Apple Pay er komið!

8. maí 2019

Það voru aldeilis góðar fréttir sem biðu okkar í morgun. Apple Pay er loksins komið til landsins eftir rúmlega 4 ára bið. Þjónustan hefur verið í boði víða um heim síðan 2014 en nú er Ísland loksins komið á kortið (pun intended) þ.e. ef þú ert í viðskiptum við Arion Banka eða Landsbankann.

Apple Pay gerir notendum kleift að greiða fyrir vörur og þjónustu með iPhone, Apple Watch, iPad eða Apple tölvunni sinni. Þessi greiðslumáti er ekki „enn eitt kortið“ heldur bætir núverandi korti/kortum frá viðskiptabanka þínum inn í Apple Wallet og tengist því Apple ID reikningnum þínum.

Undirritaður er með debetkort frá Arion Banka og uppsetningin gæti ekki hafa verið einfaldari. Ég opnaði einfaldlega Arion appið í símanum og þá bauð það mér strax upp á að tengja kortið mitt við Apple Pay. Uppsetning tók í heildina á bilinu 4-5 sekúndur. Ég er með USA Apple ID og Arion Banka Appið færði kortið mitt inn í Apple Wallet án nokkurra vandræða.

Við fengum ábendingu frá notanda hérlendis með USA Apple ID og viðkomandi þurfti að breyta „region“ í símanum í United States til að geta sett kort inn handvirkt. Við mælum hins vegar með því að nota leiðbeiningar frá Arion Banka og Landsbankanum við uppsetningu.

Arion banki og Lands­bank­inn tilkynntu í morgun að með App­le Pay njóti við­skipta­vinir áfram allra fríð­inda og trygg­inga sem tengj­ast greiðslu­kort­unum þeirra. App­le Pa­y er ein­falt og öruggt í notkun en þegar greiðslu­kort er tengt við App­le Pay, vist­ast korta­núm­erið hvorki í tækið né á net­þjóna Apple. Þess í stað er sér­stökum sýnd­ar­núm­erum úthlut­að, þau dulkóðuð og geymd með öruggum hætti í því tæki sem notað er, hvort sem það er iPho­ne sími, App­le Watch úr eða Mac ­tölva. Jafn­framt þarf not­andi að auð­kenna sig með fingrafara- eða and­litsskanna iPho­ne sím­ans áður en greiðsla er fram­kvæmd.

,,Það er ánægju­legt að geta nú boðið við­skipta­vin­um ­Arion ­banka að greiða fyrir vörur og þjón­ustu í gegn­um App­le Pay. Banka­þjón­usta er að breyt­ast mikið og hratt og við höfum verið í far­ar­broddi um tækninýj­ung­ar. App­le Pa­y er ein­falt í notkun og smellpassar við þá stefnu okkar að bjóða upp á fram­sækna og þægi­lega banka­þjón­ustu hvar og hvenær sem er, “ segir Stef­án ­Pét­urs­son, banka­stjóri ­Arion ­banka.

Edda Her­manns­dótt­ir, for­stöðu­maður sam­ein­aðs sviðs ­mark­aðs­mála, sam­­skipta og grein­ingu hjá Ís­lands­banki, segir í sam­tali við Kjarn­ann að App­le Pa­y muni einnig standa við­skipta­vinum Íslands­banka til boða á næst­unni en að ekki sé ljóst nákvæm­lega hvenær.

Til hamingju Ísland!

Fleira skemmtilegt