Apple Watch – ECG – uppfærsla

Skrifað þann af Hörður Ágústsson

Rétt í þessu gaf Apple út uppfærslu fyrir Apple Watch upp í 5.2.1. Ekki gefa tölurnar til kynna að hér sé eitthvað merkilegt á seyði, en þegar kíkt er í pakkann þá kemur í ljós að aðalmálið fyrir okkur Íslendinga er að loksins er hægt að taka ECG (electrocardiogram) með úrinu. ECG, eða hjartalínurit, var einn af aðalpunktunum í kynningu Apple á Apple Watch Series 4 þegar það var kynnt árið 2018 en var ekki í boði fyrr en í dag á íslenskum markaði.

Undirritaður skellti að sjálfsögðu í eitt hjartalínurit og niðurstaðan var að allt líti eðlilega út en úrið benti mér samt á að hafa samband við lækni gruni mig að eitthvað sé að hrjá mig.

Þessi uppfærsla gerir Apple Watch á Íslandi að enn meira spennandi valkosti. Nú bíðum við bara eftir LTE / 4G frá fjarskiptafyrirtækjunum.

Smelltu hér til að skoða úrvalið í vefverslun okkar.

Nánari upplýsingar fást hér á vef Apple.

Þessi grein er merkt: Blogg