Amplifi WiFi – framtíðin í þráðlausu neti er komin

Skrifað þann af Hörður Ágústsson

Allt frá því ég fékk fyrst WiFi tæki í hendurnar, minnir að það hafi verið fartölva frá því í Háskólanum í Reykjavík, þá hefur líf mitt einkennst af baráttu við margs konar þráðlausa senda, routera og svo frv. Apple kynnti á sínum tíma Airport línuna og var það gríðarlegt stökk fyrir heimili og lítil/meðalstór fyrirtæki. Vissulega ekki ódýrustu vörurnar á markaðnum en þarna voru komnar fram stöðugar og vandaðar vörur á verði sem þó gekk upp fyrir áðurnefndan markhóp.

Sjálfur fékk ég mér Airport Extreme og Airport Express um leið og það kom á markaðinn. Framúrstefnuleg hönnun og virkilega vandaðar græjur. Einfaldleiki í uppsetningu og viðhaldi var það sem heillaði mig mest og stöðugt og gott WiFi var allt í einu orðið hluti af lífinu hjá mér.

Svo líða árin og Apple uppfærir Airport línuna til að fylgja þeim stöðlum og þróun sem átti sér stað í WiFi heiminum.

 

Í dag býður Apple upp á Airport Express, Airport Extreme og Time Capsule í þessari vörulínu en hún var síðast uppfærð árið 2013. Síðan eru liðin 5 ár og alls konar þróun er búin að eiga sér stað á sama tíma og Airport vörulínan hefur staðið í stað.

 

Við fjölskyldan búum í rými sem er á 2 hæðum og um 130fm að gólffleti. Þegar við fluttum var ég með 2 stk. Airport Extreme, tengda saman með netkapli á milli hæða og það var töluvert vesen að fá þá til að vinna saman til að búa til heildstætt þráðlaust net með sama nafni. Einnig náðu þeir sendar ekki að dekka allt rýmið og var t.d. mjög erfitt að ná WiFi á öðru salerni hússins, mér til mikillar gremju.

Seint á árinu 2017 komumst við í samband við aðila sem þekkti til Amplifi vörulínunnar. Amplifi vörurnar eru framleiddar af Ubiquiti Networks sem hefur verið leiðandi vörumerki í WiFi lausnum undanfarin ár. Okkur var boðið að prófa AmpliFi Mesh Wi-Fi System og tók undirritaður þær prófanir að sér.

Sú upplifun sem átti sér stað minnti mikið á fyrstu kynni mín af Airport vörulínunni á sínum tíma nema núna er ég kominn með App í símann minn og get því stillt routerinn þar ásamt því að skoða alls kyns tölfræði varðandi nettenginguna mína. Gestanet er hægt að virkja með einföldum smell í appinu og það er mjög auðvelt að stýra netaðgengi dætra minna í þau tæki sem þau hafa aðgang að. T.d. kl. 21:00 á kvöldin hætta tækin þeirra að virka í gegnum WiFi, svo kl. 8 um morgun virkjast það á nýjan leik.

 

Smelltu hér til að skoða Amplifi vörurnar nánar í vefverslun okkar.

Í stuttu máli, Amplifi routerinn hefur gert mig hamingjusaman á ný hvað varðar WiFi mál heimilisins. Uppsetning er leikur einn, hvort sem þú ert með Ljósleiðara frá Gagnaveitunni eða Ljósnet (VDSL) frá öðru fyrirtæki. Ef þú ert með ljósleiðara þá mun Amplifi routerinn koma í stað núverandi routers sem þú leigir frá fjarskiptafyrirtæki. Ef þú ert með Ljósnet þá þarftu að halda routernum frá fjarskiptafyrirtækinu áfram, en við mælum hiklaust með að taka ljósleiðaratengingu sé möguleiki á því.

Routerinn er tengdur með ethernet snúru í ljósleiðaraboxið eða í router frá fjarskiptafyrirtæki (ef þú ert ekki með ljósleiðara) og sendistöðvarnar þurfa bara rafmagn. Því þarf ekki að leggja neinar snúrur á milli router og sendistöðva.

Í stuttu máli. Þessar græjur eru það allra besta sem við höfum séð í WiFi málum fyrir heimili og lítil/meðalstór fyrirtæki.

Hér eru nokkur skjáskot úr appinu

Svona lítur uppsett kerfi út.

Hér er listi yfir þau tæki sem eru tengd. Einnig er hægt að búa til prófíl fyrir ákveðna notendur.

Hér er hægt að stilla prófíl á ákveðinn notanda og þau tæki sem viðkomandi notar. Þetta hentar mjög vel fyrir t.d. börn og unglinga heimilisins.

Hægt er að stýra Amplifi þó þú sért ekki heima.

Gestanetið er mjög skemmtilega uppsett. Þú bara virkjar það og velur hversu lengi það á að vera virkt. Þarft því ekki lengur að gefa upp WiFi lykilorð heimilisins.

Mögulegt er að stilla t.d. hvað tæki eru aðallega að gera. Streymi, leiki eða bara „almennt internet“.

Þessi grein er merkt: Blogg