El Capitan kemur 30.september

29. september 2015

Eins og síðastliðin ár, þegar hausta fer, mun Apple gefa út uppfærslu á stýrikerfi fyrir far- og borðtölvur. El Capitan, betur þekkt sem OS X El Capitan 10.11 kemur út í App Store miðvikudaginn 30.september 2015.

el-capitan-2.0.0
Starfsmenn Macland hafa notað þetta stýrikerfi nú síðan í sumar þegar það var kynnt á WWDC 2015 og eins og áður er í kerfinu að finna nýjungar sem gera enn þægilegra en áður að nota iOS og Mac OS saman. Tilfinningin er sú að það sé ekki langt í að iOS hreinlega taki yfir Mac OS heiminn algjörlega, samvirknin er orðin slík og margar ættu að vera kunnulegar þeim sem hafa notað iOS undanfarin ár.

Eins og áður hefur The Verge tekið saman helstu breytingar í þessari flottu grein.

Við viljum ítreka við alla sem umhugað er um gögnin sín að tryggja að öryggisafrit sé til af tölvunni áður en farið er út í uppfærslu. Líkurnar á að eitthvað klikki eru mjög litlar, en litlar líkur á að gögn hverfi er alltaf verri staðan en að það séu engar líkur á að gögn hverfi 🙂 Því viljum við ítreka a.m.k. Time Machine afritun áður en uppfærsla hefst.

Komi upp einhver vandræði við uppfærsluna eða ef þú hefur spurningar, skjóttu á okkur fyrirspurn á Facebook, Twitter eða í gegnum Þjónustuvefinn okkar.

Fleira skemmtilegt