Allt klárt fyrir versló?

Skrifað þann af Gunnar Máni Arnarson

Við í Macland höfum mikla reynslu á því að vera með opna verslun eftir verslunarmannahelgina og það sem einkennir fyrstu vikuna eftir Verslunarmannahelgina seinustu tíu árin eru iPhone viðgerðir! Við höfum bæði fengið að dæma síma dauða eða jafnvel rukkað fólk 15-40 þús fyrir skjáviðgerðir eftir smá skrall!

Ekki tryggja þig eftir á og undirbúðu þig fyrir mögulega besta/versta skrall lífs þíns! Við bjuggum til flokk fyrir þig þar sem þú getur fundið þitt Hitcase/Catalyst hulstur eða þína skjávörn! Ekki hika við að eyða innan við 10.000 kr. í stað þess að þurfa að greiða mögulega 15-40 þús eftir Verslunarmannahelgina. Eyddu frekar peningnum í hamingju!

Smelltu HÉR

Þarna geturðu fundið nokkrar sniðugar vörur fyrir helgina. Við erum með hlýja vettlinga sem hægt er að nota til að hlýja sér um hendurnar….. OG þó svo þú sért í þeim þá nemur iPhone síminn þinn skjásnertinguna! Algjör snilld. Það eru Powerbankar í öllum stærðum og gerðum, skjávarnir fyrir alla iPhone síma fyrir utan iPhone 5 og eldri, fólk ætti helst ekki að láta sjá sig með slíka síma ef það er á Þjóðhátíð í það minnsta, iPhone 5 sleppur samt á Innipúkanum ekki spurning! Höggheldu og vatnsheldu hulstrin okkar frá Hitcase eigum við fyrir iPhone X/Xs, iPhone Xr og iPhone Xs Max! Svo eigum við Catalyst hulstur fyrir iPhone 7 og iPhone 7 Plus – Ekki hiiiiiiiika við að splæsa í slíkt hulstur og hægt er að kaupa linsu sem seglast á hulstrin til að taka ennþá flottari “wide” og “super wide” myndir!

Ekki má gleyma því að ÞÚ ert DJ – Við erum öll DJ og við elskum öll að vera DJ svo sýndu hvað í þér býr með því að kaupa Soundboks 2, tengja það með bluetooth í símann þinn og hækka í botn…. Þá á fólk ekki sjéns í þig 😉

Njótið þessara síðustu daga júlí mánaðar, njótið fyrstu daga ágúst mánaðar, verið góð við hvort annað og berið virðingu fyrir náunganum!

Ást&Friður

Ykkar kæri ven
Máni Jobs

 

Þessi grein er merkt: Blogg