Apple Watch snjallasta snjallúrið

Skrifað þann af Ísak Róbertsson

Apple Watch skaraði frammúr alls 118 mismunandi snjall og heilsuúra (e. fitness trackers). Það eru snillingarnir hjá Which? sem gerðu þessa rannsókn á úrunum. Rannsóknin fór þannig fram að rannsakendurnir hlupu maraþon, eða 42,2 kílómetra. Þar kom í ljós að mörg úranna sýndu kolranga tölu eftir að hafa farið yfir raunverulegt mark, eða alla 42,2 kílómetrana.

Það sem kom okkur á óvart var að vinsæla Garmin úrið var alveg útúr kortinu þegar það kom yfir marklínuna, en þar vantaði heila 17,3 kílómetra uppá heilt maraþon. Næst á eftir því var erkióvinur okkar Samsung, en þar vantaði heila 16 kílómetra uppá heilt maraþon, (við erum alltaf að segja ykkur það, verið Apple megin í lífinu). Huawei úrið skráði svo 42,2 kílómetra þegar aðeins 30 kílómetrar voru búnir. Apple Watch úrið var hvað nákvæmast af þessum öllum. Það var aðeins 1% skekkjumunur, eða 420 metrar sem þurfti að hlaupa aukalega til að klára 42,2 kílómetrana. Maður færi nú létt með það.

Það er augljóst að fyrir næsta Reykjavíkurmaraþon mælum við hiklaust með því að kíkja við í verslun Maclands á Laugavegi 23 eða uppí Kringlu og næla sér í eitt stk Apple Watch Series 4 takk fyrir pent!