertilaus. Hægt er að lesa sér meira til um það hér.

Svo spiluðu U2 í lokin og þeir ásamt Apple gáfu öllum þeim sem eru með iTunes store aðgang eintak af plötunni. 500 milljón manns fengu gefins plötu frá einni vinsælustu hljómsveit síðustu áratuga. Einstakt framtak og verður áhugavert að sjá hvernig tekið verður við þessum fregnum.

Apple kynning 9.september 2014 – lifandi uppfærslur

Apple kynningin í dag er fyrir margar sakir merkileg en aðallega því að ný kynslóð af iPhone verður að öllum líkindum kynnt í dag og iOS 8 gefið út í lokaútgáfu. Vonandi verða fleiri vörur kynntar en við vitum meira á eftir. Munum uppfæra þennan póst um leið og nýjar fréttir berast.

Smelltu hér!

Apple kynning 9 september

Nýjar vörur frá Moshi!

Gleði gleði.

Venturo er þunnur bakpoki hannaður fyrir fartölvur og er beltið hugsað þannig að þú getir fært bakpokann til og komist í dótið þitt án þess að taka hann af bakinu. Nóg pláss er í Venturo fyrir fartölvu í allt að 15″ stærð ásamt iPad/spjaldtölvu. Auka geymsluhólf eru innbyggð fyrir kapla og aðra aukahluti. Venturo er byggt fyrir þá sem eru á ferðinni og er allt efni í töskunni hugsað til að vera létt en endingargott. Falinn vasi á bakhlið er hentugur fyrir t.d. veski eða vegabréf. Venturo er hin fullkomna blanda í þægindum og útliti.

gif-max

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er taskan sem mætir öllum kröfum þeirra sem eru á ferðinni. Þrátt fyrir að vera mjög nett er Urbana með pláss fyrir allt að 15″ fartölvur, iPad og bækur, möppur, skjöl, mýs, lyklaborð…í raun allt sem þú þarft á ferðinni.

ViscoStrap bandið er með púða fyrir öxlina og hjálpar til við að nota töskuna í langan tíma án þess að bugast undan verkjum í amstri dagsins. Geymdu aukahluti eins og penna, hleðslutæki, iPhone eða snúrur á snyrtilegan hátt í mörgum utan- og innanávösum. Urbana er hönnuð til að ýta frá sér vatni en er auðvitað ekki vatnsheld. Mælum því ekki með því að skella sér til sunds með töskuna. Alls ekki. Nema hún sé tóm. Þá kannski. Samt ekki…

gif-megamax

Vei.

 

 

Macland_Hulli_bord_FB

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Æðislegt, sumarið er að verða búið og skólinn er að byrja. En það er a.m.k. góð ástæða til að kaupa sér tölvu. Skólagleði Macland er það frábær að þú manst ekki einu sinni eftir því að sumarið hafi verið ömurlegt.

Viðskiptavinir Macland sem kaupa nýja tölvu á skólatilboði geta valið 1 af eftirfarandi tilboðum :

– 500GB flakkari fylgir
– Office pakkinn fylgir
– Tölvutaska að eigin vali fylgir (gildir um töskur sem kosta að hámarki 12.000 krónur)
– 10.000 króna gjafabréf hjá Macland (Gjafabréfið er ekki hægt að nota í tölvukaupin sjálf)

Tilboðið gildir á meðan birgðir endast eða til 15.ágúst 2014 | Uppfært 27.ágúst| Tilboðið gildir til 5.september 2014 eða á meðan birgðir endast. Lítið eftir af flökkurum og Office pökkum!

Minnum á að Vaxtalaus lán eru í boði til allt að 12 mánaða ásamt venjulegum kortalánum til allt að 36 mánaða í gegnum Valitor (Gildir um Mastercard og Visa kort).

Kíktu á vefverslunina okkar  eða beint á sérvöldu skólavörurnar okkar sem einmitt má finna í vefversluninni líka. Ótrúlegt.

Takk fyrir þátttökuna!

Þú ert nú komin/nn í pottinn og getur unnið miða á Tónlistarhátíðina ATP (All Tomorrow’s Parties) verður haldin í annað skiptið helgina 10.-12. júlí 2014.

Fylgstu með okkur á Facebook og Twitter.

ATP-Iceland2014-NEWS (1) update_670x0Viltu vinna miða á ATP Iceland?

Tónlistarhátíðin ATP (All Tomorrow’s Parties) verður haldin í annað skiptið helgina 10.-12. júlí 2014 en sú fyrsta þótt heppnast einstaklega vel. Hátíðin fer fram á Ásbrú í Reykjanesbæ. Tónlistardagskráin fer fram í Atlantic Studios og Andrews Theater en á hátíðinni verður einnig bingó þar sem gestir geta unnið bækur, fótboltamót þar sem hljómsveitir keppa gegn gestum, kvikmyndir sem hljómsveitin Portishead hefur sérvalið fyrir hátíðina, popppunktur, plötusnúðar og þannig mætti lengi telja.

Búið er að draga út sigurvegara. Til hamingju Sigrún Skaftadóttir.

ATP 2014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagskrá:

Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
Mogwai Portishead Interpol
Swans Slowdive Devendra Banhart
Kurt Vile & The Violators Liars I Break horses
Shellac Fuck Buttons Forest Swords
Low Sóley For a Minor Reflection
Ham Ben Frost Haxan Cloak
Mammút Pharmakon
Hebronix Kría Brekkan
Samaris Sin Fang
Low Roar Eaux
Pascal Pinon Singapore Sling
Náttfari Fufanu

Var tölvan að bila?

 

 

newsfeed-macland

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Macland hefur boðið upp á vaxtalausar greiðslur fyrir kaup á nýjum búnaði síðan síðla árs 2013. Viðskiptavinir hafa fagnað þessum greiðslumöguleika en nýlega benti viðskiptavinur okkur á að þetta ætti að vera í boði fyrir viðgerðir líka. Engin spurning.

Því kynnum við með gleði í hjarta að nú er hægt að dreifa greiðslu fyrir uppfærslu eða viðgerð frá 3 upp í 12 mánuði vaxtalaust eða 3 upp í 36 mánuði.

Macland er í samstarfi við Valitor og bjóðum því bæði VISA og MasterCard korthöfum greiðsludreifingu með Kortalánum.

 • Kortalán fyrir viðskiptavini með eða án vaxta
 • Greiðsluskipting fyrir vaxtalaus Kortalán 3-12 mánuðir
 • Greiðsluskipting fyrir Kortalán með vöxtum 3-36 mánuðir
 • Hágmarksheimild miðast við úttektarheimild og viðskiptasögu korthafa.
 • Þó að hámarki 500.000 kr. fyrir 25 ára og yngri og 1.000.000 kr. fyrir 25 ára og eldri.

Ef þú ert ekki með kreditkort eða vilt heldur nýta þér þjónustu Netgíró þá bjóðum við að sjálfsögðu upp á bæði staðgreiðslu með Netgíró ásamt raðgreiðslum í allt að 12 mánuði, en þar eru vaxtalaus lán ekki í boði enn sem komið er.

Kynntu þér málið í verslun okkar að Laugavegi 17, á netfanginu [email protected] eða pantaðu viðgerð/uppfærslu hér.

 

iOS 8 Time lapse myndband

Síðan iOS 8 kom út í beta útgáfu nú fyrr í júní höfum við leikið okkur töluvert með Time Lapse möguleikann. Þetta hefur verið hægt í nokkur ár með því að sækja sérstök forrit en nú er time lapse innbyggt í myndavélaforritið sem fylgir iOS stýrikerfinu. Rafn Helgason, starfsmaður Macland, tók iPhone 5s með sér heim um helgina ásamt myndavélapakkanum okkar góða og niðurstaðan var að okkar mati alveg mögnuð.

Myndbandið er í 1080p (full háskerpa) þannig að endilega skellið því í full screen til að njóta sem best.

WWDC 2014 – Apple kynning.

Sæl verið þið. Við munum fylgjast með kynningunni og setja inn fréttir um leið og þær berast.

14pijbefvoihbfva6_checkback

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Screenshot 2014-06-02 17.16.06

3 bestu myndirnar í #maclandvaka

Tilkynnt verður um sigurvegara hér á macland.is kl. 20:00 23.maí 2014

Takk fyrir þátttökuna en okkur bárust rúmlega 250 myndir í gegnum Instagram, Twitter og Facebook.

Við munum alveg örugglega vera með svipaðan leik aftur í sumar.

Ertu að nota “fake” hleðslutæki?

Ef svo er, lestu áfram.

fakeiphonecharger

Töluvert hefur borið á því að undanförnu að viðskiptavinir okkar séu að koma með tölvur og eða iPad/iPhone til okkar í viðgerð vegna þess að tækin hætta að taka við hleðslu. Í óþægilega mörgum tilfella er um að kenna svokölluðum eftirlíkingum (“fake) af Apple hleðslutækjunum. Skiljanlegt er að viðskiptavinir ruglist þegar það kemur að sumum eftirlíkingum, þær eru nánast alveg eins. Í raun er eina leiðin til að vera viss að kaupa hleðslutækið af viðurkenndum Apple söluaðila eins og Macland. Sum hleðslutæki sem við höfum séð auglýst víðs vegar á netinu eru jafnvel auglýst sem “Apple hleðslutæki” sem gæti ekki verið fjær sannleikanum. Þegar við höfum opnað þessi fake hleðslutæki kemur í ljós að þó þau séu mjög lík utan frá þá kemur sannleikurinn alltaf í ljós þegar tækið er opnað. Einfalt er að vigta hleðslutækin en næstum án undantekninga eru “fake” tækin mun léttari en þau sem ekta eru.

Tökum dæmi, viðskiptavinur kaupir hleðslutæki á netinu, hérlendis eða erlendis, á 10.000 krónur, notað eða nýtt og það virðist líta út alveg eins og það frá Apple. Það virkar eins og það á að gera í nokkra daga eða vikur, jafnvel mánuði en miðað við okkar reynslu þá endast þau mun skemur og geta skemmt út frá sér. Við höfum séð dæmi þess að hleðslutækin hafi skemmt rafhlöður í fartölvum, hleðslutengi á fartölvum og móðurborð í fartölvum. Sömu skemmdir höfum við séð í iPhone, iPad og iPod. Það sem er alvarlegast við þetta er í raun það að sparnaður við kaup á “fake” hleðslutækjum hleypur á þúsundum króna en ekki tugþúsundum og því er erfitt að útskýra fyrir viðskiptavinum að “ódýra” hleðslutækið sem viðkomandi var að kaupa er búið að valda kostnaði á bilinu 15.000 – 45.000. Það er fyrir utan kostnaðinn við að þurfa að kaupa nýtt hleðslutæki.

chargerUm mitt ár 2013 lést kona í Kína af völdum þess að “fake” hleðslutækið hennar ofhitnaði meðan hún svaf og eldur braust út. Mýmörg dæmi eru um slys tengt þessu víðs vegar um heiminn og fannst okkur mikilvægt að bregðast við þessu og láta í okkur heyra.

Notkun hleðslutækis sem er ekki framleitt af Apple getur valdið því að ábyrgð fellur niður á viðkomandi hlut þar sem ekki er hægt að ábyrgjast notkun á tæki sem framleitt er af öðrum aðilum.

Hvernig getur þú brugðist við þessu? T.d. með því að skoða hleðslutækið vel. Í þessu bloggi má sjá sögu af aðila sem keypti hleðslutæki á Amazon.com frá söluaðila sem virtist vera að selja ekta Apple hleðslutæki. Eins og sjá má var svo ekki og var viðkomandi mjög heppinn að ekki fór verr.

Hér er svo grein um iPhone/iPad/iPod hleðslutækin á CultofMac.com.

 

Hleðslutæki fyrir iPhone og iPad kosta 4.990 og fyrir MacBook Air, Pro og Pro Retina kosta 17.990. Auðvitað eru þetta upphæðir sem enginn grínast með og segir að sé léttar í pyngjuna en þegar horft er á að tækin sem hleðslutækin eiga að hlaða kosta á bilinu 67.990 (iPhone 4s) upp í 469.990 (MacBook Pro Retina 15″) þá lítur þessi kostnaður töluvert betur út.

Það er fátt meira svekkjandi en að horfa framan í viðskiptavin sem var að spara sér nokkra þúsundkalla á því að kaupa “fake” hleðslutæki og segja viðkomandi að viðgerðin hlaupi á tugum þúsunda.

Ef þið eruð í vafa hvort hleðslutækið ykkar sé ekta, endilega komið til okkar í búðina á Laugaveg 17 og við getum sagt ykkur það strax.

 

Facebook, Instagram, Twitter leikur Macland.

Taktu einhverja frábæra mynd. Hún má vera af hverju sem er. Settu hana á Instagram, Twitter og/eða Facebook með hashtag #maclandvaka og þú gætir unnið Macland bláan iPhone 5c og hulstur að eigin vali frá Moshi.

Veljum bestu myndina föstudaginn 23.maí.

Miðborgarvaka, fimmtudaginn 22.maí

Já einmitt… Miðborgarvaka fimmtudaginn 22.maí næstkomandi. Það verður stuð hjá okkur í Maclandinu góða.

 • 15% afsláttur á öllum iPhone og iPad hulstrum.
 • 15% afsláttur af öllum heyrnartólum.
 • 15% afsláttur af öllum tölvutöskum.
 • Myndavélapakkinn á 9.990

 

Facebook, Instagram, Twitter leikur í tengslum við miðborgarvökuna.

Taktu einhverja frábæra mynd. Má vera af hverju sem er. Settu hana á Instagram, Twitter og/eða Facebook með hashtag ‪#‎maclandvaka‬ og þú gætir unnið Macland bláan iPhone 5c og hlustir að eigin vali frá Moshi.

Besta myndin verður valin föstudaginn 23.maí af starfsmönnum Macland.

[alpine-phototile-for-instagram id=350 user=”maclandrvk” src=”global_tag” tag=”maclandvaka” imgl=”instagram” style=”cascade” col=”4″ size=”M” num=”30″ shadow=”1″ border=”1″ curve=”1″ align=”left” max=”100″ nocredit=”1″]

Word að hrynja?

Þar sem við höfum fengið ágætlega mikið af tölvum til okkar með það vandmál að Word crashar/hrynur við ræsingu eða þegar sett er inn “Comment” eða kveikt á “Track changes” fítusinum finnst okkur tímabært að henda í eina grein um vandamálið. Um er að ræða galla sem tengist OS X Mavericks (10.9.x) og Word 2011.

Til þess að laga vandamálið þá þarf að fara eftir þessum skrefum:

1. Fara í Finder og velja Go – Go to Folder.

Screen Shot 2014-05-13 at 16.22.24

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2. Skrifa inn í reitinn “~/Library/Saved Application State/” án gæsalappa og ýta á “Go”.

Screen Shot 2014-05-13 at 16.22.35

 

 

 

 

 

3. Fara í möppuna “com.microsoft.Word.savedState” og henda í ruslið öllu sem er í möppunni.

4. Ræsa Word, fara svo í Word uppi  vinstra horninu við hliðina á Apple merkinu og velja “Preferences”.

Screen Shot 2014-05-13 at 16.24.56

 

 

 

 

5. Velja svo “Track Changes” og afhaka “Use balloons to display changes”.

Screen Shot 2014-05-13 at 16.27.11

 

 

 

 

 

Við þessar breytingar er aðeins öðruvísi útlit á Track Changes fítusinum, en virknin ætti að vera sú sama.
Það er vonandi að Apple eða Microsoft gefi út uppfærslu sem lagar vandann bráðlega, en þangað til ætti þetta að hjálpa ykkur.

Bestu kveðjur frá Macland verkstæðinu!

Moshi hefur innrás sína í Macland

Við erum stolt að segja frá því að Moshi Corp. og Macland hafa náð samkomulagi um að Macland gerist dreifingaraðili á Moshi vörum á Íslandi.

Þessu ber að fagna því vörurnar frá Moshi eru algjörlega frábærar og eru seldar í verslunum Apple um allan heim.

Macland hefur fengið á lager nær allt vöruframboð Moshi og verður vörunum gerð glæsileg skil í versluninni okkar. Endilega kíkið við og sjáið þá flóru af vörum sem Moshi býður upp á.

Fyrr í dag kynntum við Moshi VersaKeyboard fyrir iPad Air og á næstu dögum munum við kynna fleiri vörur til leiks hér á heimasíðunni. Á meðan þið bíðið spennt eftir fleiri umfjöllunum er hægt að skoða allt vöruúrvalið hjá okkur hér.

moshi-logo

 

macland-logo-um-okkur

Moshi VersaKeyboard fyrir iPad Air

Loksins… já loksins fengum við alvöru iPad lyklaborð til sölu sem við getum selt með stolti í hjarta. Moshi VersaKeyboard fyrir iPad Air er einfaldlega mesta snilld sem við höfum prófað, enn sem komið er. Þetta er t.d. fyrsta færslan sem við skrifum á iPad með bluetooth lyklaborði sem er ekki frá Apple. Til samanburðar er Apple lyklaborðið auðvitað af fullri stærð og því hentugra ef horft er eingöngu á þann vinkil.

Lyklarnir á VersaKeyboard eru reyndar um 90% af stærðinni á venjulegu lyklaborði þannig að það tekur vanan aðila örfáar mínútur að venjast innslættinum. Þetta er ekki stórmál, langt í frá. Einnig eru lyklarnir ekki með íslenskum táknum á, en þegar slegið er á :/; takkann kemur æ og ?og/ takkann kemur þ. Þetta er lagað með því að líma smekklega svarta límmiða á lyklaborðið. Tveir gallar sem auðvelt er að laga.

Horfum þá á kostina. Þeir eru nefnilega ekki tveir, heldur töluvert fleiri.

Lyklaborðið örþunnt og liggur gríðarlega vel á borði. Innsláttur á takkana er betri að mínu mati en á sjálfu Apple lyklaborðinu, já ég sagði það… sorry, en þetta er satt. Ótrúlega mjúkur innsláttur og lyklaborðið liggur mjög vel á borði.

Lyklaborðið er fáránlega nett, en samt veldur það ekki óþægindum með innsláttinn, ég er í raun að furða mig á því þegar ég skrifa þetta hvað það er búið að vera einfalt að venjast innslættinum.

Flýtihnappar… hver elskar ekki flýtihnappa? Apple þráðlausa lyklaborðið hefur gríðarlega marga kosti, þar á meðal að vera svokallað “full-size” lyklaborð en á móti kemur að flýtihnapparnir virka ekki nema að hluta enda framleiðir Apple ekki lengur sérstakt iPad lyklaborð. Einnig er ekki þægilegt að ferðast með það lyklaborð, það veit undirritaður mjög vel en ég týni reglulega lyklum af borðinu þegar ég tek það með í tölvutöskuna.

Flýtihnapparnir á Moshi VersaKeyboard eru til að minnka nauðsyn þess að fara með hendurnar af lyklaborðinu. Sem dæmi er hægt að láta lyklaborðið til að ýta á “home” hnappinn á iPadinum, framkvæma copy,cut og paste, skipta um tungumál, hækka og lækka hljóðstyrk og læsa eða opna skjáinn.

flytihnappar-small

 

 

 

 

 

 

Nú hef ég notað þetta lyklaborð í um það bil hálftíma og það er strax orðið uppáhalds aukahluturinn minn fyrir iPad Air. Hér má sjá fleiri myndir af notkunarmöguleikum Moshi VersaKeyboard

Hér má sjá myndband frá meisturunum í Moshi sem sýnir virkni þessarar frábæru vöru á einfaldan hátt.

Að lokum eru hér 2 myndir sem sýna hulstrið í notkun við skrif greinarinnar.

 

Aðalkosturinn fyrir utan auðvitað hversu gott lyklaborð þetta er, er auðvitað meðfærileiki þess. Moshi VersaCover + lyklaborð í einum pakka er minna um sig saman heldur en iPad Smart Case. Svo er það smáatriðið með að rafhlaðan í lyklaborðinu dugar í 130 klukkutíma.

Við gefum Moshi VersaKeyboard 5 Maclönd af 5 Maclöndum mögulegum og það fæst að sjálfsögðu í Macland á Laugavegi 17 eða í vefverslun okkar hér.
macland-kubburmacland-kubburmacland-kubburmacland-kubburmacland-kubbur

 

Eru sumar heimasíður ekki að virka hjá þér?

Í dag fengum við töluvert magn af símtölum varðandi internetvandamál og að sumar heimasíður virki ekki. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða Windows eða Mac tölvur.

Margir lýstu þessu þannig að t.d. facebook.com, google.com, twitter.com og fleiri algengar síður virkuðu ekki og skiluðu villu sem vísaði í “SSL connection error”.

Svo þegar viðkomandi prófaði að opna á símanum þá virkaði það fínt.

Það sem við sáum út úr þessu var að líklega er um að ræða DNS vandamál tengt Netflix eða Hulu áskriftum. Ef þú ert t.d. áskrifandi í gegnum playmo.tv og hefur verið eða ert áskrifandi að Netflix/Hulu þá þarftu að uppfæra DNS upplýsingarnar þínar.

Það gerirðu hér.

Moshi vörur komnar á lager í Macland

Hvað er þetta Moshi sem allir eru að tala um? Jú það eru gríðarlega fallegar og skemmtilegar vörur sem eru framleiddar fyrir eigendur hvers kyns Apple tækja.

Til dæmis er hægt að fá gull-litaða lightning snúru fyrir iPhone 5s gull-litaða símann þinn, eða snjallsímahanska, eða iPhone hulstur sem er ekki bara hulstur heldur líka snilld. Þetta er bara brot af því úrvali sem er í boði frá Moshi.

Með góðum samningum við eigendur Moshi vörumerkisins náði Macland að halda verði í algjöru lágmarki og teljum við að samanburður við Moshi vörur seldar í USA standist algjörlega þegar verð er skoðað grannt.

Hlökkum til að sjá ykkur og vonum að þið séuð jafn ánægð og við með að Moshi sé komið í Macland.

Smelltu hér til að skoða vöruúrvalið í vefverslun okkar.

moshi-logo

Já.is appið komið í App Store

Já.is gaf út í dag 11.mars app fyrir iPhone, iPad og iPod Touch. Krafa er gerð um iOS 6.0 til að nota appið en langflestir notendur á iPad, iPhone eða iPod Touch eru komnir í 6.0 eða nýrri útgáfu af iOS.

Já.is mætir þarna kröfum iOS notenda um sérstakt app í stað þess að þurfa að notast við “mobile” útgáfu af ja.is. Mobile útgáfan hefur virkað fínt hingað til en með tilkomu þessa apps þá sýnist okkur hjá Macland sem notkun muni færast að langstærstum hluta í appið.

Appið er einstaklega stílhreint og fallegt og það sem mestu skiptir máli, það er hraðvirkt og áreiðanlegt.

Hægt er að sækja það hér.

ja-is

Apple gefur út 10.9.2 með SSL viðgerð og uppfærslu á Mail meðal annars.

171147-23-lion_appstore

Apple hefur gefið út 10.9.2 uppfærslu fyrir 10.9 Mavericks. Macland mælir með að allir notendur uppfæri strax í 10.9.2 en það er gert með því að ræsa App Store forritið. Það finnur þú í Applications möppunni þinni. Þegar búið er að opna App Store forritið skal smella á Updates og hinkra í smástund, en þá ætti að birtast Software Update – OS X Update 10.9.2 og hægra megin við það “Update” hnappur.

Macland mælir með afritunartöku áður en uppfærslur eru settar inn og til þess er best að nota Time Machine. Hér er einmitt grein um Time Machine á vef Macland frá árinu 2010.

Flestir Apple notendur sem eru að nota í 10.9 eða 10.9.1 ættu að kannast við vandamál tengd Mail forritinu í samhengi við Gmail póstföng. Nú á að það að vera komði í lag. Einnig var bætt við :

FaceTime Audio in the FaceTime and Messages apps
Contact blocking for FaceTime and iMessage
Mail app improvements
Autofill fixes for Safari
Audio fixes
VPN fixes
VoiceOver fixes

Nýlega kom í ljós SSL galli í kerfum Apple (bæði á Mac Os og iOS) sem Apple lagaði nýlega með uppfærslum í iOS. Þó ekki sé minnst á það í þessari útgáfu þá er samt búið að laga þetta einnig í 10.9.2.

Ef einhver vandamál eða spurningar koma upp við uppfærsluna þá hikið ekki við að skjóta á okkur spurningu hér í athugasemdum eða á [email protected]

Viðbót 26.feb kl. 9:54

Visir.is flytur frétt um þetta mál í dag og vísar í “alvarlegan öryggisgalla” og að málið veki óhug. Við getum þó róað taugarnar og tilkynnt að sé uppfært í 10.9.2 ásamt 10.7.5 og 10.8.5. Ef þú vilt ekki uppfæra í 10.9.2 þá getur þú sótt öryggisuppfærsluna á sama hátt, í gegnum App Store eða hér á vef Apple.

10.9.2

Vaxtalaus lán í Macland

Hæ, eins og þið mögulega hafið séð þá býður Macland upp á vaxtalaus lán í verslun okkar á Laugavegi 17.

Við höfum fengið töluvert af fyrirspurnum um þetta og fannst okkur því tilvalið að henda í eitt blogg til að útskýra það aðeins nánar.

Vaxtalaus lán virka þannig að viðskiptavinum sem eru með kreditkort býðst að dreifa greiðslum, án vaxta, í allt að 6 mánuði. Hámarksheimild miðast við úttektarheimild korthafa á viðkomandi korti, sem  og viðskiptasögu korthafa, þó að hámarki 500.000 kr. fyrir 25 ára og yngri og 1.000.000 kr. fyrir 25 ára og eldri.

Hægt er að taka vaxtalaus lán á Mastercard og Visa kreditkort með heimild, ekki á fyrirframgreidd kreditkort.

3,5% lántökugjald bætist við upphæðina ásamt seðilgjaldi fyrir hverja afborgun upp á 330 krónur.

Tökum létt dæmi. Viðskiptavinur hefur hug á að kaupa iPad Air 16GB WiFi og glæsilega Moshi Versakeyboard tösku og lyklaborð fyrir iPad Air. Heildarverð á slíkum pakka er 101.980 samtals staðgreitt.

Með 6 mánaða vaxtalausu láni er hver greiðsla því 17.922. Samtals 107.529 í heildargreiðslu.

Vaxtalaus lán í Macland gilda um iPad, iPhone, iMac, Macbook Pro, MacBook Air….. og svo frv. Þau gilda einnig um viðgerðir og uppfærslur sem er eitthvað sem okkur hefur alltaf þótt skrýtið að sé ekki í boði.

Uppfærsla á hörðum disk og vinnsluminni í 2-3 ára tölvu getur kostað 50.000+ og því getur verið þægilegt að dreifa því á allt að 6 mánuði sé þörf á því.

Hægt er að reikna út kortalán með og án vaxta á heimasíðu Valitor hér.

Séu einhverjar spurning þá endilega skjótið á okkur spurningu á Facebook síðunni okkar eða á [email protected]

 

Macland er endursöluaðili Símans

Nú er það orðið opinbert. Macland er orðið fullgildur endursöluaðili á vörum Símans.

Upplýsingafulltrúi Símans, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir tilkynnti um þetta á vef símans þann 13.janúar og getum við með ánægju tilkynnt þetta sömuleiðis.

Síminn er rótgróið fjarskiptafyrirtæki og býður upp á heildarlausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Macland mun aðallega koma að þjónustu við einstaklinga, en hægt er að fá lang stærstan hluta af þjónustuframboði Símans hér í verslun okkar á Laugavegi 17. Allt frá SIM kortum í nýja iPhone símann þinn (eða þann gamla) upp í nýjan afruglara ef sá gamli bilar.

Macland og Síminn hófu samstarf formlega í byrjun desember 2013 með formlegri komu iPhone til Íslands. Það samstarf hefur gengið mjög vel og lítum við björtum augum á framtíðina varðandi enn frekara samstarf.

Macland býður Símann því velkominn í miðbæinn okkar og við hlökkum til að þjónusta núverandi viðskiptavini Símans og tökum fagnandi á móti nýjum í hópinn.

Síminn - logo

 

 

 

 

 

 

 

macland-logo-um-okkur

Macland á afmæli í dag

Macland opnaði dyrnar 21.desember 2010 á Klapparstíg 30. Þvílík spenna og gleði í bland við óvissu og stress. Í dag er Macland 3 ára. Við erum svo þakklát fyrir allt sem við höfum fengið til okkar á þessum tíma, frábærir viðskiptavinir, ótrúleg reynsla en fyrst og fremst stórkostlega upplifun sem við höfum deilt með ykkur, vinum okkar, í uppbyggingu á þessu litla en kraftmikla fyrirtæki.

Í dag, 21.desember 2013 munum við bjóða upp á 20% afslátt af öllum heyrnartólum, 30% afslátt af öllum iPhone og iPad hulstrum/stöndum. Sjáumst á Laugavegi 17 í dag til kl. 22:00 þar sem glaðir starfsmenn Macland taka á móti þér með brosi á vör.

Við munum svo halda upp á afmælið okkar á nýju ári þegar við höfum betri tíma til að gera eitthvað skemmtilegt 🙂

534801_10150624637562204_1714146037_n

Opnunartími um hátíðina góðu

Eins og við er að búast verður opið lengur hjá okkur fyrir jól en lokað á hátíðsdögum. Hér má sjá hvenær er opið.

Gleðileg jól kæru vinir og við hlökkum til að þjónusta ykkur yfir hátíðartímann og á árinu 2014 þegar við hefjum okkar 5 rekstrarár.

JolaMacland

Föstudagur 20.des og Laugardagur 21.des
10:00-22:00

Sunnudagur 22.des
13:00-22:00

Mánudagur 23.des – Þorláksmessa
10:00-23:00

Þriðjudagur 24.des – Aðfangadagur
10:00 – 12:00

Miðvikudagur 25.des – og Fimmtudagur 26.des
Lokað

Föstudagur 27.des
10:00 – 18:00

Laugardagur 28.des
12:00 – 16:00

Sunnudagur 29.des
Lokað

Mánudagur 30.des
10:00 – 18:00

Þriðjudagur 31.des – Gamlársdagur
10:00 – 12:00

Miðvikudagur 1.janúar – Nýársdagur
Lokað

Fimmtudagur 2.janúar – Vörutalning
Lokað frá 10:00 – 14:00

Apple gefur út Mavericks uppfærslu 10.9.1

Mac-OS-X-Mavericks-Logo

 

Hér gefur að líta fyrstu stóru uppfærsluna fyrir Mavericks 10.9 sem Apple gaf út í lok október 2013.

Mikið af villum eru lagaðar og sérstaklega er áhugavert að sjá í listanum hversu mikið er fókusað á Mail. Macland mælir með þessari uppfærslu fyrir alla viðskiptavini sem eru nú þegar komnir í 10.9 Mavericks.

Ef þú ert enn í eldra stýrikerfi en Mavericks og átt tölvu sem styður Mavericks þá mælum við hiklaust með því að þú uppfærir. Hér má sjá lista yfir þær tölvur sem styðja Mavericks.

 • iMac (Mid-2007 or later)
 • MacBook (13″ Late 2008 Aluminum, Early 2009 or later)
 • MacBook Pro (13″ Mid-2009 or later)
 • MacBook Pro (15″ Mid/Late 2007 or later)
 • MacBook Pro (17″ Late 2007 or later)
 • MacBook Air (Late 2008 or later)
 • Mac mini (Early 2009 or later)
 • Mac Pro (Early 2008 or later)
 • Xserve (Early 2009)

Ef þú ert ekki viss með hvaða tölvu þú átt þá getur þú flett henni upp hér á vef Everymac.com. Til að finna út raðnúmer tölvunnar er nóg að smella á Apple logoið uppi í vinstra horninu, smella því næst á About this Mac og að lokum smella tvisvar á “Version 10.x” sem er þarna fyrir miðjum glugga. Þá sérðu raðnúmerið sem slegið er inn á Everymac.com og upp kemur nákvæmlega sú tölva sem þú átt.

Macland býður upp á frábærar uppfærslur fyrir allar Apple tölvur og mælum við sérstaklega með því að harðir diskar séu skoðaðir séu þeir orðnir 3-4 ára gamlir og ef vinnsluminni er 4GB eða minna.

Hikaðu ekki við að skjóta á okkur línu á [email protected] þurfir þú nánari útskýringar eða vilt fá nánari upplýsingar varðandi uppfærslur.

Uppfærsluna færðu með því að opna App Store forritið og smella á Updates.

iOS 7 kemur út í dag

ios-7-iphone

iOS 7 kemur út í dag, 18.september kl 17:00 að staðartíma á Íslandi.

Við höfum verið að prófa iOS 7 frá því að Beta 1 (prufuútgáfa 1) kom út snemma á árinu. Stýrikerfið er gjörbreytt að langflestu leyti. Augljósasta breytingin er auðvitað útlit kerfisins sjálfs. Litirnir og viðmótið er gjörólíkt eldri kerfum en þó kannast notendur auðvitað við sig þrátt fyrir það.

Í stuttu máli er hægt að segja að loksins sé Apple búið að rífa sig upp af rass”#$% og hressa upp á útlitið sem var orðið sárlega þreytt. Virkilega flott uppfærsla og við mælum með þessu fyrir alla eigendur iTækja sem styðja uppfærsluna.

Munið í guðs bænum að gera afrit af iOS tækjunum ykkar áður en þið uppfærið. Í GUÐS BÆNUM. En nei svona án alls gríns þá já, munið að gera backup. Hér eru mjög góðar leiðbeiningar til þess.

Þau tæki sem styðja uppfærsluna eru :

iPhone stuðningur

iPhone 5S
iPhone 5C
iPhone 5
iPhone 4S, en styður ekki

Filters  í myndavélaforritinu
AirDrop

iPhone 4, en styður ekki
Filters  í myndavélaforritinu
AirDrop
Panoramic photos
Siri

iPad stuðningur

Fjórða kynslóð iPad
Þriðja kynslóð iPad, en styður ekki:
Filters í myndavélaforritinu
Panoramamyndir
AirDrop
iPad 2, en styður ekki
Filters í myndavélaforritinu
Panoramamyndir
AirDrop
Filters í myndavélaforritinu
Square myndir og myndbönd
Siri

iPad mini er studdur að fullu

iPod touch 5.kynslóð er studd að fullu, ekki eldri gerðir

Langur laugardagur á Laugaveginum

Laugardaginn 6.júlí er Langur laugardagur á Laugaveginum. Hvað eru mörg L í því?

Það er opið frá 11-17 á löngum laugardegi. Stórkostlegt.

Af þessu tilefni mun Macland bjóða upp á glæsileg tilboð. Hversu frábært er það?

Þetta er langur póstur. Ekki klikka á að lesa hann til enda.

Í fyrsta lagi, 20% afsláttur af allri AIAIAI línunni. Plötusnúðar elska TMA-1 DJ heyrnartólin. Þeir ásamt öðrum elska línuna eins og hún leggur sig. Hágæða dönsk hönnun og hljómgæði.

pi_824_1349186749_promotional_0

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í öðru lagi. 20% afsláttur af öllum símahulstrum. Hulstur í öllum litum sumarsins, líka fyrir þá sem fíla grátt, svart eða glært. Enginn er skilinn útundan í Macland.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í þriðja lagi, 15% afsláttur af hleðslutækjum. Já þú heyrðir rétt af Apple Magsafe hleðslutækjum. Fullt verð er 17.990 en með 15% afslætti ertu að fá hleðslutækið á rétt rúman 15.000 kall.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í fjórða lagi, 20% afsláttur af fartölvutöskum og bakpokum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

og svo í fimmta lagi og að lokum er 20% afsláttur af rafhlöðum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er því nokkuð ljóst að það verður veisla í Macland á löngum laugardegi 6.júlí.

Meldaðu þig hér og láttu sjá þig í miðbænum okkar á laugardaginn.

Skemmtilegar jólavörur

Kæru Maclendingar. Hér er smá listi sem við tókum saman yfir þær vörur sem okkur finnst mest spennandi um þessar mundir. Athugið að listinn er frekar langur, þannig að ekki hika við að “skrolla” eða “skruna” niður.

Einnig munum við bæta við listann fram að jólum.

 

pi_463_1339672181_promotional_0

iPhone 4S hefur lækkað hratt í verði og er nú kominn undir hundrað þúsund krónur!

Mikið úrval aukahluta fyrir iPhone 4 og iPhone 4S á lager.
Verð nú aðeins 99.990

 

 

 

__________________________________________________________________

 

 

Nýr iPod Nano var kynntur seint í haust. Fjölmargir fallegir litir og glæný hönnun gera þessa græju að mest spennandi iPod Nano hingað til.

Skoðaðu litina í vefverslun okkar.
Verð 39.990

 

 

 

__________________________________________________________________

appletv (1)Apple TV – þriðja kynslóð.

Ef þú vilt eignast fyrstu Apple vöruna þína þá er Apple TV málið.

Apple TV vinnur undursamlega vel með iPad, iPhone, iPod, makkanum þínum og jafnvel Windows tölvunni þinni (þótt ótrúlegt sé). Leigðu þér/kauptu myndir og þætti. Netflix, Hulu. Playmo.tv. Listinn yfir möguleika er endalaus.

Verð 24.990

 

__________________________________________________________________

pi_824_1349186749_promotional_0

 

AIAIAI heyrnartól

 

Við vorum ekki lengi að sannfærast um gæði dönsku heyrnartólanna frá AIAIAI.

 

Falleg hönnun og enn betri hljómburður. Til í öllum stærðum og gerðum… og jú öllum litum.

Verð frá 7.990

 

 

__________________________________________________________________

Gjafabréf í Macland

Það er sagt að á jólum fái nú allir eitthvað fallegt. En ef þú ert í basli með að finna réttu gjöfina þá eru fallegu gjafabréfin okkar tilvalin gjöf.

Snillingarnir hjá Undralandinu og Reykjavík Letterpress hönnuðu og prentuðu þessi fallegu gjafabréf fyrir okkur, og jú ykkur auðvitað.

Þú velur upphæðina!

 

__________________________________________________________________

pi_687_1337872317_promotional_0Lacie Rikiki flakkari/afritunardiskur

Ekkert er meira súrt en að horfa framan í viðskiptavin þegar svarið er “Nei” við spurningunni : “Áttu einhver öryggisafrit af gögnunum þínum”.

Leystu það vandamál með nettum og léttum flakkara. Þarf ekki aukarafmagn.

 

Verð frá 16.990

 

Opnunartími í Macland jól 2012

 

 

Það verður gaman í Macland um jólin.
Reyndar er gaman alla daga í Macland. En það er aukaatriði.

Gleðileg jól!

Screen Shot 2012-12-12 at 19.46.51

AIAIAI heyrnartólin komin á lager

AIAIAI heyrnartólin hafa fengið frábæra dóma en við hjá Macland leggjum það ekki í vana okkar að bjóða upp á eitthvað annað en það allra besta.

Danir eru þekktir fyrir flotta hönnun og hljómgæðin eru heldur ekki af verri endanum. AIAIAI heyrnartólin koma í 3 útgáfum.

 • Pipe – verð 12.990
 • Tracks – verð 14.990
 • DJ – verð 39.990

Pipe útgáfan er af þessari klassísku “in-ear” gerð heyrnartóla en stór plús er að á öllum AIAIAI Pipe heyrnartólunum er að finna hljóðnema sem gerir þau mjög áhugaverð fyrir eigendur að iPhone. Pipe heyrnartólin eru hönnuð fyrir iPhone/iPod/iPad.

 

 

 

 

 

 

 

 

Tracks útgáfan er klassísk í öllum skilningi, tímalaus hönnun og gríðarlega skemmtilegur retro fílingur í þeim. Hljómurinn er eins og í öðrum AIAIAI vörum frábær.

DJ útgáfan er flaggskipið frá AIAIAI og ljóst er að mikið hefur verið lagt í þessi heyrnartól enda eru þau ætluð þeim allra kröfuhörðustu. Eins og áður hefur verið sagt er hönnunin virkilega flott og hljómurinn í DJ-1 mun ekki svíkja nokkurn einasta mann.

AIAIAI vörulínan er greinilega komin til að vera og við hjá Macland hlökkum til að sjá vörumerkið vaxa enn frekar.

Eigum þessar vörur á lager hjá okkur á Klapparstíg 30, endilega kíktu við og prófaðu.

Steve Jobs er látinn, 56 ára að aldri.

Í dag kveðjum við Steve Jobs. Maður með aðra eins framtíðarsýn hefur ekki enn fundist og verður hans sárt saknað í tækniheiminum.

Macland syrgir Steve Jobs.

Steve Jobs hættur hjá Apple

Já sá dagur er víst loks runninn upp að Steve Jobs er hættur störfum hjá Apple sem CEO eða framkvæmdastjóri. Hann hefur mælt með Tim Cook sem eftirrennara sínum í starfið.

Hann mun áfram sinna starfi formanns stjórnar og verður því áfram starfsmaður Apple í einhverri mynd. Leitt að sjá þetta gerast en heilsan hjá kallinum hefur heldur betur tekið dýfu síðustu ár. Vonandi leiðir þetta til þess að hann getur einbeitt sér að því að ná bata.

Hér að neðan er bréfið sem sent var frá Apple sem fréttatilkynning nú rétt í þessu.

I have always said if there ever came a day when I could no longer meet my duties and expectations as Apple’s CEO, I would be the first to let you know. Unfortunately, that day has come.

I hereby resign as CEO of Apple. I would like to serve, if the Board sees fit, as Chairman of the Board, director and Apple employee.

As far as my successor goes, I strongly recommend that we execute our succession plan and name Tim Cook as CEO of Apple.

I believe Apple’s brightest and most innovative days are ahead of it. And I look forward to watching and contributing to its success in a new role.

I have made some of the best friends of my life at Apple, and I thank you all for the many years of being able to work alongside you.

Steve

 

MacBook Air, Mac Mini, iMac og Cinema Display

Já langur listi! Nú styttist í að þessar vörur komi aftur á lager hjá okkur og því vildum við láta ykkur vita svo þið gætuð tryggt ykkur eintök í tæka tíð.

Við vitum ekki enn hversu mörg eintök koma enda eru þetta allt vörur sem voru nýlega kynntar, fyrir utan iMac.

Magn pantana á MacBook Air, Mac Mini og Cinema Display hafa komið okkur skemmtilega á óvart og því miður hefur ekki komið nóg af iMac til landsins til að svara eftirspurn.

Svo skellið ykkur á viðkomandi vörusíður og pantið ykkur brakandi fersk eintök af þessum stórskemmtilegu græjum. Við höfum svo samband við ykkur þegar pantanir koma í hús.

Panta MacBook Air

Panta iMac

Panta Mac Mini

Panta Cinema Display

Opnunartími um verslunarmannahelgi

Opið verður á laugardaginn frá kl. 12-16 eins og vanalega.

Lokað verður á mánudaginn þar sem Macland heldur frídag verslunarmanna heilagan, annað er ekki hægt 🙂

Svo erum við að gefa John’s Phone kl. 16:00 föstudaginn 29.júlí, meira um það hér.

Hér má einmitt sjá einn starfsmanna Macland við uppáhaldsiðju sína

Ísland komið í App-Store!

Eða a.m.k. er þetta alveg að bresta á því Macland fékk tölvupóst rétt í þessu frá Apple sem er á þessa leið.

Áhugavert í meira lagi.

iTunes Connect
Dear [email protected],
We are pleased to announce the expansion of the App Store to 33 new territories: 

Algeria
Angola
Anguilla
Antigua and Barbuda
Azerbaijan
Bahamas
Bahrain
Barbados
Belarus
Belize
Bermuda
Bolivia
British Virgin Islands
Brunei
Cayman Islands
Cyprus
Dominica
Ghana
Grenada
Guyana
Iceland
Montserrat
Nigeria
Oman
St. Kitts and Nevis
St. Lucia
St. Vincent and The Grenadines
Suriname
Tanzania
Trinidad and Tobago
Turks and Caicos
Uzbekistan
Yemen

To make your iOS and Mac apps available in these new territories, go to the Contracts, Tax, and Banking module in iTunes Connect and accept the latest Paid Applications agreement. Note that to access this contract amendment in iTunes Connect, you will first need to accept theDeveloper Program License Agreement (if you haven’t already). Once your contract amendment has been processed, your apps will automatically be live as long as your apps have been cleared for sale in these new territories. You can manage the cleared for sale settings on your app’s Rights and Pricing page in iTunes Connect.

If you have any questions, contact us.

Regards,

The App Store team

iTunes Connect

Við munum flytja frekari fréttir af þessu þegar þær berast, en ljóst er að þetta eru stórtíðindi og gerir Íslendingum auðveldara að komast í forrit frá Apple á 100% löglegan hátt.

Mörgum spurningum er þó ósvarað, t.d. hvenær þetta á að gerast og hvað gerist fyrir notendur sem eru nú þegar með t.d. aðgang í USA…. t.d. hvort hægt verði að sameina reikninga.

En já 🙂 Til hamingju með daginn.

 

Uppfært kl. 23:55

Ísland er komið inn í App Store en það er ekki hægt að búa til reikning…. MYNDIR

Íslenski fáninn! vúhúú

Íslenska… vúhúúú (smá fail að geta ekki stofnað reikning ennþá, en samt gaman)


Lion, ný MacBook Air og Mac Mini…

og auðvitað nýr 27″ Apple Cinema Display. Ekki slæmur dagur í dag hjá Apple, þvert á móti.

Lion er reyndar búið að vera tilbúið í 2 vikur og útgáfan í dag er sú sama og tilkynnt var um daginn sem Gold Master sem er jákvætt því þá þurfum við ekki að uppfæra aftur 🙂

Apple lét ekki þar við standa og nú er MacBook hvíta horfin af sjónarsviðinu og opnar dyrnar fyrir MacBook Air 11″ og MacBook Pro 13″ sem “entry-level” tölvurnar í fartölvulínu Apple.

Byrjum á Lion. Það kostar 29$ og er eingöngu aðgengilegt eins og staðan er í dag í gegnum App Store hjá Apple. Fyrir okkur Íslendinga er smá krókaleið nauðsynleg til að komast í Ljónið en snillingarnir hjá Eplakort.is eiga ráð undir hverju rifi. Smelltu þér á Eplakort.is, útbúðu þér aðgang í iTunes Store (ef þú ert ekki nú þegar með hann) og fáðu þér 50$ inneignarkort. Ef þú ert í vandræðum með að sækja þér Lion þá getum við hjá Macland aðstoðað þig, kíktu bara á okkur í einn rjúkandi kaffibolla og við græjum þetta með þér.

Apple mun bjóða Lion á USB kubb sem er væntanlegur til landsins í ágúst/september. Þangað til er eina leiðin til að nálgast Lion í gegnum App Store.

Nýjungarnar í Lion eru svakalegar og eru allar sýningartölvur í Macland komnar með Ljónið og hvetjum við ykkur til að kíkja við og skoða kræsingarnar. Sjón er sögu ríkari og því ætlum við ekki að fara nánar í þá nýju fítusa sem þar er að finna. Kaffibolli og nördaspjall er miklu skemmtilegra 🙂

Næst skulum við ræða um MacBook Air en þetta litla yndi fékk svakalega uppfærslu í dag. Core i5 og i7 (sérpöntun) örgjörvar ásamt 4GB vinnsluminni í öllum týpum nema 11″ ódýrustu. Allt í allt er þetta gríðarlega þétt uppfærsla sem skilar mun meiri krafti til notandans án þess að fórna rafhlöðuendingu en rafhlaðan endist sem fyrr í 5 tíma (11″) og 7 tíma (13″). Nú er Macbook Air komin á par við stærri systkini sín 13″, 15″ og 17″ MacBook Air og inniheldur nú hið dularfulla Thunderbolt tengi. Nánar um það í tengslum við Cinema Display uppfærsluna hér að neðan.

Tölvurnar eru væntanlegar um miðjan ágúst en sem fyrr býður Macland upp á forpöntun enda búist við mikilli eftirspurn eftir þessari glæsilegu græju.

Mac Mini hoppaði einnig upp um annan gír í dag með uppfærslu í i5 og i7 (sérpöntun) örgjörva. Geisladrifið fékk að fjúka eins og sjá má á þessari mynd.

Mac Mini er nú orðinn mun öflugri og er orðinn brúklegur í allt frá því að vera sjónvarpstölva upp í að klippa HD myndefni. Mac Mini + Apple Cinema skjárinn er farið að líta út eins og ansi bitastætt tilboð. 2GB vinnsluminni heldur sér í ódýrari týpunni en 4GB fylgja þeirri dýrari ásamt því að hún hefur mun betra skjákort. Macland býður að sjálfsögðu upp á forpöntun á Mac Mini og miðað við þann biðlista sem er hjá okkur í dag þá er ekki annað hægt en að mæla með því að áhugasamir skelli sér á eintak í forpöntun hér. Þess má einnig geta að Mac Mini inniheldur Thunderbolt tengið góða sem við förum betur í í tengslum við uppfærsluna á 27″ Cinema skjánum.

Stuttlega að iWork sem einnig fékk andlitslyftingu í dag. iWork ’09 hefur verið óbreytt að mestu leyti í 2 ár en nú er það orðið að fullu samhæft við Lion og styður Resume, Versions og aðra flotta fítusa sem munu væntanlega hjálpa notendum iWork enn meira að halda utan um vinnu sína í Keynote, Pages og Numbers. iWork er eingöngu fáanlegt í dag í gegnum App Store og mælum við hiklaust með því eftir þessa uppfærslu.

Svo að lokum, 27″ Apple Cinema Display. Holy moly, hvað er annað hægt að segja um þessa uppfærslu. 27″ skjárinn er orðinn að iMac í raun og hin fullkomna “docking station” fyrir alla makka með Thunderbolt tengi. Nú þarf eingöngu að tengja MagSafe hleðslutækið og Thunderbolt kapalinn beint úr skjánum í fartölvuna eða Mac Mini-inn og þá fær tölvan fullan aðgang að öllum portum aftan á skjánum en þau eru núna :

 • þrjú USB 2.0
 • Firewire 800 port
 • Thunderbolt
 • Gigabit Ethernet port

Svo má ekki gleyma því að skjárinn er með FaceTime myndavél þannig að Mac Mini getur tekið þátt í Photobooth / Facetime stemmingunni sem aðrar tölvur geta í dag. Búast má við Mac Pro með Thunderbolt tengi á næstunni en það er eina tölvan sem Apple framleiðir sem á eftir að nálgast nútímann meira.

Auðvitað er hægt að forpanta hann hjá Macland hér.

Fyrir nánari upplýsingar um hverja vöru fyrir sig bendum við á vef Apple en þar er að finna greinargóðar lýsingar á öllum þeim uppfærslum sem rætt er um hér að ofan. Einnig erum við gríðarlega hressir í Maclandinu góða og fögnum hverjum þeim sem leggur leið sína í litlu búðina okkar og hvetjum við ykkur til að kíkja við og sjá, spyrja og fræðast um allt það sem Apple er að gera í dag.

Mælum einnig með þessari yfirferð frá CultofMac. Hrikalega yfirgripsmikið og flott.

Sjáumst!

Portý II, föstudaginn 22.júlí

gogoyoko, Macland og Hemmi og Valdi splæsa í enn aðra veisluna.

Í þetta skiptið koma strákarnir í Rvk Soundsystem en þeir eru á fullu að hita upp fyrir eins árs afmæli sitt sem haldið verður í Hjartagarðinum daginn eftir.

Gnúsi Jones mætir og tekur vel valin lög síðan mun Dj Gauti halda uppi stemmningunni á milli atriða.

Carlsberg sér um að færa okkur hræódýran bjór og strákarnir í Harmageddon ætla að senda þetta út svo að enginn missi af þessu.

Partíið heldur síðan áfram um kvöldið en Gauti ætlar að færa settið sitt yfir á Hemma og Valda og spilar þar seinna um kvöldið.

Láttu sjá þig og meldaðu þig á eventinn á Feisinu.

Á morgun, laugardaginn 9.júlí verður opið í versluninni okkar milli 12 og 14 en ekki milli 12 og 16 eins og aðra laugardaga.

Ítreka. Opið milli 12 og 14 á morgun laugardaginn 9.júlí

Lion er komið í Gold Master!

Og við erum að sækja það as we speak…. munum setja inn upplýsingar í kvöld

Þetta er glæsilegt!

Opið í dag frá kl. 13 – Kíktu í PORTÝ

Já það verður heldur betur blásið til veislu í miðbænum í dag. Macland lætur ekki sitt eftir liggja og ætlum við að grilla fáránlega mikið af pulsum, og með þeim drekkur fólk ískalt Coke eða svellkaldan Carlsberg.

Veitingar verða á fáránlega nettu verði og enginn (a.m.k. um 300 manns) ætti að fara svangur heim 🙂

Vorum einnig að fá flotta sendingu af iPhone 4 bumpers.

Sjáumst á eftir 🙂

Macland, Gogoyoko og Hemmi&Valdi bjóða í PORTÝ!

Föstudaginn 17.júní kl. 15:00 verður fáránlegt stuð í Macland portinu (gamla Sirkus portið) þar sem Gogoyoko, Hemmi&Valdi og Macland bjóða í hrikalegt PORTÝ.

Allir velkomnir, frítt inn og frítt út. Pulsur, gos og almenn stemming í boðinu en Vífilfell verður  að sjálfsögðu með hrikalega díla á ísköldum Carlsberg á Hemma&Valda.

Forgotten Lores og ADHD halda uppi hressandi stuði með mögnuðu hljóðkerfi frá Gogoyoko.

Hvað er betra en að taka Þjóðhátíðina frekar alvarlega og halda hrikalega hresst PORTÝ í Sirkusportinu…. holy moly hvað þetta verður gaman.

Láttu okkur vita hvort þú ætlir að mæta, eða missa af þessari snilld með því að skrá þig í eventinn á Facebook hér.

Lion verður ókeypis uppfærsla…

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir sem keyptu Apple tölvu frá og með 6.júní 2011 til dagsins þegar Lion kemur loksins út í júlí munu fá ókeypis uppfærslu í OS X Lion. Engin dagsetning er þó enn komin á útgáfudag Lion.

Ekki heldur er vitað hvernig Apple mun bjóða upp á þessa ókeypis uppfærslu en viðskiptavinir sem keypt hafa tölvu hjá Macland á eða eftir 6.júní 2011 munu geta sótt um hana í gegnum App Store.

Þetta verður fróðlegt, sérstaklega í ljósi þess að App Store er ekki í boði hérlendis nema fyrir þá sem hafa komið sér upp App Store aðgang í öðru landi. T.d. er undirritaður með aðgang í bandarísku App Store.

Eigum við ekki bara að vona að þetta sé vísir að alþjóðlegri App Store? 🙂

Um leið og við fáum nánari upplýsingar munum við láta ykkur vita, en þar til má lesa meira um þessa tilkynningu má lesa á vef Apple.

Slatti af Macsales vörum á leiðinni

Eigum von á heilum helling af Macsales vörum strax eftir helgi. Töskur, rafhlöður í Apple fartölvur frá 2006-2008, Minidisplayport í Minidisplayport og margt fleira.

Erum einnig með frábært úrval af “Quad-interface” hýsingum bæði fyrir 1 og 2 diska. E-SATA, FW800, FW400 og USB2 allt í sömu hýsingunni. Millistykki fyrir MiniDisplay yfir í HDMI, VGA og DVI. iPhone, iPad og iPod Touch aukahluti, SSD diska, vinnsluminni og svo margt margt fleira.

Einnig er vert að minnast á “Data-Doubler” eða Tvöfaldarann sem nýtur gríðarlegra vinsælda hjá viðskiptavinum Macland. Höfum gríðarlega reynslu í því að skipta út geisladrifum í Apple fartölvum og iMac setja auka harðan disk í staðinn. Endilega hafið samband við okkur á [email protected] og fáið tilboð í uppfærslu á gamla jálkinn eða tölvuna sem þú tímir ekki að selja til að fá þér nýja.

Þú finnur hvergi meira úrval af vörum frá Macsales á Íslandi.

ps. erum að vinna í vefverslun og getum þá vonandi loksins komið þessum vörum almennilega á netið en við tökum að sjálfsögðu fagnandi á móti ykkur í versluninni okkar á Klapparstíg 30 með urmul af Macsales dóti.

Staðfest! Steve Jobs kynnir iOS5, Lion og iCloud 6.júní

Stebbi Jobb er allur að hressast

Þann 6.júní næstkomandi kl. 10:00 að staðartíma í Kaliforníu mun Steve Jobs kynna iOS5, Lion (OSX10.7) og iCloud. Kynningin verður ekki í beinni útsendingu sem fyrr en verður væntanlega komin á vef Apple fyrir þyrsta Apple lúða (og alla hina) um kl. 22 sama kvöld.

iOS5 er ekki vitað mikið um enn sem komið er því miður, en mikil tilhlökkun er varðandi hvaða nýjungar koma fram. Helst hefur verið rætt um nýtt tilkynningakerfi (notifications) en kerfið í dag er gjörsamlega óþolandi og virkar mjög illa þegar fleiri en 1 tilkynning kemur á skjáinn. Þetta gerir það að verkum að Missed Call, SMS og Calendar áminning hverfa allar þegar tæki er aflæst. Vonir standa til að þetta verði lagað í iOS5. Að okkar mati er iOS5 ekki að fara að koma í næstu viku. Líklegra er að forritarar fái prufuútgáfu og að iOS5 komi út í haust.

Lion er mikið vitað um enda hefur opinber prufuútgáfa verið í notkun í töluverðan tíma. Stýrikerfið er nú orðið frekar stöðugt og styttist að okkar mati í að lokaútgáfan verði klár. Að okkar mati er líklegt að Lion komi út 6.júní og verði aðgengilegt í gegnum Mac App Store og auðvitað í verslunum um allan heim.

Svo er það iCloud. Lítið er vitað um nákvæmlega hvað verður í iCloud, en líklegt er að iTunes muni verða að svokallaðri “Cloud”þjónustu sem þýðir að notendur geti þá geymt tónlistina og myndböndin sín á netþjónum Apple og spilað hvar sem þeir eru í heiminum svo lengi sem þeir eru í netsambandi. Líklegt má einnig telja að Apple komi með “DropBox killer” sem væri þá settur til höfuðs DropBox sem nýtur gríðarlegra vinsælda hjá tölvunotendum.

Það er því ljóst að 6.júní er dagur sem allir vilja sitja límdir við tölvuskjáinn.

Við verðum á vaktinni og látum ykkur vita um leið og eitthvað nýtt er að frétta.

Hér er fréttatilkynningin frá Apple í heild sinni.

Apple® CEO Steve Jobs and a team of Apple executives will kick off the company’s annual Worldwide Developers Conference (WWDC) with a keynote address on Monday, June 6 at 10:00 a.m. At the keynote, Apple will unveil its next generation software – Lion, the eighth major release of Mac OS® X; iOS 5, the next version of Apple’s advanced mobile operating system which powers the iPad®, iPhone® and iPod touch®; and iCloud®, Apple’s upcoming cloud services offering.

Uppfærðu “gömlu” tölvuna þína…

Data-Doubler / Tvöfaldarinn virkar í flestar tölvur framleiddar frá árinu 2006

Við hjá Macland erum mjög hrifin af því að uppfæra eldri tölvur og gleðja viðskiptavini með ýmsum uppfærslum.

Nú er SSD tæknin komin á nokkurt skrið og vinsælasta uppfærslan hjá okkur felst í því að setja SSD “harðan disk” í tölvuna ásamt því að bæta við öðrum disk þar sem geisladrifið var áður.

Þetta þýðir að eldri tölvur, t.d. MacBook Pro frá 2006 eða iMac frá 2007 umbreytast úr því að vera ágætist vinnuhestar yfir í sportbíl á sterum.

Aðgerðin er einföld og felst í eftirtöldu :

 • SSD diskur keyrir stýrikerfið + forrit
 • Auka harði diskurinn geymir öll gögn (iPhoto, iTunes, Documents og svo frv.)
 • Geisladrifið er fjarlægt og sett í hýsingu sem tengd er með USB

Kostnaður við svona breytingu er eftirfarandi :

 • Data-Doubler / Tvöfaldarinn – 14.990 (lækkað verð, var áður 19.990)
 • Vinna – 13.500
 • SSD diskur – frá 39.990

Ýmsar útfærslur eru til af þessari uppfærslu en sú algengasta er að viðskiptavinur kaupir SSD + Tvöfaldarann og nýtir t.d. harða diskinn sem fyrir er í tölvunni.

Dæmi er uppfærsla sem framkvæmd var um daginn hjá okkur fyrir viðskiptavin með 2009 árgerð af iMac 27″. Viðkomandi var orðinn frekar ósáttur með hversu hæg tölvan var orðin og ákvað að skella sér á SSD + tvöfaldara til að þurfa ekki að uppfæra í nýja tölvu með tilheyrandi kostnaði.

Svona leit sú uppfærsla út kostnaðarlega séð :

 • SSD – 39.990
 • Tvöfaldari – 14.990
 • Vinna – 13.500

Samtals : 68.480

Niðurstaðan var brakandi fersk og hröð iMac tölva sem viðkomandi hafði enga grun um að gæti staðið sig svona vel. 120GB SSD + 2TB harður diskur og tölvan hreinlega öskraði úr hraða.

Svona uppfærsla hentar jafnt fyrir Mac Pro, MacBook Pro, MacBook, Mac Mini eða iMac enda um að ræða gæðavöru frá vinum okkar hjá Macsales.com

Hafðu samband á vers[email protected] og við gerum tilboð í uppfærsluna eins og þér hentar.

Lausnin er nefnilega ekki alltaf að kaupa bara nýja tölvu. 😉

Besta Útihátíðin 2011 – Macland gefur 4 miða!

Ef þig langar að missa af stærsta tónlistarviðburði ársins og síðustu ára þá skaltu hætta að lesa núna.

Hins vegar, ef þig langar að mæta á Bestu Útihátíðina 2011 þá skaltu drífa þig á Facebook síðu Macland.is og setja grimmt like á þessa mynd hér.

Við gefum 4 miða í næstu viku og munum tilkynna nánar þegar nær dregur hvenær verður dregið nákvæmlega. Miðasala hefst 1.júní og planið er að gefa miðana stuttu eftir það.

Ef við fáum 1000 like eða fleiri á myndina þá gefum við einum heppnum vinningshafa John’s Phone með miðanum. Ekki slæmur pakki það.

Ekki missa af tónlistarveislu ársins og sippaðu þér á Bestu Útihátíðina 2011.

Fantastical – frábær viðbót við iCal

Við erum alltaf að leita að skemmtilegum lausnum á pirrandi vandamálum, sem getur verið mjög frústrerandi til lengdar. Nýverið heyrðum við af forriti sem heitir Fantastical. Það er ekki auðvelt að búa til dagatalsforrit fyrir Mac Os þar sem iCal fylgir frítt með öllum Apple tölvum. Apple hefur hins vegar gleymt að hugsa um þá sem nota makka hvað varðar notagildi og þægilegheit því iOS forritin eru mun þægilegri í alla staði. Mun auðveldara er að nota iOS tæki til að setja inn nýja fundi og svo frv. í “iCal” í viðkomandi iOS tæki. Í Mac Os þarftu að ræsa iCal, velja daginn sem þú vilt búa til áminninguna/fundinn og fylla út í alla viðeigandi reiti fyrir viðkomandi áminningu/fund. Nafn, staðsetning, “allur dagurinn” eða ekki, dagsetning, lengd viðburðar, á að endurtaka fundinn á föstum tíma, viltu bjóða einhverjum á fundinn og svo staða viðburðar.

Svona innsláttur og músasmellir er ekki eitthvað sem við þekkjum Apple fyrir og verður þetta leiðigjarnt og pirrandi með tímanum. Þetta er nákvæmlega það sem Flexbits vill laga með Fantastical. Einn smávægilegur galli er að forritið reiknar með enska tungumálinu þegar viðburður er skráður í Fantastical en þetta er ekki e-ð sem dregur úr notagildi forritsins að okkar mati.

Uppsetning gengur mjög hratt fyrir sig og þegar henni er lokið geturðu á einfaldan hátt virkjað Fantastical með lyklaborðsflýtiaðgerð eða með því að smella á “icon” í valstikunni efst á skjánum og þú ert strax farinn að skrá inn viðburð í iCal. Fantastical virkar með öllum þeim stöðlum sem iCal styður t.d. CalDav og ekkert mál er að vinna með fleiri en eitt dagatal.

Forritið er virkilega skemmtilegt og létt í keyrslu en gríðarlega kröftugt. T.d. setningin “Fundur með Sigga tomorrow at Macland, 17:00 to 18:00” býr til viðburð kl. 17 til 18 á morgun í sjálfvalda dagatalinu sem ég nota.

Fantastical fyllir inn í Name með “Fundur með Sigga”, Date með “tomorrow” og Tími “from 17:00 to 18:00”. Skilningur Fantastical á tungumálinu er svo góður að sveigjanleikinn er þó nokkur við innslátt á viðburðum. En af hverju skiptir þetta máli? Jú þetta sparar tíma og léttir manni töluvert þá vinnu sem er fólgin í því að slá inn viðburði í iCal. Undirritaður þolir t.d. ekki að smella á alla reitina í iCal og fylla þá út. Þetta breytir því frá a til ö. Snilldin við Fantastical er ekki bara tengd þessum sparnaði á innstætti heldur t.d. sækir forritið netfangið hjá Sigga ([email protected]) og býður mér að senda honum fundarboð. Svona litlir og sniðugir hlutir gleðja minimalistíska nörda eins og mig.

Í raun kemst Fantastical mjög nálægt því að vera “aðstoðarmaður” minn í dagatalsmálum og stendur sig bara fjandi vel í því.

Fantastical er eitthvað sem við getum hiklaust mælt með og hægt er að nálgast það í gegnum Mac App Store á aðeins 14,99$ sem er kynningarverð. Einnig er hægt að sækja ókeypis prufu hér.

Notifications / Tilkynningar í iOS

Mikið rosalega væri fallegt af Apple að ráða þennan mann í vinnu hjá sér. Rétt upp hönd sem er kominn með ógeð á notifications / tilkynningum í iPhone, iPad eða iPod Touch. Hver kannast ekki við að fá 3 SMS, 2 missed call og fullt af Facebook tilkynningum.

Þetta kannast örugglega margir við…. hvernig á maður að muna hvað var á þessum skjá þegar maður “aflæsir” tækinu sem maður að nota. Allar tilkynningar hverfa og næsta skref er að reyna að muna hvað var nú aftur á skjánum.

Þessi gaur er greinilega búinn að fá nóg og biðlar til Apple um að gera þetta almennilega í iOS 5 sem er væntanlegt í sumar.

Nýr iMac kynntur – forpöntun

Í dag kynnti Apple uppfærðan iMac en sterkur orðrómur hafði verið uppi í nokkrar vikur um að eitthvað væri í bígerð. Ytra útlit iMac breytist ekkert en það sem er á bak við tjöldin fær væna uppfærslu.

 • Nýir örgjörvar (2.7GHz Quad-Core i5 upp í 3.4GHz Quad-Core i5)
 • Hægt er