5 ár af Apple Watch

Skrifað þann af Ísak Róbertsson

Þann 24. apríl síðastliðinn hélt Apple Watch uppá 5 ára útgáfu afmælið sitt. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá í Apple heiminum, en við ætlum aðeins og fara yfir helstu atriðin og breytingarnar sem Apple Watch hefur farið í gegnum á þessum 5 árum.

  • 2015: Fyrsta útgáfan af Apple Watch var frekar hægt úr, og reiddi mikið á paraðann iPhone sér við hlið, en það lagði grunninn fyrir framtíðina af Apple Watch úrum. Úrið kom í 38mm og 42mm stærðum, og kynnti til leiks allt frá stafræna krónu hjólinu (e. Digital Crown Wheel), sem er hjólið á hliðinni, að Activity rings, sem við öll þekkjum í dag á úrunum. Upprunalega úrið var einnig fáanlegt í 18-karata gulli. Það kostaði rúmar 2,5 milljón krónur, eða 17.000 bandaríkja dollara.
  • 2016: Apple Watch Series 2 var allt að 50% hraðara en fyrra úrið, og var það vegna þess að í úrinu var öflugri örgjörvi, eða dual-core S2 chip. Það var einnig fyrsta Apple Watch úrið sem kom með innbyggðum GPS mæli, og var vatnsþolið allt að 50 metrum, og með tvisvar sinnum bjartari skjá. Á sama tíma kom hliðar útgáfa af Apple Watch 1 með S2 örgjörvanum.
  • 2017: Það var ekki fyrr en í Series 3 þar sem boltinn fór að rúlla, en það úr kom með LTE cellular tengingu í ákveðnum týpum af úrinu. Þetta gerði notendum kleift að svara símtölum (ekki á íslandi 😞), senda skilaboð og hlusta á tónlist allt án þess að hafa iPhone sér við hlið. Series 3 úrið var einnig með 70% hraðari S3 örgjörva, barometrískan hæðamæli, 0g W2 örgjörva sem gaf 85% hraðari Wi-Fi tengingu og 50% lengri batterí endingu.
  • 2018: Series 4 braut ennþá stærri múra fyrir snjallúra heiminn. En það var í Series 4 sem við fyrst sáum hvað úrin geta spilað stóran part í daglegri heilsu fólks. Í Series 4 fengum við Fall Detection, en þá gat úrið numið það ef þú varst fyrir miklu, eða hættulegu falli. Úrið var nú fáanlegt í 40 og 44mm, og með 64-bita S4 örgjörvanum varð úrið allt að tvisvar sinnum hraðara. Apple og Nike unnu einnig saman að hliðarútgáfu af Series 4 Nike úrum, en þau voru með innbyggðu Nike sport appi og sérstökum Nike sport ólum.
  • 2019: Apple Watch Series 5 var nánast alveg eins og Series 4, og hafa menn rætt það hvort nýtt úr megi kalla, það væri kannski betra að kalla það Apple Watch Series 4,2. En úrið var einskonar endurnýjun á Series 4. Uppfærslunar voru ekki gríðarlegar en þær voru þó nokkrar, eins og t.d. “Always on” retina skjár, en þá er skjárinn alltaf í gangi, sama þótt þú sért ekki með úrið uppi við, í úrinu var einnig innbyggður áttaviti og 32gb geymslupláss.

Ef við lítum fram á við, þá segja helstu Apple sérfræðingarnir að Apple Watch Series 6 verði með innbyggðum svefnmæli, blóðmæli, hvort sem það er fyrir súrefni, glúkósa eða þrýstings mælir, enn meiri vatnsþolun og einnig mögulegt Touch ID. Hvort sem það er, þá bíðum við spennt eftir nýjasta Apple Watch, eins og öllu nýju Apple dóti. Við elskum þetta allt, og viljum bara meira, og fáum aldrei nóg.