Airport er dautt! Lengi lifi Amplifi

Skrifað þann af Hörður Ágústsson

26.apríl 2018 – dagurinn sem Apple hætti formlega að selja Airport línuna sína. Það eru einhverjar birgðir eftir hjá Apple úti, en við höfum nú þegar tekið Airport vörurnar úr sölu.

Ástæðan fyrir því kom fram á blogginu okkar í lok janúar og sú ástæða er einföld. Amplifi vörurnar eru ljósárum á undan Apple Airport línunni í gæðum og verði. Mögulega ósanngjarn samanburður þar sem Airport vörurnar voru síðast uppfærðar fyrir einhverjum árum, en skítt með það. Hér er ný vara komin á toppinn og við fögnum því.

Smelltu hér til að skoða Amplifi vörurnar í vefverslun

Þessi grein er merkt: Blogg