Apple Music er komið til Íslands

21. apríl 2020

Í dag kynnti Apple formlega að Apple Music væri formlega komið til Íslands eftir langa bið. Steve Jobs kynnti iTunes búðina, forvera Apple Music, á WWDC í apríl 2003 og svo fór hún í loftið stuttu síðar.

Undirritaður hefur eytt síðustu 17 árunum í að kaupa inneign í bandarísku verslunina til að geta keypt tónlist og núna undanfarin ár til að geta verið áskrifandi að Apple Music. En nú er það ekki lengur nauðsynlegt, eins og okkur var bent á fyrir nokkrum dögum af árvökulum vini okkar á samfélagmiðlum. Við ákváðum þó að tilkynna ekkert fyrr en Apple staðfesti það og sá dagur er runninn upp.

Þó við hinkrum enn eftir Apple Movies og Apple TV Shows, þá bjóðum við ykkur velkomin á tónlistarkortið kæru Íslendingar.

Apple Music, ein stærsta tónlistarupplifun í heimi, er nú aðgengileg í 167 löndum og landssvæðum og býður upp á meira en 60 milljón lög. Sérfræðingar um tónlist halda utan um þúsundir lagalista (playlists) og daglegar útgáfur, ásamt hinni virtu alþjóðlegu útvarpsstöð Beats 1. Apple Music er besta tónlistarveitan fyrir iPhone, iPad, Apple Watch, Apple TV, Mac, HomePod og CarPlay og er einnig aðgengileg á Android ásamt öðrum tækjum.

Nýir Apple Music áskrifendur í þeim 52 löndum sem bættust við listann í dag geta eins og áður segir skráð sig í 6 mánaða ókeypis prufuáskrift. Við mælum hiklaust með því að þú skellir þér á þetta frábæra tilboð með því að opna Apple Music í tækinu þínu.

Fleira skemmtilegt