Apple kynning 7.september

7. september 2016

Dagurinn sem við höfum svo mörg beðið eftir. Nýr iPhone kynntur, loksins!
Apple kynnti eftirfarandi vörur

iPhone 7 og 7 Plus
screen-shot-2016-09-07-at-22-01-35
Apple Watch series 2
screen-shot-2016-09-07-at-22-03-34
AirPods
screen-shot-2016-09-07-at-22-04-18

Einhver hjá Apple verður þó líklega rekinn á morgun þar sem Twitter reikningur Apple tilkynnti iPhone 7 áður en kynningin hófst. Apple einblíndi mikið á breytingar í hönnun á símanum sem skv. þeim er kominn á það stig að teljast nær fullkominn. Við eigum erfitt með að andmæla því og hver í raun þorir að andmæla Jonathan Ive.

Bæði iPhone 7 og iPhone 7 Plus koma í hinum þekktu litum Gold, Rose Gold, Silver, Black (áður Space Gray) og svo hinum nýja lit Jet Black sem má kannski best líkja við áferð á fallegu píanói.

Skjár símans er 25% bjartari en hvernig síminn höndlar með liti var mjög stór hluti af kynningunni. Í þetta skiptið eru loftnetin ekki sjáanleg utan á símanum sem losar okkur loksins við línurnar á bakhlið símans sem hafa einkennd iPhone frá útgáfu iPhone 6 og svo 6s. Að innan fá símarnir stereo hátalara í fyrsta skipti og hinn spánnýja A10 Fusion örgjörva. En það sem okkur finnst merkilegast er að símarnir eru loksins orðnir vatns- og rykheldir.

Stóru breytingarnar eru þó helst þessar í stuttu máli.

  • Búið er að fjarlægja heyrnartólatengið (jack tengið) af iPhone og nú tengjast heyrnartól í gegnum Lightning (hleðslutengið). Ef þú ætlar að tengja gömlu heyrnartólin þín þá fylgir millistykki með í kassanum frá Apple.
  • Rafhlöðuending er nú 2 tímum meiri á iPhone 7 miðað við 6s og 1 tíma meiri á 7 Plus miðað við 6s Plus.
  • Apple kynnti AirPods, þráðlaus heyrnartól með 5 tíma hlustunartíma í hvert sinn. Þau koma í hleðslukasa sem þýðir að þú getur notað þau í 24 tíma án þess að hlaða hleðslukassann.
  • Home takkinn er ekki lengur „takki“ heldur fær hann sömu eiginleika og músarflöturinn á fartölvum Apple með tækni sem kallast Force Touch.
  • Super Mario (ok, ekki stórmál, en samt skemmtilegt)
  • Stórbætt myndavél á iPhone 7 og iPhone 7 plus fær tvöfalda myndavél
  • Apple úrið er nú vatnshelt niður að 50 metra dýpi og fékk innbyggða GPS flögu ásamt betri rafhlöðu og auðvitað nýjum örgjörva.
  • Pokemon Go kemur út á Apple Watch

Svo tvö mál sem Apple kynntu auðvitað í janúar á þessu ári, iOS 10 og macOs 10.12 Sierra. Þessi stýrikerfi koma út á næstu 2 vikum, iOS 10 þann 13.september og macOs 10.12 Sierra þann 20.september. Starfsmenn Macland eru í prófunarhópi hjá Apple með þessi stýrikerfi og höfum við notað þau frá því snemma í vor. Satt best að segja þá verðum við að segja að þessar uppfærslur eru þær stærstu sem við höfum séð hingað til. iCloud samhæfing milli iOS og macOs er orðin enn betri.

Það eru heldur betur bjartir tímar framundan fyrir okkur Apple notendur og hlökkum við til að tilkynna þegar við vitum meira um komutíma og verð á iPhone 7, iPhone 7 Plus, Apple Watch series 2 og Apple AirPods.

Fylgist vel með okkur á Twitter, Facebook og Snapchat og auðvitað hér á macland.is fyrir nýjustu tíðindi úr Apple heiminum.

Smelltu hér til að horfa á kynninguna í heild sinni

Fleira skemmtilegt